Klúðrið mikla, Kossabrúin í Kaupmannahöfn

kossabrúin
Auglýsing

Stund­um er talað um að þetta eða hitt gangi á aft­ur­fót­unum og allt fari úrskeið­is. Þessi lýs­ing á sann­ar­lega við smíði nýju brú­ar­innar í Kaup­manna­höfn, yfir­ kanal­inn frá Nýhöfn­inni yfir á Krist­jáns­höfn. Þar hefur flest sem hugs­ast get­ur farið úrskeiðis en nú hillir undir að hún verði tekin í notk­un, meira en þrem­ur árum seinna en til stóð.

Fyr­ir­ ­tíu árum kom fyrst fram, að minnsta kosti opin­ber­lega, hug­myndin um að byggja brú frá Nýhöfn­inni yfir á Krist­jáns­höfn. Skömmu áður hafði Óperan (eins og ­húsið heit­ir) verið tekin í notk­un. Flestum þótti, og þyk­ir, húsið sóma sér vel á bakk­anum gegnt Amal­íu­borg, en hins­vegar nokkuð úr leið og ein­angrað frá­ mið­borg­inni. Brú úr Nýhöfn­inni, ásamt teng­brúm, var ætlað að bæta úr þessu. Þegar hug­myndin um fyr­ir­hug­aða brú barst skipa­kóng­inum Mærsk MC-K­inney Møller til eyrna brást hann illa við. Hann hafði gefið dönsku þjóð­inni Óper­una og við hönnun húss­ins hafð­i hann skipt sér af öllu, stóru og smáu. Fyr­ir­huguð brú myndi setj­a ­sterkan svip á nágrenni Óper­unnar og hreint ekki sama hvernig hún liti út, var ­mat skipa­kóngs­ins. Hann bauðst því til að leggja stórfé í smíði brú­ar­innar og einnig ann­arra minni brúa á Krist­jáns­höfn. Borgin þáði boð­ið. Form­leg ákvörð­un um að brú­ar­smíð­ina var tekin í árs­byrjun 2008. Hún skyldi vera göng­u-og hjól­reiða­brú, ekki ætluð bíl­um.

Þekktur arki­tekt teikn­aði brúna

Breski ­arki­tekt­inn Cez­ary Bedn­arski teikn­aði brúna. Bedn­ar­ski, sem er af pólskum ætt­um, hefur teiknað fjöl­margar þekktar bygg­ingar og mann­virki víða um heim. Hann hefur í við­tölum sagt að það sé mik­ill ábyrgð­ar­hluti að teikna mann­virki ­sem verði jafn áber­andi í umhverf­inu og þessi nýja brú í Kaup­manna­höfn. Hann og Ian Firth hjá bresku verk­fræði­stof­unni Flint & Neill unnu saman að hönn­un­inn­i.

Auglýsing

Brúin er 180 metra löng og 8 metra breið, frá upp­hafi lá fyrir að hún yrði opn­an­leg ­fyrir skip. Þeir Bedn­arski og Firth ákváðu að fara ekki hefð­bundna leið. Í stað þess að brúin yrði svo­nefnd vindu­brú þar sem hluti brú­ar­innar lyft­ist þeg­ar ­skip fara um, skyldi mið­hluti brú­ar­innar sem væri tví­skiptur (sam­tals 50 ­metr­ar) drag­ast inn undir brú­ar­sporð­ana. Þegar brúin lok­ast mæt­ast svo þess­ir t­veir fær­an­legu hlutar og brúin lok­ast. Kyss­ast segja Danir og þaðan kem­ur við­ur­nefn­ið Kossa­brú­in”. Arki­tekt­inn sagði í við­tali við Berl­ingske að sér­ hafi frá upp­hafi verið ljóst að verk­efnið væri mjög flók­ið. Það reynd­ust orð að ­sönnu.

Phil & Søn bauð lægsta verðið

Í árs­lok 2009 var til­kynnt að verk­taka­fyr­ir­tækið Phil & Søn hefð­i átt lang hag­stæð­asta til­boðið og gengið var til samn­inga. Gert var ráð fyrir að ­kostn­að­ur­inn næmi um það bil 200 millj­ónum króna (3,8 millj­örðum íslenskum) og brúin skyldi tekin í notkun í febr­úar 2013.

Tækni­deild ­Kaup­manna­hafn­ar­borgar skyldi hafa yfir­um­sjón með verk­inu og sam­vinnu við fjölda und­ir­verk­taka Phil & Søn. Þetta ­fyr­ir­komu­lag reynd­ist þegar til kom afar taf­samt og olli margs konar árekstr­um. P­hil & Søn varð að ber­a alla skap­aða hluti undir starfs­fólk tækni­deildar borg­ar­inn­ar, sem iðu­lega varð svo að leita til kjör­inna full­trúa áður en hægt væri að taka end­an­leg­ar á­kvarð­an­ir.

Fram­kvæmd­ir hófust í októ­ber 2011, byrjað var á und­ir­stöðum beggja vegna kanals­ins, allt ­leit vel út.

Stólp­arnir of háir

Í maí 2012 þegar vinnu­flokkur var að setja upp vinnu­palla (still­ansa) við stólpana öðru megin kanals­ins tóku menn eftir því að vinnu­pall­arnir virt­ust ekki ver­a nógu háir. Þegar farið var að rýna í teikn­ing­arnar kom í ljós að stólp­arn­ir, ­sem eru steypt­ir, reynd­ust meira en hálfum metra of háir. Þeir sem byggð­u stólpana höfðu fengið rangar teikn­ingar til að vinna eft­ir, Phil & Søn sagð­i emb­ætt­is­menn borg­ar­innar ábyrga fyrir því. Það tók fjóra mán­uði að stytta stólpana. Þá var ljóst að brúin yrði ekki tekin í notkun á til­settum tíma, í febr­úar 2013.

Í mar­s 2013 komu í ljós alvar­legir gallar á miðju­hlut­unum tveimur (þeim opn­an­legu) sem ­gerðir eru úr stáli. Þessir miðju­hlutar eru engin smá­smíði, hvor um sig veg­ur 250 tonn. Í apríl og maí sama ár komu enn­fremur í ljós gallar í steyp­unni í brú­ar­gólf­inu.

Phil & Søn verður gjald­þrota

Í ágúst 2013 varð verk­taka­fyr­ir­tækið Phil & Søn gjald­þrota, ástæðan var þó ekki brú­ar­smíð­in. Kaup­manna­hafn­ar­borg varð þá að fara á stúf­ana og finna nýjan verk­taka. Á meðan sú leit stóð yfir gerð­ist það, í des­em­ber 2013, að storm­ur­inn Bodil gekk yfir Dan­mörku og olli víða miklu­m ­skemmd­um. Þar á meðal á öðru vél­ar­rúmi nýju brú­ar­inn­ar, þar eyðilögð­ust tvær ­vélar ásamt öðrum bún­aði.

Nýr verk­taki kemur til sög­unn­ar: Valmont SM

Í árs­byrjun 2014 til­kynnti borgin að fyr­ir­tækið Valmont SM væri nýr yfir­verk­taki brú­ar­inn­ar. Jafn­framt var til­kynnt að A.P. Møller ­sjóð­ur­inn ætl­aði að leggja fram aukna fjár­muni til verks­ins, sem þá var kom­ið um það bil 100 millj­ónum (dönskum) fram úr áætl­un. Hvenær hægt yrði að opna brúna vissi eng­inn á þessum tíma. Í sept­em­ber þetta sama ár, 2014, til­kynnti Valmont SM að hluti burð­ar­virk­is­ins í opn­an­legu hlut­un­um, sem reynd­ust gall­aðir 2013 og þurfti að skipta út, yrðu ekki til­búnir á til­settum tíma. Þetta vakti ekki ­sér­staka athygli, flestir voru orðnir vanir slíkum frétt­um.

Í ágúst 2015 voru miðju­hlut­arnir tveir komnir á sinn stað og brúnni var lok­að, ef svo má að orði kom­ast, í fyrsta sinn. Í ljós kom að bún­að­ur­inn til að draga miðju­hlut­ana inn undir brú­ar­sporð­ana reynd­ust ekki nægi­lega sterk­byggð­ir. Í mars á þessu ári var nýr bún­aður kom­inn á sinn stað og er sagður virka eins og til er ætl­ast.

Í til­kynn­ingu frá tækni­deild borg­ar­innar fyrir nokkrum dögum kom fram að verk­tak­inn myndi afhenda brúna full­gerða og til­búna til notk­unar um miðj­an júní, meira en þremur árum seinna en til stóð í upp­hafi.

Mikil sam­göngu­bót

Nýja brúin verður án efa mikil sam­göngu­bót. Tækni­deild borg­ar­innar telur að sjö til­ átta þús­und hjól­reiða­menn muni dag­lega fara um brúna og mik­ill fjöldi gang­and­i ­fólks. Fyrir Íslend­inga sem erindi eiga í íslenska sendi­ráðið kemur brúin sér­ vel, Krist­jáns­hafn­ar­endi hennar er nán­ast við dyr sendi­ráðs­ins við Strand­götu.

Margra ára mála­ferli framundan

Í ít­ar­legri umfjöllun dag­blaðs­ins Berl­ingske um þessa miklu fram­kvæmd kemur fram að þótt brúin kom­ist í gagnið sé ekki öll sagan sögð. Nú hefj­ist mörg og flók­in ­mála­ferli sem taki mörg ár. Setn­ing­in ekki benda á mig” úr þekktu lagi Bubba Morthens á þarna sann­ar­lega við. Hönn­un­ar­fyr­ir­tækið og arki­tekt­inn telja ­tækni­deild borg­ar­innar bera höf­uð­á­byrgð á klúðr­inu, borgin telur sig hafa ­staðið rétt að öllum mál­um. Fjöl­margir und­ir­verk­takar telja sig hafa orð­ið ­fyrir miklu tjóni sem þeir vilja fá bætt. En hvað sem því líður er óhætt að ­full­yrða að íbúar Kaup­manna­hafnar og þeir sem sækja borg­ina heim munu njóta þess að fara um brúna, gang­andi og hjólandi.  

Við þurfum á þínu framlagi að halda

Þú getur tekið beinan þátt í að halda úti öflugum fjölmiðli.

Við sem vinnum á ritstjórn Kjarnans viljum hvetja þig til að vera með okkur í liði og leggja okkar góða fjölmiðli til mánaðarlegt framlag svo við getum haldið áfram að vinna fyrir lesendur, fyrir fólkið í landinu.

Kjarninn varð níu ára í sumar. Þegar hann hóf að taka við frjálsum framlögum þá varð slagorðið „Frjáls fjölmiðill fyrir andvirði kaffibolla“ til og lesendur voru hvattir til að leggja fram í það minnsta upphæð eins kaffibolla á mánuði.

Mikið vatn hefur runnið til sjávar á þeim níu árum sem Kjarninn hefur lifað. Í huga okkar á Kjarnanum hefur þörfin fyrir fjölmiðla sem veita raunverulegt aðhald og taka hlutverk sitt alvarlega aukist til muna.

Við trúum því að Kjarninn skipti máli fyrir samfélagið.

Við trúum því að sjálfstæð og vönduð blaðamennska skipti máli.

Ef þú trúir því sama þá endilega hugsaðu hvort Kjarninn er ekki allavega nokkurra kaffibolla virði á mánuði.

Vertu með okkur í liði. Þitt framlag skiptir máli.

Ritstjórn Kjarnans: Sunna Ósk Logadóttir, Þórður Snær Júlíusson, Erla María Markúsdóttir, Arnar Þór Ingólfsson, Eyrún Magnúsdóttir og Grétar Þór Sigurðsson.


Já takk, ég vil styrkja Kjarnann!
Þorbjörn Guðmundsson
Er íslenska velferðarkerfið ekki lengur griðarstaður þeirra sem minnst hafa?
Kjarninn 11. janúar 2023
Takk fyrir og sjáumst á nýjum miðli á föstudag
Bréf frá ritstjóra Kjarnans vegna sameiningar við Stundina og þess að nýr framsækinn fréttamiðill verður til í lok viku.
Kjarninn 11. janúar 2023
Sverrir Albertsson
Vatn á myllu kölska
Kjarninn 11. janúar 2023
Lögreglumenn standa vörð um gröfurnar í námunni.
Berjast fyrir þorpi á barmi hengiflugs
Lítið þorp í Rínarlöndum Þýskalands er allt komið í eigu kolarisa. Fyrirtækið ætlar sér að mylja niður húsin og stækka kolanámu sína sem þegar þekur um 80 ferkílómetra. Þetta þykir mörgum skjóta skökku við í heimi sem berst við loftslagsbreytingar.
Kjarninn 10. janúar 2023
Arnþrúður Karlsdóttir, útvarpsstjóri Útvarps Sögu.
Útvarp Saga telur fjölmiðlastyrki skapa tortryggni og bjóða upp á frændhygli
Fjögur fjölmiðlafyrirtæki hafa til þessa skilað inn umsögnum um frumvarp Lilju Alfreðsdóttur menningar- og viðskiptaráðherra, sem mun að óbreyttu framlengja núverandi styrkjakerfi til fjölmiðla.
Kjarninn 10. janúar 2023
Sólveig Anna Jónsdóttir formaður Eflingar.
Viðræðum slitið og Efling undirbýr verkfallsaðgerðir
Samtök atvinnulífsins hafa hafnað gagntilboði Eflingar um skammtímakjarasamning, sem kvað á um meiri launahækkanir en SA hefur samið um við aðra hópa á almennum vinnumarkaði til þessa. Efling undirbýr nú verkfallsaðgerðir.
Kjarninn 10. janúar 2023
Palestínski fáninn á lofti í mótmælum í Reykjavík. Ísraelskri lögreglu hefur nú verið fyrirskipað að rífa fánann niður á almannafæri.
Fánabann og refsiaðgerðir í Palestínu í kjölfar niðurstöðu Sameinuðu þjóðanna
Degi eftir að ný ríkisstjórn tók við völdum í Ísrael samþykkti allsherjarþing Sþ að fela Alþjóðadómstólnum í Haag að meta lögmæti hernáms Ísraelsríkis á Vesturbakkanum. Síðan þá hefur stjórnin gripið til refsiaðgerða og nú síðast fánabanns.
Kjarninn 10. janúar 2023
Gríðarlega mikil dæling á sandi á sér stað í Landeyjahöfn á hverju ári. Markarfljótið ber hundruð þúsunda tonna af jarðefnum út í sjó og það á til að safnast upp í mynni hafnarinnar.
Vilja sjúga sand af hafsbotni í stórum stíl og flytja út
Eftirspurn eftir íslenskum jarðefnum er gríðarleg ef marka má framkomin áform erlendra stórfyrirtækja um nýtingu þeirra. Vinsældir hafnarinnar í Þorlákshöfn eru samhliða mjög miklar.
Kjarninn 10. janúar 2023
Meira eftir höfundinnBorgþór Arngrímsson
Meira úr sama flokkiFréttaskýringar
None