Beyoncé breytir heiminum

áhrif dægurmenningar á alþjóðasamskipti

Beyoncé breytir heiminum

áhrif dægurmenningar á alþjóðasamskipti

skrifar um alþjóðastjórnmál
skrifar um alþjóðastjórnmál

Banda­ríska tón­list­ar­kon­an Beyoncé gaf nýlega út hljóm­plöt­una og mynd­bands­verk­ið Lemonade. Útgáfan hefur hlotið mikla athygli, ekki ein­ungis vegna afburða­hæfi­leika söng­kon­unnar á tón­list­ar­svið­inu heldur einnig vegna fram­göngu hennar og hisp­urs­lausrar umfjöll­unar um við­kvæm mál. Þar fléttar hún saman rétt­inda­bar­áttu kvenna og hjóna­bandserf­ið­leikum sínum og eig­in­manns­ins, rapp­ar­ans Jay Z. Platan er merki­leg fyrir margra hluta sakir því Beyoncé, sem hefur verið ein skærasta stjarnan á popp­himn­inum und­an­farin ár, fer sínar eigin leiðir og storkar umheim­inum – karla­heim­inum – sér í lagi út frá stöðu svartra kvenna sem búa í raun við tvö­falda kúg­un.

En hvernig kemur plötu­út­gáfa popp­söng­konu alþjóða­sam­skiptum við? Svarið liggur í þeim áhrifum sem fel­ast í gjörn­ingnum í heild sinni, sér­stak­lega text­un­um, en einnig allri fram­göngu söng­kon­unn­ar. Hér er ekki lagt mat gæði og end­an­legt gildi verks­ins en það má til sanns vegar færa að afleið­ingar útgáfu sem þess­arar gætir um allan heim, bæði meðal tug­millj­óna aðdá­enda, ungra kvenna og fólks almennt. Stóra spurn­ingin er síðan hvernig verkið hefur áhrif á gjörðir þeirra sem fara með völd, stjórn­völd ein­stakra ríkja, stór­fyr­ir­tækja eða stofn­anna sam­fé­lags­ins, bæði með beinum og óbeinum hætti.

Listir og menn­ing hafa alla tíð verið hluti af form­legum sam­skiptum milli ríkja og við þekkjum öll hug­takið menn­ing­ar­sam­skipti. For­set­inn fer í opin­bera heim­sókn, það er sett upp íslensk menn­ing­ar­vika og haldnir tón­leikar hér og mynd­list­ar­sýn­ingar þar. Fyr­ir­menni og lista­spírur lyfta glösum og borið er lof á djúp tengsl ríkj­anna sem eigi sér rætur í menn­ing­ar­arf­in­um.

Þetta er allt gott og blessað því strengja­kvar­tett eða lauf­léttur aríu­söngur léttir stemn­ing­una í kok­teil­boð­unum og greiðir jafn­vel fyrir jákvæðum opin­berum sam­skipt­um. En þótt Obama dilli sér undir ljúfum tónum á tón­leikum þeirra frá­bæru lista­manna sem boðið er að spila í Hvíta hús­inu er ekki þar með sagt að boð­skapur þeirra hafi bein áhrif á utan­rík­is­stefnu Banda­ríkja­manna.

Frægt er atvikið þeg­ar Ertha Kitt, sem þá var þekkt söng­kona, sagði Lindy Bird John­son for­seta­frú Banda­ríkj­anna til synd­anna vegna afleið­inga Víetnams­stríðs­ins á banda­rísk ung­menni, í kvöld­verð­ar­boði í Hvíta hús­inu. Eftir atvikið var fót­unum kippt undan henni, hún missti útgáfu­samn­inga og var í raun gerð útlæg. Þetta gerð­ist árið 1968 en áhuga­vert væri að sjá hvort Beyoncé kæm­ist upp með slíkt í dag. 

Til­tæki Erthu Kitt kann að hafa virst gagns­laus dóna­skapur á sínum tíma sem kost­aði hana lista­manns­fer­il­inn en gæti að hafa verið fólki inn­blástur og haft langvar­andi áhrif. Það er það mik­il­væga; hvernig fram­koma lista­manna, bæði form­leg menn­ing­ar­tengsl og dæg­ur­menn­ing í öllum myndum (e. popular cult­ure), kunna að hafa var­an­leg áhrif á fólk og sam­fé­lög og móta þar með alþjóða­sam­skipt­i. 

Fræði­greinin alþjóða­sam­skipti snýst einmitt um að skilja og skil­greina hegðun ríkja og ann­arra ger­enda í alþjóða­kerf­inu í hvers kyns sam­skiptum þvert á landa­mæri. Þau geta varðað hin hefð­bundnu ríkja­sam­skipti, við­skipti fyr­ir­tækja, sam­skipti milli félaga­sam­taka, borga og jafn­vel ein­stak­linga. Þarna skipar menn­ing í stóru sam­hengi til­tek­inn sess en þó hefur verið deilt um hversu mikil áhrif þættir eins og menn­ing ein­stakra svæða og hópa hefur á hegðun ríkja út á við. 

Gera verður grein­ar­mun á hug­tak­inu menn­ingu í sam­heng­inu um menn­ing­ar­heim – og menn­ingu sem við notum um listir af ýmsum toga eða köllum dæg­ur­menn­ingu. Hér er þessu þó vís­vit­andi ruglað ögn sam­an, því mörkin geta verið óljós. Sér­stak­lega má benda á hvernig menn­ing, eins og við notum hug­takið um list­ir, getur mótað það sem kalla mætti menn­ing­ar­heim, sjálfs­mynd og afstöðu fólks – og vald­hafa þar með.

Spice Girls-flokkurinn nauð gríðarlegra vinsælda í lok tíunda áratugs síðustu aldar. Þær birtu oftar en ekki myndir af sér sveipaðar breska fánanum.

Fyrr á tímum var vald og styrkur ein­stakra ríkja jafnan mælt í hern­að­ar­mætti sem nýta mætti til land­vinn­inga eða til að verj­ast hættum utan frá. Þá höfðu menn (karl­menn gjarn­an) minni áhyggjur af því sem var að ger­ast innan ríkj­anna. Eftir því sem leið á 20. öld, sam­fara hnatt­væð­ingu, auknum mann­rétt­indum og tækni, var meira farið að gera ráð fyrir fólk­inu sem byggir rík­in, ekki ein­göngu sem þiggj­endum valds heldur sem þátt­tak­endum og þar með áhrifa­völd­um. Jafn­framt komu fram kenn­ingar um að fólkið skipti ekki ein­ungis máli og hefði áhrif á hegðun rík­is­ins sem það byggði, heldur gætu slík áhrif borist til ann­arra ríkja og svæða.

Hið mjúka vald: Menn­ing og listir breyta heim­inum

Þegar rokkið kom fram á sjón­ar­sviðið á sjötta ára­tugnum gaf það tón­inn í því sem kallað var ung­linga­menn­ing næstu ára­tug­ina, þar sem sam­fé­lagið umbylt­ist á margan hátt. Vest­ræn dæg­ur­menn­ing, sér í lagi popptón­list, var jafn­framt þyrnir í augum yfir­valda Ráð­stjórn­ar­ríkj­anna austan járn­tjalds­ins. Bæði sú tón­list sem barst með óform­legum hætti til fólks en einnig var dæg­ur- og djass­tón­list notuð með kerf­is­bundnum hætti af banda­rískum yfir­völdum til að grafa undan vald­höfum eystra og gera vestrið meira spenn­andi.

Bob Dylan á tónleikum.

Deilt er um áhrif menn­ingar á hin hörðu örygg­is- og varn­ar­mál ríkja, því þar er vissu­lega um ýtr­ustu þjóð­ar­hags­muni að ræða sem tryggðir eru með vopnum og eng­inn ann­ars bróðir í þeim leik. Hins vegar má spyrja hvar mörkin milli ófriðar og friðar liggi og svara jafn­harðan að þar skipti mestu máli hvort ríki, ráða­menn og fólk, geti talað saman og menn­ing­ar­leg tengsl hljóti því að vera aðal­at­rið­ið.

Þetta getur gerst með beinum hætti þegar vold­ugur þjóð­ar­leið­togi hugsar sig tvisvar um hvort hann varpi sprengjum á fólkið sem hefur haft svo mikil áhrif á hann með fag­urri list­sköp­un, bók­mennt­um, söng og hljóð­færaslætti. Jafn­framt hefur þetta víð­tæk­ari skírskotun í lang­vinnum áhrifum sem verða til í til­teknum menn­ing­ar­heimum – hvort sem um er að ræða dæg­ur­laga­texta sem á þátt í að umbylta hugs­un­ar­hætti eða sögu­legri menn­ingu sem mótar þjóð­ar­vit­und á löngum tíma. 

Ein­hverjum gæti þótt þetta vera barna­leg ein­földun því gjörðir ríkja muni ávallt mið­ast við að hámarka öryggi sem mest, þá með til­tækum hern­að­ar­mætti eða ein­hvers­konar hags­muna­banda­lagi. Á móti hefur verið nefnt það sem kallað er hið mjúka vald, þar sem ekki er treyst á ógnun eða umbun, heldur hegðun sem laðar að fólk, þjóðir eða ríki til að vilja fylgja við­kom­andi að mál­um.

Hið mjúka vald getur t.d. birst í banda­rískri dæg­ur­menn­ingu, því hvernig bar­áttu­söngur banda­rísks þjóð­laga­söngv­ara eða tón­list og textar rokktón­list­ar­manna geta átt þátt í að móta hug­ar­heim heilu kyn­slóð­anna um heim all­an. Um leið og slík tón­list blæs fólki bar­áttu­anda í brjóst og gagn­rýnir spillta vald­hafa getur hún styrkt ímynd Banda­ríkj­anna sem lands tæki­fær­anna –  þar með gert þau aðlað­andi og fært þeim það sem kalla má mjúkt vald.

Það er því ljóst að þegar Beyoncé stappar niður fæt­inum og bendir á kúgun kvenna hefur hún ekki ein­ungis bein áhrif á millj­ónir aðdá­enda um allan heim heldur skekkir hún gang­verk tím­ans. Breyt­ing­arnar ger­ast kannski ekki sam­stundis en með tím­anum fer áhrif­anna að verða vart, allt í einu áttar fólk sig á því að til­tekin hegðun er ekki sam­þykkt, þeir sem marka stefnu vita að ekki þýðir að bjóða fólki lengur upp á það sem hefur þótt sjálf­sagt og raun­veru­legar breyt­ingar eiga sér stað, einnig þvert á landa­mæri.

Þegar lag, ljóð, bók, bíó­mynd eða leik­verk afhjúpar ver­öld­ina, afléttir álög­unum af því hvernig fólk sér heim­inn, segir sögu eða end­ur­speglar hugs­un­ar­hátt, orð­ræðu eða venjur – þá áttar fólk sig gjarnan á því að ekk­ert er óum­breyt­an­legt, að lífið er bara til­búin ímynd og verður þá frekar til­búið til að breyta eða sam­þykkja breyt­ing­ar.

List, hverju nafni sem hún nefn­ist, jarð­tengir því fólk og bendir á það sem skiptir raun­veru­lega máli. Hún hefur áhrif á hinn venju­lega mann en það mik­il­væga er: einnig vald­hafa, þá sem taka ákvarð­an­ir, ekki ein­ungis um utan­rík­is­stefnu, örygg­is- og varn­ar­mál, hvort farið er í stríð – heldur einnig um það hvort mis­rétti og kúgun eru lið­in. Þess vegna eru listir og menn­ing mik­il­væg, þess vegna er Beyoncé mik­il­væg.

Við þurfum á þínu framlagi að halda

Þú getur tekið beinan þátt í að halda úti öflugum fjölmiðli.

Við sem vinnum á ritstjórn Kjarnans viljum hvetja þig til að vera með okkur í liði og leggja okkar góða fjölmiðli til mánaðarlegt framlag svo við getum haldið áfram að vinna fyrir lesendur, fyrir fólkið í landinu.

Kjarninn varð níu ára í sumar. Þegar hann hóf að taka við frjálsum framlögum þá varð slagorðið „Frjáls fjölmiðill fyrir andvirði kaffibolla“ til og lesendur voru hvattir til að leggja fram í það minnsta upphæð eins kaffibolla á mánuði.

Mikið vatn hefur runnið til sjávar á þeim níu árum sem Kjarninn hefur lifað. Í huga okkar á Kjarnanum hefur þörfin fyrir fjölmiðla sem veita raunverulegt aðhald og taka hlutverk sitt alvarlega aukist til muna.

Við trúum því að Kjarninn skipti máli fyrir samfélagið.

Við trúum því að sjálfstæð og vönduð blaðamennska skipti máli.

Ef þú trúir því sama þá endilega hugsaðu hvort Kjarninn er ekki allavega nokkurra kaffibolla virði á mánuði.

Vertu með okkur í liði. Þitt framlag skiptir máli.

Ritstjórn Kjarnans: Sunna Ósk Logadóttir, Þórður Snær Júlíusson, Erla María Markúsdóttir, Arnar Þór Ingólfsson, Eyrún Magnúsdóttir og Grétar Þór Sigurðsson.


Já takk, ég vil styrkja Kjarnann!
Efnisflokkar:
Meira eftir höfundinnBjarni Bragi Kjartansson
Meira úr sama flokkiFréttaskýringar
None