Helmingur kjósenda Ólafs setti Guðna í annað sætið

Þrátt fyrir að nýjasta könnun MMR sé að einhverju leyti úreld er hún mjög athyglisverð. Til dæmis sagðist helmingur kjósenda Ólafs Ragnars Grímssonar líklega kjósa Guðna Th. Jóhannesson ef forsetinn væri ekki í framboði.

Andri Snær, Guðni og Ólafur
Auglýsing

Það seg­ir ým­is­legt um ástandið í íslenskum stjórn­málum und­an­farnar vik­ur að nýjasta skoð­ana­könnun á fylgi fram­bjóð­enda til for­seta hafði verið í loft­inu í fimmtán mín­útur þegar hún var orð­in úr­eld. Þá til­kynnti Ólafur Ragnar Gríms­son að hann væri hætt­ur við að bjóða sig fram í sjötta sinn. Raunar hafði könn­un­in líka úrelst í miðju kafi, þegar nýr fram­bjóð­andi, Dav­íð Odds­son, bætt­ist í hóp­inn á síð­asta degi henn­ar.

Þrátt fyrir þetta er könnun MMR, sem birt var í morg­un, mjög áhuga­verð. Guðni Th. Jóhann­es­son ­mæld­ist þar með mikla for­ystu á aðra fram­bjóð­end­ur, eða 59,2% ­fylgi. Ólafur Ragnar mæld­ist með 25,3% fylgi og Andri Snær ­Magna­son 8,5 pró­senta fylgi. Davíð Odds­son mæld­ist með 3,1 ­pró­sent, en hann var aðeins hluti af könn­un­inni síð­asta dag­inn af fjórum, sem þýðir að 27 pró­sent svar­enda fengu hann sem val­mögu­leika. Halla Tóm­as­dóttir mæld­ist með 1,7 pró­senta fylg­i í könn­un­inni. Síð­asta könnun á undan þess­ari sýndi allt aðra ­mynd. Þá mæld­ist Ólafur Ragnar með 52,6 pró­sent, Andri Snær ­með 29,4 pró­sent og Halla Tóm­as­dóttir 8,8 pró­sent. Og nú er ­ljóst að næsta könnun mun sýna aðra mynd þar sem Ólaf­ur Ragnar er hættur og Davíð kom­inn inn frá byrj­un.

Helm­ingur kjós­enda Ólafs myndi kjós­a Guðna

MMR spurði svar­endur um það hver yrði lík­leg­ast fyrir val­inu hjá þeim ef fyrsta val þeirra væri ekki í fram­boði. Sú spurn­ing er áhuga­verð í ljósi þeirra ­tíð­inda að Ólafur Ragnar er hættur við að bjóða sig fram, en ­gæti auð­vitað breyst með inn­komu Dav­íðs.

Auglýsing

Helm­ingur þeirra sem ætl­uðu að kjósa Ólaf Ragnar sögðu að ef hann væri ekki í fram­boði mynd­u þeir lík­leg­ast kjósa Guðna Th. Fjórð­ungur þeirra sagð­ist hins ­vegar kjósa ein­hvern annan fram­bjóð­anda og um 20 pró­sent sögð­u að ef Ólafur yrði ekki í fram­boði myndu þeir ýmist ekki kjós­a eða skila auðu.

Ríf­lega þrír af hverjum fjórum kjós­endum Andra Snæs sögðu að ef hann væri ekki í fram­boð kysu þeir Guðna Th. 6,8 pró­sent hefðu viljað Ólaf sem ann­að val, og 15 pró­sent ein­hvern annan fram­bjóð­anda.

Kjós­endur ann­arra fram­bjóð­enda hefð­u flestir viljað kjósa Ólaf Ragnar ef þeirra fyrsta val væri ekki í fram­boði, eða 39,3 pró­sent. 32,2 pró­sent kjós­enda ann­arra fram­bjóð­enda segj­ast munu kjósa Guðna ef þeirra fram­bjóð­and­i væri ekki í fram­boði, en 1,7 pró­sent Andra.

Konur og lang­skóla­gengnir vildu Guðna

Guðni hafði hlut­falls­lega meira fylg­i hjá konum en körlum, ríf­lega 61 pró­sent kvenna vildu Guðna en 53,4 pró­sent karla. Helm­ingur kjós­enda í yngsta ald­urs­hópn­um, 18-29 ára, sagð­ist myndu kjósa Guðna. Hann naut um 60 pró­senta ­stuðn­ings í ald­urs­hóp­unum 30 til 49 ára og 50 til 67 ára, og 56 ­pró­senta stuðn­ings meðal 68 ára og eldri.

Stuðn­ing­ur­inn við Guðna mæld­ist nokkuð jafn meðal fólks á höf­uð­borg­ar­svæð­inu og lands­byggð­inni, 58 pró­sent á höf­uð­borg­ar­svæð­inu og rúm­lega 56 ­pró­sent á lands­byggð­inni.

Guðni Th. var með meira fylgi með­al­ ­fólks sem hefur meiri menntun en þeirra sem hafa minni mennt­un. ­Meðal háskóla­mennt­aðra mæld­ist stuðn­ingur við hann 69 pró­sent, en meðal þeirra sem hafa grunn­skóla­menntun var stuðn­ing­ur­inn ­rúm­lega 48 pró­sent.

Þegar stuðn­ing­ur­inn er skoð­að­ur­ eftir stuðn­ingi við stjórn­mála­flokka sést að stuðn­ingur við Guðna mæld­ist um og yfir 60 pró­sent meðal þeirra sem ætla að kjósa stjórn­ar­and­stöðu­flokk­anna. Tæp 30 pró­sent kjós­enda Fram­sókn­ar­flokks­ins ætl­uðu að kjósa Guðna og rúm 38 pró­sent ­sjálf­stæð­is­manna.

Karl­ar, minna mennt­aðir og lands­byggð­ar­búar vildu frekar Ólaf

Ólafur Ragnar hafði aftur á mót­i hlut­falls­lega meira fylgi meðal karla, en 31,2 pró­sent karla vild­u hann gegn 24,6 pró­sentum kvenna, og þeirra sem hafa minni mennt­un. 42,7 pró­sent grunn­skóla­mennt­aðra vildu Ólaf Ragnar en aðeins ríf­lega 15 pró­sent þeirra sem eru með háskóla­próf. Hann var einnig með miklu meira fylgi á lands­byggð­inni (36%) en á höf­uð­borg­ar­svæð­inu (23,8%).

Ólafur Ragnar mæld­ist með yfir 61 ­pró­senta fylgi meðal kjós­enda Fram­sókn­ar­flokks­ins, og 48 pró­senta ­stuðn­ing meðal kjós­enda Sjálf­stæð­is­flokks­ins. 17 pró­sent kjós­enda Sam­fylk­ingar ætl­uðu að kjósa hann og 15 pró­sent P­írata. Hann hafði tæp­lega 12 pró­senta stuðn­ing meðal kjós­enda VG.

Eng­inn stuðn­ingur við Andra hjá ­sjálf­stæð­is- og fram­sókn­ar­mönnum

Andri Snær mæld­ist svo með­ hlut­falls­lega mest fylgi meðal yngstu kjós­end­anna og þeirra sem hafa lengri skóla­göngu að baki. Athygl­is­vert er að Andri Snær er ­með 0,0 pró­senta fylgi meðal kjós­enda Fram­sókn­ar­flokks­ins og ­Sjálf­stæð­is­flokks­ins. Hann hefur stundum verið orð­aður við ­tengsl við Vinstri-græn vegna áherslu sinnar á nátt­úru­vernd, en ­mestan stuðn­ing hefur hann meðal kjós­enda Bjartrar fram­tíð­ar­, 22,5 pró­sent. 19,4 pró­sent Sam­fylk­ing­ar­kjós­enda og 16 pró­sent P­írata studdu Andra Snæ, en 15,5% kjós­enda VG.

Skiptir Kjarninn þig máli?

Kjarninn reiðir sig á framlög lesenda. Með því að styrkja Kjarnann mánaðarlega tekur þú þátt í að halda úti öflugum fjölmiðli.

Við erum til staðar fyrir lesendur og fjöllum um það sem skiptir máli.

Ef Kjarninn skiptir þig máli þá máttu endilega vera með okkur í liði.

Já takk, ég vil styrkja Kjarnann!
Anna Dóra Antonsdóttir
Rammaáætlun sem sáttargjörð
Kjarninn 17. maí 2022
Tekjur ríkisins af kolefnisgjaldi aldrei verið jafn miklar og í fyrra
Ríkið hefur milljarðatekjur af losun gróðurhúsalofttegunda, bæði frá uppboðum á losunarheimildum og af kolefnisgjaldi. Féð er ekki eyrnamerkt loftslagsaðgerðum en fjármálaráðherra áætlar að framlög til loftslagsmála nemi yfir 15 milljörðum í ár.
Kjarninn 17. maí 2022
Helga Þórðardóttir varaþingmaður Flokks fólksins.
„Stjórnvöld hafa svikið leigjendur“
Leigjendur eru jaðarsettir og algerlega berskjaldaðir fyrir hentistefnu leigusala, segir varaþingmaður Flokks fólksins. Stjórnvöld verði að koma með beinar aðgerðir sem stöðva brjálsemi óhefts markaðar sem stjórnist af græðgi einstaklinga.
Kjarninn 17. maí 2022
Jón Gunnarsson er dómsmálaráðherra.
Ráðherra svarar engu um Samherjamálið þar sem það eigi ekki að lúta „pólitískum afskiptum“
Dómsmálaráðherra segir að embætti sem rannsaki sakamál fái ekki auknar fjárveitingar til að sinna rannsókn tiltekins sakamáls. Á ríkisstjórnarfundi í nóvember 2019 var hugað sérstaklega að fjármögnun rannsóknar héraðssaksóknara á Samherjamálinu.
Kjarninn 17. maí 2022
Sigríður Björk Guðjónsdóttir ríkislögreglustjóri mætti á opinn fund í allsherjar- og menntamálanefnd um fræðslu og menntun lögreglumanna um fjölmenningu og fordóma.
Segir að ekki hafi verið um kynþáttamiðaða löggæslu að ræða
Ríkislögreglustjóri segist harma það að ungur drengur skyldi hafa ítrekað orðið fyrir áreiti við leit lögreglunnar að strokufanga í síðasta mánuði. Þó sé í þessu tilviki ekki um kynþáttamiðaða löggæslu eða afskipti að ræða.
Kjarninn 17. maí 2022
Viðmiðunarverðið á bensínlítra yfir 300 krónur í fyrsta sinn
Hlutur olíufélaga í hverjum seldum bensínlítra er með lægsta móti um þessar mundir þrátt fyrir mjög hátt verð. Það bendir til þess að þau séu ekki að skila hækkunum á heimsmarkaðsverði nema að hluta út í verðlagið.
Kjarninn 17. maí 2022
Bjarni Benediktsson fjármálaráðherra lagði fram fjármálaáætlun fyrir árin 2023-2027 í mars.
Spyrja hvort framlögð fjármálaáætlun sé í samræmi við stjórnarsáttmála
ASÍ bendir á það í umsögn sinni við fjármálaáætlun að mjög takmarkað svigrúm sé til aukinna útgjalda næstu árin sem þó er fyrirséð að muni aukast mikið. Vilja efla tekjustofna ríkisins, meðal annars með komugjaldi og hækkun fjármagnstekjuskatts.
Kjarninn 17. maí 2022
Guðmundur Ingi Kristinsson þingflokksformaður Flokks fólksins.
„Á ekki að skila þessum ólöglega ránsfeng?“
Þingflokksformaður Flokks fólksins segir að álag gangi nærri heilsu fólks sem hefur lent í skerðingum á greiðslum. „Er einhver hissa að kvíði, þunglyndi, streita, svefnleysi sé að hrjá þennan hóp í boði ríkisstjórnarinnar?“ spurði hann á þingi í dag.
Kjarninn 16. maí 2022
Meira eftir höfundinnÞórunn Elísabet Bogadóttir
Meira úr sama flokkiFréttaskýringar
None