Hin útvöldu innan við tíu prósent umsækjenda

Samtals sóttu 221 einstaklingar eftir því að sitja í stjórnum fjármálafyrirtækja í eigu ríkisins þegar Bankasýslan auglýsti eftir því. Búið var að tilnefna átján einstaklinga í framboð til stjórnar- og bankaráðsstarfa stuttu eftir að frestur rann út.

Landsbankinn
Auglýsing

Banka­sýsla rík­is­ins, sem fer með eign­ar­hluti í fjár­mála­fyr­ir­tækjum fyrir hönd íslenska rík­is­ins, neitar að gefa upp nákvæm­lega hvaða að­ila val­nefnd lagði til að yrðu skip­aðir í banka­ráðs Lands­bank­ans og stjórn Íslands­banka. Ríkið á ríf­lega 98 pró­sent eign­ar­hlut í Lands­bank­anum en allt hlutafé í Íslands­banka. For­stjóri Banka­sýsl­unn­ar, Jón Gunnar Jóns­son,  segir þó að þeir sem til­nefndir voru í stjórn­irnar hafi komið frá val­nefnd­inni, eins og lög gera ráð fyr­ir.

Sam­tals sóttu 221 um að fá að sitja í stjórnum fjár­mála­fyr­ir­tækja ­sem ríkið á að fullu eða að hluta og er með stjórn­ar­menn hjá, þegar Banka­sýslan aug­lýsti eftir fólki, 19. mars, sam­kvæmt svari frá Banka­sýsl­unni við fyr­ir­spurn Kjarn­ans. Með vara­mönnum eru átján stjórn­ar­menn í stærstu bönk­unum tveim­ur, Landbs­bank­an­um og Íslands­banka. Það eru aðeins um 8,1 pró­sent af þeim fjölda sem sótt­ist eft­ir ­stjórn­ar­setu. Má því segja að þau sem valin voru úr þessum stóra hópi séu hin út­völdu í þessu mik­il­vægu störf, sem stjórnir fjár­mála­fyr­ir­tækja í eig­u ­rík­is­ins hér á landi eru. Ríkið er nú með yfir 70 pró­sent mark­aðs­hlut­deild á fjár­má­mark­aði.

Landsbankinn er stærsta eign íslenska ríkisins, sé horft til eiginfjárstöðu. Eigið fé bankans nemur meira en 260 milljörðum króna, litlu meira en eigið fé Landsvirkjunar.

Auglýsing

Lands­bank­inn er stærsta fyr­ir­tæki lands­ins, sé horft til­ eig­in­fjár­stöðu, en í lok síð­asta árs nam eig­infé bank­ans ríf­lega 260 millj­örð­u­m króna og hjá Íslands­banka var það rúm­lega 200 millj­arð­ar.

Sig­urð­ur­ Þórð­ar­son leiðir val­nefnd

val­nefnd, sem starfar eftir lögum um Banka­sýsl­una, var komið á lagg­irnar tveimur dögum áður en aug­lýst var eftir stjórn­ar­mönn­um, eða 17. mars. „Með vísan til ákvæðis 7. gr. laga nr. 88/2009 um Banka­sýslu ­rík­is­ins voru eft­ir­taldir ein­stak­lingar skip­aðir í val­nefnd með bréfi dags. 11. mars sl. Þau eru, Auður Bjarna­dóttir ráð­gjafi hjá Capacent, Þór­dís Inga­dótt­ir dós­ent við laga­deild Háskól­ans í Reykja­vík og Sig­urður Þórð­ar­son fyrr­ver­and­i ­rík­is­end­ur­skoð­andi, sem jafn­framt er for­maður nefnd­ar­inn­ar,“ sagði í frétt um ­skipan val­nefnd­ar­innar á vef Banka­sýsl­unn­ar.

Umsókn­ar­frest­ur­inn til að sækj­ast eftir stjórn­ar­stör­f­un­um r­ann út 30. mars. Ljóst er því að val­nefndin hefur þurft að hafa hraðar hend­ur, til að fara í gegnum 221 umsókn, og greina hvaða fólk var best til þess fall­ið að taka sæti í stjórn Lands­bank­ans og Íslands­banka.

Tæp­lega tveimur vikum eftir að umsókn­ar­frest­ur­inn rann út, var til­kynnt um hvaða fólk væri í fram­boði til setu í banka­ráði Lands­bank­ans og í stjórn Íslands­banka. Kjöri banka­ráðs Lands­bank­ans var frestað, 14. apr­íl ­síð­ast­lið­inn, þar sem borg­ar­yf­ir­völd fóru fram á að Birgir Björn Sig­ur­jóns­son, fjár­mála­stjóri Reykja­vík­ur­borg­ar, myndi draga fram­boð sitt til setu í banka­ráð­inu til baka, þar sem slíkt myndi ekki sam­ræm­ast anna­sömum störf­um ­fyrir borg­ina. Birgir Björn gerði það, og fór svo, eftir að kosn­ingu um nýtt ­banka­ráð hafði verið frestað, að nýtt banka­ráð var kosið á fram­halds­að­al­fund­i 25. apr­íl.

Banka­ráðið skipa Helga Björk Eiríks­dótt­ir, for­maður, Berg­lind Svav­ars­dóttir, Dani­elle Pa­mela Neben, Einar Þór Bjarna­son, Hersir Sig­ur­geirs­son, Jón Guð­mann Pét­urs­son og Magnús Pét­urs­son.

Ný stjórn Íslands­banka var form­lega kosin 19. apr­íl. Sem að­al­menn voru til­nefnd Frið­rik Soph­us­son, sem for­mað­ur, Árni Stef­áns­son, Anna Þórð­ar­dótt­ir, Auður Finn­boga­dótt­ir, Hall­grímur Snorra­son, Heiðrún Jóns­dóttir og Helga Val­fells.

Á að tryggja kynja­jafn­rétti og starfa eftir reglum

Sam­kvæmt ­fyrr­greindum lögum til­nefnir val­nefndin ein­stak­linga fyrir hönd rík­is­ins sem rétt hafa til setu í banka­ráðum eða stjórnum fyr­ir­tækja á for­ræð­i ­stofn­un­ar­inn­ar. Val­nefndin á að tryggja að í banka­ráðum og stjórn­um fjár­mála­fyr­ir­tækja sitji sem næst jafn­margar konur og karl­ar. Stjórn Banka­sýslu ­rík­is­ins óskar hverju sinni form­lega eftir til­nefn­ingum val­nefndar um ­stjórn­ar­menn fyrir stjórn­ar­kjör í hlut­að­eig­andi banka­ráðum eða stjórn­um.

Sam­kvæmt lög­um um Banka­sýsl­una þá er það stjórn Banka­sýsl­unnar sem ræður ferð­inni, þegar kem­ur að starfi val­nefnd­ar­inn­ar. Stjórn­ ­Banka­sýslu rík­is­ins skipa þau Lárus L. Blön­dal, stjórn­ar­for­mað­ur, Hulda Dóra ­Styrm­is­dótt­ir, vara­for­maður og Sig­ur­jón Örn Þórs­son. Hún setur nefnd­inni starfs­reglur þar sem fram koma þau við­mið sem val­nefnd­in ­styðst við í mati sínu á hæfni, menntun og reynslu ein­stak­linga sem til greina koma til setu í banka­ráðum eða stjórnum fyr­ir­tækja. Í þessum starfs­regl­um, sem birtar eru á vef Banka­sýsl­unn­ar, kemur meðal ann­ars fram að val­nefndin skuli í hvert sinn til­nefna til Banka­sýslu rík­is­ins tvo til þrjá ein­stak­linga fyrir „hvert sæt­i ­sem losnar í stjórnum eða banka­ráð­um.“  

Sigurður Þórðarson, fyrrverandi ríkisendurskoðandi.

Jón Gunnar Jóns­son, for­stjóri Banka­sýslu ­rík­is­ins, segir að eftir þess­ari leið­sögn frá val­nefnd­inni undir leið­sögn ­Sig­urðar hafi verið farið í þetta skipt­ið. „Val­nefnd til­nefnir svo 2-3 ein­stak­linga og stjórn­ ­Banka­sýsl­unnar velur svo úr þeim til­nefn­ingum þá aðila sem kjörnir verða á að­al­fundi við­kom­andi fjár­mála­fyr­ir­tæk­is. Af þeim sökum hafa allir ein­stak­ling­ar ­sem valdir hafa verið í stjórnir verið til­nefndir af val­nefnd og það var einnig í þetta skipt­i,“ segir Jón Gunn­ar.

Að minnsta ­kosti tveir stjórn­ar­menn þurftu að gera breyt­ingar á störfum sín­um, eftir að þau sam­þykktu að bjóða sig fram í stjórn Íslands­banka. Heiðrún Jóns­dóttir var ­stjórn­ar­for­maður Íslenskra verð­bréfa en hefur látið af því starfi og hef­ur Ei­ríkur S. Jóhanns­son tekið við því. Ekki er heim­ilt sam­kvæmt íslenskum lög­um að sitja í stjórnum tveggja fjár­mála­fyr­ir­tækja á sama tíma.

Jón Gunnar Jónsson, forstjóri Bankasýslu ríkisins.

Auður Finn­­boga­dótt­ir er hætt sem stjórn­­­ar­­for­­mað­­ur­ ­Sam­keppn­is­eft­ir­lits­ins. Atvinn­u­­vega- og nýsköp­un­­ar­ráðu­­neytið veitti henni lausn frá setu í stjórn stofn­un­­ar­inn­ar ­með bréfi sem dag­­sett var 18. apríl 2016. Dag­inn eft­ir, þann 19. apr­íl, var Auður kosin í stjórn Íslands­­­banka.

Lögin um Banka­sýslu ­rík­is­ins og val­nefnd­ina sem til­nefna á ein­stak­linga til setu í stjórn­um, vor­u ­upp­haf­lega sett til að tryggja að stjórn­mála­flokkar færu ekki póli­tískt að hand­velja fólk inn í stjórnir bank­anna.

Við þurfum á þínu framlagi að halda

Þú getur tekið beinan þátt í að halda úti öflugum fjölmiðli.

Við sem vinnum á ritstjórn Kjarnans viljum hvetja þig til að vera með okkur í liði og leggja okkar góða fjölmiðli til mánaðarlegt framlag svo við getum haldið áfram að vinna fyrir lesendur, fyrir fólkið í landinu.

Kjarninn varð níu ára í sumar. Þegar hann hóf að taka við frjálsum framlögum þá varð slagorðið „Frjáls fjölmiðill fyrir andvirði kaffibolla“ til og lesendur voru hvattir til að leggja fram í það minnsta upphæð eins kaffibolla á mánuði.

Mikið vatn hefur runnið til sjávar á þeim níu árum sem Kjarninn hefur lifað. Í huga okkar á Kjarnanum hefur þörfin fyrir fjölmiðla sem veita raunverulegt aðhald og taka hlutverk sitt alvarlega aukist til muna.

Við trúum því að Kjarninn skipti máli fyrir samfélagið.

Við trúum því að sjálfstæð og vönduð blaðamennska skipti máli.

Ef þú trúir því sama þá endilega hugsaðu hvort Kjarninn er ekki allavega nokkurra kaffibolla virði á mánuði.

Vertu með okkur í liði. Þitt framlag skiptir máli.

Ritstjórn Kjarnans: Sunna Ósk Logadóttir, Þórður Snær Júlíusson, Erla María Markúsdóttir, Arnar Þór Ingólfsson, Eyrún Magnúsdóttir og Grétar Þór Sigurðsson.


Já takk, ég vil styrkja Kjarnann!
Þorbjörn Guðmundsson
Er íslenska velferðarkerfið ekki lengur griðarstaður þeirra sem minnst hafa?
Kjarninn 11. janúar 2023
Takk fyrir og sjáumst á nýjum miðli á föstudag
Bréf frá ritstjóra Kjarnans vegna sameiningar við Stundina og þess að nýr framsækinn fréttamiðill verður til í lok viku.
Kjarninn 11. janúar 2023
Sverrir Albertsson
Vatn á myllu kölska
Kjarninn 11. janúar 2023
Lögreglumenn standa vörð um gröfurnar í námunni.
Berjast fyrir þorpi á barmi hengiflugs
Lítið þorp í Rínarlöndum Þýskalands er allt komið í eigu kolarisa. Fyrirtækið ætlar sér að mylja niður húsin og stækka kolanámu sína sem þegar þekur um 80 ferkílómetra. Þetta þykir mörgum skjóta skökku við í heimi sem berst við loftslagsbreytingar.
Kjarninn 10. janúar 2023
Arnþrúður Karlsdóttir, útvarpsstjóri Útvarps Sögu.
Útvarp Saga telur fjölmiðlastyrki skapa tortryggni og bjóða upp á frændhygli
Fjögur fjölmiðlafyrirtæki hafa til þessa skilað inn umsögnum um frumvarp Lilju Alfreðsdóttur menningar- og viðskiptaráðherra, sem mun að óbreyttu framlengja núverandi styrkjakerfi til fjölmiðla.
Kjarninn 10. janúar 2023
Sólveig Anna Jónsdóttir formaður Eflingar.
Viðræðum slitið og Efling undirbýr verkfallsaðgerðir
Samtök atvinnulífsins hafa hafnað gagntilboði Eflingar um skammtímakjarasamning, sem kvað á um meiri launahækkanir en SA hefur samið um við aðra hópa á almennum vinnumarkaði til þessa. Efling undirbýr nú verkfallsaðgerðir.
Kjarninn 10. janúar 2023
Palestínski fáninn á lofti í mótmælum í Reykjavík. Ísraelskri lögreglu hefur nú verið fyrirskipað að rífa fánann niður á almannafæri.
Fánabann og refsiaðgerðir í Palestínu í kjölfar niðurstöðu Sameinuðu þjóðanna
Degi eftir að ný ríkisstjórn tók við völdum í Ísrael samþykkti allsherjarþing Sþ að fela Alþjóðadómstólnum í Haag að meta lögmæti hernáms Ísraelsríkis á Vesturbakkanum. Síðan þá hefur stjórnin gripið til refsiaðgerða og nú síðast fánabanns.
Kjarninn 10. janúar 2023
Gríðarlega mikil dæling á sandi á sér stað í Landeyjahöfn á hverju ári. Markarfljótið ber hundruð þúsunda tonna af jarðefnum út í sjó og það á til að safnast upp í mynni hafnarinnar.
Vilja sjúga sand af hafsbotni í stórum stíl og flytja út
Eftirspurn eftir íslenskum jarðefnum er gríðarleg ef marka má framkomin áform erlendra stórfyrirtækja um nýtingu þeirra. Vinsældir hafnarinnar í Þorlákshöfn eru samhliða mjög miklar.
Kjarninn 10. janúar 2023
Meira eftir höfundinnMagnús Halldórsson
Meira úr sama flokkiFréttaskýringar
None