Trump einu skrefi frá Hvíta húsinu

Það er raunveruleg ástæða að hafa áhyggjur af því að Trump gæti orðið forseti þó flest bendi til þess að Hillary Clinton muni hafa sigur úr bítum í nóvember.

Donald Trump
Auglýsing

Það ríkir vægast sagt algjör upplausn í bandarískum stjórnmálum þessa dagana eftir að Donald Trump náði að tryggja sér útnefningu Repúblikanaflokksins í vikunni. Valdamesti maður Repúblikanaflokksins og leiðtogi flokksins í þinginu treystir sér ekki til að styðja forsetaframbjóðanda flokksins. 

Á hinum væng stjórnmálanna hefur Hillary Clinton tryggt sér útnefninguna ef litið er til þess að Sanders þyrfti að vinna nær 100% af þeim atkvæðum sem eftir eru í pottinum til að sigra og engar líkur eru á að svo verði. Sanders er þó hvergi nærri hættur og segir að þegar, og ef, hann tapi þá krefjist hann þess að fá að hafa mikil áhrif á stefnumótun flokksins á flokksþingi sem haldið verður í júlí. Sanders er auk þess ekki tilbúinn enn að lofa stuðningi við Clinton.

En hjá báðum flokkum hefur flest allt snúist um andstöðuna við Trump og í umræðunni í fjölmiðlum má greina að það er að verða mönnum ljóst að sigri Clinton ekki, verði Trump forseti með fingurinn á kjarnorkusprengju ef honum sýnist svo - og er til alls vís.

Auglýsing

Viðbrögð við sigri Trump meðal repúblikana

Í vikunni sem leið, þegar úrslit úr stórum ríkjum eins og Pennsilvaníu, Maryland, Connecticut og Indiana urðu ljós, stigu þeir Ted Cruz og John Kasich til hliðar, þó ekki án þess að eftir því var tekið. Eftir að Cruz hafði haldið hjartnæma ræðu eftir niðurstöður þriðjudagskvöldsins lágu fyrir náði hann óvart að gefa eiginkonu sinni olnbogaskot í andlitið í tvígang þegar hann faðmaði mann á sviðinu. Atvikið fékk ómælda athygli og mun án efa vera það sem fólk man úr ræðunni.Bæði Cruz og Kasich hafa lýst því yfir að þeir hafi ekki áhuga á því að verða varaforsetaefni Donald Trumps. Sama hafa margir aðrir lykilmenn og -konur innan flokksins gert síðustu daga og því leitar Trump nú ljósum logum að einhverjum sem getur mýkt ímynd hans. Jafnvel að einhverjum sem hefur reynslu og gæti aðstoðað hann við að stjórna landinu, eins og hann sjálfur orðaði það.

Síðustu fjórir forsetaframbjóðendur flokksins (þar af tveir fyrrverandi forsetar, þeir George Bush, George W. Bush, auk Mitt Romney og John McCain) hafa sagt að þeir muni hvorki mæta á flokksþingið né lýsa yfir stuðningi við Trump. Þetta er í fyrsta sinni í sögunni sem fyrrverandi forsetaframbjóðendur hafa tekið svo harkalega afstöðu gegn arftaka sínum.

En fjórmenningarnir eru ekki þeir einu sem ekki eru sáttir við stöðu mála en valdamesti einstaklingurinn í flokknum er leiðtogi flokksins í þinginu, Paul Ryan. Hann fór í langt viðtal á CNN þar sem hann lýsti því yfir að hann treysti sé ekki til að lýsa yfir stuðningi við Trump, í bili að minnsta kosti. Í viðtalinu fór hann vel yfir þá þætti sem að hans mati flestum kjósendum flokksins þætti Trump þyrfti að breyta svo hægt væri að sameina flokkinn undir forystu Trump.

Paul Ryan er einn valdamesti maðurinn innan Repúblíkanaflokksins. MYND:EPAViðtalið við Ryan vakti ómælda athygli enda nær undantekningalaus hefð fyrir því að flokkurinn fylki sér að baki þeim sem vinnur sér útnefningu flokksins. Ryan reyndi að útskýra að hann vonaðist til þess að hans armur flokksins, sem er sá íhaldsami, geti náð sáttum við Trump. Til þess að svo gæti orðið þyrfti Trump að vera tilbúinn að draga í land í ýmsum málum.  Án þess að vera tilbúinn að nefna nákvæmlega hver þau mál væru, er ljóst að Trump greinir á við margt lykilfólk í flokknum í málum eins og hvort banna eigi múslimum að ferðast til Bandaríkjanna, hvort senda eigi úr landi ellefu milljónir ólöglegra innflytjenda og hvort byggja eigi múr við landamæri Bandaríkjanna og Mexíkó, svo fátt eitt sé nefnt.

En Ryan sagði að það væri þó ákveðinn lærdómur fólginn í sigri Trump og hann væri sá að stjórnmálamenn hefði misst samband við kjósendur og þyrftu að hlusta betur á hvað kjósendur vildu. Hann útilokaði að reynt yrði að koma í veg fyrir að flokksþingið myndi samþykkja útnefningu Trump því hann hefði svo sannarlega unnið og það yrði að virða. En Ryan er formaður landsfundar flokksins og ber sem slíkur ábyrgð á framgangi fundarins. Hann lagði áherslu á að Trump yrði að láta af tuddaskap sínum (e. Bullying)  og nú yrði að einbeita sér að því að koma reiði kjósenda í uppbyggilegan farveg, flokknum til heilla. Þá bað hann flokksfólkið sitt sérstakleg um að ekki láta sér detta í hug að kjósa Hillary Clinton.

Áhyggjur Ryan af stöðu mála eru ekki einvörðungu vegna þess að kannanir benda til þess að Clinton muni að öllum líkindum sigra Trump, heldur líka vegna þess að kosið er til bæði öldungadeildarþingsins og fulltrúaþingsins samtímis og til forseta. Reynslan sýnir að mun fleiri kjósa í forsetakosningum en þau ár sem bara er kosið til þings. Algengt er að þau ár sem forsetaframbjóðandi demókrata sigrar, þá fylgir sigur í þingdeildunum tveimur með. Í dag eru repúblikanar með meirihluta í báðum þingdeildum og óvinsældir Trumps gætu hæglega orðið til þess að repúblikanar tapi meirihlutunum.

Mótlætið

Áhugavert er að fylgjast með því hvernig Trump reyndir að spyrna sig saman við Bernie Sanders nú þegar hann er engin ógn við hann. Þó mikil munur sé á flestum skoðunum Sanders og Trump eiga þeir það sammerkt að vera í augum margra kjósenda svar við vonlausum stjórnmálamönnum í Washington. Trump hefur ítrekað talað vel um Sanders, meðal annars í tístum síðustu daga, en ólíklegt er að honum sé mikill greiði gerður með þvíþ Mögulega getur hann þó með þessu náð til kjósenda Sanders sem gætu hugsað sér að snúa sér frekar að Trump en Clinton í kjörklefanum í nóvember.


Hæfileikar Trumps til að skapa sér óvild eru engin takmörk sett. Fyrr í vetur sendi hin magnaða Adele frá sér tilkynningu þar sem Trump var bannað að nota lög hennar á kappræðufundum. Nú í vikunni bættist Rolling Stones á þann lista sem vill ekki að Trump noti tónlist sína.


Ógn sem stafar af Trump

Í vikunni var rifjað upp þegar Donald Trump tilkynnti framboð sitt með því að renna sér niður rúllustiga í Trump byggingunni og tilkynna svo um framboð sitt. Fæstir höfðu nokkra trú á því að hann ætti möguleika á að sigra þá 17 frambjóðendur sem tóku þátt í forvali repúblikana. En niðurstaðan var þó sú að nú stendur hann uppi með pálmann í höndunum sem færustu fréttaskýrendum landsins tókst ekki að sjá fyrir. Allt sem menn hafa talið að væri öruggt að virkaði fyrir frambjóðendur og allt það sem gæti eyðilagt kosningabaráttu hefur verið snúið á haus með framboði Trump. Stór hluti landsmanna keppist við að lýsa óhug sínum á samfélagsmiðlum yfir þeirri staðreynd að nú sé maður með jafn öfgafullar skoðanir og Trump orðinn forsetaframbjóðandi

Greinahöfundur New York Times, Eric Brook lýsti ástandinu í samfélaginu ágætlega í grein fyrr í vikunni, en þar bendir hann á að sagan muni dæma fólk eftir því hvort það stóð með eða á móti Trump og sagði að um væri að ræða annað ,,McCarthy moment”. Joseph McCarthy var öldungadeildaþingmaður frá Wisconsin sem stýrði ofsóknum gegn fólki sem starfaði fyrir stjórnvöld og var grunað um að vera kommúnistar og sitthvað fleira sem þótti grunsamlegt í því ofsóknarbrjálæði sem greip um sig í kringum kaldastríðið. Í greininni bendir hann á að 75% kjósenda Trumps þykir lífsbarátta fólks hafi versnað síðustu hálfa öldina, að tölur sýna að sjálfsmorðstíðni er í sögulegu hámarki. Fáir trú lengur á ameríska drauminn og traust á kerfinu er í algjöru lágmarki hjá ungu fólki. Staðreyndin sé sú að velgengni Trumps er vegna þess að fólk er reitt og upplifir að það eigi ekki málsvara í stjórnmálamönnum. Hins vegar sé Trump alls ekki rétta svarið við þessari upplausn, og verkefnið sé að finna út úr því hvað annað getur svarað þessu kalli, svo ekki illa fari.

Kannanir sýna að 5-10 prósentustigsmun á Clinton og Trump, Clinton í vil. Bernie Sanders hefur mælst mun sterkari gegn Trump en þó hann ætli sér að klára forvalið sem enn eru nokkrar vikur eftir af, þá er útilokað fyrir hann að fá útnefninguna, nema Clinton hreinlega hætti. Vangaveltur um möguleika hans á að snúa nægilega mörgum ofurkjörmönnum fyrir landsfund flokksins í júlí eru óraunhæfar. Það er því alveg ljóst að Hillary Clinton og Donald Trump munu vera forsetaframbjóðendur flokkanna tveggja. Flestar kannanir benda til þess að Clinton muni sigra kosningarnar með töluverðum mun, því ekki er um hefðbundna hlutfallskosningu að ræða heldur snýst kosningakerfið um að sigra ríki. Í flestum ríkjum fær sá sem sigrar ríkið öll atkvæðin (winner takes it all).  

Í ár bendir allt til þess að Nevada, Colorado, Iowa, Wisconsin, Pennsilvanía, Virginía, Norður Karólína, Flórída og New Hampshire verði þau ríki sem óvíst er hvort muni kjósa Clinton eða Trump. Það er því vert að fylgjast með þessum ríkjum næstu mánuðina.

Hvað nú?

Næstu vikur og mánuði mætti búast við því að Trump reyni að tempra skap sitt og dragi í land með öfgafyllstu yfirlýsingar sínar til þess að sýnast forsetalegri. Hann þarf að breikka þann hóps sem hann nær til ætli hann að eiga möguleika að sigra, og ekki verður nóg að taka mynd af sér borða tacos eins og hann reyndi í vikunni á Cico de mayo og segjast elska þá sem eru af rómönsk amerískum uppruna.


Það er heldur ekki nóg að fá útnefningu flokksins, því nú þarf Trump að fara að safna fé fyrir baráttuna, og ekki dugar lengur að reiða sig á sína eigin fjármuni, því upphæðirnar sem þarf til að keyra forsetaframboðskosningabaráttu eru engir smáaurar. Það er því ljóst að Trump þarf að fara að hringja í fjársterka aðila, suma sem hann hefur gagnrýnt harkalega fyrir hitt og þetta í gegnum tíðina. Líklegt er að nú þurfi hann líka að þola meiri hörku frá blaðamönnum en Trump hefur margoft verið staðinn af því að segja ósatt í fjölmiðlum. Nýverið var bent á að hann hafi sagst hafa verið á móti innrásinni í Írak frá upphafi en til eru viðtöl við hann frá þeim tíma sem ákveðið var að ráðst inn og þar styður hann það eindregið. Slíkt hefði í venjulegum kosningum orðið til þess að frambjóðandi þyrfti að draga sig í hlé, en svo virðist sem ekki séu gerðar eru sömu kröfur til Trump og annarra.

En stóra verkefni hjá bæði Trump og Clinton er val þeirra á varaforsetaefnum, með því reyna frambjóðendur oft að velja einhvern sem getur breikkað hópinn sem þau ná til.  Mörg nöfn hafa verið rædd en í tilfelli Trumps eins og fyrr segir, og virðist leitin verða erfiðari en venja er þar sem margir líklegir kandidatar hafa þverneitað að hafa áhuga og sá listi lengist með hverjum deginum. Svör talsmanna þeirra sem leitað hefur verið til hafa verið á þessa leið: 

,,Aldrei, ekki séns,” sagði talsmaður John Kasich, 

,,Hahahahahahahaha,” sagði talskona Jeb Bush, 

,,Eins og að kaupa miða um borð á Titanic,” var svar öldungadeildarþingmansins Lindsey Graham. 

Rick Perry, fyrrum ríkisstjóri Texas og fyrrum forsetaframbjóðandi, er einn fárra sem hefur lýst áhuga sínum á að vera varaforsetaefni Trumps.  Margt óvenjulegt hefur komið fram í umræðunni eftir að Trump nældi sér í útnefninguna og eitt af því er mikil umræða um hvort hægt verði að deila með Trump trúnaðargögnum um hernaðarmá,l en hefð er að þeir sem fá útnefningu flokkanna fái innsýn inn í þann veruleika sem annað þeirra er að fara að búa í eftir kosningarnar. Nú stígur fram hver fyrrverandi leyniþjónustuyfirmaðurinn fram og varar við því að Trump fái slíkar upplýsingar af ótta við að hann leki þeim til að bæta stöðu sína. Forsetinn er sá sem tekur endanlega ákvörðun um hversu miklar upplýsingar frambjóðendur fá.

Á hinum enda stjórnmálanna er meiri ró þó enn sé staðan þannig að Sanders hefur ákveðið að keyra sína kosningabaráttu þar til búið er að kjósa í öllum ríkjum. Hann hefur haft uppi miklar kröfur um að fá að hafa áhrif á niðurstöður ályktanna sem landsfundur demókrata skilar af sér sem fara svo inn í stefnuskránna sem Clinton fer með út í sjálfar kosningarnar. Í raun er ekki mjög óvenjulegt að sá aðili sem tapar fari fram á að hafa áhrif á stefnumál flokksins, það sama gerðist árið 2008 þegar Clinton tapaði. Hún hafði töluverð áhrif á ályktanir flokksins sérstaklega varðandi málefni sem snertu konur. Hins vegar hefur Sanders gert lítið sem ekkert í því að safnað fé fyrir þingmenn né flokkinn og hann hefur ekki gefið það til kynna að hann muni standa að baki Clinton að loknu forvalinu, en hefð er fyrir því að sá sem tapi láti svo flokkshagsmuni á þennan hátt ganga fyrir og sjái til þess að kjósendur sínir skili sér til þess sem vann. Talið er þó  að þessi kergja muni batna með tímanum og Sanders bakki Clinton upp að lokum.

Clinton og Trump

Síðustu daga hefur Trump ráðist með harkalegum hætti að Hillary Clinton og lét meðal annars hafa eftir sér í vikunni að ef hún ekki væri kona þá væri hún kannski með 5% atkvæða. Að hún spilaði kvennakortinu (e. Woman Card) ítrekað til að fá atkvæði. Ummælin fóru vægast sagt mjög illa í konur sem styðja Hillary Clinton í miklum mæli, og brást kosningabaráttan hennar skjótt við og lét framleiða konukortið í snatri. Kortið hefur selst eins og heitar lummur og hefur hún safnað tveimur og hálfri milljón dollarar á sölu kortsins.

Hún hefur nýtt sér kvennfyrirlitningu hans óspart og getur með því dregið mjög skýra línu sem sýnir hvers ólík þau eru.  Þá hefur hún líka safnað saman ummælum annarra repúblikana um Trump og hefur það myndskeið farið víða síðustu daga.

Búist er við því að kappræður á milli frambjóðendanna og kosningabaráttan verði blóðugri en venja er, og þó er ekki venja að sýna nein vettlingatök. Það er raunveruleg ástæða að hafa áhyggjur af því að Trump gæti orðið forseti þó flest bendi til þess að Hillary Clinton  muni hafa sigur úr bítum í nóvember. Eins og einhver orðaði það, þá eru Bandaríkjamenn bara einum Clinton-skandal frá því að Trump verði forseti Bandaríkjanna.

Styrkir þú Kjarnann?

Kjarninn reiðir sig á framlög lesenda. Með því að styrkja Kjarnann mánaðarlega tekur þú þátt í að halda úti öflugum fjölmiðli.

Kjarninn hefur verið til taks fyrir kröfuharða lesendur í sjö ár og býður almenningi upp á vandaða umfjöllun þar sem áhersla er á gæði og dýpt.  

Ef þú ert nú þegar styrkjandi leyfum við okkur að benda á að hægt er að óska eftir að hækka styrkinn með því að senda póst á takk@kjarninn.is


Já takk, ég vil styrkja Kjarnann!
Davíð Helgason, einn stofnenda og fyrrum forstjóri Unity.
Segir Ísland geta orðið „einhvers konar tilraunasetur fyrir framtíðina“
Frumkvöðullinn og milljarðamæringurinn Davíð Helgason flytur til Íslands í sumar og ætlar að fjárfesta í fyrirtækjunum sem vinna gegn loftslagsvandanum. Að hans mati er margt sem gerir landið að góðum fjárfestingarkosti.
Kjarninn 18. maí 2021
Palestínumennirnir fimm fyrir utan húsnæði Útlendingastofnunar í Hafnarfirði í dag.
„Við viljum frekar deyja á götunni á Íslandi en að fara aftur til Grikklands“
„Íslensk yfirvöld hlusta ekkert á okkur. Þó að þau viti hvernig ástandið er í okkar heimalandi og þær áhyggjur sem við höfum. Ég meina, húsin sem við bjuggum í hafa sum verið jöfnuð við jörðu.“ Þetta segir Palestínumaður sem er lentur á götunni á Íslandi.
Kjarninn 18. maí 2021
Fasteignaverð hækkar meira með hverjum mánuðinum sem líður, þar sem eftirspurn er mikil og minna er um nýbyggingar.
Ekki meiri hækkun síðan árið 2017
Fasteignaverð á höfuðborgarsvæðinu hækkaði um 13,7 prósent í apríl á ársgrundvelli, miðað við vísitölu Þjóðskrár. Vísitalan hefur ekki hækkað jafnmikið milli ára síðan í desember 2017.
Kjarninn 18. maí 2021
Þröstur Ólafsson
Var þanþolið rofið?
Kjarninn 18. maí 2021
„Þegar mikil eftirspurn er eftir húsnæði getur fyrirvari um ástandsskoðun fasteignar talist kauptilboði til frádráttar,“ segir í greinargerð með þingsályktunartillögunni.
Ástandsskýrslur fylgi öllum seldum fasteignum
Nýsamþykkt þingsályktunartillaga felur ráðherra að móta frumvarp um ástandsskýrslur fasteigna. Slíkum skýrslum er ætlað að auka traust í fasteignaviðskiptum en ábyrgð vegna galla sem ekki koma fram í ástandsskýrslum mun falla á matsaðila.
Kjarninn 18. maí 2021
Allir hljóta að hafa skoðun á vegferð Ísraelsmanna að mati Hönnu Katrínar Friðriksson þingmanns Viðreisnar.
„Við Íslendingar höfum sterka rödd á alþjóðavettvangi“
Íslensk stjórnvöld þurfa að láta í sér heyra og hvetja aðra til að gera slíkt hið sama vegna átaka milli Ísraels og Palestínu að mati þingmanna Viðreisnar og Framsóknarflokks. Þó svo að íslenska þjóðin sé fámenn hafi hún sterka rödd og hana þurfi að nota.
Kjarninn 18. maí 2021
Samkvæmt ASÍ og BSRB er skuldasöfnun ríkisins ekki áhyggjuefni þegar vextir eru lágir
Gagnrýna „afkomubætandi ráðstafanir“ og vilja breyta fjármálareglum
Sérfræðingahópur á vegum ASÍ og BSRB varar stjórnvöld við að beita niðurskurði í yfirstandandi kreppu og segir að fjármálareglur hins opinbera þurfi að vera sveigjanlegri í nýrri skýrslu um efnahagsleg áhrif faraldursins.
Kjarninn 18. maí 2021
Græni miðinn er aftur kominn upp á gafl Hafnarborgar.
Listaverk sem fjarlægt var af bæjaryfirvöldum í Hafnarfirði komið upp á nýjan leik
Listaverk þeirra Libiu Castro og Ólafs Ólafssonar var fjarlægt af gafli Hafnarborgar fyrr í þessum mánuði að beiðni bæjaryfirvalda. Listaverkið er nú aftur komið upp en líklega hafa bæjaryfirvöld látið undan þrýstingi fagfélaga að mati listamannanna.
Kjarninn 18. maí 2021
Meira úr sama flokkiFréttaskýringar
None