Fimm hættu við og sex ákváðu að fara ekki

Fimm forsetaframbjóðendur drógu framboð sitt til baka eftir að Ólafur Ragnar Grímsson ákvað að gefa kost á sér til endurkjörs. Sex aðrir komu undan feldi á sama og ákváðu að gefa ekki kost á sér. Framboð Ólafs Ragnars stóð yfir í nákvæmlega þrjár vikur.

Ólafur Ragnar Grímsson tilkynnti fyrir þremur vikum síðan að hann hafði skipt um skoðun og ætli að gefa kost á sér til endurkjörs. Hann hefur nú hætt við að skipa um skoðun, en fjöldi frambjóðenda hefur dregið sig í hlé í millitíðinni í ljósi framboðsins.
Ólafur Ragnar Grímsson tilkynnti fyrir þremur vikum síðan að hann hafði skipt um skoðun og ætli að gefa kost á sér til endurkjörs. Hann hefur nú hætt við að skipa um skoðun, en fjöldi frambjóðenda hefur dregið sig í hlé í millitíðinni í ljósi framboðsins.
Auglýsing

Á því þriggja vikna tíma­bili sem fram­boð Ólafs Ragn­ars Gríms­sonar varði drógu fimm ein­stak­lingar fram­boð sitt til baka og sex til­kynntu að þeir ætl­uðu ekki að gefa kost á sér eftir tölu­verða yfir­legu. Ástæð­an: Ákvörðun sitj­andi for­seta að gefa kost á sér til end­ur­kjörs. Á sama tíma komu fram fjórir nýir fram­bjóð­end­ur. Atburð­ar­rás síð­ustu vikna hefur verið lyg­inni lík­ust. 

18. apríl

 • Ólafur Ragnar Gríms­son boðar til blaða­manna­fundar á Bessa­stöðum þar sem hann til­kynnir ákvörðun sína um að gefa kost á sér til end­ur­kjörs í emb­ætti for­seta Íslands. Hann hafði til­kynnt í nýársávarpi sínu 1. jan­úar 2016 að hann ætl­aði að hætta.
 
 • Guð­mundur Frank­lín Jóns­son dregur fram­boð sitt til baka og lýsir yfir stuðn­ingi við fram­boð Ólafs Ragn­ar­s.

 • Vig­fús Bjarni Alberts­son dregur fram­boð sitt til baka og gagn­rýnir fram­boð Ólafs. 

 • Linda Pét­urs­dóttir til­kynnir að hún ætli ekki að gefa kost á sér. 

 • Bene­dikt Krist­ján Mewes býður sig fram til for­seta. 

 • Sig­urður Ingi Jóhanns­son for­sæt­is­ráð­herra seg­ist ánægður með fram­boð Ólafs Ragn­ars. Það sama sagði þing­flokks­for­maður Fram­sókn­ar­flokks, Ásmundur Einar Daða­son. 


Auglýsing

20. apr­íl 

Heimir Örn Hólmars­son dregur fram­boð sitt til baka í ljósi fram­boðs sitj­andi for­seta. 


22. apríl

Ólafur Ragnar full­yrðir í við­tali við CNN að ekker eigi eftir að koma í ljós um aflands­fé­lög tengdum honum eða fjöl­skyldu hans: „No, no, no, no, no. That’s not going to be the case,” svar­aði for­set­inn þegar hann var spurð­ur.  


24. apríl

Bær­ing Ólafs­son dregur fram­boð sitt til baka í ljósi fram­boðs Ólafs Ragn­ars og gagn­rýnir for­seta. 

25. apr­íl 

Eiríkur Björn Björg­vins­son ákveður að gefa ekki kost á sér og gagn­rýnir fram­boð Ólafs Ragn­ar­s. 

27. apríl

 • Hrannar Pét­urs­son dregur fram­boð sitt til baka í ljósi fram­boðs Ólafs Ragn­ars. 

 • Ólafur Ragnar mælist með lang­mesta fylgið í skoð­ana­könnun MMR, eða um 53 pró­sent. Andri Snær Magna­son mælist með tæp 30 pró­sent. 


29. apr­íl 

Þor­gerður Katrín Gunn­ars­dóttir til­kynnir að hún ætli ekki að gefa kost á sér í fram­boð. 

1. maí 

Guð­rún Nor­dal til­kynnir að hún ætli ekki að gefa kost á sér í fram­boð. 

2. maí 

 • Baldur Ágústs­son býður sig fram til for­seta. Hann fékk um 10 pró­sent atkvæða í kosn­ing­unum 2004 á móti Ólafi Ragn­ari. 

 • Eng­inn mark­tækur munur mælist á fylgi Ólafs Ragn­ars og Guðna Th. Jóhann­es­sonar sagn­fræð­ings sam­kvæmt könnun Frjálsrar versl­un­ar. Guðni mælist með rúm 51 pró­sent og Ólafur með tæp 49 pró­sent. 

 • Ellen Calmon til­kynnir að hún ætli ekki að gefa kost á sér. 


3. maí 

Greint er frá tengslum Dor­ritar Moussai­eff, eig­in­konu Ólafs Ragn­ars, við aflands­fé­lög. Fram kemur að Dor­rit sé skráð utan lög­heim­ilis í Bret­landi vegna skatta­hag­ræð­is. 

4. maí 

Berg­lind Ásgeirs­dóttir ákveður að bjóða sig ekki fram. 

5. maí

 • Guðni Th. til­kynnir form­lega fram­boð sitt til for­seta. 

 • Dor­rit sendir frá sér yfir­lýs­ingu þar sem hún seg­ist aldrei hafa rætt fjár­mál sín við eig­in­mann sinn. 

7. maí

Ólafur Ragnar seg­ist hafa mis­skilið spurn­ingu frétta­kon­unnar á CNN um aflands­fé­lög. 

8. maí 

9. maí 

 • Ólafur Ragnar dregur fram­boð sitt til baka. 

 • Guðni Th. mælist með yfir­burð­ar­fylgi í könnun MMR, tæp 60 pró­sent. Fylgi Ólafs Ragnar hrynur úr tæpu 53 pró­sentum niður í rúm 25 pró­sent.  


Ert þú í Kjarnasamfélaginu?

Kjarninn er opinn vefur en líflínan okkar eru frjáls framlög frá lesendum, Kjarnasamfélagið. Sú stoð undir reksturinn er okkur afar mikilvæg.

Með því að skrá þig í Kjarnasamfélagið gerir þú okkur kleift að halda áfram að vinna í þágu almennings og birta vandaðar fréttaskýringar, djúpar greiningar á efnahagsmálum og annað fréttatengt gæðaefni. 

Kjarninn hefur verið til taks fyrir kröfuharða lesendur undanfarin sjö ár og við ætlum okkur að standa vaktina áfram. 

Fyrir þá sem nú þegar eru stoltir styrkjendur Kjarnans þá leyfum við okkur að benda á að hægt er að óska eftir að hækka mánaðarlega framlagið með því að senda póst á takk@kjarninn.is


Já takk, ég vil styrkja Kjarnann!
Leiðtogar ríkisstjórnar Íslands.
34 milljarðar króna í að viðhalda störfum en 27 milljarðar króna í að eyða þeim
Hlutabótaleiðin mun líkast til kosta 45 sinnum meira en upphaflega var lagt upp með. Hún hefur, að mati ríkisendurskoðunar, verið misnotuð á margan hátt til að ná út fé úr ríkissjóði. Nú býðst sömu fyrirtækjum sem hana nýttu ríkisstyrkir til að reka fólk.
Kjarninn 30. maí 2020
Stækkuð og lituð mynd af frumu (bleikur litur) sem er verulega sýkt af SARS-CoV-2 veirunni (grænn litur).
„Eins og líkaminn væri vígvöllur“
Það er varla annað hægt en að bera óttablandna virðingu fyrir lífveru sem hefur eignast tugmilljónir afkomenda um allan heim á nokkrum mánuðum, segir mannerfðafræðingurinn Agnar Helgason sem sjálfur smitaðist og hefur teiknað upp ættartré veirunnar.
Kjarninn 29. maí 2020
Yfir 4.000 manns hafa látist í Svíþjóð vegna COVID-19. Flest hafa smitin verið í höfuðborginni Stokkhólmi.
Skilja Svíþjóð út undan
Landamæri Danmerkur og Noregs að Svíþjóð verða ekki opnuð um miðjan júní. Þau verða hins vegar opnuð gagnvart Íslandi. Utanríkisráðherra Svíþjóðar segir ákvörðunina pólitíska – ekki vísindalega.
Kjarninn 29. maí 2020
Kolbeinn Óttarsson Proppé var framsögumaður frumvarpsins í stjórnskipunar- og eftirlitsnefnd.
Upplýsingalögum verður ekki breytt í takt við vilja Samtaka atvinnulífsins
Umfjöllun um frumvarp forsætisráðherra um breytingar á upplýsingalögum, þar sem átti að gera það skylt að leita upplýsinga hjá þriðja aðila, hefur verið hætt af stjórnskipunar- og eftirlitsnefnd. Það mun því að óbreyttu ekki verða að lögum.
Kjarninn 29. maí 2020
Starfsfólk Icelandair taki á sig 10 prósent launaskerðingu
Icelandair hefur óskað eftir því að starfsfólk fyrirtækisins taki á sig 10 prósent launaskerðingu eða 10 prósent skert starfshlutfall í júní og júlí. Laun forstjóra og stjórnar munu skerðast sem og laun framkvæmdastjóra.
Kjarninn 29. maí 2020
Pottersen
Pottersen
Pottersen – 36. þáttur: Á flótta og í felum
Kjarninn 29. maí 2020
Um 500 skólar í Suður-Kóreu hafa frestað því að hefja starfsemi á ný vegna fjölgun smita undanfarna daga.
Suður-Kórea stígur skref til baka
Fjölgun nýrra smita í Suður-Kóreu síðustu daga þykir sýna þá hættu sem getur skapast þegar takmörkunum á samkomum fólks er aflétt. Yfirvöld hafa aftur gripið til aðgerða til að hefta útbreiðslu veirunnar.
Kjarninn 29. maí 2020
Védís Hervör Árnadóttir, Ásdís Kristjánsdóttir og Anna Hrefna Ingimundardóttir.
Ásdís Kristjánsdóttir ráðin aðstoðarframkvæmdastjóri SA
Þrjár konur hafa tekið við nýjum stöðum innan Samtaka atvinnulífsins.
Kjarninn 29. maí 2020
Meira eftir höfundinnSunna Valgerðardóttir
Meira úr sama flokkiFréttaskýringar
None