Donald Trump
Auglýsing

Don­ald J. Trump er lík­leg­astur til þess að verða útnefnd­ur af Repúblikana­flokknum sem for­seta­efni flokks­ins, fyrir banda­rísku ­for­seta­kosn­ing­arnar í haust. Trump er umdeild­ur, svo ekki sé fastar að orð­i kveð­ið.

Trump hefur lagt fram stefnu fyrir Banda­ríkja­her sem byggir á fyrri skrifum hans um stöðu Banda­ríkj­anna í heim­in­um, og hvernig landið eig­i að nálg­ast heims­mál­in. John Kerry, utan­rík­is­ráð­herra Banda­ríkj­anna, hefur sag­t ­stefnu Trumps „stór­hættu­lega“ og algjör­lega úr takti við veru­leik­ann. Hún sé ­lítið annað en inn­an­tóm slag­orð um ekk­ert.

1. Utan­rík­is­stefna Trumps byggir á sjö grunn­gild­um. Þau eiga að ver­a ­leið­ar­vísir út úr öllum aðstæðum sem Banda­ríkin geta kom­ist í. Með þeim á for­seti Banda­ríkj­anna að hafa mögu­leika á því að bregð­ast við hvaða stöðu sem er. Grund­vall­ar­at­riðið er að Banda­ríkin séu yfir­burða­ríki og eigi að haga sér­ ­sem slíkt.

Auglýsing

2. Gildin voru útli­stuð fyrst í bók­inni Time To Get Tough sem Trump sendi frá sér árið 2011. Bókin er til­einkuð for­eldrum Don­ald Trump, þeim Mary og Fred, og var gefin út af Regnery bóka­út­gáf­unni.

3. Fyrsta gildið sem Trump segir að Banda­ríkin verði að hafa í for­grunni, hljómar svona. „Banda­rískir hags­munir koma fyrst­ir. Alltaf. Eng­ar af­sak­an­ir.“ Trump vill meina að Bana­ríkin hafi grafið undan sterkri stöðu sinn­i í heim­inum með of miklu sam­starfi við þjóð­ir, og í því sam­starfi hafi hags­mun­ir ­Banda­ríkj­anna orðið und­ir. Þetta megi ekki ger­ast.

Alltaf að beita fullu herafli gagnvart ógnunum, segir Trump. Mynd: EPA.

4. Annað gildið snýr að her­valdi og beit­ingu þess. „Há­marks­ skot­kraftur (Max­imum firepower) og hern­að­ar­legur við­bún­að­ur.“ Trump segir að ­Banda­ríkin eigi alltaf að nálg­ast verk­efni hers­ins á alþjóða­vett­vangi með því að sýna yfir­burði og búast við því versta. Þetta sé lyk­il­at­riði þegar kemur að því að koma Banda­ríkj­unum „aftur á stall“ sem það ríki sem það eigi að vera.

5. „Að­eins á að fara í stríð til að vinna.“ Í fram­haldi af ­gild­inu hér á und­an, þá telur Trump þetta ekki síður mik­il­vægt, og þá sem ­sjálf­stætt mark­mið. Trump vill meina að Banda­ríkin eigi aldrei að taka þátt í stríðum nema með því að gjörsigra and­stæð­inga, og hætta aldrei fyrr en það er talið öruggt að stríðið sé unn­ið. Trump segir George W. Bush hafa ver­ið „skelfi­legan“ þegar að þessu kem­ur, og ekki kunnað að stýra her Banda­ríkj­anna þannig að hann sigri. Íraks­stríðið hafi verið klúður frá upp­hafi til enda.

6. Trump telur að leikja­fræðin í utan­rík­is­mál­u­m ­Banda­ríkj­anna eigi að vera ein­föld. Í öllum til­fellum eigi Banda­ríkin að standa ­með vinum sín­um, en alltaf búast við því versta frá öðr­um. Með þessu móti marki ­Banda­ríkin sér stöðu sem sé bæði skýr og ein­föld.

7. Það gildi sem Trump hefur verið minnst gagn­rýndur fyr­ir­, og meira að segja hrósað af stöku Demókrata, er að áhersla hans á tækni. Hann telur að Banda­ríkja­her þurfi alltaf að búa yfir bestu mögu­legu tækni til að beita gegn „óvin­um“ Banda­ríkj­anna. (Keep the technolog­ical sword razor sharp).

8. Utan­rík­is­stefnan – fram­kvæmd af hernum í mörgum til­vikum – verður að miða að því að sjá það það sem er ófyr­ir­séð, og víg­bú­ast áður en „ó­vin­ur­inn“ getur tekið til vopna. Þetta sé grund­vall­ar­at­riði. Banda­ríkin verð­i alltaf að vera skrefi framar en allir aðr­ir. Aldrei megi láta þá stöðu myndast, að aðrar þjóðir búi yfir betri tækni en Banda­rík­in.

ISIS er dæmi um ógn sem Bandaríkin ættu að „gjöreyða“ og „sprengja útaf heimskortinu“, segir Trump. Mynd: EPA.

9. Trump segir að Banda­ríkin hafi ekki staðið sig vel í því, í gegnum tíð­ina, að bera virð­ingu fyrir her­mönnum og þeim sem hafi barist í fremstu víg­línu, og séu í því að „verja banda­ríska hags­mun­i“. Her­inn eigi að vera hluti af „sjálfi“ Banda­ríkj­anna og her­menn­irnir eigi að vera þeir ein­stak­ling­ar, sem fólk beri mesta virð­ingu fyr­ir. „Þetta má aldrei breytast,“ ­segir Trump.

10. Út frá þessum fyrr­nefndu gild­um, þurfi Banda­rík­in að nálg­ast stöðu mála í heim­inum núna. Eitt mest aðkallandi verk­efnið sé að „­sprengja ISIS“ útaf heimskort­inu, og úti­loka með öllu að hryðju­verka­menn get­i komið til Banda­ríkj­anna. Það sé best gert með því að loka á komu múslima til­ lands­ins. En það sem mestu skipt­ir, segir Trump, er að búa þannig um hnút­ana að ógn­an­irnar verði ekki til. Það er, að Banda­ríkja­her sé alltaf búinn að „eyða ­mögu­leik­an­um“ á því að þær mynd­ist, með því að setja banda­ríska hags­muni alltaf á odd­inn.

Ert þú í Kjarnasamfélaginu?

Kjarninn er opinn vefur en líflínan okkar eru frjáls framlög frá lesendum, Kjarnasamfélagið. Sú stoð undir reksturinn er okkur afar mikilvæg.

Með því að skrá þig í Kjarnasamfélagið gerir þú okkur kleift að halda áfram að vinna í þágu almennings og birta vandaðar fréttaskýringar, djúpar greiningar á efnahagsmálum og annað fréttatengt gæðaefni. 

Kjarninn hefur verið til taks fyrir kröfuharða lesendur undanfarin sjö ár og við ætlum okkur að standa vaktina áfram. 

Fyrir þá sem nú þegar eru stoltir styrkjendur Kjarnans þá leyfum við okkur að benda á að hægt er að óska eftir að hækka mánaðarlega framlagið með því að senda póst á takk@kjarninn.is


Já takk, ég vil styrkja Kjarnann!
Katrín Jakobsdóttir, forsætisráðherra.
Katrín: Ég vonast til þess að við finnum lausn á þessu máli
Forsætisráðherrann hefur tjáð sig um þá ákvörðun Íslenskrar erfðagreiningar að hætta að skima fyrir COVID-19 sjúkdómnum.
Kjarninn 6. júlí 2020
Veirufræðideildin ekki í stakk búin til að taka við fyrr en í lok ágúst
Karl G. Kristinsson, yfirlæknir á sýkla- og veirufræðideild Landspítala, segist vonast til þess að Kára Stefánssyni snúist hugur varðandi aðkomu Íslenskrar erfðagreinar að landamæraskimunum. Deildin sé ekki tilbúin til að taka verkefnið að sér strax.
Kjarninn 6. júlí 2020
Kári Stefánsson
Íslensk erfðagreining mun hætta öllum samskiptum við sóttvarnalækni og landlækni
„Okkar skoðun er sú að öll framkoma þín og heilbrigðismálaráðherra gagnvart ÍE í þessu máli hafi markast af virðingarleysi fyrir okkur,“ segir í opnu bréfi Kára Stefánssonar til Katrínar Jakobsdóttur.
Kjarninn 6. júlí 2020
Kjarnafæði og Norðlenska renna saman í eitt eftir tveggja ára viðræður
Norðlenska og Kjarnafæði hafa náð samkomulagi um samruna félaganna tveggja. Hátt í 400 manns vinna hjá þessum fyrirtækjum í dag. Samruninn er háður samþykki Samkeppniseftirlitsins og um 500 bænda, sem eiga Norðlenska í sameiningu.
Kjarninn 6. júlí 2020
Björn Bjarnason afhendir hér Guðlaugi Þór Þórðarsyni skýrsluna.
Norðurlöndin ættu að móta sameiginlega stefnu gagnvart auknum áhuga Kína
Björn Bjarnason fyrrverandi ráðherra hefur skilað af sér skýrslu um öryggis- og utanríkismál til utanríkisráðherra Norðurlandanna. Þar leggur hann til 14 tillögur um norrænt samstarf til framtíðar.
Kjarninn 6. júlí 2020
Drífa Snædal, forseti ASÍ.
Ferðaþjónustufyrirtæki axli þegar í stað ábyrgð á brotum gegn erlendu starfsfólki
ASÍ kallar eftir því að loforð Lífskjarasamninganna um lagalegar heimildir til refsinga vegna brota á kjarasamningum verði uppfyllt, enda sé ólíðandi að slík brot, sem séu hreinn og klár þjófnaður, viðgangist refsilaust.
Kjarninn 6. júlí 2020
Hundruð vísindamanna segja kórónuveiruna geta borist í lofti
Alþjóða heilbrigðismálastofnunin, WHO, er enn efins um að SARS-CoV-2, veiran sem veldur COVID-19, geti borist í lofti eins og fjölmargir vísindamenn vilja meina. Stofnunin telur rannsóknir sem sýna eiga fram á þetta enn ófullnægjandi.
Kjarninn 6. júlí 2020
Samtal við samfélagið
Samtal við samfélagið
Samtal við samfélagið – Kerfislægur rasismi
Kjarninn 6. júlí 2020
Meira eftir höfundinnMagnús Halldórsson
Meira úr sama flokkiFréttaskýringar
None