Mótmælin Nuit Debout, Úti alla nóttina, hófust formlega 31. mars og hafa staðið yfir í heilan mánuð. Boðað er til þeirra á samfélagsmiðlum.
Mótmælin Nuit Debout, Úti alla nóttina, hófust formlega 31. mars og hafa staðið yfir í heilan mánuð. Boðað er til þeirra á samfélagsmiðlum.
Auglýsing

„Þetta er algjör­lega komið úr bönd­un­um, ég for­dæmi þetta öfga­fólk sem getur ekki mót­mælt frið­sam­lega“ – segir Bern­ard Cazeneu­ve, inn­an­rík­is­ráð­herra Frakk­lands um Nuit Debout mót­mælin í Frakk­landi. 

Nuit Debout (Úti alla nótt­ina) hófust form­lega 31. mars síð­ast­lið­inn og hafa því staðið yfir í heilan mán­uð. Rík­is­stjórn sós­í­alista, undir for­ystu François Hollande, þykir ekki standa undir nafni og vera of hægri sinn­uð. Það hefur komið til alvar­legra átaka, lög­reglan hefur beitt táragasi, alls 214 hand­tök­ur, 78 lög­reglu­menn hafa sær­st, þar af þrír alvar­lega, sömu­leiðis fjöl­margir mót­mæl­end­ur. Það hefur verið kveikt í lög­reglu­bíl­um, Odeo­n-­leik­húsið í mið­borg Par­ísar var yfir­tekið síð­ustu helgi af mót­mæl­endum sem hugð­ust nota húsið fyrir funda­höld. Þegar mest hefur látið hefur fjöldi mót­mæl­enda farið yfir 500.000 manns. 

Fyrrverandi fjármálaráðherra Grikklands, Yanis Varoufakis, mætti til mótmælanna.

Auglýsing

Hvað er að ger­ast og hverju er verið að mót­mæla? Það er kannski ekki alveg ljóst. Í fyrstu sner­ust mót­mælin um fyr­ir­hug­aðar breyt­ingar stjórn­valda á vinnu­lög­gjöf­inni, en nú snú­ast þau um allt kerf­ið, stjórn­mál­in, efna­hags­líf­ið. Ungt og rót­tækt fólk, sem leitt hefur mót­mæl­in, vill alls­herjar þjóð­fé­lags­breyt­ing­ar. Sumir tala um bylt­ingu. Búast má við kröft­ugum mót­mælum í dag á bar­áttu­degi verka­lýðs­ins.

Ákall um alls­herjar breyt­ingar

Lög­reglan í París hand­tók í síð­ustu viku fjöl­marga mót­mæl­endur á Lýð­veldis­torg­inu, Place de la Repu­blique, og beitti táragasi þegar hóp­ur­inn reyndi að kom­ast í gegnum lög­reglu­tálma við torg­ið. Mót­mæl­endur hafa komið saman við torgið á hverri nóttu und­an­farin mán­uð. Hreyf­ing­unni Nuit Debout hefur verið líkt við Occupy Wall Street-mót­mæl­inn í Banda­ríkj­unum og Indigna­dos-hreyf­ing­una gegn nið­ur­skurði á Spáni.

Það hefur lengi verið talað um nauð­syn þess að breyta vinnu­lög­gjöf­inni í Frakk­landi til þess að sporna gegn atvinnu­leysi og koma ungu fólki inn á vinnu­mark­að­inn. Lögin hafa þótt of ströng og atvinnu­rek­endur segja það nán­ast óbæri­legt fyrir lítil fyr­ir­tæki að ráða fólk til starfa. Það sé erfitt að segja upp fólki, rétt­indi laun­þega séu of víð­tæk og völd verka­lýðs­fé­laga alltof mikil í Frakk­landi. 35 stunda vinnu­vikan gangi ekki upp og sé öllum óhag­stæð.

Þess vegna kom við­skipta­ráð­herrann, Emmanuel Macron, fram með nýtt laga­frum­varp um breytta vinnu­lög­gjöf á síð­asta ári. Löngu tíma­bært – sögðu helstu sér­fræð­ingar lands­ins í efna­hags­mál­um. Fáir áttu von á þess­ari öldu mót­mæla. Skipu­leggj­endur þeirra eru að mestu leyti ungt fólk, stúd­entar og rót­tæk­lingar með tengsl við verka­lýðs­fé­lög, sem kenna sig við sós­í­al­isma og marx­isma. Þau segja nýju vinnu­lög­gjöf­ina tæta niður sjálf­sögð rétt­indi laun­þega, en þau mót­mæla líka TIP frí­versl­un­ar­samn­ing­un­um, spill­ingu og skattaund­anskotum í við­skipta­líf­inu (há­vær umræða í kjöl­far Pana­ma-­lek­ans), þau mót­mæla mis­skipt­ingu auðs, aðbún­aði og rétt­indum flótta­fólks. Þetta er í raun ein alls­herjar kröfu­ganga gegn kap­ít­al­isma. 

Merci patron!

Þann 24. febr­úar síð­ast­lið­inn var frum­sýnd heim­ild­ar­myndin Merci patron! sem er sögð kveikjan að öllu þessu báli. Myndin er afar gagn­rýnin á efna­hags­kerfi Frakk­lands og Evr­ópu; hvernig verk­smiðjur hafa verið lagðar niður og störf flutt til ann­ara landa í hag­ræð­ing­ar­skyni. Myndin tekur sér­stak­lega fyrir Bern­ard Arnault, rík­asta mann Frakk­lands, sem hefur m.a. auðg­ast á lúx­us- og merkja­vör­um. Merci Patron! fylgir eftir hjón­unum Jocelyn og Serge Klur sem eru atvinnu­laus, berj­ast í bökkum og eru við það að missa íbúð­ina sína eftir að hafa verið sagt upp hjá tísku­fata-fram­leið­and­anum Kenzo, sem er í eigu Arnault. Bern­ard Arnault ákveður að flytja alla fram­leiðsl­una til Pól­lands til þess að draga úr launa­kostn­aði með fyrr­greindum afleið­ing­um. Myndin er í stíl við verk Mich­ael Moore, per­sónu­leg en um leið afar gagn­rýn­in. 

Merci Patron! er vin­sælasta heim­ild­ar­kvik­mynd sem sýnd hefur verið í Frakk­landi, slegið öll aðsókn­ar­met, um 320.000 manns hafa nú séð kvik­mynd­ina, en fyrst og fremst hefur hún haft gríð­ar­leg áhrif. Vakið reiði og mikil við­brögð. Það er fyrst og fremst þessi kvik­mynd sem hefur komið af stað Nuit Debout mót­mæl­un­um. Leik­stjór­inn, Francois Ruffin, vinstri rót­tæk­lingur og aktí­visti, segir Bern­ard Aurault og aðra auð­men vera eyði­leggja líf fólks og sömu­leiðis helstu gildi franska lýð­veld­is­ins um frelsi, jafn­rétti og bræðra­lag. Auð­söfnun og aukin mis­skipt­ing sé að rústa sam­fé­lag­inu og kröfu um mann­úð. 

Bern­ard Arnau­alt, sem fær það óþvegið í mynd­inni hefur tjáð sig um þessa mynd­ina opin­ber­lega. Honum finnst hún ósann­gjörn árás á hann og hans fyr­ir­tæki – kallar for­svars­menn mynd­ar­innar vinstri-öfga­fólk sem ekki sé mark á tak­and­i. 

Þúsundir ungmenna hafa mótmælt allar nætur í París undanfarinn mánuð. (Mynd: EPA)

Mót­mælin skipu­lögð á Twitter og Face­book

Öll þessu hörðu við­brögð, gegn þessu frum­varpi um nýja vinnu­lög­gjöf, hafa komið stjórn­völdum á óvart. Hollande, for­seti Frakk­lands, sagð­ist í fyrstu til­búin að setj­ast niður með þessu fólki, ræða málin og hlusta á sjón­ar­mið þeirra. Þetta eru hans kjós­end­ur, vinstri sinnað fólk sem hann þarf að treysta á í kom­andi kosn­ingum á næsta ári. Hann berst við miklar óvin­sældir og hefur marg­vegis sagt að ef honum tak­ist ekki að draga úr atvinnu­leysi muni hann ekki bjóða sig fram aftur sem for­seti. Hin nýja vinnu­lög­gjöf átti að vera svarið gegn atvinnu­leys­inu – þess vegna hefur for­set­inn í raun staðið ráð­þrota gagn­vart öllum þessum mót­mæl­um.  

Allur þessi fjöldi um allt land hefur söm­leiðis komið yfir­völdum í opna skjöldu. Í öllum helstu borg­um: Par­ís, Nantes, Lyon, Marseille og Tou­lou­se, hafa verið Nuit Debout kröfu­göng­ur. Mót­mælin eru skipu­lög á Face­book og Twitt­er; á slóðum eins og @On­Vaut­Mi­euxQueCa fara fram umræður um breytt sam­fé­lag og rót­tækar breyt­ingar á efna­hags­líf­inu, mis­skipt­ingu auðs og spill­ingu í við­skipta­líf­in­u. 

Þetta er margradda og margs­konar mót­mæli en flestir sem þar kom að eiga það sam­eig­in­legt að hafa horn í síðu kap­ít­al­ism­ans; þau vilja efla rík­is­vald­ið, auka rétt­indi launa­fólks, atvinnu­lausra og inn­flytj­enda.  

For­svars­menn rík­is­stjórn­ar­innar hafa sömu­leiðis verið dug­legir að nýta sér sam­fé­lags­miðl­ana. Manuel Valls, for­sæt­is­ráð­herra, hefur oft tístað um Nuit Debout og kallað suma mót­mæl­endur öfga-vinstri­fólk, harmað slysin og átökin við lög­regl­una. Hann hefur gagn­rýnt þá litlu hópa og þá svörtu sauði sem hafa hleypt öllu upp í bál og brand; sagt það hættu­legt fólk sem beri að stöðva. „Þetta fólk mun þurfa gjalda fyrir gjörðir sínar – styðjum frekar lög­regl­una“ – segir hann á Twitt­er-­síðu sinn­i. 

Náms­menn og ungt fólk hafa leitt mót­mælin allt frá byrj­un. Þau eru orðin lang­þreytt á atvinnu­leysi sem er komið upp í 25% hjá ungu fólki. William Martinet, for­maður stúd­enta­sam­tak­ana UNEF, tekur að ein­hverju leyti undir gagn­rýni Valls og harmar ofbeldið og leið­indin – en segir enn fremur að aðgerðir lög­regl­unnar oft hafa farið úr bönd­un­um. Hann og aðrir skip­leggj­endur segja Nuit Debout aðeins vera byrj­un­ina – framundan séu alls­herjar breyt­ingar á efna­hahags­lífi heims - bylt­ingin sé haf­in!

Við þurfum á þínu framlagi að halda

Þú getur tekið beinan þátt í að halda úti öflugum fjölmiðli.

Við sem vinnum á ritstjórn Kjarnans viljum hvetja þig til að vera með okkur í liði og leggja okkar góða fjölmiðli til mánaðarlegt framlag svo við getum haldið áfram að vinna fyrir lesendur, fyrir fólkið í landinu.

Kjarninn varð níu ára í sumar. Þegar hann hóf að taka við frjálsum framlögum þá varð slagorðið „Frjáls fjölmiðill fyrir andvirði kaffibolla“ til og lesendur voru hvattir til að leggja fram í það minnsta upphæð eins kaffibolla á mánuði.

Mikið vatn hefur runnið til sjávar á þeim níu árum sem Kjarninn hefur lifað. Í huga okkar á Kjarnanum hefur þörfin fyrir fjölmiðla sem veita raunverulegt aðhald og taka hlutverk sitt alvarlega aukist til muna.

Við trúum því að Kjarninn skipti máli fyrir samfélagið.

Við trúum því að sjálfstæð og vönduð blaðamennska skipti máli.

Ef þú trúir því sama þá endilega hugsaðu hvort Kjarninn er ekki allavega nokkurra kaffibolla virði á mánuði.

Vertu með okkur í liði. Þitt framlag skiptir máli.

Ritstjórn Kjarnans: Sunna Ósk Logadóttir, Þórður Snær Júlíusson, Erla María Markúsdóttir, Arnar Þór Ingólfsson, Eyrún Magnúsdóttir og Grétar Þór Sigurðsson.


Já takk, ég vil styrkja Kjarnann!
Stewart Rhodes, stofnandi og leiðtogi öfga- og vígasamtakanna The Oath Keepers.
„Maðurinn með leppinn“ sakfelldur fyrir árásina á bandaríska þinghúsið
Leiðtogi vígasveitarinnar Oath Keepers, maðurinn sem er með lepp af því að hann skaut sjálfan sig í augað, hefur verið sakfelldur fyrir árásina á bandaríska þinghúsið í janúar í fyrra. Hann á yfir höfði sér 20 ára fangelsisdóm.
Kjarninn 30. nóvember 2022
Helstu eigendur Samherja Holding eru Kristján Vilhelmsson og Þorsteinn Már Baldvinsson, forstjóri Samherja.
Samherjasamstæðan átti eigið fé upp á tæpa 160 milljarða króna um síðustu áramót
Endurskoðendur Samherja Holding gera ekki lengur fyrirvara við ársreikningi félagsins vegna óvissu um „mála­rekstur vegna fjár­hags­legra uppgjöra sem tengj­ast rekstr­inum í Namib­íu.“ Félagið hagnaðist um 7,9 milljarða króna í fyrra.
Kjarninn 30. nóvember 2022
Ari Trausti Guðmundsson
Flugaska eða gjóska?
Kjarninn 30. nóvember 2022
Vilhjálmur Birgisson er formaður Starfsgreinasambands Íslands.
Samningar við Starfsgreinasambandið langt komnir – Reynt að fá VR um borð
Verið er að reyna að klára gerð kjarasamninga við Starfsgreinasambandið um 20 til 40 þúsund króna launahækkanir, auknar starfsþrepagreiðslur og flýtingu á útgreiðslu hagvaxtarauka. Samningar eiga að gilda út janúar 2024.
Kjarninn 30. nóvember 2022
Bjarni Bjarnason er forstjóri Orkuveitu Reykjavíkur.
Vindorkuver um land allt yrðu mesta umhverfisslys Íslandssögunnar
Forstjóri Orkuveitunnar segir að ef þúsund vindmyllur yrðu reistar um landið líkt og vindorkufyrirtæki áforma „ættum við engu umhverfisslysi til að jafna úr Íslandssögunni. Hér væri reyndar ekki um slys að ræða því myllurnar yrðu reistar af ásetningi.“
Kjarninn 30. nóvember 2022
Halla Hrund Logadóttir orkumálastjóri.
„Matseðill möguleika“ ef stjórnvöld „vilja raunverulega setja orkuskipti í forgang“
Langtímaorkusamningar um annað en orkuskipti geta tafið þau fram yfir sett loftlagsmarkmið Íslands, segir orkumálastjóri. „Þótt stjórnvöld séu með markmið þá eru það orkufyrirtækin sem í raun og veru ákveða í hvað orkan fer.“
Kjarninn 30. nóvember 2022
Katrín Jakobsdóttir, formaður Vinstri grænna og forsætisráðherra, á fundi stjórnskipunar- og eftirlitsnefndar í morgun.
„Það var mjög óheppilegt að náinn ættingi hafi verið í þessum kaupendahópi“
Forsætisráðherra segir að ekki hafi verið ákveðið hvenær Bankasýsla ríkisins verði lögð niður og hvaða fyrirkomulag taki við þegar selja á hlut í ríkisbanka. Hún hafði ekki séð það fyrir að faðir Bjarna Benediktssonar yrði á meðal kaupenda í ríkisbanka.
Kjarninn 30. nóvember 2022
Á meðal eigna Bríetar er þetta fjölbýlishús á Selfossi.
Leigufélagið Bríet gefur 30 prósent afslátt af leigu í desember
Félag í opinberri eigu sem á um 250 leiguíbúðir um allt land og er ekki rekið með hagnaðarsjónarmið að leiðarljósi ætlar að lækka leigu allra leigutaka frá og með næstu áramótum.
Kjarninn 30. nóvember 2022
Meira eftir höfundinnFreyr Eyjólfsson
Meira úr sama flokkiFréttaskýringar
None