26 nýir þingmenn myndu setjast á þing ef kosið yrði í dag

Gríðarleg breyting verður á þingmannaliði þjóðarinnar ef niðurstöður næstu kosninga verða í takti við það sem kannanir sýna. Alls munu að minnsta kosti fjórir af hverjum tíu þingmönnum ýmist ekki ná endurkjöri eða hætta þingmennsku að eigin frumkvæði.

Stjórnmálaforingjar
Auglýsing

Við­búið er að mikil end­ur­nýjun verði á Alþingi Íslend­inga eftir næstu kosn­ing­ar. Miðað við skoð­ana­könnun sem Frétta­blaðið birti í dag munu 23 sitj­andi þing­menn tapa þing­sætum sín­um. Auk þess hafa þrír þing­menn sem ­mæl­ast inni á þingi, miðað við setu þeirra á fram­boðs­listum fyrir síð­ustu kosn­ing­ar, til­kynnt að þeir ætli ekki að bjóða sig aftur fram. Það eru Einar K. Guð­finns­son, Ögmundur Jón­as­son og Katrín Júl­í­us­dótt­ir.

Ef allir aðrir þing­menn sem sótt­ust eftir kjöri 2013 mynd­u ­bjóða sig aftur fram í sömu sætum og þá í kosn­ing­unum í haust þá myndu ein­ungis 37 þeirra ná kjöri. Alls myndu því 26 nýir þing­menn setj­ast á þing. Það myndi þýða að 41,3 pró­sent þing­heims myndi end­ur­nýj­ast.

Vert er þó að taka fram að stjórn­mála­flokk­arnir eiga eft­ir að raða á fram­boðs­lista sína og enn á eftir að til­kynna form­lega um hvenær næsti kjör­dagur verð­ur.

Auglýsing

Fram­sókn myndu tapa 14 þing­mönnum

Það eru margar áhuga­verðar vend­ingar sem hægt er að lesa úr þeim breyt­ingum sem eru yfir­vof­andi. Fram­sókn­ar­flokk­ur­inn er til að mynda við það að missa 14 þing­menn sam­kvæmt könn­un­inni. Fer úr 19 ­þing­mönnum í fimm. Flokk­ur­inn fengi ein­ungis einn þing­mann í Norð­vest­ur­kjör­dæmi, ­sem er sögu­lega sterkt vígi flokks­ins. Miðað við fram­boðs­lista 2013 yrði sá G­unnar Bragi Sveins­son, sjáv­ar­út­vegs- og land­bún­að­ar­ráð­herra. Það þýðir að Ás­mundur Einar Daða­son, þing­flokks­for­maður flokks­ins, Elsa Lára Arn­ar­dóttir og Jó­hanna M. Sig­munds­dóttir myndu tapa þing­sætum sín­um.

Flokk­ur­inn myndi ekki síður bíða afhroð í Suð­ur­kjör­dæmi. Þar er hann nú með fjóra þing­menn en fengi einn kjör­inn ef kosið yrði í dag. Sig­urð­ur­ Ingi Jóhanns­son for­stæt­is­ráð­herra myndi einn ná kjöri fyrir flokk­inn þar. Þau Silja Dögg Gunn­ars­dótt­ir, Har­aldur Ein­ars­son og Páll Jóhann Páls­son - sem hef­ur ­reyndar þegar sagt að hann muni ekki fara aftur fram – myndu ekki ná inn á þing.

Vigdís Hauksdóttir og Frosti Sigurjónsson myndu bæði tapa þingsætum sínum ef kosið yrði í dag.Hrunið í Reykja­vík­ur­kjör­dæm­unum tveimur yrði algjört. 2013 ­fékk Fram­sókn tvo þing­menn í hvoru þeirra og var um að ræða mesta kosn­inga­sig­ur ­flokks­ins i höf­uð­borg­inni frá upp­hafi. Vig­dís Hauks­dóttir og Karl Garð­ars­son – þing­menn í Reykja­vík suður – og Frosti Sig­ur­jóns­son og Sig­rún Magn­ús­dóttir – þing­menn í Reykja­vík norður – myndu missa sæti sín. Sig­rún hefur reyndar þeg­ar ­sagt opin­ber­lega að hún sæk­ist ekki eftir end­ur­kjöri, Karl hefur enn ekki ákveð­ið ­sig og Vig­dís er ekk­ert byrjuð að pæla í fram­boði. Frosti ætlar hins vegar fram og mikið er rætt um að Lilja Alfreðs­dótt­ir, sem gerð var að utan­rík­is­ráð­herra ­fyrir skemmstu, hefur verið orðuð við fram­boð í Reykja­vík. Hún hefur ekki tek­ið á­kvörðun um hvort hún bjóði sig fram til þing­mennsku.

Fram­sókn vann líka mik­inn sigur í Krag­anum í síðust­u ­kosn­ing­um. Eygló Harð­ar­dótt­ir, odd­viti flokks­ins í Suð­vest­ur­kjör­dæmi, mynd­i halda sæti sínu ef kosið yrði í dag en yrði eini þing­maður hans þar. Það þýð­ir að Willum Þór Þórs­son og Þor­steinn Sæmunds­son, sem báðir ætla að bjóða sig aftur fram, myndu ekki ná kjöri.

Í Norð­aust­ur­kjör­dæmi, kjör­dæmi flokks­for­manns­ins, mynd­i Fram­sókn­ar­flokk­ur­inn missa tvo þing­menn. Sig­mundur Davíð Gunn­laugs­son og Hösk­uldur Þór­halls­son myndu halda þing­sætum sínum en Líneik Anna Sæv­ars­dótt­ir og Þór­unn Egils­dóttir féllu af þingi. Af þessum fjórum hafa þrír sagt að þeir ætli fram. Ein­ungis Sig­mundur Davíð á eftir að svara til um það og fer vænt­an­lega að stytt­ast í að hann greini frá áformum sín­um.

Tveir for­manns­fram­bjóð­endur næðu ekki inn

Þeir flokkar sem skil­grein­ast sem jafn­að­ar­manna­flokk­ar virð­ast ekki eiga mikið erindi í íslenskri póli­tík um þessar mund­ir, að minnsta ­kosti ef marka er skoð­ana­kann­an­ir. Hver slík á fætur annarri sýnir að Björt Fram­tíð nái ekki inn manni á þing og að Sam­fylk­ingin nái að bæta metið í lág­u ­fylgi sem flokk­ur­inn setti 2013. Sam­kvæmt könnun Frétta­blaðs­ins myndi Björt fram­tíð tapa öllum sex þing­mönnum sínum og Sam­fylk­ingin fara úr níu þing­mönn­um í sex.

Þeir þing­menn Bjartrar fram­tíðar sem hverfa myndu af Al­þingi eru Ótt­arr Proppé, for­maður flokks­ins, Pál­l Valur Björns­son, Björt Ólafs­dótt­ir, Guð­mundur Stein­gríms­son, Róbert Mars­hall og Bryn­hildur Pét­urs­dótt­ir. Hin þrjú fyrst­nefndu hafa öll til­kynnt að þau mun­i fara aftur fram í kom­andi kosn­ingum en hinn helm­ingur þing­flokks­ins hefur enn ekki ákveðið sig.

Helgi Hjörvar næði ekki inn ef kosið yrði í dag.Staðan hjá Sam­fylk­ing­unni er einnig ­at­hygl­is­verð. Sam­an­lagt fylgi þeirra flokka sem bjuggu til Sam­fylk­ing­una var 37,8 pró­sent í síð­ustu kosn­ing­unum áður en hún var mynd­uð. Flokk­ur­inn beið al­gjört afhroð í kosn­ing­unum 2013 þegar hann fékk 12,9 pró­sent fylgi, heil­u­m 16,9 pró­sentum minna en í kosn­ing­unum 2009. Það er skellur sem á sér vart hlið­stæðu í íslenskri stjórn­mála­sögu. Flokk­ur­inn virð­ist ekki vera að fara að ­spyrna sér upp frá þessum botni. Þvert á móti dalar fylgið áfram og mælist nú 8,3 pró­sent.

Það er líka athygl­is­vert að skoða hvaða ­þing­menn flokks­ins það eru sem myndu missa þing­sæti. Í þeim þriggja manna hópi eru nefni­lega tveir sem gefa kost á sér í for­manns­kjöri Sam­fylk­ing­ar­innar sem fram fer í næsta mán­uði, þau Oddný Harð­ar­dóttir og Helgi Hjörv­ar. Auk þeirra ­myndi Val­gerður Bjarna­dóttir detta út að óbreyttu. Katrín Júl­í­us­dóttir mynd­i halda sæti sínu á þingi – hún er annar þing­maður flokks­ins í Suð­vest­ur­kjör­dæmi – en Katrín hefur þegar sagt að hún muni ekki sækj­ast eftir end­ur­kjöri. Næstur á eftir henni á lista 2013 var enn einn for­manns­fram­bjóð­and­inn, Magnús Orri Schram. Sitj­andi for­mað­ur­inn Árni Páll Árna­son, sem mun einnig sækj­ast eft­ir end­ur­kjöri í júní, myndi halda þing­sæti sínu.

Píratar marg­fald­ast

Þeir flokkar sem bæta við sig þing­sæt­u­m eru þrír. Þar ber auð­vitað fyrst að nefna Pírata. Þing­flokkur þeirra færi úr ­þremur þing­mönnum í 22 ef kosið væri í dag og flokk­ur­inn yrði stærstur á þing­i. Alls segj­ast 31,8 pró­sent kjós­enda að þeir myndu kjósa flokk­inn í dag en 5,1 ­pró­sent kusu hann í síð­ustu kosn­ing­um.

Allir sitj­andi þing­menn Pírata myndu halda ­sæti sínu. Í Suð­vest­ur­kjör­dæmi myndu þeir Björn Leví G­unn­­ar­s­­son, Há­­kon Einar Júl­í­us­­son og Árni Þór Þor­­geir­s­­son ná kjöri á­samt Birgittu Jóns­dótt­ur, odd­vita Pírata þar.

Í Suð­ur­kjör­dæmi er flokk­ur­inn með engan þing­mann en feng­i fjóra ef kosið yrði í dag. Þeir ­­Smári McCart­hy, Hall­­dór Berg Harð­­ar­­son, ­­Björn Þór Jóhann­es­­son og Svafar Helga­­son skip­uðu þessi fjögur sæti í síð­­­ustu kosn­­ing­­um.

Píratar myndu fá fimm þing­menn í hvoru Reykja­vík­ur­kjör­dæm­in­u og yrðu langstærsti flokk­ur­inn í höf­uð­borg­inni. Í dag er Ásta Guð­rún Helga­dótt­ir eini þing­maður flokks­ins í Reykja­vík­ur­kjör­dæmi suður eftir að Jón Þór Ólafs­son steig til hliðar á miðju kjör­tíma­bili. Í næstu sætum á eftir henni á síð­asta fram­boðs­lista voru Sig­ur­björg Erla Egils­dótt­ir, Sig­ríður Foss­berg Thor­laci­us, ­Arn­aldur Sig­urð­ar­son og Birkir Fannar Ein­ars­son. Þau eru öll um þrí­tugt.

Í Reykja­vík norður er Helgi Hrafn Gunn­ars­son eini þing­maður flokks­ins. Við myndu bæt­ast Hall­dóra Mog­en­sen, Bjarni Rún­ar Ein­ars­son, Sal­vör K. Giss­ur­ar­dóttir og Þórður Sveins­son.

Píratar fengu engan mann í Norð­aust­ur­kjör­dæmi árið 2013 en myndu fá tvo ef kosið yrði í dag. Þeir yrðu Aðal­heiður Ámunda­dótt­ir, fram­kvæmda­stjóri þing­flokks Pírata, og Þór­gnýr Thorodd­sen.

Sjálf­stæð­is­flokk­ur­inn í sókn

Sjálf­stæð­is­flokk­ur­inn myndi einnig vinna að minnsta kosti varn­ar­sigur ef kosið yrði í dag. Flokk­ur­inn myndi bæta við sig t­veimur þing­mönnum frá síð­ustu kosn­ingum sem verður að telj­ast afar á­sætt­an­legur árangur miðað við ágjöf­ina sem flokk­ur­inn hefur fengið á kjör­tíma­bil­inu. Fjórir ráð­herrar flokks­ins hafa tengst spill­ing­ar­mál­um. Hanna Birna Krist­jáns­dóttir sagði af sér sem inn­an­rík­is­ráð­herra vegna leka­máls­ins, Ill­ug­i G­unn­ars­son er lask­aður eftir Orku Energy-­málið og Bjarni Bene­dikts­son, for­mað­ur­ ­Sjálf­stæð­is­flokks­ins, og Ólöf Nor­dal, vara­for­maður hans, voru bæði í Panama­skjöl­un­um. Samt mælist flokk­ur­inn með 29,9 pró­sent fylgi sem er meira en hann fékk í síð­ustu tveimur kosn­ing­um.

Hanna Birna Kristjánsdóttir myndi halda sæti sínu á þingi örugglega ef kosið yrði nú.Sjálf­stæð­is­flokk­ur­inn myndi halda öll­u­m sínum 19 þing­mönnum inni. Til við­bótar myndu tveir nýir setj­ast á þing. Einn kæm úr Norð­aust­ur­kjör­dæmi en hinn úr norð­vest­ur­kjör­dæmi. Sam­kvæmt fram­boðs­lista 2013 yrði það Ásta Kristín Sig­ur­jóns­dótt­ir. Beint á eftir henni er Jens Garð­ar­ Helga­son, for­maður Sam­taka fyr­ir­tækja í sjáv­ar­út­veg­i. 

Hinn yrði, sam­kvæmt lista, Eyrún Ingi­björg ­Sig­þórs­dóttir frá Tálkna­firði. Þar sem Einar K. Guð­finns­son ætlar að hætta þá ­myndi Sig­urður Örn Ágústs­son, sem tekið hefur sæti sem vara­þing­maður á þessu ­kjör­tíma­bili og vakið eft­ir­tekt, einnig ná kjöri.

Álf­heiður næst inn

Vinstri græn myndu halda öllum sín­um ­þing­mönnum og bæta við sig tveim­ur, einum í Suð­ur­kjör­dæmi og einum í Reykja­vík­ ­suð­ur.  Flokk­ur­inn myndi fá 14 pró­sent atkvæða ef kosið yrði í dag en fékk 10,9 pró­sent í síð­ustu kosn­ing­um. Álf­heið­ur­ Inga­dótt­ir, fyrrum þing­maður og ráð­herra, yrði næst inn í Reykja­vík suður sam­kvæmt fram­boðs­lista 2013 og þar á eftir kæmi Ingi­mar Karl Helga­son blaða­mað­ur.

Vinstri græn myndu fá einn þing­mann í Suð­ur­kjör­dæmi ef kosið yrði í dag. Miðað við lista ­flokks­ins fyrir síð­ustu kosn­ingar yrði það Arn­dís Soffía Sig­urð­ar­dótt­ir.

Bankahöllin sem eigandinn vill ekki en er samt að rísa
Þegar íslensku bankarnir voru endurreistir úr ösku þeirra sem féllu í hruninu var lögð höfuðáhersla á að stjórnmálamenn gætu ekki haft puttanna í þeim.
Kjarninn 20. september 2019
Hrun fuglastofna í Norður-Ameríku vekur upp spurningar
Ný grein í Science greinir frá niðurstöðum viðamikilla rannsókna á fuglalífi í Norður-Ameríku.
Kjarninn 20. september 2019
Amazon lagði inn pöntun fyrir 100 þúsund rafmagns sendibíla
Nýsköpunarfyrirtækið Rivian sem er með höfuðstöðvar í Michigan er heldur betur að hrista upp í sendibílamarkaðnum.
Kjarninn 19. september 2019
Jón Steindór Valdimarsson, þingmaður Viðreisnar, er fyrsti flutningsmaður frumvarpsins.
Þingmenn fjögurra flokka fara fram á fullan aðskilnað ríkis og kirkju
Lögð hefur verið fram þingsályktunartillaga um að frumvarp um aðskilnað ríkis og kirkju verði lagt fram snemma árs 2021 og að sá aðskilnaður verði gengin í gegn í síðasta lagi 2034.
Kjarninn 19. september 2019
Guðmundur Ingi Guðbrandsson
Hamfarahlýnun – gripið til mikilvægra aðgerða
Kjarninn 19. september 2019
Að jafnaði eru konur líklegri en karlar til að gegna fleiri en einu starfi.
Talsvert fleiri í tveimur eða fleiri störfum hér á landi
Mun hærra hlutfall starfandi fólks gegna tveimur eða fleiri störfum hér á landi en í öðrum Evrópuríkjum. Þá vinna fleiri Íslendingar langar vinnuvikur eða tæp 18 prósent.
Kjarninn 19. september 2019
Árni Pétur Jónsson, forstjóri Skeljungs, stýrði áður Basko.
Skeljungur fær undanþágu vegna kaupa á Basko
Samkeppniseftirlitið hefur heimilað samruna Skeljungs og Basko með skilyrðum. Kaupverðið er 30 milljónir króna og yfirtaka skulda.
Kjarninn 19. september 2019
Sigmundur Davíð Gunnlaugsson, formaður Miðflokksins.
„Við getum ekki brugðist við með því að reyna að lifa eins og í sænskri hippakommúnu“
Formaður Miðflokksins segir að leyfa verði vísindum að leysa loftslagsvandann í stað þess að bregðast við með því að reyna að lifa eins og í sænskri hippakommúnu.
Kjarninn 19. september 2019
Meira eftir höfundinnÞórður Snær Júlíusson
Meira úr sama flokkiFréttaskýringar
None