Ísland knattspyrna fólk
Auglýsing

Hag­stofan tekur saman frum­gögn um mann­fjölda á Íslandi og ­upp­runa­legt þjóð­erni fólks. Í gær birti Hag­stofan upp­lýs­ingar um stöðu mála í byrjun apríl á þessu ári, eða í lok fyrsta árs­fjórð­ungs.

1.       Í lok 1. árs­fjórð­ungs 2016 bjuggu 334.300 manns á Íslandi, 168.360 karlar og 165.930 konur og hafði lands­mönnum fjölgað um 1.540 á árs­fjórð­ungn­um. Á höf­uð­borg­ar­svæð­inu bjuggu 214.740 manns en 119.560 utan höf­uð­borg­ar­svæð­is.

2.       Um 65 pró­sent lands­manna búa núna á höf­uð­borg­ar­svæð­inu, eins og það er skil­greint hjá Hag­stof­unni, og 35 pró­sent á lands­byggð­inni.

Auglýsing

3.       Á fyrstu þremur mán­uðum árs­ins fædd­ust 980 ­börn, en 590 ein­stak­lingar lét­ust. Á sama tíma flutt­ust þús­und ein­stak­ling­ar til lands­ins umfram brott­flutta. Brott­fluttir ein­stak­lingar með íslenskt ­rík­is­fang voru 110 umfram aðflutta, en aðfluttir erlendir rík­is­borg­arar vor­u 1.110 fleiri en þeir sem flutt­ust frá land­inu.

4.       Fjöldi fólks með íslenskt rík­is­fang, sem flyt­ur frá land­inu, hefur verið tölu­vert meiri en sá fjöldi sem flytur til lands­ins, allt frá hruni. Sé horft til áranna 2009 til og með 2014 þá fluttu 7.212 ein­stak­lingar með íslenskt rík­is­fang frá land­inu umfram aðflutta. Á sama tíma hefur straumur fólks með erlent rík­is­fang verið stöð­ug­ur.

5.       Hag­stofan greinir ekki hvernig speki­leki (braindra­in) er úr hag­kerf­inu, það er hvaða starfs­reynsla eða menntun er hjá þeim ein­stak­lingum sem flytja til og frá land­inu. Ástæðan er sú að Þjóð­skrá ­gerir ekki kröfu um að fólk upp­lýsi um menntun sína eða starfs­reynslu þegar það ­gefur upp upp­lýs­ingar vegna flutn­inga. Því er ekki vitað nákvæm­lega hvað það er ­sem býr að baki flutn­ingi í hvert og eitt skipti.

Margir erlendir starfsmenn sem hingað koma vinna hin ýmsu verkamannastörf.

6.       Dan­mörk var helsti áfanga­staður brott­fluttra ­ís­lenskra rík­is­borg­ara en þangað flutt­ust 190 manns á fyrstu þremur mán­uð­u­m árs­ins. Til Dan­merk­ur, Nor­egs og Sví­þjóðar flutt­ust 460 íslenskir rík­is­borg­ar­ar af 710 alls. Af þeim 540 erlendu rík­is­borg­urum sem flutt­ust frá land­inu fóru flestir til Pól­lands, 130 manns.

7.       Flestir aðfluttir íslenskir rík­is­borg­arar komu frá Dan­mörku (170), Nor­egi (150) og Sví­þjóð (110), sam­tals 440 manns af 600. Pól­land var upp­runa­land flestra erlendra rík­is­borg­ara en þaðan flutt­ust 610 til­ lands­ins af alls 1.650 erlendum inn­flytj­end­um. Lit­háen kom næst, en það­an ­flutt­ust 100 erlendir rík­is­borg­arar til lands­ins.

8.       Af heild­ar­fjölda lands­manna í byrjun apr­íl, 334.300 manns, þá voru inn­flytj­endur um 8,3 pró­sent af heild­ar­fjöld­an­um, eða 27.660. Ef þróun mála verður með svip­uðum hætti á næstu miss­erum, verða inn­flytj­endur hér á landi um tíu pró­sent af heild­ar­fjöld­an­um, í byrjun árs 2018.

9.       Árið 2009, eftir hrun fjár­mála­kerf­is­ins og krón­unn­ar, fluttu tæp­lega 5.000 manns frá Íslandi umfram aðflutta. Þar af voru 2.466 ­með íslenskt rík­is­fang, umfram aðflutta, og 2.369 með erlent rík­is­fang, umfram að­flutta. Þetta er stærsta brott­flutn­ingsár fólks frá Íslandi, sé horft yfir­ und­an­farin 30 ár.

10.   Sam­kvæmt svo­nefndri mið­spá Hag­stofu Íslands­, þegar kemur að mann­fjölda, er gert ráð fyrir að Íslend­ingar verði í heild­ina 377.699 árið 2030. Háspáin gerir ráð fyrir 402.489 en lág­spáin 356.941. Sé miðað við lág­spána, þá mun Íslend­ingum fjölga um 21.700 á næstu fjórtán árum.

Ert þú í Kjarnasamfélaginu?

Kjarninn er opinn vefur en líflínan okkar eru frjáls framlög frá lesendum, Kjarnasamfélagið. Sú stoð undir reksturinn er okkur afar mikilvæg.

Með því að skrá þig í Kjarnasamfélagið gerir þú okkur kleift að halda áfram að vinna í þágu almennings og birta vandaðar fréttaskýringar, djúpar greiningar á efnahagsmálum og annað fréttatengt gæðaefni. 

Kjarninn hefur verið til taks fyrir kröfuharða lesendur undanfarin sjö ár og við ætlum okkur að standa vaktina áfram. 

Fyrir þá sem nú þegar eru stoltir styrkjendur Kjarnans þá leyfum við okkur að benda á að hægt er að óska eftir að hækka mánaðarlega framlagið með því að senda póst á takk@kjarninn.is


Já takk, ég vil styrkja Kjarnann!
Leiðtogar ríkisstjórnar Íslands.
34 milljarðar króna í að viðhalda störfum en 27 milljarðar króna í að eyða þeim
Hlutabótaleiðin mun líkast til kosta 45 sinnum meira en upphaflega var lagt upp með. Hún hefur, að mati ríkisendurskoðunar, verið misnotuð á margan hátt til að ná út fé úr ríkissjóði. Nú býðst sömu fyrirtækjum sem hana nýttu ríkisstyrkir til að reka fólk.
Kjarninn 30. maí 2020
Stækkuð og lituð mynd af frumu (bleikur litur) sem er verulega sýkt af SARS-CoV-2 veirunni (grænn litur).
„Eins og líkaminn væri vígvöllur“
Það er varla annað hægt en að bera óttablandna virðingu fyrir lífveru sem hefur eignast tugmilljónir afkomenda um allan heim á nokkrum mánuðum, segir mannerfðafræðingurinn Agnar Helgason sem sjálfur smitaðist og hefur teiknað upp ættartré veirunnar.
Kjarninn 29. maí 2020
Yfir 4.000 manns hafa látist í Svíþjóð vegna COVID-19. Flest hafa smitin verið í höfuðborginni Stokkhólmi.
Skilja Svíþjóð út undan
Landamæri Danmerkur og Noregs að Svíþjóð verða ekki opnuð um miðjan júní. Þau verða hins vegar opnuð gagnvart Íslandi. Utanríkisráðherra Svíþjóðar segir ákvörðunina pólitíska – ekki vísindalega.
Kjarninn 29. maí 2020
Kolbeinn Óttarsson Proppé var framsögumaður frumvarpsins í stjórnskipunar- og eftirlitsnefnd.
Upplýsingalögum verður ekki breytt í takt við vilja Samtaka atvinnulífsins
Umfjöllun um frumvarp forsætisráðherra um breytingar á upplýsingalögum, þar sem átti að gera það skylt að leita upplýsinga hjá þriðja aðila, hefur verið hætt af stjórnskipunar- og eftirlitsnefnd. Það mun því að óbreyttu ekki verða að lögum.
Kjarninn 29. maí 2020
Starfsfólk Icelandair taki á sig 10 prósent launaskerðingu
Icelandair hefur óskað eftir því að starfsfólk fyrirtækisins taki á sig 10 prósent launaskerðingu eða 10 prósent skert starfshlutfall í júní og júlí. Laun forstjóra og stjórnar munu skerðast sem og laun framkvæmdastjóra.
Kjarninn 29. maí 2020
Pottersen
Pottersen
Pottersen – 36. þáttur: Á flótta og í felum
Kjarninn 29. maí 2020
Um 500 skólar í Suður-Kóreu hafa frestað því að hefja starfsemi á ný vegna fjölgun smita undanfarna daga.
Suður-Kórea stígur skref til baka
Fjölgun nýrra smita í Suður-Kóreu síðustu daga þykir sýna þá hættu sem getur skapast þegar takmörkunum á samkomum fólks er aflétt. Yfirvöld hafa aftur gripið til aðgerða til að hefta útbreiðslu veirunnar.
Kjarninn 29. maí 2020
Védís Hervör Árnadóttir, Ásdís Kristjánsdóttir og Anna Hrefna Ingimundardóttir.
Ásdís Kristjánsdóttir ráðin aðstoðarframkvæmdastjóri SA
Þrjár konur hafa tekið við nýjum stöðum innan Samtaka atvinnulífsins.
Kjarninn 29. maí 2020
Meira eftir höfundinnMagnús Halldórsson
Meira úr sama flokkiFréttaskýringar
None