Kostnaðurinn eykst hjá sveitarfélögunum en tekjur fylgja með

Miklar launahækkanir hjá sveitarfélögum, ekki síst kennurum, komu illa við mörg sveitarfélög í fyrra, en vonir standa til þess tekjurnar muni aukast hjá þeim í rúmlega sama takti á þessu ári, vegna almennra launahækkana og jákvæðra áhrifa á útsvar.

Háskóli
Auglýsing

Sveit­ar­fé­lög í land­inu hafa mörg hver upp­lifað ójafn­vægi í grunn­rekstri sín­um, eftir að samið var um miklar launa­hækk­anir á almenn­um vinnu­mark­aði og hjá hinu opin­bera, en Hall­dór Hall­dórs­son, for­maður Sam­bands ­ís­lenskra sveit­ar­fé­laga og odd­viti Sjálf­stæð­is­flokks­ins í Reykja­vík, seg­ir margt benda til þess að tekju­stofnar sveit­ar­fé­lag­anna muni ráða við þess­ar hækk­an­ir. „Launa­hækk­an­irnar voru vissu­lega miklar, og það var ójafn­vægi í rekstri margra sveit­ar­fé­laga, meðal ann­ars vegna mik­illlar hækk­unar á launa­kostn­aði, í fyrra. En til lengdar lit­ið, og það er farið að sjást nú þeg­ar, að þá skila laun­hækk­an­irnar sér í auknum útsvars­tekj­um. Það sem ger­ir ­stöð­una erf­iða hjá mörgum sveit­ar­fé­lög­um, sem upp­lifðu mikla þenslu fyr­ir­ hrunið sér­stak­lega, er að það er ekki ennþá búið að leysa úr mörgum málum sem tengj­ast þessum tíma,“ segir Hall­dór.

Tekur langan tíma

Hér má sjá mynd yfir þróun kostnaðar og útgjalda samkvæmt áætlunum. Mynd: Samband Íslenskra sveitarfélaga.Þrátt fyrir að nú séu sjö og hálft ár liðið frá hrun­i fjár­mála­kerf­is­ins og setn­ingu fjár­magns­hafta, eftir mikið geng­is­fall krón­unn­ar, þá er ennþá langt í að mörg sveit­ar­fé­lög séu búin að leysa úr öllum vanda­mál­u­m sín­um. „Það tekur tíma að leysa úr ýmsu sem teng­ist þessum tíma, en það hef­ur ­náðst mik­ill árang­ur. Mörg sveit­ar­fé­lög geta líka rýnt betur í rekst­ur­inn og hag­rætt, án þess að draga úr þjón­ust­unni, og er Reykja­vík­ur­borg dæmi um það,“ segir Hall­dór.

Eitt þeirra sveit­ar­fé­laga sem glímir enn við mik­inn skulda­vanda er Reykja­nes­bær, en eins og greint var frá á vef Kjarn­ans í gær, þá ­sam­þykkti hluti kröfu­hafa bæj­ar­ins ekki 6,4 millj­arða króna skulda­nið­ur­fell­ingu, og er því óvíst hvernig leyst verður úr stöðu bæj­ar­ins. Fjár­halds­stjórn­ átti þó að skipa fyrir dag­inn í dag, sam­kvæmt ákvörðun bæj­ar­ráðs Reykja­nes­bæj­ar frá því í síð­ustu viku.

Auglýsing

Reikna má með því að mörg önnur sveit­ar­fé­lög, sem glíma við þungan rekst­ur, fylgist grannt með gangi mála hjá Reykja­nes­bæ, enda get­ur end­ur­skipu­lagn­ingin á fjár­hag sveit­ar­fé­lags­ins sett for­dæmi fyrir önn­ur sveit­ar­fé­lög.

Sterk­ari tekju­stofnar

Horft yfir heild­ina í rekstri sveit­ar­fé­laga­stigs­ins þá ­staðan ekki talin svo slæm. Sé mið tekið af umfjöllun Sam­bands íslenskra sveit­ar­fé­laga um fjár­hags­á­ætl­anir sveit­ar­fé­laga fyrir árið 2016, þá virð­is­t ­staða mála smátt og smátt styrkj­ast á þessu ári. Sé horft yfir árin 2016 til og ­með 2019 þá er gert ráð fyrir að staða efna­hags­mála muni batna almennt í land­inu, og tekjur vaxa með hag­vexti, umfram kostn­að, þrátt fyrir að laun grunn- og leik­skóla­kenn­ara, sem eru stærsti kostn­að­ar­liður í grunn­rekstri sveit­ar­fé­laga, muni hækka um 20 pró­sent á tíma­bil­inu. „Í heild­ina tekið þá er út­litið heldur gott í heild­ina tekið hjá sveit­ar­sjóðum á árunum 2016-2019 mið­að við nið­ur­stöður úr fjár­hags­á­ætl­unum til fjög­urra ára. Rekstr­ar­af­gangur fer ­vax­andi, veltufé frá rekstri vex, lán­taka minnkar og veltu­fjár­hlut­fall og skulda­hlut­fall styrk­ist. Fjár­fest­ingum í var­an­legum rekstr­ar­fjár­munum lækk­a heldur undir lok tímabils­ins. Vita­skuld eykst óvissan um end­an­lega útkomu eft­ir því sem lengra líður á áætl­un­ar­tíma­bil­ið,“ segir í frétta­bréfi Sam­bands ­ís­lenskra sveit­ar­fé­laga.

Eftir mikil átök á vinnumarkaði í fyrra var samið um 20 til 30 prósent launahækkanir, þvert yfir almennan vinnumarkað og hjá hinu opinbera líka, horfti til næstu þriggja ára. Mynd: Birgir.

Nið­ur­staða fjár­hags­á­ætl­ana fyrir sam­stæðu sveit­ar­fé­laga ­fyrir árin 2016-2019 er sú, að því er segir í frétta­bréfi Sam­bands íslenskra sveit­ar­fé­laga, að sveit­ar­fé­lögin hafa í heild­ina tekið góð tök á fjár­málum A-hluta sveit­ar­sjóða, það er grunn­rekstr­in­um, og B-hluta fyr­ir­tækja, ­sem eru dótt­ur­fé­lög eins og veitu­fyr­ir­tæki og hafn­ar­rekstr­ar­fé­lög. Þró­un­in virð­ist stefna í rétta átt þrátt fyrir að um ein­hver frá­vik geti verið að ræða milli ára.

Mikil hækkun launa­kostn­aðar hefur reynst sveit­ar­fé­lög­um erfið og mörg hafa brugð­ist við með hag­ræð­ingu og nið­ur­skurði í útgjöld­um. Það á jafnt við um þau minni og þau stærri.

Bjarni Benediktsson, efnahags- og fjármálaráðherra, hefur talað fyrir því að hagstjórn hins opinbera, bæði hjá ríki og sveitarfélögum, verði samræmdari í framtíðinni.

Sam­ræmd hag­stjórn

Eitt af því sem mun einnig áhrif á fram­vindu mála hjá hin­u op­in­bera, bæði ríki og sveit­ar­fé­lög­um, eru lög­bundnar kvaðir sem fylgja lög­um um fjár­mál hins opin­bera. Þeim er ætlað að sam­ræma hag­stjórna hjá hinu opin­ber­a í heild, skýra stefnu­mörkun og styrkja áætluna­gerð. Einu sinni á ári er lögð ­fyrir áætlun þar sem lín­urnar eru lagðar fyrir næstu fimm árin. Sveit­ar­fé­lög þurfa að marka sér stefnu í sam­ræmi þá stefnu sem lögð er fram árlega, og má ­reikna með að þetta hafi meiri áhrif á fjár­mál sveit­ar­fé­laga eftir því sem ­tím­inn líð­ur. 

Við þurfum á þínu framlagi að halda

Þú getur tekið beinan þátt í að halda úti öflugum fjölmiðli.

Við sem vinnum á ritstjórn Kjarnans viljum hvetja þig til að vera með okkur í liði og leggja okkar góða fjölmiðli til mánaðarlegt framlag svo við getum haldið áfram að vinna fyrir lesendur, fyrir fólkið í landinu.

Kjarninn varð níu ára í sumar. Þegar hann hóf að taka við frjálsum framlögum þá varð slagorðið „Frjáls fjölmiðill fyrir andvirði kaffibolla“ til og lesendur voru hvattir til að leggja fram í það minnsta upphæð eins kaffibolla á mánuði.

Mikið vatn hefur runnið til sjávar á þeim níu árum sem Kjarninn hefur lifað. Í huga okkar á Kjarnanum hefur þörfin fyrir fjölmiðla sem veita raunverulegt aðhald og taka hlutverk sitt alvarlega aukist til muna.

Við trúum því að Kjarninn skipti máli fyrir samfélagið.

Við trúum því að sjálfstæð og vönduð blaðamennska skipti máli.

Ef þú trúir því sama þá endilega hugsaðu hvort Kjarninn er ekki allavega nokkurra kaffibolla virði á mánuði.

Vertu með okkur í liði. Þitt framlag skiptir máli.

Ritstjórn Kjarnans: Sunna Ósk Logadóttir, Þórður Snær Júlíusson, Erla María Markúsdóttir, Arnar Þór Ingólfsson, Eyrún Magnúsdóttir og Grétar Þór Sigurðsson.


Já takk, ég vil styrkja Kjarnann!
Þorbjörn Guðmundsson
Er íslenska velferðarkerfið ekki lengur griðarstaður þeirra sem minnst hafa?
Kjarninn 11. janúar 2023
Takk fyrir og sjáumst á nýjum miðli á föstudag
Bréf frá ritstjóra Kjarnans vegna sameiningar við Stundina og þess að nýr framsækinn fréttamiðill verður til í lok viku.
Kjarninn 11. janúar 2023
Sverrir Albertsson
Vatn á myllu kölska
Kjarninn 11. janúar 2023
Lögreglumenn standa vörð um gröfurnar í námunni.
Berjast fyrir þorpi á barmi hengiflugs
Lítið þorp í Rínarlöndum Þýskalands er allt komið í eigu kolarisa. Fyrirtækið ætlar sér að mylja niður húsin og stækka kolanámu sína sem þegar þekur um 80 ferkílómetra. Þetta þykir mörgum skjóta skökku við í heimi sem berst við loftslagsbreytingar.
Kjarninn 10. janúar 2023
Arnþrúður Karlsdóttir, útvarpsstjóri Útvarps Sögu.
Útvarp Saga telur fjölmiðlastyrki skapa tortryggni og bjóða upp á frændhygli
Fjögur fjölmiðlafyrirtæki hafa til þessa skilað inn umsögnum um frumvarp Lilju Alfreðsdóttur menningar- og viðskiptaráðherra, sem mun að óbreyttu framlengja núverandi styrkjakerfi til fjölmiðla.
Kjarninn 10. janúar 2023
Sólveig Anna Jónsdóttir formaður Eflingar.
Viðræðum slitið og Efling undirbýr verkfallsaðgerðir
Samtök atvinnulífsins hafa hafnað gagntilboði Eflingar um skammtímakjarasamning, sem kvað á um meiri launahækkanir en SA hefur samið um við aðra hópa á almennum vinnumarkaði til þessa. Efling undirbýr nú verkfallsaðgerðir.
Kjarninn 10. janúar 2023
Palestínski fáninn á lofti í mótmælum í Reykjavík. Ísraelskri lögreglu hefur nú verið fyrirskipað að rífa fánann niður á almannafæri.
Fánabann og refsiaðgerðir í Palestínu í kjölfar niðurstöðu Sameinuðu þjóðanna
Degi eftir að ný ríkisstjórn tók við völdum í Ísrael samþykkti allsherjarþing Sþ að fela Alþjóðadómstólnum í Haag að meta lögmæti hernáms Ísraelsríkis á Vesturbakkanum. Síðan þá hefur stjórnin gripið til refsiaðgerða og nú síðast fánabanns.
Kjarninn 10. janúar 2023
Gríðarlega mikil dæling á sandi á sér stað í Landeyjahöfn á hverju ári. Markarfljótið ber hundruð þúsunda tonna af jarðefnum út í sjó og það á til að safnast upp í mynni hafnarinnar.
Vilja sjúga sand af hafsbotni í stórum stíl og flytja út
Eftirspurn eftir íslenskum jarðefnum er gríðarleg ef marka má framkomin áform erlendra stórfyrirtækja um nýtingu þeirra. Vinsældir hafnarinnar í Þorlákshöfn eru samhliða mjög miklar.
Kjarninn 10. janúar 2023
Meira eftir höfundinnMagnús Halldórsson
Meira úr sama flokkiFréttaskýringar
None