Valdaþræðirnar gætu legið til Pírata

Staðan í stjórnmálunum er fordæmalaus, en stjórnarandstöðuflokkarnir, sem mælast nú með ríflega 65 prósent fylgi, eru byrjaðir að stilla saman strengina. Píratar eru með pálmann í höndunum.

Mótmæli
Auglýsing

Stjórn­ar­and­stöðu­flokk­arnir á Alþingi, Sam­fylk­ing­in, Vinstri græn, Björt fram­tíð og Pírat­ar, vilja ólm fá kosn­ingar fram hið fyrsta, en þurfa að sætta sig við að bíða fram á haust­ið, eftir tíð­indi gær­dags­ins. Sig­urður Ingi Jóhanns­son leiðir nýja rík­is­stjórn sem for­sæt­is­ráð­herra, eftir að Sig­mundur Davíð Gunn­laugs­son vék úr henni, en reikna má með því að nýr ráð­herrakap­all skýrist í dag. Lilja Alfreðs­dóttir tekur sæti í rík­is­stjórn sem utan­þings­ráð­herra, og verka­skipt­ing stjórn­ar­flokk­anna eftir ráðu­neytum verður áfram sú sama og verið hefur til þessa, eftir því sem fram kom í máli Sig­urðar Inga og Bjarna Bene­dikts­son­ar, í gær­kvöldi.

Eins og staða mála er nú, gæti sá tími sem líður fram að kosn­ingum skipt miklu máli fyrir stjórn­ar­and­stöð­una. Bjarni sagði í gær að stjórn­ar­and­staðan væi „líka í rusli“, og vís­aði til þess að ennþá væri góður meiri­hluti hjá stjórn­ar­flokk­unum í þing­inu, sem gætu staðið af sér van­traust­til­lög­u. 

Krafa stjórn­ar­and­stöð­unnar er ennþá sú að kosið verði strax, og hefur þetta komið skýr­lega fram í við­tölum við for­ystu­fólk stjórn­ar­and­stöð­unn­ar, ekki síst í gær­kvöldi. Rík­is­stjórn undir for­ystu Sig­urðar Inga heldur um þræð­ina fram á haust meðan unnið verður að mik­il­vægum mál­um, þar helst aflandskrón­u­út­boð­inu sem er lyk­il­at­riði í áætlun stjórn­valda um afnám hafta. Von er á því máli á dag­skrá á næstu tveimur til þremur vik­um.

Auglýsing

For­ystu­fólk í stjórn­ar­and­stöðu­flokk­un­um, þau Árn­i Páll Árna­son, for­maður Sam­fylk­ing­ar­inn­ar, Katrín Jak­obs­dótt­ir, for­maður Vinstri grænna, Óttar Proppé – sem mest hefur verið áber­andi í þessu máli fyrir hönd ­Bjartrar fram­tíðar – og Birgitta Jóns­dóttir og Helgi Hrafn Gunn­ars­son, hjá P­íröt­um, hafa talað með sam­stilltum hætti og segj­ast öll á því að þessi nið­ur­staða, það er að Sig­mundur Davíð stígi til hliðar og Sig­urður Ingi taki við for­sæt­is­ráðu­neyt­inu, sé ekki góð nið­ur­staða sem fólk sætti sig við. Það sáust engin skilti með óskum um að Sig­urður Ingi yrði for­sæt­is­ráð­herra, sagði Helgi Hrafn, þegar þessi mynd var að skýr­ast.

Miklar svipt­ingar

Nýj­ustu skoð­ana­kann­anir benda til þess að það sé farið að molna undan fylgi við rík­is­stjórn­ar­flokk­anna. Þeir mæl­ast nú með 26 pró­sent traust, ­sam­kvæmt könnun frá MMR í gær, sem er það lægsta sem rík­is­stjórn­ar­flokk­arn­ir hafa mælst með frá því þeir tóku við stjórn­ar­taumunum 2013. Raunar hefur rík­is­stjórn sjaldan mælst með­ svo lítið traust. Fram­sókn­ar­flokk­ur­inn er með 8,7 pró­sent fylgi og lækkar frá því í síð­ustu könnun í mars og Sjálf­stæð­is­flokk­ur­inn 22,5 pró­sent. Píratar eru lang­sam­lega stærsti flokkur lands­ins með 36,7 pró­sent fylgi. Vinstri græn ­mæl­ast með 12,8 pró­sent fylgi og Sam­fylk­ingin 9,9 pró­sent. Björt fram­tíð er ­yfir fimm pró­sent lág­marki, sem þarf til að ná fólki inn á þing, og mælist nú ­með 5,8 pró­sent fylgi. Stjórn­ar­and­stað­an er því með 65,2 pró­sent fylgi í þess­ari nýj­ustu könn­un, en stjórn­ar­flokk­arn­ir 31,2 pró­sent.

Það þarf ekki að koma á óvart að stjórn­ar­and­staðan hafi verið að knýja á um kosn­ingar í ljósi þess­arar stöðu.

Katrín Jakobsdóttir, formaður Vinstri grænna, nýtur mikilla vinsælda í könnunum. Flokkur hennar mælist nú með 12,8 prósent fylgi. Mynd: Birgir.

Inn­an­mein og ­valda­bar­átta

Innan Sam­fylk­ing­ar­innar og Vinstri grænna, það er í gras­rót ­flokk­anna, hefur verið rætt um að þetta kunni að vera heppi­legur tíma­punkt­ur til að þess að auka sam­starf flokk­anna, jafn­vel sam­ein­ast. Lík­legt verður að telj­ast að Katrín Jak­obs­dótt­ir, for­maður Vinstri grænna, gæti orðið leið­tog­i þeirra hreyf­ing­ar, í ljósi þess að mikið traust til hennar hefur verið stað­fest síend­ur­tekið í könn­unum að und­an­förnu. En þetta hefur ekk­ert verið rætt form­lega meðal þing­manna og ekki heldur í for­ystu­sveit þess­ara flokka á lands­vísu. Frekar má orða það svo, að flokk­arnir viti af mögu­leik­an­um, í ljósi þess hvernig hið póli­tíska lands­lag hefur þróast, en hafi til þessa ekk­ert gert til að ýta honum í far­veg til­ fram­kvæmd­ar.

Árni Páll Árnason hefur átt í vök að verjast innan flokks sem utan, stærstan hluta kjörtímabilsins. Mynd: Birgir.

Þvert á móti hefur Sam­fylk­ing­in, sem hefur átt í stökust­u vand­ræðum allt kjör­tíma­bilið og mælst í lægstu lægðum í fylg­inu frá stofn­un, horft til þess að end­ur­nýja flokks­starfið og for­yst­una. Hafa Helgi Hjörvar, Oddný Harð­ar­dóttir og Magnús Orri Schram þegar boðið sig fram til for­mennsku þegar kosið verður um end­ur­nýjun for­yst­unn­ar.

Í ljósi þess hve lítið fylgi hefur verið við Bjarta fram­tíð allt kjör­tíma­bil­ið, þá liggur fyrir að hún mun berj­ast fyrir lífi sínu í næst­u ­kosn­ing­um, fari hún fram undir sömu for­merkj­um.

Píratar eru hins vegar með pálmann í hönd­un­um. Þrátt ­fyrir þriggja manna þing­flokk, Birgittu, Helga Hrafn og Ástu Guð­rún­u Helga­dótt­ur, þá er ljóst að valda­þræð­irnir í stjórn­málum lands­ins gætu lent hjá þeim í haust þegar kosið verð­ur. Ef nið­ur­staðan yrði í sam­ræmi við kann­anir þá fengju Píratar 28 þing­menn af 63 í heild­ina. Þau hafa rætt um það, að rík­is­stjórn með þeirra þátt­töku þurfi að vera skipuð utan­þings­ráð­herr­um. Ekk­ert hefur sést á spilin í þeim efn­um, það er hvaða fólk það er sem kæmi til­ ­greina sem ráð­herr­ar, en Píratar þurfa að hafa nokkuð hraðar hend­ur, þegar kemur að skipu­lagi innra starfs­ins, í ljósi þess að kosið verður í haust.

En það má ekki gleyma þeim þekktu sann­indum úr stjórn­mál­um, að staða mála getur breyst hratt og erfitt að er að sjá fyrir þróun mála, eins og atburða­rás síð­ustu daga sýnir glögg­lega. Það sem virð­ist aug­ljóst nú, gæti verið breytt innan skamms tíma.

Þingflokkur Pírata telur nú þrjá þingmenn, en 25 nýir þingmenn myndu bætast við ef útkoma í kosningum yrði sú sama og kannanir benda til um þessar mundir. Mynd: Birgir.

Við þurfum á þínu framlagi að halda

Þú getur tekið beinan þátt í að halda úti öflugum fjölmiðli.

Við sem vinnum á ritstjórn Kjarnans viljum hvetja þig til að vera með okkur í liði og leggja okkar góða fjölmiðli til mánaðarlegt framlag svo við getum haldið áfram að vinna fyrir lesendur, fyrir fólkið í landinu.

Kjarninn varð níu ára í sumar. Þegar hann hóf að taka við frjálsum framlögum þá varð slagorðið „Frjáls fjölmiðill fyrir andvirði kaffibolla“ til og lesendur voru hvattir til að leggja fram í það minnsta upphæð eins kaffibolla á mánuði.

Mikið vatn hefur runnið til sjávar á þeim níu árum sem Kjarninn hefur lifað. Í huga okkar á Kjarnanum hefur þörfin fyrir fjölmiðla sem veita raunverulegt aðhald og taka hlutverk sitt alvarlega aukist til muna.

Við trúum því að Kjarninn skipti máli fyrir samfélagið.

Við trúum því að sjálfstæð og vönduð blaðamennska skipti máli.

Ef þú trúir því sama þá endilega hugsaðu hvort Kjarninn er ekki allavega nokkurra kaffibolla virði á mánuði.

Vertu með okkur í liði. Þitt framlag skiptir máli.

Ritstjórn Kjarnans: Sunna Ósk Logadóttir, Þórður Snær Júlíusson, Erla María Markúsdóttir, Arnar Þór Ingólfsson, Eyrún Magnúsdóttir og Grétar Þór Sigurðsson.


Já takk, ég vil styrkja Kjarnann!
Þorbjörn Guðmundsson
Er íslenska velferðarkerfið ekki lengur griðarstaður þeirra sem minnst hafa?
Kjarninn 11. janúar 2023
Takk fyrir og sjáumst á nýjum miðli á föstudag
Bréf frá ritstjóra Kjarnans vegna sameiningar við Stundina og þess að nýr framsækinn fréttamiðill verður til í lok viku.
Kjarninn 11. janúar 2023
Sverrir Albertsson
Vatn á myllu kölska
Kjarninn 11. janúar 2023
Lögreglumenn standa vörð um gröfurnar í námunni.
Berjast fyrir þorpi á barmi hengiflugs
Lítið þorp í Rínarlöndum Þýskalands er allt komið í eigu kolarisa. Fyrirtækið ætlar sér að mylja niður húsin og stækka kolanámu sína sem þegar þekur um 80 ferkílómetra. Þetta þykir mörgum skjóta skökku við í heimi sem berst við loftslagsbreytingar.
Kjarninn 10. janúar 2023
Arnþrúður Karlsdóttir, útvarpsstjóri Útvarps Sögu.
Útvarp Saga telur fjölmiðlastyrki skapa tortryggni og bjóða upp á frændhygli
Fjögur fjölmiðlafyrirtæki hafa til þessa skilað inn umsögnum um frumvarp Lilju Alfreðsdóttur menningar- og viðskiptaráðherra, sem mun að óbreyttu framlengja núverandi styrkjakerfi til fjölmiðla.
Kjarninn 10. janúar 2023
Sólveig Anna Jónsdóttir formaður Eflingar.
Viðræðum slitið og Efling undirbýr verkfallsaðgerðir
Samtök atvinnulífsins hafa hafnað gagntilboði Eflingar um skammtímakjarasamning, sem kvað á um meiri launahækkanir en SA hefur samið um við aðra hópa á almennum vinnumarkaði til þessa. Efling undirbýr nú verkfallsaðgerðir.
Kjarninn 10. janúar 2023
Palestínski fáninn á lofti í mótmælum í Reykjavík. Ísraelskri lögreglu hefur nú verið fyrirskipað að rífa fánann niður á almannafæri.
Fánabann og refsiaðgerðir í Palestínu í kjölfar niðurstöðu Sameinuðu þjóðanna
Degi eftir að ný ríkisstjórn tók við völdum í Ísrael samþykkti allsherjarþing Sþ að fela Alþjóðadómstólnum í Haag að meta lögmæti hernáms Ísraelsríkis á Vesturbakkanum. Síðan þá hefur stjórnin gripið til refsiaðgerða og nú síðast fánabanns.
Kjarninn 10. janúar 2023
Gríðarlega mikil dæling á sandi á sér stað í Landeyjahöfn á hverju ári. Markarfljótið ber hundruð þúsunda tonna af jarðefnum út í sjó og það á til að safnast upp í mynni hafnarinnar.
Vilja sjúga sand af hafsbotni í stórum stíl og flytja út
Eftirspurn eftir íslenskum jarðefnum er gríðarleg ef marka má framkomin áform erlendra stórfyrirtækja um nýtingu þeirra. Vinsældir hafnarinnar í Þorlákshöfn eru samhliða mjög miklar.
Kjarninn 10. janúar 2023
Meira eftir höfundinnMagnús Halldórsson
Meira úr sama flokkiFréttaskýringar
None