Hækkandi lífaldur og áskoranirnar sem fylgja

Hvernig á að bregðast við hækkandi lífaldri Íslendinga og hvernig er hægt að vinna úr þeim áskorunum sem birtast vegna þess? Aðilar vinnumarkaðarins og lífeyrissjóðirnir efndu til málþings á dögunum til þess að ræða málin.

Fólk samankomið. By Rakel Tómasdóttir
Auglýsing

„Hækkun líf­eyr­i­s­töku­ald­urs hentar sumum en öðrum ekki,“ seg­ir Stefán Ólafs­son, pró­fessor við Félags­vís­inda­svið Háskóla Íslands. Hann segir að kostir hækk­unar séu þeir að hún bæti afkomu líf­eyr­is­sjóð­anna, auki nýt­ingu vinnu­afls og lengi starfs­fer­il. Gall­arnir séu aftur á móti þeir að það rýri lífs­kjör þeirra sem eiga erfitt með vinnu og vilja hætta. Hann mælir með sveigj­an­legri starfs­lok­um, að hafa rétt til líf­eyr­i­s­töku óbreyttan en auka hvata til að seinka töku líf­eyr­is. Hann myndi vilja rýmka rétt til sveigj­an­legrar líf­eyr­i­s­töku, meðal ann­ars með því að hætta skerð­ingu vegna atvinnu­tekna 67 ára og eldri.

Með­al­ævi íslenskra karla og kvenna hefur lengst tölu­vert á síð­ustu ára­tug­um. Þessi breyt­ing hefur mikil áhrif á sam­fé­lagið og eru vanga­veltur um hvernig leysa skuli þær áskor­anir sem fylgja í kjöl­far­ið fyrir líf­eyr­is- og vel­ferð­ar­kerfið en einnig fyrir atvinnu­líf­ið. Víða er horft til þess að hækka almennan eft­ir­launa­aldur en slík breyt­ing dugar þó ekki ein og sér. 

Aðila vinnu­mark­að­ar­ins og líf­eyr­is­sjóð­anna héldu mál­þing með yfir­skrift­inni „Áskor­anir fyrir vinnu­mark­að­inn vegna hækk­andi lífald­ur­s.“ Þar tóku til máls ýmsir aðilar sem láta sig málið varða og voru allir sam­mála um að það þyrfti sam­stillt átak til að leysa þessi vanda­mál og að allir aðilar bæru ábyrgð.

Auglýsing

Íslend­ingar hefja töku líf­eyris seinna en aðrar þjóðir

Í máli Stef­áns kom fram að Ís­lend­ingar taki út líf­eyri seinna en opin­ber­lega er gert ráð fyrir miðað við aðrar þjóð­ir. Einnig kemur fram í könn­unum að virkni ein­stak­linga í laun­aðri vinnu á aldr­inum 60-64 og 65-69 ára sé mjög mikil miðað við aðrar þjóð­ir. Virknin minnkar aftur á móti hjá 70-74 ára.

Stefán ÓlafssonStefán segir að ekk­ert lát sé á vinnu­þátt­töku eldri ­borg­ara og að minna álag sé á íslenskt líf­eyr­is­kerfi. Nokkrar ástæður séu fyr­ir­ þessu. Í fyrsta lagi hafa Íslend­ingar almennt enga leið til að fara fyrr á eft­ir­laun. Í öðru lagi hvetur kefið til sein­kunnar líf­eyr­i­s­töku og þörf er ­fyrir meiri tekj­ur. Einnig hefur vinnu­mark­að­ur­inn áhrif því boðið er upp á mörg atvinnu­tæki­færi og í sam­fé­lag­inu sé jákvætt við­horf til vinn­u. 

Kennitala ætti ekki að skipta máli í ráðn­ing­ar­ferli

Jak­obína H. Árna­dótt­ir, hóp­stjóri ráðn­inga Capacent, tók einnig til máls. Hún segir að mörg ný störf séu í boði um þess­ar ­mundir og þörf sé á fólki úti á vinnu­mark­að­in­um. Hún tekur það fram að frammi­staða sé óháð aldri. Að þegar ráða eigi fólk í vinnu sé verið að finna hóp ­sem stendur sig best í starfi óháð aldri. Aldur ætti ekki að skipta máli þannig að sam­kvæmt fræð­unum skipti kennitala ekki máli í ráðn­ing­ar­ferl­inu.

Jakobína Hólmfríður ÁrnadóttirEn hvernig er þessu farið í raun­inni? Skipt­ir ­kennitala ekki máli í raun­veru­leik­anum þegar fólk er að sækja um vinnu? Jón­ína ­seg­ist ekki hafa svar á reiðum höndum og veltir fyrir sér skýr­ingum þess að ­fólk upp­lifi það sem raun, að ráðið sé frekar yngra fólk í laus störf. Hún segir að hugs­an­lega megi finna skýr­ing­una í því að fáir eldri séu á skrá hjá þeim og að ­fólk sé kannski hrætt við breyt­ingar eftir því sem það eld­ist. Einnig gæt­u ­for­dómar leynst og séu því útbreidd­ari en sam­fé­lagið geri sér grein fyr­ir. Það sé ­nefni­lega ekki reynsla þeirra hjá Capacent að aldur skipti máli í ráðn­ing­ar­ferli. 

 Málþing um áskoranir fyrir vinnumarkaðinn vegna hækkandi lífaldurs

Gott að hafa bland­aðan hóp á vinnu­mark­aði

 

Þórey S. Þórðardóttir

„Það eru margt eldra fólk sem vill vinna. Gott er að hafa bland­að­an hóp,“ segir  Þórey S. Þórð­ar­dótt­ir, fram­kvæmda­stjóri Lands­sam­taka líf­eyr­is­sjóða, en hún tók einnig til máls á mál­þing­inu. Hún segir að það sé jákvætt fyrir líf­eyr­is­sjóð­ina að fólk lifi ­lengur og bet­ur.

Hún segir að ákveðnar leiðir séu til skoð­unar til þess að leysa vand­ann sem líf­eyr­is­sjóð­irnir og allt sam­fé­lagið stendur frammi fyr­ir­. Ein sé að hækka líf­eyr­i­s­töku­ald­ur­inn og að sú aðlögun þyrfti að ger­ast á löng­um ­tíma. Hún bendir einnig á, eins og Stef­án, að sveigj­an­leiki gæti verið auk­inn. Hún segir að allir þurfi að taka höndum saman og að ábyrgðin liggi hjá öll­u­m að­il­um, líf­eyr­is­sjóð­um, vinnu­mark­að­inum og ein­stak­ling­um. 

Við þurfum á þínu framlagi að halda

Þú getur tekið beinan þátt í að halda úti öflugum fjölmiðli.

Við sem vinnum á ritstjórn Kjarnans viljum hvetja þig til að vera með okkur í liði og leggja okkar góða fjölmiðli til mánaðarlegt framlag svo við getum haldið áfram að vinna fyrir lesendur, fyrir fólkið í landinu.

Kjarninn varð níu ára í sumar. Þegar hann hóf að taka við frjálsum framlögum þá varð slagorðið „Frjáls fjölmiðill fyrir andvirði kaffibolla“ til og lesendur voru hvattir til að leggja fram í það minnsta upphæð eins kaffibolla á mánuði.

Mikið vatn hefur runnið til sjávar á þeim níu árum sem Kjarninn hefur lifað. Í huga okkar á Kjarnanum hefur þörfin fyrir fjölmiðla sem veita raunverulegt aðhald og taka hlutverk sitt alvarlega aukist til muna.

Við trúum því að Kjarninn skipti máli fyrir samfélagið.

Við trúum því að sjálfstæð og vönduð blaðamennska skipti máli.

Ef þú trúir því sama þá endilega hugsaðu hvort Kjarninn er ekki allavega nokkurra kaffibolla virði á mánuði.

Vertu með okkur í liði. Þitt framlag skiptir máli.

Ritstjórn Kjarnans: Sunna Ósk Logadóttir, Þórður Snær Júlíusson, Erla María Markúsdóttir, Arnar Þór Ingólfsson, Eyrún Magnúsdóttir og Grétar Þór Sigurðsson.


Já takk, ég vil styrkja Kjarnann!
Þorbjörn Guðmundsson
Er íslenska velferðarkerfið ekki lengur griðarstaður þeirra sem minnst hafa?
Kjarninn 11. janúar 2023
Takk fyrir og sjáumst á nýjum miðli á föstudag
Bréf frá ritstjóra Kjarnans vegna sameiningar við Stundina og þess að nýr framsækinn fréttamiðill verður til í lok viku.
Kjarninn 11. janúar 2023
Sverrir Albertsson
Vatn á myllu kölska
Kjarninn 11. janúar 2023
Lögreglumenn standa vörð um gröfurnar í námunni.
Berjast fyrir þorpi á barmi hengiflugs
Lítið þorp í Rínarlöndum Þýskalands er allt komið í eigu kolarisa. Fyrirtækið ætlar sér að mylja niður húsin og stækka kolanámu sína sem þegar þekur um 80 ferkílómetra. Þetta þykir mörgum skjóta skökku við í heimi sem berst við loftslagsbreytingar.
Kjarninn 10. janúar 2023
Arnþrúður Karlsdóttir, útvarpsstjóri Útvarps Sögu.
Útvarp Saga telur fjölmiðlastyrki skapa tortryggni og bjóða upp á frændhygli
Fjögur fjölmiðlafyrirtæki hafa til þessa skilað inn umsögnum um frumvarp Lilju Alfreðsdóttur menningar- og viðskiptaráðherra, sem mun að óbreyttu framlengja núverandi styrkjakerfi til fjölmiðla.
Kjarninn 10. janúar 2023
Sólveig Anna Jónsdóttir formaður Eflingar.
Viðræðum slitið og Efling undirbýr verkfallsaðgerðir
Samtök atvinnulífsins hafa hafnað gagntilboði Eflingar um skammtímakjarasamning, sem kvað á um meiri launahækkanir en SA hefur samið um við aðra hópa á almennum vinnumarkaði til þessa. Efling undirbýr nú verkfallsaðgerðir.
Kjarninn 10. janúar 2023
Palestínski fáninn á lofti í mótmælum í Reykjavík. Ísraelskri lögreglu hefur nú verið fyrirskipað að rífa fánann niður á almannafæri.
Fánabann og refsiaðgerðir í Palestínu í kjölfar niðurstöðu Sameinuðu þjóðanna
Degi eftir að ný ríkisstjórn tók við völdum í Ísrael samþykkti allsherjarþing Sþ að fela Alþjóðadómstólnum í Haag að meta lögmæti hernáms Ísraelsríkis á Vesturbakkanum. Síðan þá hefur stjórnin gripið til refsiaðgerða og nú síðast fánabanns.
Kjarninn 10. janúar 2023
Gríðarlega mikil dæling á sandi á sér stað í Landeyjahöfn á hverju ári. Markarfljótið ber hundruð þúsunda tonna af jarðefnum út í sjó og það á til að safnast upp í mynni hafnarinnar.
Vilja sjúga sand af hafsbotni í stórum stíl og flytja út
Eftirspurn eftir íslenskum jarðefnum er gríðarleg ef marka má framkomin áform erlendra stórfyrirtækja um nýtingu þeirra. Vinsældir hafnarinnar í Þorlákshöfn eru samhliða mjög miklar.
Kjarninn 10. janúar 2023
Meira eftir höfundinnBára Huld Beck
Meira úr sama flokkiInnlent
None