Helmingur kjósenda Ólafs setti Guðna í annað sætið

Þrátt fyrir að nýjasta könnun MMR sé að einhverju leyti úreld er hún mjög athyglisverð. Til dæmis sagðist helmingur kjósenda Ólafs Ragnars Grímssonar líklega kjósa Guðna Th. Jóhannesson ef forsetinn væri ekki í framboði.

Andri Snær, Guðni og Ólafur
Auglýsing

Það seg­ir ým­is­legt um ástandið í íslenskum stjórn­málum und­an­farnar vik­ur að nýjasta skoð­ana­könnun á fylgi fram­bjóð­enda til for­seta hafði verið í loft­inu í fimmtán mín­útur þegar hún var orð­in úr­eld. Þá til­kynnti Ólafur Ragnar Gríms­son að hann væri hætt­ur við að bjóða sig fram í sjötta sinn. Raunar hafði könn­un­in líka úrelst í miðju kafi, þegar nýr fram­bjóð­andi, Dav­íð Odds­son, bætt­ist í hóp­inn á síð­asta degi henn­ar.

Þrátt fyrir þetta er könnun MMR, sem birt var í morg­un, mjög áhuga­verð. Guðni Th. Jóhann­es­son ­mæld­ist þar með mikla for­ystu á aðra fram­bjóð­end­ur, eða 59,2% ­fylgi. Ólafur Ragnar mæld­ist með 25,3% fylgi og Andri Snær ­Magna­son 8,5 pró­senta fylgi. Davíð Odds­son mæld­ist með 3,1 ­pró­sent, en hann var aðeins hluti af könn­un­inni síð­asta dag­inn af fjórum, sem þýðir að 27 pró­sent svar­enda fengu hann sem val­mögu­leika. Halla Tóm­as­dóttir mæld­ist með 1,7 pró­senta fylg­i í könn­un­inni. Síð­asta könnun á undan þess­ari sýndi allt aðra ­mynd. Þá mæld­ist Ólafur Ragnar með 52,6 pró­sent, Andri Snær ­með 29,4 pró­sent og Halla Tóm­as­dóttir 8,8 pró­sent. Og nú er ­ljóst að næsta könnun mun sýna aðra mynd þar sem Ólaf­ur Ragnar er hættur og Davíð kom­inn inn frá byrj­un.

Helm­ingur kjós­enda Ólafs myndi kjós­a Guðna

MMR spurði svar­endur um það hver yrði lík­leg­ast fyrir val­inu hjá þeim ef fyrsta val þeirra væri ekki í fram­boði. Sú spurn­ing er áhuga­verð í ljósi þeirra ­tíð­inda að Ólafur Ragnar er hættur við að bjóða sig fram, en ­gæti auð­vitað breyst með inn­komu Dav­íðs.

Auglýsing

Helm­ingur þeirra sem ætl­uðu að kjósa Ólaf Ragnar sögðu að ef hann væri ekki í fram­boði mynd­u þeir lík­leg­ast kjósa Guðna Th. Fjórð­ungur þeirra sagð­ist hins ­vegar kjósa ein­hvern annan fram­bjóð­anda og um 20 pró­sent sögð­u að ef Ólafur yrði ekki í fram­boði myndu þeir ýmist ekki kjós­a eða skila auðu.

Ríf­lega þrír af hverjum fjórum kjós­endum Andra Snæs sögðu að ef hann væri ekki í fram­boð kysu þeir Guðna Th. 6,8 pró­sent hefðu viljað Ólaf sem ann­að val, og 15 pró­sent ein­hvern annan fram­bjóð­anda.

Kjós­endur ann­arra fram­bjóð­enda hefð­u flestir viljað kjósa Ólaf Ragnar ef þeirra fyrsta val væri ekki í fram­boði, eða 39,3 pró­sent. 32,2 pró­sent kjós­enda ann­arra fram­bjóð­enda segj­ast munu kjósa Guðna ef þeirra fram­bjóð­and­i væri ekki í fram­boði, en 1,7 pró­sent Andra.

Konur og lang­skóla­gengnir vildu Guðna

Guðni hafði hlut­falls­lega meira fylg­i hjá konum en körlum, ríf­lega 61 pró­sent kvenna vildu Guðna en 53,4 pró­sent karla. Helm­ingur kjós­enda í yngsta ald­urs­hópn­um, 18-29 ára, sagð­ist myndu kjósa Guðna. Hann naut um 60 pró­senta ­stuðn­ings í ald­urs­hóp­unum 30 til 49 ára og 50 til 67 ára, og 56 ­pró­senta stuðn­ings meðal 68 ára og eldri.

Stuðn­ing­ur­inn við Guðna mæld­ist nokkuð jafn meðal fólks á höf­uð­borg­ar­svæð­inu og lands­byggð­inni, 58 pró­sent á höf­uð­borg­ar­svæð­inu og rúm­lega 56 ­pró­sent á lands­byggð­inni.

Guðni Th. var með meira fylgi með­al­ ­fólks sem hefur meiri menntun en þeirra sem hafa minni mennt­un. ­Meðal háskóla­mennt­aðra mæld­ist stuðn­ingur við hann 69 pró­sent, en meðal þeirra sem hafa grunn­skóla­menntun var stuðn­ing­ur­inn ­rúm­lega 48 pró­sent.

Þegar stuðn­ing­ur­inn er skoð­að­ur­ eftir stuðn­ingi við stjórn­mála­flokka sést að stuðn­ingur við Guðna mæld­ist um og yfir 60 pró­sent meðal þeirra sem ætla að kjósa stjórn­ar­and­stöðu­flokk­anna. Tæp 30 pró­sent kjós­enda Fram­sókn­ar­flokks­ins ætl­uðu að kjósa Guðna og rúm 38 pró­sent ­sjálf­stæð­is­manna.

Karl­ar, minna mennt­aðir og lands­byggð­ar­búar vildu frekar Ólaf

Ólafur Ragnar hafði aftur á mót­i hlut­falls­lega meira fylgi meðal karla, en 31,2 pró­sent karla vild­u hann gegn 24,6 pró­sentum kvenna, og þeirra sem hafa minni mennt­un. 42,7 pró­sent grunn­skóla­mennt­aðra vildu Ólaf Ragnar en aðeins ríf­lega 15 pró­sent þeirra sem eru með háskóla­próf. Hann var einnig með miklu meira fylgi á lands­byggð­inni (36%) en á höf­uð­borg­ar­svæð­inu (23,8%).

Ólafur Ragnar mæld­ist með yfir 61 ­pró­senta fylgi meðal kjós­enda Fram­sókn­ar­flokks­ins, og 48 pró­senta ­stuðn­ing meðal kjós­enda Sjálf­stæð­is­flokks­ins. 17 pró­sent kjós­enda Sam­fylk­ingar ætl­uðu að kjósa hann og 15 pró­sent P­írata. Hann hafði tæp­lega 12 pró­senta stuðn­ing meðal kjós­enda VG.

Eng­inn stuðn­ingur við Andra hjá ­sjálf­stæð­is- og fram­sókn­ar­mönnum

Andri Snær mæld­ist svo með­ hlut­falls­lega mest fylgi meðal yngstu kjós­end­anna og þeirra sem hafa lengri skóla­göngu að baki. Athygl­is­vert er að Andri Snær er ­með 0,0 pró­senta fylgi meðal kjós­enda Fram­sókn­ar­flokks­ins og ­Sjálf­stæð­is­flokks­ins. Hann hefur stundum verið orð­aður við ­tengsl við Vinstri-græn vegna áherslu sinnar á nátt­úru­vernd, en ­mestan stuðn­ing hefur hann meðal kjós­enda Bjartrar fram­tíð­ar­, 22,5 pró­sent. 19,4 pró­sent Sam­fylk­ing­ar­kjós­enda og 16 pró­sent P­írata studdu Andra Snæ, en 15,5% kjós­enda VG.

Ert þú í Kjarnasamfélaginu?

Kjarninn er opinn vefur en líflínan okkar eru frjáls framlög frá lesendum, Kjarnasamfélagið. Sú stoð undir reksturinn er okkur afar mikilvæg.

Með því að skrá þig í Kjarnasamfélagið gerir þú okkur kleift að halda áfram að vinna í þágu almennings og birta vandaðar fréttaskýringar, djúpar greiningar á efnahagsmálum og annað fréttatengt gæðaefni. 

Kjarninn hefur verið til taks fyrir kröfuharða lesendur undanfarin sjö ár og við ætlum okkur að standa vaktina áfram. 

Fyrir þá sem nú þegar eru stoltir styrkjendur Kjarnans þá leyfum við okkur að benda á að hægt er að óska eftir að hækka mánaðarlega framlagið með því að senda póst á takk@kjarninn.is


Já takk, ég vil styrkja Kjarnann!
Guðmundur Hauksson
Jóga er meira en bara teygjur og stellingar
Kjarninn 3. ágúst 2020
Inga Dóra Björnsdóttir
Heimsmaðurinn Halldór Kiljan Laxness, sem aldrei varð frægur og ríkur í Ameríku
Kjarninn 3. ágúst 2020
Tekjur Kjarnans jukust og rekstrarniðurstaða í takti við áætlanir
Rekstur Kjarnans miðla, útgáfufélags Kjarnans, skilaði hóflegu tapi á árinu 2019. Umfang starfseminnar var aukið á því ári og tekjustoðir hafa styrkst verulega síðustu misseri.
Kjarninn 3. ágúst 2020
Þórólfur Guðnason sóttvarnalæknir.
Þórólfur: „Jújú, það er önnur bylgja hafin“
Sóttvarnalæknir segir að það sé hægt að sammælast um að kalla það ástand sem Ísland stendur frammi fyrir nýja bylgju. Það segi sig sjálft að aukning sé á tilfellum. Landlæknir segir tækifærið til að ráða niðurlögum ástandsins vera núna.
Kjarninn 3. ágúst 2020
Til stendur að breyta rukkun fargjalda í strætó með þeim hætti að sala fargjalda verður einungis utan vagna.
Hægt verður að leggja févíti á þá farþega sem borga ekki í strætó
Fyrirhugaðar eru breytingar á fyrirkomulagi fargjalda í Strætó sem mun leiða til þess að sala fargjalda verður ekki lengur í boði í vögnunum sjálfum. Farþegar sem greiða ekki fargjald, eða misnota kerfið með öðrum hætti, verða beittir févíti.
Kjarninn 3. ágúst 2020
Átta ný innanlandssmit og fjölgar um yfir hundrað í sóttkví
Af 291 sýni sem greint var á sýkla- og veirufræðideild Landspítala í gær reyndust átta jákvæð. Alls eru nú 80 í einangrun og 670 í sóttkví.
Kjarninn 3. ágúst 2020
Ávöxtur olíupálma. Úr kjarnanum er unnin ljós, gegnsæ pálmaolía en einnig er hægt að vinna svokallaða rauða pálmaolíu úr ávextinum sjálfum.
Yfirvöld í Malasíu reyna að bæta ímynd pálmaolíu
„Pálmaolía er guðsgjöf“ er slagorð sem yfirvöld í Malasíu ætla að nota til að reyna að lappa upp á ímynd pálmaolíunnar. Ræktun pálmaolíu ógnar lífríki í regnskógum víða um heim og hefur varan mætt andstöðu til að mynda í Evrópu.
Kjarninn 3. ágúst 2020
Mótmælendur komu saman á Austurvelli skömmu eftir að fjölmiðlar greindu frá innihaldi Samherjaskjalanna í nóvember síðastliðnum. Nú virðist sjávarútvegsfyrirtækið vera að mæla almenningsálitið.
Spurt hvað fólki finnist um viðbrögð Samherja við Namibíumálinu
Gallup spurði viðhorfahóp sinn í vikunni um álit á aðgerðum Samherja „í kjölfar ásakana um mútur í Namibíu“. Sjávarútvegsfyrirtækið virðist vera að taka stöðuna á almenningsálitinu, áður en það ræðist í að svara ásökunum í auknum mæli opinberlega.
Kjarninn 3. ágúst 2020
Meira eftir höfundinnÞórunn Elísabet Bogadóttir
Meira úr sama flokkiFréttaskýringar
None