Fimm hættu við og sex ákváðu að fara ekki

Fimm forsetaframbjóðendur drógu framboð sitt til baka eftir að Ólafur Ragnar Grímsson ákvað að gefa kost á sér til endurkjörs. Sex aðrir komu undan feldi á sama og ákváðu að gefa ekki kost á sér. Framboð Ólafs Ragnars stóð yfir í nákvæmlega þrjár vikur.

Ólafur Ragnar Grímsson tilkynnti fyrir þremur vikum síðan að hann hafði skipt um skoðun og ætli að gefa kost á sér til endurkjörs. Hann hefur nú hætt við að skipa um skoðun, en fjöldi frambjóðenda hefur dregið sig í hlé í millitíðinni í ljósi framboðsins.
Ólafur Ragnar Grímsson tilkynnti fyrir þremur vikum síðan að hann hafði skipt um skoðun og ætli að gefa kost á sér til endurkjörs. Hann hefur nú hætt við að skipa um skoðun, en fjöldi frambjóðenda hefur dregið sig í hlé í millitíðinni í ljósi framboðsins.
Auglýsing

Á því þriggja vikna tíma­bili sem fram­boð Ólafs Ragn­ars Gríms­sonar varði drógu fimm ein­stak­lingar fram­boð sitt til baka og sex til­kynntu að þeir ætl­uðu ekki að gefa kost á sér eftir tölu­verða yfir­legu. Ástæð­an: Ákvörðun sitj­andi for­seta að gefa kost á sér til end­ur­kjörs. Á sama tíma komu fram fjórir nýir fram­bjóð­end­ur. Atburð­ar­rás síð­ustu vikna hefur verið lyg­inni lík­ust. 

18. apríl

 • Ólafur Ragnar Gríms­son boðar til blaða­manna­fundar á Bessa­stöðum þar sem hann til­kynnir ákvörðun sína um að gefa kost á sér til end­ur­kjörs í emb­ætti for­seta Íslands. Hann hafði til­kynnt í nýársávarpi sínu 1. jan­úar 2016 að hann ætl­aði að hætta.
 
 • Guð­mundur Frank­lín Jóns­son dregur fram­boð sitt til baka og lýsir yfir stuðn­ingi við fram­boð Ólafs Ragn­ar­s.

 • Vig­fús Bjarni Alberts­son dregur fram­boð sitt til baka og gagn­rýnir fram­boð Ólafs. 

 • Linda Pét­urs­dóttir til­kynnir að hún ætli ekki að gefa kost á sér. 

 • Bene­dikt Krist­ján Mewes býður sig fram til for­seta. 

 • Sig­urður Ingi Jóhanns­son for­sæt­is­ráð­herra seg­ist ánægður með fram­boð Ólafs Ragn­ars. Það sama sagði þing­flokks­for­maður Fram­sókn­ar­flokks, Ásmundur Einar Daða­son. 


Auglýsing

20. apr­íl 

Heimir Örn Hólmars­son dregur fram­boð sitt til baka í ljósi fram­boðs sitj­andi for­seta. 


22. apríl

Ólafur Ragnar full­yrðir í við­tali við CNN að ekker eigi eftir að koma í ljós um aflands­fé­lög tengdum honum eða fjöl­skyldu hans: „No, no, no, no, no. That’s not going to be the case,” svar­aði for­set­inn þegar hann var spurð­ur.  


24. apríl

Bær­ing Ólafs­son dregur fram­boð sitt til baka í ljósi fram­boðs Ólafs Ragn­ars og gagn­rýnir for­seta. 

25. apr­íl 

Eiríkur Björn Björg­vins­son ákveður að gefa ekki kost á sér og gagn­rýnir fram­boð Ólafs Ragn­ar­s. 

27. apríl

 • Hrannar Pét­urs­son dregur fram­boð sitt til baka í ljósi fram­boðs Ólafs Ragn­ars. 

 • Ólafur Ragnar mælist með lang­mesta fylgið í skoð­ana­könnun MMR, eða um 53 pró­sent. Andri Snær Magna­son mælist með tæp 30 pró­sent. 


29. apr­íl 

Þor­gerður Katrín Gunn­ars­dóttir til­kynnir að hún ætli ekki að gefa kost á sér í fram­boð. 

1. maí 

Guð­rún Nor­dal til­kynnir að hún ætli ekki að gefa kost á sér í fram­boð. 

2. maí 

 • Baldur Ágústs­son býður sig fram til for­seta. Hann fékk um 10 pró­sent atkvæða í kosn­ing­unum 2004 á móti Ólafi Ragn­ari. 

 • Eng­inn mark­tækur munur mælist á fylgi Ólafs Ragn­ars og Guðna Th. Jóhann­es­sonar sagn­fræð­ings sam­kvæmt könnun Frjálsrar versl­un­ar. Guðni mælist með rúm 51 pró­sent og Ólafur með tæp 49 pró­sent. 

 • Ellen Calmon til­kynnir að hún ætli ekki að gefa kost á sér. 


3. maí 

Greint er frá tengslum Dor­ritar Moussai­eff, eig­in­konu Ólafs Ragn­ars, við aflands­fé­lög. Fram kemur að Dor­rit sé skráð utan lög­heim­ilis í Bret­landi vegna skatta­hag­ræð­is. 

4. maí 

Berg­lind Ásgeirs­dóttir ákveður að bjóða sig ekki fram. 

5. maí

 • Guðni Th. til­kynnir form­lega fram­boð sitt til for­seta. 

 • Dor­rit sendir frá sér yfir­lýs­ingu þar sem hún seg­ist aldrei hafa rætt fjár­mál sín við eig­in­mann sinn. 

7. maí

Ólafur Ragnar seg­ist hafa mis­skilið spurn­ingu frétta­kon­unnar á CNN um aflands­fé­lög. 

8. maí 

9. maí 

 • Ólafur Ragnar dregur fram­boð sitt til baka. 

 • Guðni Th. mælist með yfir­burð­ar­fylgi í könnun MMR, tæp 60 pró­sent. Fylgi Ólafs Ragnar hrynur úr tæpu 53 pró­sentum niður í rúm 25 pró­sent.  


Skiptir Kjarninn þig máli?

Kjarninn reiðir sig á framlög lesenda. Með því að styrkja Kjarnann mánaðarlega tekur þú þátt í að halda úti öflugum fjölmiðli.

Við erum til staðar fyrir lesendur og fjöllum um það sem skiptir máli.

Ef Kjarninn skiptir þig máli þá máttu endilega vera með okkur í liði.

Já takk, ég vil styrkja Kjarnann!
Anna Dóra Antonsdóttir
Rammaáætlun sem sáttargjörð
Kjarninn 17. maí 2022
Tekjur ríkisins af kolefnisgjaldi aldrei verið jafn miklar og í fyrra
Ríkið hefur milljarðatekjur af losun gróðurhúsalofttegunda, bæði frá uppboðum á losunarheimildum og af kolefnisgjaldi. Féð er ekki eyrnamerkt loftslagsaðgerðum en fjármálaráðherra áætlar að framlög til loftslagsmála nemi yfir 15 milljörðum í ár.
Kjarninn 17. maí 2022
Helga Þórðardóttir varaþingmaður Flokks fólksins.
„Stjórnvöld hafa svikið leigjendur“
Leigjendur eru jaðarsettir og algerlega berskjaldaðir fyrir hentistefnu leigusala, segir varaþingmaður Flokks fólksins. Stjórnvöld verði að koma með beinar aðgerðir sem stöðva brjálsemi óhefts markaðar sem stjórnist af græðgi einstaklinga.
Kjarninn 17. maí 2022
Jón Gunnarsson er dómsmálaráðherra.
Ráðherra svarar engu um Samherjamálið þar sem það eigi ekki að lúta „pólitískum afskiptum“
Dómsmálaráðherra segir að embætti sem rannsaki sakamál fái ekki auknar fjárveitingar til að sinna rannsókn tiltekins sakamáls. Á ríkisstjórnarfundi í nóvember 2019 var hugað sérstaklega að fjármögnun rannsóknar héraðssaksóknara á Samherjamálinu.
Kjarninn 17. maí 2022
Sigríður Björk Guðjónsdóttir ríkislögreglustjóri mætti á opinn fund í allsherjar- og menntamálanefnd um fræðslu og menntun lögreglumanna um fjölmenningu og fordóma.
Segir að ekki hafi verið um kynþáttamiðaða löggæslu að ræða
Ríkislögreglustjóri segist harma það að ungur drengur skyldi hafa ítrekað orðið fyrir áreiti við leit lögreglunnar að strokufanga í síðasta mánuði. Þó sé í þessu tilviki ekki um kynþáttamiðaða löggæslu eða afskipti að ræða.
Kjarninn 17. maí 2022
Viðmiðunarverðið á bensínlítra yfir 300 krónur í fyrsta sinn
Hlutur olíufélaga í hverjum seldum bensínlítra er með lægsta móti um þessar mundir þrátt fyrir mjög hátt verð. Það bendir til þess að þau séu ekki að skila hækkunum á heimsmarkaðsverði nema að hluta út í verðlagið.
Kjarninn 17. maí 2022
Bjarni Benediktsson fjármálaráðherra lagði fram fjármálaáætlun fyrir árin 2023-2027 í mars.
Spyrja hvort framlögð fjármálaáætlun sé í samræmi við stjórnarsáttmála
ASÍ bendir á það í umsögn sinni við fjármálaáætlun að mjög takmarkað svigrúm sé til aukinna útgjalda næstu árin sem þó er fyrirséð að muni aukast mikið. Vilja efla tekjustofna ríkisins, meðal annars með komugjaldi og hækkun fjármagnstekjuskatts.
Kjarninn 17. maí 2022
Guðmundur Ingi Kristinsson þingflokksformaður Flokks fólksins.
„Á ekki að skila þessum ólöglega ránsfeng?“
Þingflokksformaður Flokks fólksins segir að álag gangi nærri heilsu fólks sem hefur lent í skerðingum á greiðslum. „Er einhver hissa að kvíði, þunglyndi, streita, svefnleysi sé að hrjá þennan hóp í boði ríkisstjórnarinnar?“ spurði hann á þingi í dag.
Kjarninn 16. maí 2022
Meira eftir höfundinnSunna Valgerðardóttir
Meira úr sama flokkiFréttaskýringar
None