Ísland knattspyrna fólk
Auglýsing

Hag­stofan tekur saman frum­gögn um mann­fjölda á Íslandi og ­upp­runa­legt þjóð­erni fólks. Í gær birti Hag­stofan upp­lýs­ingar um stöðu mála í byrjun apríl á þessu ári, eða í lok fyrsta árs­fjórð­ungs.

1.       Í lok 1. árs­fjórð­ungs 2016 bjuggu 334.300 manns á Íslandi, 168.360 karlar og 165.930 konur og hafði lands­mönnum fjölgað um 1.540 á árs­fjórð­ungn­um. Á höf­uð­borg­ar­svæð­inu bjuggu 214.740 manns en 119.560 utan höf­uð­borg­ar­svæð­is.

2.       Um 65 pró­sent lands­manna búa núna á höf­uð­borg­ar­svæð­inu, eins og það er skil­greint hjá Hag­stof­unni, og 35 pró­sent á lands­byggð­inni.

Auglýsing

3.       Á fyrstu þremur mán­uðum árs­ins fædd­ust 980 ­börn, en 590 ein­stak­lingar lét­ust. Á sama tíma flutt­ust þús­und ein­stak­ling­ar til lands­ins umfram brott­flutta. Brott­fluttir ein­stak­lingar með íslenskt ­rík­is­fang voru 110 umfram aðflutta, en aðfluttir erlendir rík­is­borg­arar vor­u 1.110 fleiri en þeir sem flutt­ust frá land­inu.

4.       Fjöldi fólks með íslenskt rík­is­fang, sem flyt­ur frá land­inu, hefur verið tölu­vert meiri en sá fjöldi sem flytur til lands­ins, allt frá hruni. Sé horft til áranna 2009 til og með 2014 þá fluttu 7.212 ein­stak­lingar með íslenskt rík­is­fang frá land­inu umfram aðflutta. Á sama tíma hefur straumur fólks með erlent rík­is­fang verið stöð­ug­ur.

5.       Hag­stofan greinir ekki hvernig speki­leki (braindra­in) er úr hag­kerf­inu, það er hvaða starfs­reynsla eða menntun er hjá þeim ein­stak­lingum sem flytja til og frá land­inu. Ástæðan er sú að Þjóð­skrá ­gerir ekki kröfu um að fólk upp­lýsi um menntun sína eða starfs­reynslu þegar það ­gefur upp upp­lýs­ingar vegna flutn­inga. Því er ekki vitað nákvæm­lega hvað það er ­sem býr að baki flutn­ingi í hvert og eitt skipti.

Margir erlendir starfsmenn sem hingað koma vinna hin ýmsu verkamannastörf.

6.       Dan­mörk var helsti áfanga­staður brott­fluttra ­ís­lenskra rík­is­borg­ara en þangað flutt­ust 190 manns á fyrstu þremur mán­uð­u­m árs­ins. Til Dan­merk­ur, Nor­egs og Sví­þjóðar flutt­ust 460 íslenskir rík­is­borg­ar­ar af 710 alls. Af þeim 540 erlendu rík­is­borg­urum sem flutt­ust frá land­inu fóru flestir til Pól­lands, 130 manns.

7.       Flestir aðfluttir íslenskir rík­is­borg­arar komu frá Dan­mörku (170), Nor­egi (150) og Sví­þjóð (110), sam­tals 440 manns af 600. Pól­land var upp­runa­land flestra erlendra rík­is­borg­ara en þaðan flutt­ust 610 til­ lands­ins af alls 1.650 erlendum inn­flytj­end­um. Lit­háen kom næst, en það­an ­flutt­ust 100 erlendir rík­is­borg­arar til lands­ins.

8.       Af heild­ar­fjölda lands­manna í byrjun apr­íl, 334.300 manns, þá voru inn­flytj­endur um 8,3 pró­sent af heild­ar­fjöld­an­um, eða 27.660. Ef þróun mála verður með svip­uðum hætti á næstu miss­erum, verða inn­flytj­endur hér á landi um tíu pró­sent af heild­ar­fjöld­an­um, í byrjun árs 2018.

9.       Árið 2009, eftir hrun fjár­mála­kerf­is­ins og krón­unn­ar, fluttu tæp­lega 5.000 manns frá Íslandi umfram aðflutta. Þar af voru 2.466 ­með íslenskt rík­is­fang, umfram aðflutta, og 2.369 með erlent rík­is­fang, umfram að­flutta. Þetta er stærsta brott­flutn­ingsár fólks frá Íslandi, sé horft yfir­ und­an­farin 30 ár.

10.   Sam­kvæmt svo­nefndri mið­spá Hag­stofu Íslands­, þegar kemur að mann­fjölda, er gert ráð fyrir að Íslend­ingar verði í heild­ina 377.699 árið 2030. Háspáin gerir ráð fyrir 402.489 en lág­spáin 356.941. Sé miðað við lág­spána, þá mun Íslend­ingum fjölga um 21.700 á næstu fjórtán árum.

Kanntu vel við Kjarnann?

Frjáls framlög lesenda eru mikilvægur þáttur í rekstri Kjarnans. Þau gera okkur kleift að halda áfram að taka þátt í umræðunni á vitrænan hátt og greina kjarnann frá hisminu fyrir lesendur. 

Kjarninn er fjölmiðill sem leggur sig fram við að upplýsa og skýra út það sem á sér stað í samfélaginu með áherslu á gæði og dýpt. 

Okkar tryggð er aðeins við lesendur. Við erum skuldbundin ykkur og værum þakklát ef þið vilduð vera með í að gera Kjarnann enn sterkari. 

Ef þú kannt vel við það efni sem þú lest á Kjarnanum viljum við hvetja þig til að styrkja okkur. Þinn styrkur er okkar styrkur.

Já takk, ég vil styrkja Kjarnann!
Rósa Björk Brynólfsdóttir
Er rétt að dæma fólk í fangelsi fyrir pólitískar skoðanir ?
Kjarninn 20. október 2019
Dagatalið mitt
Ásta Júlía Hreinsdóttir safnar fyrir útgáfukostnaði fyrir Dagatalið mitt, sem er fjölnota afmælisdagatal með texta og myndum eftir hana.
Kjarninn 20. október 2019
Árni Már Jensson
Að skilja okkur sjálf: Annar hluti
Kjarninn 20. október 2019
Paul Copley, forstjóri Kaupþings ehf.
6.400 kröfuhafar höfðu ekki sótt peningana sína
Nokkur þúsund kröfuhafa í bú Kaupþings hafa ekki sótt þá fjármuni sem þeir eiga að fá greitt í samræmi við nauðasamninga félagsins. Þeir fjármunir sem geymdir eru á vörslureikningi eru um 8,5 milljarða króna virði á gengi dagsins í dag.
Kjarninn 20. október 2019
Hvar endar tap Arion banka á United Silicon?
Arion banki á kísilmálsverksmiðju Í Helguvík sem hefur ekki verið í starfsemi í þrjú ár. Bankinn hefur fjárfest í úrbótum en óljóst er hvort að þær dugi til að koma verksmiðjunni aftur í gang. Í vikunni var bókfært virði hennar fært niður um 1,5 milljarð.
Kjarninn 20. október 2019
Örn Bárður Jónsson
Afmæliskveðja til Alþingis
Kjarninn 20. október 2019
Leikskólakennurum fækkað um 360 frá árinu 2013
Börnum af erlendum uppruna hefur fjölgað mikið á skömmum tíma. Meira en helmingur þeirra sem starfar við uppeldi og menntun er ófaglærður.
Kjarninn 20. október 2019
Jean Claude Juncker er forseti framkvæmdastjórnar Evrópusambandsins.
Atvinnuleysi innan ESB ekki mælst minna frá því að mælingar hófust
Atvinnuleysi hjá ríkjum Evrópusambandsins hefur dregist verulega saman á undanförnum árum, en er samt umtalsvert meira en í Bandaríkjunum og á Íslandi.
Kjarninn 19. október 2019
Meira eftir höfundinnMagnús Halldórsson
Meira úr sama flokkiFréttaskýringar
None