Reyna að þrengja að skattaskjólum en afhjúpa sig í leiðinni

Alþjóðleg hneykslis bylgja, með Sigmund Davíð í kastljósi, fer nú um alla stærstu fjölmiðla heimsins. David Cameron hefur nú verið afhjúpaður en hann átti um tíma í félagi í skattaskjóli.

David Cameron, forsætisráðherra Bretlands.
David Cameron, forsætisráðherra Bretlands.
Auglýsing

Allir stærstu fjöl­miðlar Banda­ríkj­anna og Evr­ópu hafa fjallað um Panama­skjölin og upp­lýs­ingar sem í þeim er að finna um fólk sem ­geymir pen­inga í félögum á skil­greindum lág­skatta- og skatta­skjól­u­m. 

Á með­al­ ­svæða sem sér­stak­lega eru skil­greind með þessum hætti eru Bresku jóm­frúa­eyj­arn­ar, þar sem Tortóla er á með­al. Nú hefur David Camer­on, for­sæt­is­ráð­herra Bret­lands, við­ur­kennt að hafa átt hlut í einu slíku félagi, Bla­ir­more Invest­ment Fund, sem faðir hans var skráður fyr­ir. Hann seldi hlut­inn fyrir 31.500 pund, eða sem jafn­gildir 5,5 millj­ónum króna, fjórum mán­uðum áður en hann varð for­sæt­is­ráð­herra. Aug­ljóst er strax, að málið verður erfitt fyrir hann.

Í morgun var mál Sig­mundar Dav­íðs Gunn­laugs­son­ar, sem nú er ný­bú­inn að segja af sér sem for­sæt­is­ráð­herra, á for­síðu New York Times, og frá­ því greint að hann hefði látið undan þrýst­ingi um að segja af sér, eftir að hafa verið afhjúp­aður sem eig­andi Wintris Inc., til árs­loka 2009, en eig­in­kona hans hefur átt síðan í sér­eign. Málið var líka til umfjöll­unar í gær. 

Auglýsing

Eins og kunn­ugt er, var farið yfir þessi mál í Kast­ljósi í sam­starfi við Reykja­vík Media, síð­ast­lið­inn sunnu­dag. Lítið hefur verið rætt um það í erlendum fjöl­miðlum að félagið hafi lýst 500 millj­óna króna kröfu í slitabú bank­anna, á meðan stjórn­völd unnu lausn á vand­anum sem þau sköp­uðu fyrir þjóð­ar­bú­ið, í tengslum við áætlun um afnám hafta. Til­vist þess, og að það hafi verið skráð í aflands­fé­lag (offs­hore company) þykir vera frétt­næmt eitt og sér.



Ekki er ólík­legt að fleiri stór­tíð­indi muni ber­ast vegna þess­ara gagna, sem ­svipta hul­unni af því hvernig auð­ugt fólk og fyr­ir­tæki geymi auð­ævi sín með­ ­leynd.



Póli­tískt átak á heims­vísu

Sam­hengið sem umfjöll­unin birt­ist í tekur mið af því póli­tíska átaki sem hefur verið í gangi á heims­vísu, meðal ann­ars undir for­yst­u ­rík­is­stjórnar Baracks Obama Band­ríkja­for­seta, um að þrengja að þessum svæð­u­m ­sér­stak­lega og upp­ræta starf­sem­ina. Á blaða­manna­fundi í Hvíta hús­inu 5. apr­íl ­síð­ast­lið­inn,­sem hann hélt meðal ann­ars til að ræða lek­ann á Panama­skjöl­un­um, sagð­i hann að þegar allt kæmi til alls þá væri það milli­stétt­ar­fólkið sem þyrfti að ­borga fyrir það, að ríkt fólk og fyr­ir­tæki, nýttu sér skatta­skjól  og lág­skatta­svæði. Þau væru að nýta sér­ glufur (loop­h­o­les) í lög­unum og það þyrfti að gera allt sem mögu­legt væri, til­ að loka á þennan mögu­leika. Allir þyrftu að leggja sitt af mörkum til­ ­sam­fé­lags­ins.

Snýst um slæma banka­starf­semi og svik

Þetta er ekki í fyrsta skipti sem Obama gerir skatta­skjól að um­stals­efni, því hann hefur opin­ber­lega verið með bar­áttu gegn þeim sem hluta af ­stefnu rík­is­stjórnar sinnar frá því árið 2010, þegar hann hrinti úr vör átaki til að upp­ræta skatt­svik sem bankar á Wall Street aðstoð­uðu við. Frá þeim tíma hafa margir ­bankar þurftu að greiða sektir til rík­is­sjóðs Banda­ríkj­anna, þar á meðal margir ­evr­ópskir bank­ar. Bank­arnir HSBC og Credit Suisse hafa báðir þurft að greiða ­sektir í rík­is­sjóð, en HSBC þeim mun meira, og eru öll kurl ekki komin til­ grafar enn hvað hann varð­ar. Sam­tals nema sekir ríf­lega fimm millj­örðum Banda­ríkja­dala, sem sem nemur meira en 600 millj­örðum króna. 

Í Panama­skjöl­unum kemur meðal ann­ars fram, að ­fyrr­ver­andi banka­stjóri HSBC, Mich­ael Geog­hegan, hafi nýtt sér aflands­þjón­ust­u, til að vista eignir sínar í Bret­landi, meðal ann­ars átta milljón punda fast­eign í Kens­ington. Talið er að hann hafi kom­ist hjá skatt­greiðslum með þessum hætt­i. ­Málið er áfall fyrir þá sem berj­ast nú fyrir því að Bret­land fari úr ­Evr­ópu­sam­band­inu, en Geog­hegan hefur verið áber­andi í hópi þeirra.

Sigmundur Davíð Gunnlaugsson segir bless, eftir að hafa sagt af sér. Mynd: Birgir.

Girða fyrir mögu­leik­ann.

Meg­in­sjón­ar­miðin sem stjórn­völd í Banda­ríkj­un­um, og víða um heim, horfa til í rann­sóknum sínum á starf­semi sem þess­ari, er að afla upp­lýs­inga um hvern­ig ­staðið er að mál­um, svo það sé hægt að girða fyrir það í lögum að skattaund­anskot­in end­ur­taki sig. Áhersl­urnar eru á að breyta kerf­inu, og reyna að end­ur­heimta ­pen­inga sem rík­is­sjóður ann­ars ætti rétt á.

En eins og með margt sem snýr að lögum um skatta­mál, þá eru þetta ekki ein­föld mál. Þannig eru mörg skatta­skjól í Banda­ríkj­unum sjálf­um, svo sem í Nevada og Delaware, þar sem fjöl­mörg skúffu­fyr­ir­tæki eru skráð til að lág­marka umsýslu­kostnað og skatta. Umræða um þetta hefur verið lif­andi í Banda­ríkj­un­um, en þar er mikil hefð fyrir inn­byrð­is­sam­keppni ríkja um reglu­verk ­fyrir fyr­ir­æki.

HSBC bankinn þykir hafa verið alræmdur fyrir að aðstoða auðugt fólk við að svíkja undan skatti. Mynd: EPA:

Það sem Banda­rík­in, og önnur ríki heims­ins sem styðja ­sam­starf um að girða fyrir skatta­skjól, þar á meðal Íslands, vilja helst taka á eru aflands­fé­laga­starf­semi hjá ýmsum sér­fræð­ingum þar sem eigna­fólk og fyr­ir­tæki nýta ­sér ríka leynd til að gefa eignir ekki upp til skatts af fullu.



Lík­legt er að þetta muni taka tölu­verðan tíma, enda er leyndin óvinur númer eitt í þessu. Rann­sókn­ar­blaða­mennskan virð­ist hafa opnað á mikið magn gagna um ­leyni­lega starf­semi, og má telja lík­legt að mik­ils titr­ings muni gæta vegna þeirra næstu vikur og mán­uði.

Við þurfum á þínu framlagi að halda

Þú getur tekið beinan þátt í að halda úti öflugum fjölmiðli.

Við sem vinnum á ritstjórn Kjarnans viljum hvetja þig til að vera með okkur í liði og leggja okkar góða fjölmiðli til mánaðarlegt framlag svo við getum haldið áfram að vinna fyrir lesendur, fyrir fólkið í landinu.

Kjarninn varð níu ára í sumar. Þegar hann hóf að taka við frjálsum framlögum þá varð slagorðið „Frjáls fjölmiðill fyrir andvirði kaffibolla“ til og lesendur voru hvattir til að leggja fram í það minnsta upphæð eins kaffibolla á mánuði.

Mikið vatn hefur runnið til sjávar á þeim níu árum sem Kjarninn hefur lifað. Í huga okkar á Kjarnanum hefur þörfin fyrir fjölmiðla sem veita raunverulegt aðhald og taka hlutverk sitt alvarlega aukist til muna.

Við trúum því að Kjarninn skipti máli fyrir samfélagið.

Við trúum því að sjálfstæð og vönduð blaðamennska skipti máli.

Ef þú trúir því sama þá endilega hugsaðu hvort Kjarninn er ekki allavega nokkurra kaffibolla virði á mánuði.

Vertu með okkur í liði. Þitt framlag skiptir máli.

Ritstjórn Kjarnans: Sunna Ósk Logadóttir, Þórður Snær Júlíusson, Erla María Markúsdóttir, Arnar Þór Ingólfsson, Eyrún Magnúsdóttir og Grétar Þór Sigurðsson.


Já takk, ég vil styrkja Kjarnann!
Þorbjörn Guðmundsson
Er íslenska velferðarkerfið ekki lengur griðarstaður þeirra sem minnst hafa?
Kjarninn 11. janúar 2023
Takk fyrir og sjáumst á nýjum miðli á föstudag
Bréf frá ritstjóra Kjarnans vegna sameiningar við Stundina og þess að nýr framsækinn fréttamiðill verður til í lok viku.
Kjarninn 11. janúar 2023
Sverrir Albertsson
Vatn á myllu kölska
Kjarninn 11. janúar 2023
Lögreglumenn standa vörð um gröfurnar í námunni.
Berjast fyrir þorpi á barmi hengiflugs
Lítið þorp í Rínarlöndum Þýskalands er allt komið í eigu kolarisa. Fyrirtækið ætlar sér að mylja niður húsin og stækka kolanámu sína sem þegar þekur um 80 ferkílómetra. Þetta þykir mörgum skjóta skökku við í heimi sem berst við loftslagsbreytingar.
Kjarninn 10. janúar 2023
Arnþrúður Karlsdóttir, útvarpsstjóri Útvarps Sögu.
Útvarp Saga telur fjölmiðlastyrki skapa tortryggni og bjóða upp á frændhygli
Fjögur fjölmiðlafyrirtæki hafa til þessa skilað inn umsögnum um frumvarp Lilju Alfreðsdóttur menningar- og viðskiptaráðherra, sem mun að óbreyttu framlengja núverandi styrkjakerfi til fjölmiðla.
Kjarninn 10. janúar 2023
Sólveig Anna Jónsdóttir formaður Eflingar.
Viðræðum slitið og Efling undirbýr verkfallsaðgerðir
Samtök atvinnulífsins hafa hafnað gagntilboði Eflingar um skammtímakjarasamning, sem kvað á um meiri launahækkanir en SA hefur samið um við aðra hópa á almennum vinnumarkaði til þessa. Efling undirbýr nú verkfallsaðgerðir.
Kjarninn 10. janúar 2023
Palestínski fáninn á lofti í mótmælum í Reykjavík. Ísraelskri lögreglu hefur nú verið fyrirskipað að rífa fánann niður á almannafæri.
Fánabann og refsiaðgerðir í Palestínu í kjölfar niðurstöðu Sameinuðu þjóðanna
Degi eftir að ný ríkisstjórn tók við völdum í Ísrael samþykkti allsherjarþing Sþ að fela Alþjóðadómstólnum í Haag að meta lögmæti hernáms Ísraelsríkis á Vesturbakkanum. Síðan þá hefur stjórnin gripið til refsiaðgerða og nú síðast fánabanns.
Kjarninn 10. janúar 2023
Gríðarlega mikil dæling á sandi á sér stað í Landeyjahöfn á hverju ári. Markarfljótið ber hundruð þúsunda tonna af jarðefnum út í sjó og það á til að safnast upp í mynni hafnarinnar.
Vilja sjúga sand af hafsbotni í stórum stíl og flytja út
Eftirspurn eftir íslenskum jarðefnum er gríðarleg ef marka má framkomin áform erlendra stórfyrirtækja um nýtingu þeirra. Vinsældir hafnarinnar í Þorlákshöfn eru samhliða mjög miklar.
Kjarninn 10. janúar 2023
Meira eftir höfundinnMagnús Halldórsson
Meira úr sama flokkiFréttaskýringar
None