Flokkarnir spýta í lófana fyrir kosningar

Flokkarnir á Alþingi þurfa að flýta allri vinnu í ljósi komandi kosninga. Búist er við dagsetningu haustkosninganna á næstunni. Þingflokksformaður Framsóknar vill ekki fullyrða að kosið verði í haust.

Krafan um kosningar hefur verið hávær síðan fréttir úr Panamaskjölunum birtust. Búist er við því að dagsetning haustkosninganna verði ákveðin á næstunni.
Krafan um kosningar hefur verið hávær síðan fréttir úr Panamaskjölunum birtust. Búist er við því að dagsetning haustkosninganna verði ákveðin á næstunni.
Auglýsing

Alþing­is­kosn­ingum verður flýtt til hausts­ins. Búist er við því að rík­is­stjórnin komi fram með ákveðna dag­setn­ingu á næst­unni. For­ysta stjórn­ar­and­stöð­unnar átti fund með Sig­urði Inga Jóhanns­syni for­sæt­is­ráð­herra í morgun þar sem hann ítrek­aði áform stjórn­ar­flokk­anna um að flýta kosn­ing­um.

Það verður þó meira en að segja það fyrir flokk­ana að demba sér í kosn­ingar eftir hálft ár. Framundan eru stór og erfið mál á Alþingi, sögu­legar for­seta­kosn­ingar og fleiri birt­ingar úr Panama­skjöl­un­um, og allt getur þetta haft áhrif á athygli stjórn­mála­flokk­anna.

En hvar eru flokk­arnir staddir fyrir kom­andi kosn­ing­ar? 

Auglýsing

Sjálf­stæð­is­flokkur - 26,7% fylgi í nýjasta Þjóð­ar­púlsi

Til­búin í kosn­ingar

Ragnheiður RíkharðsdóttirMið­stjórn Sjálf­stæð­is­flokks­ins kom saman um helg­ina þar sem vend­ingar síð­ustu daga voru rædd­ar. Ragn­heiður Rík­harðs­dótt­ir, þing­flokks­for­maður Sjálf­stæð­is­flokks­ins, full­yrðir að kosið verði í haust. Hún segir mið­stjórn­ina taka ákvörðun hvort flýta skuli lands­fundi í ljósi þess, en sá síð­asti var hald­inn síð­ast­liðið haust. Þá hafa flokks­ráðs­fundir og fundir for­manna sjálf­stæð­is­fé­lag­anna einnig verið boð­að­ir.

„Við höfum alltaf sagt að við erum reiðu­búin í kosn­ing­ar. Við erum til­búin til að leggja þau verk sem við höfum unnið að í rík­is­stjórn á borðið fyrir kjós­endur og þau verk sem við viljum vinna í náinni fram­tíð,” segir Ragn­heið­ur. Vinnan sé í fullum gang­i. 

„Það hefur verið verk­lag innan flokks­ins árum saman að þegar ár er í kosn­ingar erum við byrjuð að skipu­leggja hvernig við ætlum að leggja í þá vinn­u,” segir hún. „Það skiptir ekki höf­uð­máli hvort kosið verði níu mán­uðum fyrr. Við erum til­búin í kosn­ingar í haust.” 

Fram­sókn­ar­flokkur - 6,9% fylgi í nýjasta Þjóð­ar­púlsi

Ef kosn­ingum verður flýtt taka stofn­anir flokks­ins við

Ásmundur Einar Daðason.

„Ef kjör­dagur verður annar en ráð­gert var í apríl 2017, taka stofn­anir flokks­ins við. Ég hef engar áhyggjur af öðru en að Fram­sókn­ar­flokk­ur­inn sé til­bú­inn í kosn­ing­ar, hvort sem þær verða í haust eða á næsta ári,” segir Ásmundur Einar Daða­son, þing­flokks­for­maður Fram­sókn­ar­flokks­ins. Spurður hvort hann sé óviss um að kosið verði til Alþingis í haust svarar hann: 

„Það liggur ljóst fyrir að við erum að fara að ræða ákveðin mál sem þarf að klára á Alþingi. Þegar það liggur fyrir með hvaða hraða er hægt að afgreiða þau, er hægt að negla niður kjör­dag. Það er ljóst að rík­is­stjórnin vill halda sam­starf­inu áfram til að klára þessi mál og það er sú vinna sem liggur fyrir og eftir það er hægt að sam­ræma þau sjón­ar­mið með því að flýta kosn­ing­um. Það á að vera hægt að sam­ræma þetta.”

Ásmundur segir Fram­sókn­ar­flokk­inn fyrst og fremst ætla að ein­beita sér að því að klára þau mál sem liggja fyrir í þing­inu. Það sé númer eitt, tvö og þrjú. Skipu­lag og annað tengt kosn­ing­unum verði í höndum Land­stjórn­ar, sem fundar í þess­ari viku eða næstu. Land­stjórn skipu­leggur síðan mið­stjórn­ar­fund og ákveður hvenær flokks­þing verður hald­ið. Eftir á að koma í ljós hvort stofn­anir Fram­sókn­ar­flokks­ins munu halda próf­kjör eða stilla upp á lista. 

Sam­fylk­ing - 9% fylgi í nýjasta Þjóð­ar­púlsi

For­mað­ur­inn vill per­sónu­kjör

Árni Páll ÁrnasonSam­fylk­ingin kýs sér nýja for­ystu í byrjun júní. Í febr­úar var ákveðið að flýta lands­fundi og for­manns­kjöri til að for­ystan hefði góðan tíma og full­gilt umboð fyrir kom­andi kosn­ing­ar. 

Árni Páll Árna­son, for­maður Sam­fylk­ing­ar­inn­ar, segir þetta líka hafa kosti í för með sér. 

„Þetta er ekki kjör­staða, en gerir það að verkum að for­maður flokks­ins, hver sem hann verð­ur, kemur með traust og öruggt umboð inn í kosn­ing­ar,” segir hann. Flokk­ur­inn sé á margan hátt á góðum stað til að fara í kosn­ingar í haust. 

„Ég vil viðra það við aðra flokka hvort laga­frum­varp Val­gerðar Bjarna­dóttur um per­sónu­kjör verði sett fram með nýstár­legri hætti en áður. Ég væri til í að sjá að þeir flokk­ar, sem vilja nýta sér per­sónu­kjör, gætu gert það,” segir hann. 

Vinstri græn - 19,8% fylgi í nýjasta Þjóð­ar­púlsi

Allri vinnu flýtt

Katrín JakobsdóttirStjórn flokks­ins og þing­flokks­ins fór yfir stöð­una sem upp er komin á fundi í gær. Katrín Jak­obs­dóttir for­maður segir að næstu skref séu stefnu­vinna og mótun kosn­inga­ár­herslna. 

„Það þarf aug­ljós­lega að flýta þeirri vinn­u,” segir Katrín. „Siðan er það í höndum kjör­dæm­is­raða hvernig er valið á lista, hvort það verði for­val, upp­still­ing eða hvað. Kjör­dæmin fá nú til­mæli til að und­ir­búa sig undir það að kosn­ingar verði í haust og þau þurfa að fara að flýta þeirri vinn­u.” 

Björt fram­tíð - 5% fylgi í nýjasta Þjóð­ar­púlsi

Skerpt á grunn­prinsippum

Óttar ProppéBjört fram­tíð ætlar sér að bjóða fram í næstu kosn­ing­um. Ótt­arr Proppé segir skýrar reglur um hvernig raðað er á lista. 

„Það er ljóst á umræðum í flokknum og bak­land­inu að sterk trú á okkar mál­efna­stöðu og hlut­verk okkar eigi erindi í íslenska póli­tík, þannig að við látum ekki deigan síga,” segir Ótt­arr. „Grunn­prinsippin eru skýr og þau hafa ekki breyst, nema það hefur verið skerpt á þeim. Atburð­ar­rásin núna hefur sýnt fram á hvað þau skipta miklu máli.”

Ótt­arr segir að fyrsta skrefið sé að fá á hreint hvenær verði kos­ið. Ekki hafi verið tekin nein ákvörðun um að skipta út for­manni fyrir næstu kosn­ing­ar, en for­maður er kos­inn á árs­fundi. Ótt­arr tók við sæt­inu af Guð­mundi Stein­gríms­syni síð­ast­liðið haust. 

Píratar - 29,3% fylgi í nýjasta Þjóð­ar­púlsi

Ekki vanda­mál að manna lista

Erna Ýr ÖldudóttirPróf­kjör Pírata verða haldin á næst­unni. Erna Ýr Öldu­dótt­ir, for­maður fram­kvæmda­ráðs Pírata, segir aðild­ar­fé­lög flokks­ins til­búin með fólk í þau próf­kjör. 

„Fyrst þarf að halda aðal­fund og svo eru for­seta­kosn­ingar þannig að það er mikið að ger­ast,” segir Erna Ýr. „Ég held að það verði ekki gott að halda próf­kjör á sama tíma og það havarí er í gangi, en það eru ýmsir komnir fram og svo verður aug­lýst eftir fleira fólki.” Erna Ýr segir að á næst­unni munu senni­lega fleiri stíga fram og vilja taka þátt í starfi Pírata. 

„Ég held að þetta verði ekki vanda­mál,” segir hún. Píratar eru komnir með tíu aðild­ar­fé­lög víðs­vegar um landið og að sögn Ernu eru tvö í far­vatn­inu til við­bót­ar. Það verða engin sæti í próf­kjör­inu, en fólki er frjálst að lækka sig um sæti eftir að nið­ur­stöður eru kunn­gerð­ar. 

Við­reisn - 2,7% í nýjasta Þjóð­ar­púlsi

Nýr veru­leiki eftir Kast­ljós­þátt­inn

Benedikt JóhannessonVið­reisn ætlar að bjóða fram sem nýr flokkur í næstu Alþing­is­kosn­ingum og er nú í fyrsta sinn að mæl­ast í skoð­ana­könn­un­um. Bene­dikt Jóhann­es­son, tals­maður Við­reisn­ar, segir stöð­una hafa gjör­breyst á einni nótt­u. 

„Við bjuggum okkur undir kosn­ingar næsta vor og fórum því rólega, en ákveð­ið, af stað,” segir Bene­dikt. Verið sé að stofna nefndir og nú vinna sex mál­efna­hópar skipu­lagt að stefn­unni í nýju hús­næði flokks­ins. „Við höfum hisst nær dag­lega síðan á mánu­deg­inum eftir Kast­ljós­þátt­inn.“

Við­reisn verður form­lega stofnuð sem stjórn­mála­flokkur í byrjun sum­ars. Tímara­mm­inn fyrir mönnun á lista flokks­ins hefur þó verið skertur niður í fimm mán­uði úr tólf. 

„Þetta er alveg nýr veru­leik­i,” segir Bene­dikt. „Við erum strax byrjuð að und­ir­búa fundi um allt land og erum að fara á fullt. Svo er bara það sem skiptir öllu máli fyrir kjós­end­ur: Að þetta sé flokkur með góða stefnu og góðu fólki sem fylgir henni eftir á Alþingi. Ég er full­viss um að við náum því. Við fáum sterka kandídata, lítið þekkt fólk og reynd­ara fólk, karla og kon­ur. Það eru spenn­andi tímar framund­an.” 

Flokk­ur­inn hefur ekki verið stofn­aður form­lega, hann verður stofn­aður í seinni hluta maí, byrjun júní. Það verður ekki flókið hír­arkí í því. Við sjáum það á öðrum flokkum að það má ekki vera of mikið los. 

*Fréttin var upp­færð 14. apríl með til­liti til nýrrar skoð­ana­könn­unar Gallup sem birt var á RÚV að kvöldi 13. apr­íl. 

Við þurfum á þínu framlagi að halda

Þú getur tekið beinan þátt í að halda úti öflugum fjölmiðli.

Við sem vinnum á ritstjórn Kjarnans viljum hvetja þig til að vera með okkur í liði og leggja okkar góða fjölmiðli til mánaðarlegt framlag svo við getum haldið áfram að vinna fyrir lesendur, fyrir fólkið í landinu.

Kjarninn varð níu ára í sumar. Þegar hann hóf að taka við frjálsum framlögum þá varð slagorðið „Frjáls fjölmiðill fyrir andvirði kaffibolla“ til og lesendur voru hvattir til að leggja fram í það minnsta upphæð eins kaffibolla á mánuði.

Mikið vatn hefur runnið til sjávar á þeim níu árum sem Kjarninn hefur lifað. Í huga okkar á Kjarnanum hefur þörfin fyrir fjölmiðla sem veita raunverulegt aðhald og taka hlutverk sitt alvarlega aukist til muna.

Við trúum því að Kjarninn skipti máli fyrir samfélagið.

Við trúum því að sjálfstæð og vönduð blaðamennska skipti máli.

Ef þú trúir því sama þá endilega hugsaðu hvort Kjarninn er ekki allavega nokkurra kaffibolla virði á mánuði.

Vertu með okkur í liði. Þitt framlag skiptir máli.

Ritstjórn Kjarnans: Sunna Ósk Logadóttir, Þórður Snær Júlíusson, Erla María Markúsdóttir, Arnar Þór Ingólfsson, Eyrún Magnúsdóttir og Grétar Þór Sigurðsson.


Já takk, ég vil styrkja Kjarnann!
Þorbjörn Guðmundsson
Er íslenska velferðarkerfið ekki lengur griðarstaður þeirra sem minnst hafa?
Kjarninn 11. janúar 2023
Takk fyrir og sjáumst á nýjum miðli á föstudag
Bréf frá ritstjóra Kjarnans vegna sameiningar við Stundina og þess að nýr framsækinn fréttamiðill verður til í lok viku.
Kjarninn 11. janúar 2023
Sverrir Albertsson
Vatn á myllu kölska
Kjarninn 11. janúar 2023
Lögreglumenn standa vörð um gröfurnar í námunni.
Berjast fyrir þorpi á barmi hengiflugs
Lítið þorp í Rínarlöndum Þýskalands er allt komið í eigu kolarisa. Fyrirtækið ætlar sér að mylja niður húsin og stækka kolanámu sína sem þegar þekur um 80 ferkílómetra. Þetta þykir mörgum skjóta skökku við í heimi sem berst við loftslagsbreytingar.
Kjarninn 10. janúar 2023
Arnþrúður Karlsdóttir, útvarpsstjóri Útvarps Sögu.
Útvarp Saga telur fjölmiðlastyrki skapa tortryggni og bjóða upp á frændhygli
Fjögur fjölmiðlafyrirtæki hafa til þessa skilað inn umsögnum um frumvarp Lilju Alfreðsdóttur menningar- og viðskiptaráðherra, sem mun að óbreyttu framlengja núverandi styrkjakerfi til fjölmiðla.
Kjarninn 10. janúar 2023
Sólveig Anna Jónsdóttir formaður Eflingar.
Viðræðum slitið og Efling undirbýr verkfallsaðgerðir
Samtök atvinnulífsins hafa hafnað gagntilboði Eflingar um skammtímakjarasamning, sem kvað á um meiri launahækkanir en SA hefur samið um við aðra hópa á almennum vinnumarkaði til þessa. Efling undirbýr nú verkfallsaðgerðir.
Kjarninn 10. janúar 2023
Palestínski fáninn á lofti í mótmælum í Reykjavík. Ísraelskri lögreglu hefur nú verið fyrirskipað að rífa fánann niður á almannafæri.
Fánabann og refsiaðgerðir í Palestínu í kjölfar niðurstöðu Sameinuðu þjóðanna
Degi eftir að ný ríkisstjórn tók við völdum í Ísrael samþykkti allsherjarþing Sþ að fela Alþjóðadómstólnum í Haag að meta lögmæti hernáms Ísraelsríkis á Vesturbakkanum. Síðan þá hefur stjórnin gripið til refsiaðgerða og nú síðast fánabanns.
Kjarninn 10. janúar 2023
Gríðarlega mikil dæling á sandi á sér stað í Landeyjahöfn á hverju ári. Markarfljótið ber hundruð þúsunda tonna af jarðefnum út í sjó og það á til að safnast upp í mynni hafnarinnar.
Vilja sjúga sand af hafsbotni í stórum stíl og flytja út
Eftirspurn eftir íslenskum jarðefnum er gríðarleg ef marka má framkomin áform erlendra stórfyrirtækja um nýtingu þeirra. Vinsældir hafnarinnar í Þorlákshöfn eru samhliða mjög miklar.
Kjarninn 10. janúar 2023
Meira eftir höfundinnSunna Valgerðardóttir
Meira úr sama flokkiFréttaskýringar
None