Hin útvöldu innan við tíu prósent umsækjenda

Samtals sóttu 221 einstaklingar eftir því að sitja í stjórnum fjármálafyrirtækja í eigu ríkisins þegar Bankasýslan auglýsti eftir því. Búið var að tilnefna átján einstaklinga í framboð til stjórnar- og bankaráðsstarfa stuttu eftir að frestur rann út.

Landsbankinn
Auglýsing

Banka­sýsla rík­is­ins, sem fer með eign­ar­hluti í fjár­mála­fyr­ir­tækjum fyrir hönd íslenska rík­is­ins, neitar að gefa upp nákvæm­lega hvaða að­ila val­nefnd lagði til að yrðu skip­aðir í banka­ráðs Lands­bank­ans og stjórn Íslands­banka. Ríkið á ríf­lega 98 pró­sent eign­ar­hlut í Lands­bank­anum en allt hlutafé í Íslands­banka. For­stjóri Banka­sýsl­unn­ar, Jón Gunnar Jóns­son,  segir þó að þeir sem til­nefndir voru í stjórn­irnar hafi komið frá val­nefnd­inni, eins og lög gera ráð fyr­ir.

Sam­tals sóttu 221 um að fá að sitja í stjórnum fjár­mála­fyr­ir­tækja ­sem ríkið á að fullu eða að hluta og er með stjórn­ar­menn hjá, þegar Banka­sýslan aug­lýsti eftir fólki, 19. mars, sam­kvæmt svari frá Banka­sýsl­unni við fyr­ir­spurn Kjarn­ans. Með vara­mönnum eru átján stjórn­ar­menn í stærstu bönk­unum tveim­ur, Landbs­bank­an­um og Íslands­banka. Það eru aðeins um 8,1 pró­sent af þeim fjölda sem sótt­ist eft­ir ­stjórn­ar­setu. Má því segja að þau sem valin voru úr þessum stóra hópi séu hin út­völdu í þessu mik­il­vægu störf, sem stjórnir fjár­mála­fyr­ir­tækja í eig­u ­rík­is­ins hér á landi eru. Ríkið er nú með yfir 70 pró­sent mark­aðs­hlut­deild á fjár­má­mark­aði.

Landsbankinn er stærsta eign íslenska ríkisins, sé horft til eiginfjárstöðu. Eigið fé bankans nemur meira en 260 milljörðum króna, litlu meira en eigið fé Landsvirkjunar.

Auglýsing

Lands­bank­inn er stærsta fyr­ir­tæki lands­ins, sé horft til­ eig­in­fjár­stöðu, en í lok síð­asta árs nam eig­infé bank­ans ríf­lega 260 millj­örð­u­m króna og hjá Íslands­banka var það rúm­lega 200 millj­arð­ar.

Sig­urð­ur­ Þórð­ar­son leiðir val­nefnd

val­nefnd, sem starfar eftir lögum um Banka­sýsl­una, var komið á lagg­irnar tveimur dögum áður en aug­lýst var eftir stjórn­ar­mönn­um, eða 17. mars. „Með vísan til ákvæðis 7. gr. laga nr. 88/2009 um Banka­sýslu ­rík­is­ins voru eft­ir­taldir ein­stak­lingar skip­aðir í val­nefnd með bréfi dags. 11. mars sl. Þau eru, Auður Bjarna­dóttir ráð­gjafi hjá Capacent, Þór­dís Inga­dótt­ir dós­ent við laga­deild Háskól­ans í Reykja­vík og Sig­urður Þórð­ar­son fyrr­ver­and­i ­rík­is­end­ur­skoð­andi, sem jafn­framt er for­maður nefnd­ar­inn­ar,“ sagði í frétt um ­skipan val­nefnd­ar­innar á vef Banka­sýsl­unn­ar.

Umsókn­ar­frest­ur­inn til að sækj­ast eftir stjórn­ar­stör­f­un­um r­ann út 30. mars. Ljóst er því að val­nefndin hefur þurft að hafa hraðar hend­ur, til að fara í gegnum 221 umsókn, og greina hvaða fólk var best til þess fall­ið að taka sæti í stjórn Lands­bank­ans og Íslands­banka.

Tæp­lega tveimur vikum eftir að umsókn­ar­frest­ur­inn rann út, var til­kynnt um hvaða fólk væri í fram­boði til setu í banka­ráði Lands­bank­ans og í stjórn Íslands­banka. Kjöri banka­ráðs Lands­bank­ans var frestað, 14. apr­íl ­síð­ast­lið­inn, þar sem borg­ar­yf­ir­völd fóru fram á að Birgir Björn Sig­ur­jóns­son, fjár­mála­stjóri Reykja­vík­ur­borg­ar, myndi draga fram­boð sitt til setu í banka­ráð­inu til baka, þar sem slíkt myndi ekki sam­ræm­ast anna­sömum störf­um ­fyrir borg­ina. Birgir Björn gerði það, og fór svo, eftir að kosn­ingu um nýtt ­banka­ráð hafði verið frestað, að nýtt banka­ráð var kosið á fram­halds­að­al­fund­i 25. apr­íl.

Banka­ráðið skipa Helga Björk Eiríks­dótt­ir, for­maður, Berg­lind Svav­ars­dóttir, Dani­elle Pa­mela Neben, Einar Þór Bjarna­son, Hersir Sig­ur­geirs­son, Jón Guð­mann Pét­urs­son og Magnús Pét­urs­son.

Ný stjórn Íslands­banka var form­lega kosin 19. apr­íl. Sem að­al­menn voru til­nefnd Frið­rik Soph­us­son, sem for­mað­ur, Árni Stef­áns­son, Anna Þórð­ar­dótt­ir, Auður Finn­boga­dótt­ir, Hall­grímur Snorra­son, Heiðrún Jóns­dóttir og Helga Val­fells.

Á að tryggja kynja­jafn­rétti og starfa eftir reglum

Sam­kvæmt ­fyrr­greindum lögum til­nefnir val­nefndin ein­stak­linga fyrir hönd rík­is­ins sem rétt hafa til setu í banka­ráðum eða stjórnum fyr­ir­tækja á for­ræð­i ­stofn­un­ar­inn­ar. Val­nefndin á að tryggja að í banka­ráðum og stjórn­um fjár­mála­fyr­ir­tækja sitji sem næst jafn­margar konur og karl­ar. Stjórn Banka­sýslu ­rík­is­ins óskar hverju sinni form­lega eftir til­nefn­ingum val­nefndar um ­stjórn­ar­menn fyrir stjórn­ar­kjör í hlut­að­eig­andi banka­ráðum eða stjórn­um.

Sam­kvæmt lög­um um Banka­sýsl­una þá er það stjórn Banka­sýsl­unnar sem ræður ferð­inni, þegar kem­ur að starfi val­nefnd­ar­inn­ar. Stjórn­ ­Banka­sýslu rík­is­ins skipa þau Lárus L. Blön­dal, stjórn­ar­for­mað­ur, Hulda Dóra ­Styrm­is­dótt­ir, vara­for­maður og Sig­ur­jón Örn Þórs­son. Hún setur nefnd­inni starfs­reglur þar sem fram koma þau við­mið sem val­nefnd­in ­styðst við í mati sínu á hæfni, menntun og reynslu ein­stak­linga sem til greina koma til setu í banka­ráðum eða stjórnum fyr­ir­tækja. Í þessum starfs­regl­um, sem birtar eru á vef Banka­sýsl­unn­ar, kemur meðal ann­ars fram að val­nefndin skuli í hvert sinn til­nefna til Banka­sýslu rík­is­ins tvo til þrjá ein­stak­linga fyrir „hvert sæt­i ­sem losnar í stjórnum eða banka­ráð­um.“  

Sigurður Þórðarson, fyrrverandi ríkisendurskoðandi.

Jón Gunnar Jóns­son, for­stjóri Banka­sýslu ­rík­is­ins, segir að eftir þess­ari leið­sögn frá val­nefnd­inni undir leið­sögn ­Sig­urðar hafi verið farið í þetta skipt­ið. „Val­nefnd til­nefnir svo 2-3 ein­stak­linga og stjórn­ ­Banka­sýsl­unnar velur svo úr þeim til­nefn­ingum þá aðila sem kjörnir verða á að­al­fundi við­kom­andi fjár­mála­fyr­ir­tæk­is. Af þeim sökum hafa allir ein­stak­ling­ar ­sem valdir hafa verið í stjórnir verið til­nefndir af val­nefnd og það var einnig í þetta skipt­i,“ segir Jón Gunn­ar.

Að minnsta ­kosti tveir stjórn­ar­menn þurftu að gera breyt­ingar á störfum sín­um, eftir að þau sam­þykktu að bjóða sig fram í stjórn Íslands­banka. Heiðrún Jóns­dóttir var ­stjórn­ar­for­maður Íslenskra verð­bréfa en hefur látið af því starfi og hef­ur Ei­ríkur S. Jóhanns­son tekið við því. Ekki er heim­ilt sam­kvæmt íslenskum lög­um að sitja í stjórnum tveggja fjár­mála­fyr­ir­tækja á sama tíma.

Jón Gunnar Jónsson, forstjóri Bankasýslu ríkisins.

Auður Finn­­boga­dótt­ir er hætt sem stjórn­­­ar­­for­­mað­­ur­ ­Sam­keppn­is­eft­ir­lits­ins. Atvinn­u­­vega- og nýsköp­un­­ar­ráðu­­neytið veitti henni lausn frá setu í stjórn stofn­un­­ar­inn­ar ­með bréfi sem dag­­sett var 18. apríl 2016. Dag­inn eft­ir, þann 19. apr­íl, var Auður kosin í stjórn Íslands­­­banka.

Lögin um Banka­sýslu ­rík­is­ins og val­nefnd­ina sem til­nefna á ein­stak­linga til setu í stjórn­um, vor­u ­upp­haf­lega sett til að tryggja að stjórn­mála­flokkar færu ekki póli­tískt að hand­velja fólk inn í stjórnir bank­anna.

Í upphafi árs 2020

Við á Kjarnanum göngum bjartsýn og einbeitt inn í nýtt ár og þökkum lesendum fyrir það traust sem þeir sýna með því að styrkja Kjarnann. 

Frjáls framlög frá lesendum hafa vaxið jafnt og þétt síðustu árin og eru mikilvæg tekjustoð undir reksturinn. Þau gera okkur kleift að halda áfram að taka þátt í umræðunni og greina kjarnann frá hisminu. 

Við tökum hlutverk okkar sem fjölmiðill í þjónustu almennings alvarlega. Kjarninn birti 409 fréttaskýringar og 2.367 fréttir á árinu 2019. Kjarninn er vettvangur umræðu og á nýliðnu ári voru 539 skoðanagreinar birtar, stærstur hluti þeirra aðsendar greinar. 

Okkar tryggð er aðeins við lesendur. Við erum skuldbundin ykkur og værum þakklát ef þið vilduð vera með í að gera Kjarnann enn sterkari.

Já takk, ég vil styrkja Kjarnann!
Landris hefur orðið vestan við fjallið Þorbjörn.
„Óvenju hratt“ landris vegna mögulegrar kvikusöfnunar við fjallið Þorbjörn
Land á Reykjanesi hefur risið um allt að tvo sentímetra á nokkrum dögum, jarðskjálftar hafa orðið og hefur óvissustigi nú verið lýst yfir. Síðast gaus á svæðinu á þrettándu öld. Íbúafundir verða haldnir á morgun.
Kjarninn 26. janúar 2020
Norrænir bankar í vandræðum með reksturinn
Neikvæðir vextir á Norðurlöndunum eru nú farnir að skapa vandamála fyrir banka á svæðinu. Stjórnandi hjá fjármálaeftirliti Danmerkur segir að framundan séu erfið rekstrarskilyrði fyrir banka.
Kjarninn 26. janúar 2020
Svíður óréttlætið sem mætir flestum þolendum alvarlegra atvika
Auðbjörg Reynisdóttir safnar nú fyrir bókinni Stærri en banvæn mistök á Karolinafund en hún gekk sjálf í gegnum erfiða tíma í kjölfar afleiðinga læknamistaka. Hún segir frá því í bókinni hvernig henni tókst að vinna úr áfallinu.
Kjarninn 26. janúar 2020
Sólveig Anna Jónsdóttir, formaður Eflingar.
Samþykkt að fara í verkfallsaðgerðir gegn Reykjavíkurborg
Mikill meirihluti þeirra sem þátt tóku í atkvæðagreiðslu Eflingar um verkfallsaðgerðir gegn Reykjavíkurborg eða 95,5% samþykkti verkfallsboðun.
Kjarninn 26. janúar 2020
Guðrún Svanhvít sagði Bláskógabyggð hafa hugsað vel um hálendið og staðið þar fyrir uppbyggingu og verndun.
„Ég treysti ekki ríkinu fyrir hálendinu okkar“
Hálendisþjóðgarður mynda taka skipulagsvald af sveitarstjórnum, segir bóndi og sveitarstjórnarmaður í Bláskógabyggð. Tómas Guðbjartsson segir svæðið „gullmola“ sem beri að varðveita og til þess að svo megi verða þurfi allir að gefa eitthvað eftir.
Kjarninn 26. janúar 2020
Ófullburða arfur – ljúf, fyndin og frábær leiklist
Leiklistargagnrýnandi Kjarnans fjallar um Engilinn eftir Þorvald Þorsteinsson.
Kjarninn 26. janúar 2020
Mohammed Doyo, starfsmaður Ol Pejeta-garðsins í Kenía, ásamt Najin og Fatu, tveimur síðustu norðlægu hvítu nashyrningunum.
Vonin kveikt með tæknifrjóvgun og staðgöngumæðrun
Norðlægi hvíti nashyrningurinn er í raun útdauður. Síðasta karldýrið er fallið. En nú hefur tekist með fordæmalausri aðgerð að búa til lífvænlega fósturvísa sem setja á upp í annarri deilitegund þessara einstöku risa.
Kjarninn 26. janúar 2020
Kirkja í Holte í Danmörku.
Tækifæriskirkjur
Hvað á að gera við gamla kirkju sem ekkert er notuð vegna þess að íbúarnir á svæðinu eru fluttir burt? Í Danmörku eru tugir slíkra guðshúsa, flest mjög gömul. Nú eru uppi hugmyndir um að breyta sumum slíkum kirkjum í svokallaðar tækifæriskirkjur.
Kjarninn 26. janúar 2020
Meira eftir höfundinnMagnús Halldórsson
Meira úr sama flokkiFréttaskýringar
None