Fimm hættu við og sex ákváðu að fara ekki

Fimm forsetaframbjóðendur drógu framboð sitt til baka eftir að Ólafur Ragnar Grímsson ákvað að gefa kost á sér til endurkjörs. Sex aðrir komu undan feldi á sama og ákváðu að gefa ekki kost á sér. Framboð Ólafs Ragnars stóð yfir í nákvæmlega þrjár vikur.

Ólafur Ragnar Grímsson tilkynnti fyrir þremur vikum síðan að hann hafði skipt um skoðun og ætli að gefa kost á sér til endurkjörs. Hann hefur nú hætt við að skipa um skoðun, en fjöldi frambjóðenda hefur dregið sig í hlé í millitíðinni í ljósi framboðsins.
Ólafur Ragnar Grímsson tilkynnti fyrir þremur vikum síðan að hann hafði skipt um skoðun og ætli að gefa kost á sér til endurkjörs. Hann hefur nú hætt við að skipa um skoðun, en fjöldi frambjóðenda hefur dregið sig í hlé í millitíðinni í ljósi framboðsins.
Auglýsing

Á því þriggja vikna tíma­bili sem fram­boð Ólafs Ragn­ars Gríms­sonar varði drógu fimm ein­stak­lingar fram­boð sitt til baka og sex til­kynntu að þeir ætl­uðu ekki að gefa kost á sér eftir tölu­verða yfir­legu. Ástæð­an: Ákvörðun sitj­andi for­seta að gefa kost á sér til end­ur­kjörs. Á sama tíma komu fram fjórir nýir fram­bjóð­end­ur. Atburð­ar­rás síð­ustu vikna hefur verið lyg­inni lík­ust. 

18. apríl

 • Ólafur Ragnar Gríms­son boðar til blaða­manna­fundar á Bessa­stöðum þar sem hann til­kynnir ákvörðun sína um að gefa kost á sér til end­ur­kjörs í emb­ætti for­seta Íslands. Hann hafði til­kynnt í nýársávarpi sínu 1. jan­úar 2016 að hann ætl­aði að hætta.
 
 • Guð­mundur Frank­lín Jóns­son dregur fram­boð sitt til baka og lýsir yfir stuðn­ingi við fram­boð Ólafs Ragn­ar­s.

 • Vig­fús Bjarni Alberts­son dregur fram­boð sitt til baka og gagn­rýnir fram­boð Ólafs. 

 • Linda Pét­urs­dóttir til­kynnir að hún ætli ekki að gefa kost á sér. 

 • Bene­dikt Krist­ján Mewes býður sig fram til for­seta. 

 • Sig­urður Ingi Jóhanns­son for­sæt­is­ráð­herra seg­ist ánægður með fram­boð Ólafs Ragn­ars. Það sama sagði þing­flokks­for­maður Fram­sókn­ar­flokks, Ásmundur Einar Daða­son. 


Auglýsing

20. apr­íl 

Heimir Örn Hólmars­son dregur fram­boð sitt til baka í ljósi fram­boðs sitj­andi for­seta. 


22. apríl

Ólafur Ragnar full­yrðir í við­tali við CNN að ekker eigi eftir að koma í ljós um aflands­fé­lög tengdum honum eða fjöl­skyldu hans: „No, no, no, no, no. That’s not going to be the case,” svar­aði for­set­inn þegar hann var spurð­ur.  


24. apríl

Bær­ing Ólafs­son dregur fram­boð sitt til baka í ljósi fram­boðs Ólafs Ragn­ars og gagn­rýnir for­seta. 

25. apr­íl 

Eiríkur Björn Björg­vins­son ákveður að gefa ekki kost á sér og gagn­rýnir fram­boð Ólafs Ragn­ar­s. 

27. apríl

 • Hrannar Pét­urs­son dregur fram­boð sitt til baka í ljósi fram­boðs Ólafs Ragn­ars. 

 • Ólafur Ragnar mælist með lang­mesta fylgið í skoð­ana­könnun MMR, eða um 53 pró­sent. Andri Snær Magna­son mælist með tæp 30 pró­sent. 


29. apr­íl 

Þor­gerður Katrín Gunn­ars­dóttir til­kynnir að hún ætli ekki að gefa kost á sér í fram­boð. 

1. maí 

Guð­rún Nor­dal til­kynnir að hún ætli ekki að gefa kost á sér í fram­boð. 

2. maí 

 • Baldur Ágústs­son býður sig fram til for­seta. Hann fékk um 10 pró­sent atkvæða í kosn­ing­unum 2004 á móti Ólafi Ragn­ari. 

 • Eng­inn mark­tækur munur mælist á fylgi Ólafs Ragn­ars og Guðna Th. Jóhann­es­sonar sagn­fræð­ings sam­kvæmt könnun Frjálsrar versl­un­ar. Guðni mælist með rúm 51 pró­sent og Ólafur með tæp 49 pró­sent. 

 • Ellen Calmon til­kynnir að hún ætli ekki að gefa kost á sér. 


3. maí 

Greint er frá tengslum Dor­ritar Moussai­eff, eig­in­konu Ólafs Ragn­ars, við aflands­fé­lög. Fram kemur að Dor­rit sé skráð utan lög­heim­ilis í Bret­landi vegna skatta­hag­ræð­is. 

4. maí 

Berg­lind Ásgeirs­dóttir ákveður að bjóða sig ekki fram. 

5. maí

 • Guðni Th. til­kynnir form­lega fram­boð sitt til for­seta. 

 • Dor­rit sendir frá sér yfir­lýs­ingu þar sem hún seg­ist aldrei hafa rætt fjár­mál sín við eig­in­mann sinn. 

7. maí

Ólafur Ragnar seg­ist hafa mis­skilið spurn­ingu frétta­kon­unnar á CNN um aflands­fé­lög. 

8. maí 

9. maí 

 • Ólafur Ragnar dregur fram­boð sitt til baka. 

 • Guðni Th. mælist með yfir­burð­ar­fylgi í könnun MMR, tæp 60 pró­sent. Fylgi Ólafs Ragnar hrynur úr tæpu 53 pró­sentum niður í rúm 25 pró­sent.  


Kanntu vel við Kjarnann?

Frjáls framlög lesenda eru mikilvægur þáttur í rekstri Kjarnans. Þau gera okkur kleift að halda áfram að taka þátt í umræðunni á vitrænan hátt og greina kjarnann frá hisminu fyrir lesendur. 

Kjarninn er fjölmiðill sem leggur sig fram við að upplýsa og skýra út það sem á sér stað í samfélaginu með áherslu á gæði og dýpt. 

Okkar tryggð er aðeins við lesendur. Við erum skuldbundin ykkur og værum þakklát ef þið vilduð vera með í að gera Kjarnann enn sterkari. 

Ef þú kannt vel við það efni sem þú lest á Kjarnanum viljum við hvetja þig til að styrkja okkur. Þinn styrkur er okkar styrkur.

Já takk, ég vil styrkja Kjarnann!
Rósa Björk Brynólfsdóttir
Er rétt að dæma fólk í fangelsi fyrir pólitískar skoðanir ?
Kjarninn 20. október 2019
Dagatalið mitt
Ásta Júlía Hreinsdóttir safnar fyrir útgáfukostnaði fyrir Dagatalið mitt, sem er fjölnota afmælisdagatal með texta og myndum eftir hana.
Kjarninn 20. október 2019
Árni Már Jensson
Að skilja okkur sjálf: Annar hluti
Kjarninn 20. október 2019
Paul Copley, forstjóri Kaupþings ehf.
6.400 kröfuhafar höfðu ekki sótt peningana sína
Nokkur þúsund kröfuhafa í bú Kaupþings hafa ekki sótt þá fjármuni sem þeir eiga að fá greitt í samræmi við nauðasamninga félagsins. Þeir fjármunir sem geymdir eru á vörslureikningi eru um 8,5 milljarða króna virði á gengi dagsins í dag.
Kjarninn 20. október 2019
Hvar endar tap Arion banka á United Silicon?
Arion banki á kísilmálsverksmiðju Í Helguvík sem hefur ekki verið í starfsemi í þrjú ár. Bankinn hefur fjárfest í úrbótum en óljóst er hvort að þær dugi til að koma verksmiðjunni aftur í gang. Í vikunni var bókfært virði hennar fært niður um 1,5 milljarð.
Kjarninn 20. október 2019
Örn Bárður Jónsson
Afmæliskveðja til Alþingis
Kjarninn 20. október 2019
Leikskólakennurum fækkað um 360 frá árinu 2013
Börnum af erlendum uppruna hefur fjölgað mikið á skömmum tíma. Meira en helmingur þeirra sem starfar við uppeldi og menntun er ófaglærður.
Kjarninn 20. október 2019
Jean Claude Juncker er forseti framkvæmdastjórnar Evrópusambandsins.
Atvinnuleysi innan ESB ekki mælst minna frá því að mælingar hófust
Atvinnuleysi hjá ríkjum Evrópusambandsins hefur dregist verulega saman á undanförnum árum, en er samt umtalsvert meira en í Bandaríkjunum og á Íslandi.
Kjarninn 19. október 2019
Meira eftir höfundinnSunna Valgerðardóttir
Meira úr sama flokkiFréttaskýringar
None