Tíu staðreyndir um fjármálastefnu stjórnvalda

Bjarni
Auglýsing

Fjár­mála- og efna­hags­ráðu­neyti Bjarna Bene­dikts­sonar kynnt­i á dög­unum í fyrsta sinn fjár­mála­stefnu og fjár­mála­á­ætlun fyrir hið opin­ber­a til næstu fimm ára. Stefnan er byggð á nýjum lögum fjár­mál hins opin­bera sem eiga að miða að því bæta hag­stjórn og sam­starf á milli ríkis og sveit­ar­fé­laga.

Sam­kvæmt því sem fram kom frá efna­hags- og fjár­mála­ráðu­neyt­inu þá fel­ur þetta í sér að hægt verði á næstu árum „að búa enn frekar í hag­inn fyr­ir­ kom­andi kyn­slóðir með því að greiða niður opin­berar skuld­ir, draga úr álögum á fólk með lægri og sann­gjarn­ari skött­um, byggja upp sam­fé­lags­lega inn­viði og ­treysta til muna grunn­þjón­ustu rík­is­ins með hækkun bóta, efl­ingu heil­brigð­is­kerf­is­ins og auknum gæðum mennt­un­ar.“

Tíu stað­reyndir úr stefn­unni og áætl­un­inni má lesa hér að neð­an.

Auglýsing

1.     Lög um opin­ber fjár­mál inn­leiða strangar reglur um afkomu og skulda­þró­un, en sam­kvæmt áætl­un­inni verður mark­miðum þeirra náð þegar á fyrstu tveimur árum henn­ar, með jákvæðum heild­ar­jöfn­uði yfir allt fimm ára tíma­bilið og lækk­un heild­ar­skulda hins opin­bera; ríkis og sveit­ar­fé­laga, í 30 pró­sent af vergri lands­fram­leiðslu.  Heild­ar­af­koma A-hluta ríkis og sveit­ar­fé­laga verð­ur­ já­kvæð um að minnsta kosti 1 pró­sent af vergri lands­fram­leiðslu á tíma­bil­i ­á­ætl­un­ar­innar í því skyni að við­halda efna­hags­legum stöð­ug­leika í þjóð­ar­bú­skapn­um. Á næsta ári er gert ráð fyrir 26,5 millj­arða króna jákvæð­u­m heild­ar­jöfn­uði rík­is­sjóðs.

2.     Vaxta­gjöld verða um 20 millj­örðum króna lægri lægri  á ári í lok tíma­bils­ins en þau voru í árs­lok 2015. Meg­in­mark­miðið er ekki síst það, að lækka skuldir hins opin­bera.

3.     Gert er ráð fyrir að hámarks­greiðslur úr Fæð­ing­ar­or­lofs­sjóði verði hækk­að­ar­ um 130 þús­und krónur í byrjun næsta árs í 500 þús­und krónur á mán­uði, en ­mark­miðið er að færa greiðsl­urnar í átt að því sem þær voru fyrir 2009. Sam­tals eykst fram­lag til sjóðs­ins um 1 millj­arð króna á árunum 2017–2018.

4.     Fjár­mála­á­ætlun gerir ráð fyrir að fram­lög til fram­halds­skóla­stigs­ins vax­i um 3,2 millj­arða króna að raun­virði frá og með árinu 2016 og til árs­ins 2021, eða sem svarar til nálægt 12% raun­vaxtar yfir tíma­bilið á sama tíma og ­rekstr­ar­kostn­aður skól­anna mun lækka vegna stytt­ingar náms­ins úr fjórum árum í þrjú.  

5.     Gera má ráð fyrir að svig­rúm til fram­kvæmda á árunum 2017 til 2021 nemi sam­tals ­upp­safnað um 75 millj­arða króna, sam­kvæmt áætl­un­um. Ekki er gert ráð fyrir að fjár­magna þurf­i þessi verk­efni með óreglu­legum tíma­bundnum tekjum rík­is­sjóðs á borð við arð­greiðslur eða sölu­hagn­að.

6.     Ein mikil óvissa er í þess­ari stefnu og áætl­un­inni þar með. Hún snýr að stjórn­málum og for­gangs­röðun sem birt­ist í fjár­lögum ár hvert. Ekki er víst að fjár­heim­ild fáist fyrir öllum þeim verk­efnum sem lögð eru fram í áætl­un, og að þeim sé stefnt. Kosn­ingar í haust, og mögu­leg stjórn­ar­skipti, geta með­al­ ann­ars breytt stöð­unni og áhersl­um.

Það þarf að samþykkja fjárlög ár hvert, og loforð um útgjöld hins opinbera inn í framtíðina duga skammt.

7.     Fjár­mála­á­ætlun gerir ráð fyrir að fram­lög til fram­halds­skóla­stigs­ins vax­i um 3,2 millj­arða króna að raun­virði frá og með árinu 2016 og til árs­ins 2021, eða sem svarar til nálægt 12 pró­sent raun­vaxtar yfir tíma­bilið á sama tíma og ­rekstr­ar­kostn­aður skól­anna mun lækka vegna stytt­ingar náms­ins úr fjórum árum í þrjú.  

8.     Aukin fram­lög til háskóla eru ekki inn í þessum áformum sem hafa ver­ið kynnt. Þessu hafa rekt­orar háskóla í land­inu mót­mælt harð­lega, og sagt að þetta stand­ist ekki miðað við þau mark­mið sem hafa verið sett. Rekt­or­arn­ir ­segja að skýrslur OECD hafi sýnt fram á með óyggj­andi hætti að íslenskir há­skólar séu veru­lega und­ir­fjár­magn­aðir og fái til að mynda helm­ingi lægra fram­lag á hvern nem­anda en háskólar á Norð­ur­lönd­um.

9.     Bygg­inga­fram­kvæmdir við fyrsta verká­fanga nýs LSH, einkum með­ferð­ar­kjarna og rann­sókn­ar­hús, verði boðnar út 2018 og komnar á fullan skrið árin 2019–2021. Þær koma til við­bótar bygg­ingu sjúkra­hót­els, sem áformað er að ljúki 2017, og ­fulln­að­ar­hönnun nýs með­ferð­ar­kjarna sem þegar hafði verið gert ráð fyrir í fjár­lögum 2016 og síð­ustu rík­is­fjár­mála­á­ætl­un. Sam­kvæmt þessu er áhersla lög á á­fram­hald­andi upp­bygg­ingu við Hring­braut.

10.   Hús íslenskra fræða mun rísa, loks­ins, segja ef­laust marg­ir. Lokið verður við fram­kvæmd­ina á næst­u fimm árum og renna alls 3,7 millj­arðar króna til verk­efn­is­ins. Ný Vest­manna­eyja­ferja verður til. Á tíma­bil­inu verður ný ferja að fullu fjár­mögnuð og smíðuð en áætl­að­ur­ ­kostn­aður við ferj­una og botn­dælu­búnað nemur nálægt 6 millj­örðum króna. Ferða­manna­staðir verða efldir. Stór­aukin fram­lög renna til upp­bygg­ingar inn­viða á ferða­manna­stöðum en gert er ráð fyrir að þau verði alls um 6 millj­arðar króna, eða um 1,2 millj­arðar á ári. ­Dýra­fjarð­ar­göng mun einnig kláruð, og ­sam­göngur þannig styrkt­ar.  Áætl­uð ­út­gjöld vegna gerðar gang­anna nema ríf­lega 12 millj­örðum króna á tíma­bil­in­u. 

Við þurfum á þínu framlagi að halda

Þú getur tekið beinan þátt í að halda úti öflugum fjölmiðli.

Við sem vinnum á ritstjórn Kjarnans viljum hvetja þig til að vera með okkur í liði og leggja okkar góða fjölmiðli til mánaðarlegt framlag svo við getum haldið áfram að vinna fyrir lesendur, fyrir fólkið í landinu.

Kjarninn varð níu ára í sumar. Þegar hann hóf að taka við frjálsum framlögum þá varð slagorðið „Frjáls fjölmiðill fyrir andvirði kaffibolla“ til og lesendur voru hvattir til að leggja fram í það minnsta upphæð eins kaffibolla á mánuði.

Mikið vatn hefur runnið til sjávar á þeim níu árum sem Kjarninn hefur lifað. Í huga okkar á Kjarnanum hefur þörfin fyrir fjölmiðla sem veita raunverulegt aðhald og taka hlutverk sitt alvarlega aukist til muna.

Við trúum því að Kjarninn skipti máli fyrir samfélagið.

Við trúum því að sjálfstæð og vönduð blaðamennska skipti máli.

Ef þú trúir því sama þá endilega hugsaðu hvort Kjarninn er ekki allavega nokkurra kaffibolla virði á mánuði.

Vertu með okkur í liði. Þitt framlag skiptir máli.

Ritstjórn Kjarnans: Sunna Ósk Logadóttir, Þórður Snær Júlíusson, Erla María Markúsdóttir, Arnar Þór Ingólfsson, Eyrún Magnúsdóttir og Grétar Þór Sigurðsson.


Já takk, ég vil styrkja Kjarnann!
Þorbjörn Guðmundsson
Er íslenska velferðarkerfið ekki lengur griðarstaður þeirra sem minnst hafa?
Kjarninn 11. janúar 2023
Takk fyrir og sjáumst á nýjum miðli á föstudag
Bréf frá ritstjóra Kjarnans vegna sameiningar við Stundina og þess að nýr framsækinn fréttamiðill verður til í lok viku.
Kjarninn 11. janúar 2023
Sverrir Albertsson
Vatn á myllu kölska
Kjarninn 11. janúar 2023
Lögreglumenn standa vörð um gröfurnar í námunni.
Berjast fyrir þorpi á barmi hengiflugs
Lítið þorp í Rínarlöndum Þýskalands er allt komið í eigu kolarisa. Fyrirtækið ætlar sér að mylja niður húsin og stækka kolanámu sína sem þegar þekur um 80 ferkílómetra. Þetta þykir mörgum skjóta skökku við í heimi sem berst við loftslagsbreytingar.
Kjarninn 10. janúar 2023
Arnþrúður Karlsdóttir, útvarpsstjóri Útvarps Sögu.
Útvarp Saga telur fjölmiðlastyrki skapa tortryggni og bjóða upp á frændhygli
Fjögur fjölmiðlafyrirtæki hafa til þessa skilað inn umsögnum um frumvarp Lilju Alfreðsdóttur menningar- og viðskiptaráðherra, sem mun að óbreyttu framlengja núverandi styrkjakerfi til fjölmiðla.
Kjarninn 10. janúar 2023
Sólveig Anna Jónsdóttir formaður Eflingar.
Viðræðum slitið og Efling undirbýr verkfallsaðgerðir
Samtök atvinnulífsins hafa hafnað gagntilboði Eflingar um skammtímakjarasamning, sem kvað á um meiri launahækkanir en SA hefur samið um við aðra hópa á almennum vinnumarkaði til þessa. Efling undirbýr nú verkfallsaðgerðir.
Kjarninn 10. janúar 2023
Palestínski fáninn á lofti í mótmælum í Reykjavík. Ísraelskri lögreglu hefur nú verið fyrirskipað að rífa fánann niður á almannafæri.
Fánabann og refsiaðgerðir í Palestínu í kjölfar niðurstöðu Sameinuðu þjóðanna
Degi eftir að ný ríkisstjórn tók við völdum í Ísrael samþykkti allsherjarþing Sþ að fela Alþjóðadómstólnum í Haag að meta lögmæti hernáms Ísraelsríkis á Vesturbakkanum. Síðan þá hefur stjórnin gripið til refsiaðgerða og nú síðast fánabanns.
Kjarninn 10. janúar 2023
Gríðarlega mikil dæling á sandi á sér stað í Landeyjahöfn á hverju ári. Markarfljótið ber hundruð þúsunda tonna af jarðefnum út í sjó og það á til að safnast upp í mynni hafnarinnar.
Vilja sjúga sand af hafsbotni í stórum stíl og flytja út
Eftirspurn eftir íslenskum jarðefnum er gríðarleg ef marka má framkomin áform erlendra stórfyrirtækja um nýtingu þeirra. Vinsældir hafnarinnar í Þorlákshöfn eru samhliða mjög miklar.
Kjarninn 10. janúar 2023
Meira eftir höfundinnMagnús Halldórsson
Meira úr sama flokkiFréttaskýringar
None