Hinir raunverulegu krúnuleikar

Game of Thrones sjónvarpsþáttaseríurnar byggja á sögulegum bakgrunni. Kristinn Haukur Guðnason sagnfræðingur kynnti sér sögulegu þræði þessara mögnuðu þátta.

Kristinn Haukur Guðnason
gameofthrones
Auglýsing

Sjón­varps­á­horf­endur hafa setið límdir við skjá­inn og fylgst ­með svika­myll­un­um, ofbeld­inu og óhugn­að­inum sem birt­ist okkur í A Game of Thro­nes þátta­röð­inni sem nú er á sínu sjötta ári. Fæstir gera sér þó grein fyrir því að þeir séu að fylgjast ­með alvöru per­sónum og atburðum úr mann­kyns­sög­unni. Áhorf­endur geta þó hug­hreyst sig við það að upp­vakn­ingar og drekar eru und­an­skild­ir.

Ævin­týrið verður til

George R.R. Martin er fæddur árið 1948 í New Jersey fylki í Banda­ríkj­un­um. Hann hóf að skrifa hryll­ings­sögur og vís­inda­skáld­skap á átt­unda ára­tugnum og náði snemma nokkrum vin­sældum í þeim geira. Seint á níunda ára­tugnum datt hann þó úr tísku og beitti sér þá frekar á öðrum svið­u­m,svo sem hand­rita­skrifum fyrir sjón­varps­þætti. Hann varð þó fljótt leiður á því og upp­ úr 1990 hóf hann að skrifa mið­alda­skáld­sögu sem hann hugð­ist nefna Avalon. Fljót­lega átt­aði hann sig þó á því að þetta yrði að vera miklu stærra verk. Verkið fékk titlinn A Song of Ice and Fire og árið 1996 kom út fyrsta bókin í ser­í­unni, A Game of T­hro­nes. Bók­inni var vel tekið af gagn­rýnendum og seld­ist sæmi­lega vel. ­Þremur árum seinna kom næsta bók út, A Clas­h of Kings og svo koll af kolli. Bækur Mart­ins voru nú farnar að rjúka upp­ ­met­sölu­listana, jafn­vel þó þær væru mjög langar og tölu­vert flókn­ar. Mik­ill á­hugi var fyrir því að festa sög­una á filmu en ljóst var að þetta gæti aldrei orðið kvik­mynd, heim­ur­inn var alltof stór og sagan of löng til þess. Árið 2007 keypti sjón­varps­stöðin HBO því rétt­inn til að fram­leiða sjón­varps­þætti og ­sýn­ing þeirra hófst árið 2011. Vart þarf að minn­ast á vin­sældir þátt­anna sem ­vaxið hafa stöðugt með hverju árinu. Sög­unni er ennþá ekki lok­ið. Enn eiga eftir að koma út a.m.k. tvær bækur og óvíst er hversu margar þátt­arað­irn­ar verða.

Fyr­ir­myndir og áhrifa­valdar George R.R. Martin koma víðs ­vegar að. Sem barn ólst hann upp á Tolkien og seinna meir á hryll­ings og ­vís­inda­skáld­skap höf­unda á borð við H.P. Lovecraft, Robert A. Heinlein og Isa­ac Asimov. Martin hefur verið kall­aður „hinn nýji Tolki­en“ eða „hinn amer­íski Tolki­en“ en hann er þó ekki hrif­inn af slíkri nafn­gift. Vissu­lega eiga verk Tolki­ens sinn þátt í að móta hug­ar­heim Mart­ins en í raun eru verkin eins og and­stæð­ur­. Í heimi Tolki­ens er allt klippt og skorið, það fer ekk­ert á milli mála hver er hetjan og hver óvin­ur­inn. Þetta eru epísk hetju­verk. Í A Song of Ice and Fire er allt annað uppi á ten­ingn­um, þar eru að­eins örfáar per­sónur sem eru alger­lega alslæmar eða algóð­ar. Samúð les­and­ans rokkar á milli per­sóna þar sem van­trausti og efa er sáð alls stað­ar. Bakstung­ur eru dag­legt brauð og Martin hikar ekki við að taka lyk­il­per­sónur af lífi á svip­legan hátt og án aðvör­un­ar. Þessar fyr­ir­myndir fékk hann ekki frá Tolki­en eða öðrum rit­höf­undum 20. ald­ar­innar heldur úr mann­kyns­sög­unni. Hann lá yfir­ stórum rullum um mið­alda­sögu Eng­lands, Frakk­lands og ann­arra landa. Hann ­rann­sak­aði klæðn­að, burt­reið­ar, matar­æði og annað til þess að hafa sem bestan skiln­ing á tíma­bil­inu. Einnig heim­sótti hann Evr­ópu til að skoða mið­alda­kast­ala og aðrar minjar. A Song of Ice and Fire er fantasíu­heimur með upp­skáld­uðum nöfn­um, drekum og galdri. En Martin fann ­sögu­svið sitt í Englandi 15. ald­ar.

Auglýsing

Bret­landseyjar – Westeros

Westeros er meg­in­landið þar sem bróð­ur­part­ur­inn af atburðum A Song of Ice and Fire ger­ast. ­Fyr­ir­myndin að Westeros er aug­ljós­lega Bret­land á mið­öld­um, þ.e. tungu­mál, ­klæðn­að­ur, menn­ing o.sv.frv. En auk þess er landa­fræði meg­in­lands­ins byggð á Bret­landseyj­um, þ.e. ef Írlandi er snúið í hálf­hring og sett neðan við Bret­land.



Rósa­stríðin

Rósa­stríðin í Englandi eru grund­völl­ur­inn að A Song of Ice and Fire. Það voru deil­ur milli tveggja ætta sem báðar gerðu til­kall til ensku krún­unnar og brut­ust út í nokkrum stríðum á árunum 1455 til 1487. Ann­ars vegar var það York ættin úr norðr­inu (St­ark) og hins vegar hin vell­auð­uga Lancaster ætt úr vestri (Lanni­ster). Heiti stríð­anna er seinni tíma til­bún­ing­ur. Hin hvíta rós Yorks­hire var vissu­lega merki þeirrar ættar í stríð­unum en hin rauða rós Lancaster var ekki notuð fyrr en seinna.

Rík­harður af York – Edd­ard Stark

Þriðji her­tog­inn af York var dyggur stuðn­ings­maður og ráð­gjafi kon­ungs­ins Hin­riks VI af Lancast­er. Hin­rik var veik­geðja kon­ungur sem átti við mikla geð­ræna kvilla að stríða og gat verið óstarf­hæfur löng­um ­stund­um. Þegar kon­ungur var frá var Rík­harður nefndur Vernd­ari rík­is­ins (Hönd ­kon­ungs) og sá um dag­legan rekstur þess. Hann átti aftur á móti í deilum við drottn­ing­una, Mar­gréti af Anjou, og her­sveitir þeirra lentu sam­an. Þær deil­ur end­uðu með því að Rík­harður missti höf­uð­ið. 

Mar­grét af Anjou – Cersei Lanni­ster

Hin franska drottn­ing fyr­ir­leit mann sinn Hin­rik VI en var hel­tekin af börnum sín­um. Hún var slóttug og mis­kunn­ar­laus og stýrð­i ­kon­ung­dæm­inu í raun um nokk­urt skeið. Mar­grét var hroka­full, ósveigj­an­leg, illa liðin og tók ekki alltaf bestu ákvarð­an­irn­ar. En hún var þó stór leik­maður og and­stæð­ingar hennar ótt­uð­ust hana

Ját­varður af West­min­ster – Jof­frey Bar­atheon

„Þessi dreng­ur, þó ein­ungis þrettán ára að aldri, talar nú þegar um ekk­ert annað en að háls­höggva menn og heyja stríð.“ Þannig skrifar Giovanni Pietro Pan­ic­harolla, sendi­herra frá Mílanó, árið 1467 um hinn unga krón­prins Ját­varð, son Hin­riks VI kon­ungs og Mar­grétar af Anjou. Fleiri frá­sagnir eru til af sad­isma prins­ins, jafn­vel gagn­vart eig­in­konu sinni Önn­u ­Neville (Sansa Star­k). Ját­varður var einnig sagður óskil­get­inn og vanga­velt­ur voru uppi um að faðir hans væri ein­hver af nán­ustu banda­mönnum Mar­grétar eins og t.d. Beu­fort her­togi af Somer­set. Prins­inn dó ein­ungis 17 ára í orr­ust­unn­i um Tewkes­bury árið 1471 þar sem fram­göngu hans hefur verið lýst sem mik­illi rag­mennsku.

Ját­varður IV kon­ung­ur – Robb Star­k/Ro­bert Bar­atheon

Ját­varður var sonur Rík­harðs af York og einn öfl­ugast­i her­for­ingi síns tíma. Eftir að faðir hans var drep­inn var það í hans höndum að ­stýra York ætt­inni gegn kon­ungi. Árið 1461 steypti hann Hin­riki VI og var ­sjálfur krýnd­ur. Ját­varður sveik banda­mann sinn Ric­hard Neville (Walder Frey) um að gift­ast þeirri konu sem Neville hafði val­ið. Þess í stað gift­ist hann lág­að­als­kon­unni Elísa­betu Wood­ville (Talisa Stark) af ást. Þetta olli því að honum var steypt og Hin­riki VI komið aftur til valda en það varði þó ein­ungis í um hálft ár. Ját­varður komst aftur til valda og stýrði Englandi í friði fyr­ir­ Lancaster ætt­inni næstu tólf árin. Sein­ustu árin var hann þó skugg­inn af ­sjálfum sér. Hann drakk mik­ið, fitn­aði, stund­aði hór­mang og fram­koma hans í hirð­inni þótti ósæmi­leg. Hann dó ein­ungis fer­tugur við stang­veiði árið 1483

Rík­harður III – Tyrion Lanni­ster/St­annis Bar­atheon

Rík­harður er ein þekktasta per­sóna úr leik­ritum Willi­ams S­hakespe­are. Enn þann dag í dag er hann þekktur sem kropp­in­bak­ur­inn grimmi. ­Lít­ill, veik­burða og van­skap­að­ur. Shakespe­are og aðrir sagna­rit­arar sem lut­u Tu­dor ætt­inni ýktu þó stór­lega fötlun höf­uð­and­stæð­ings síns. Í raun var ­Rík­harður nokkuð rétt­látur kon­ung­ur, sem hafði hag þeirra verst settu fyr­ir­ brjósti og upp­gröftur leifa hans árið 2012 í Leicester sýndu að mænu­fötlun hans var mun minni en áður var talið. Hann hefur alls ekki verið kropp­in­bak­ur. ­Rík­harður var af York ætt og afar trúr bróður sínum kon­ung­inum Ját­varði IV. Þegar Ját­varður lést lýsti hann þó tvo barn­unga syni kon­ungs­ins óskil­getna og tók sjálfur krún­una

Hin­rik Tudor – Da­enerys Tar­g­ar­yen

Hin­rik beið lengi hinum megin við Erma­sundið (The Nar­row ­Sea) í útlegð í Frakk­landi á meðan stríð og ringul­reið gekk yfir heima­land hans Eng­land. Loks sigldi hann yfir sundið með her Frakka og Skota, fékk margar af helstu aðal­sættum í Englandi á sitt band og sigr­aði Rík­harð III í bar­dag­an­um við Bosworth. Hin­rik sigr­aði Eng­land undir fána drek­ans, þjóð­ar­tákni Wales þar ­sem hann fyrst lenti. Í kjöl­farið var hann krýndur Hin­rik VII Eng­lands­kon­ung­ur. Hann var af Lancaster ætt en gift­ist Elísa­betu af York skömmu eftir valda­tök­una og þar með sam­ein­aði hann ætt­irnar tvær og lauk Rósa­stríð­unum

Heimur A Song of Ice and Fire er þó langt frá því bund­inn við Rósa­stríð­in. George R.R. Mart­in hefur notað margt annað úr sögu Bret­lands og ann­arra ríkja í verk­inu.

Ját­varður I – Tywin Lanni­ster

Ját­varður I, kall­aður Longs­hanks eða hinn hávaxni, réð­i Englandi í lok 13. aldar og er almennt tal­inn einn mesti harð­stjóri í sög­u lands­ins. Hann var valda­gráð­ugur lét ekk­ert stöðva sig. Grimmd hans gegn t.d. ­Gyð­ingum og Skotum er vel þekkt og hann hrein­lega hræddi sam­tíma­fólk sitt upp­ úr skón­um. Honum var annt um ætt sína og arf­leið en sonur hans, hinn veik­geðja Ját­varður II, olli honum miklum von­brigðum

Anne og George Boleyn – Marga­ery og Loras Tyrell

Anne Boleyn var ensk aðals­kona á fyrri hluta 16. aldar sem ving­að­ist við marga af helstu ráða­mönnum Evr­ópu uns hún gift­ist Hin­riki VII­I Eng­lands­kon­ungi, hjóna­band sem hleypti öllu í bál og brand. Á þess­ari veg­ferð sinni eign­að­ist hún marga óvini. Hún var náin bróður sínum George Boleyn, sem sumir telja að hafi verið sam­kyn­hneigð­ur. Svo náin reyndar að þau voru sökuð um ­sifja­spell og tekin af lífi árið 1536

Veggur Hadrí­anusar – Vegg­ur­inn

Róm­ar­keis­ar­inn Hadrí­anus lét byggja vegg snemma á ann­arri öld þvert yfir norð­ur­hluta Bret­lands. Hlutar hans standa enn í dag, ekki lang­t frá landa­mærum Eng­lands og Skotlands. Til­gangur veggs­ins var að verja svæð­ið sunnan veggs­ins fyrir inn­rásum Pikta og ann­arra villtra ætt­bálka (Wild­lings).

Must­er­is­ridd­arar – Næt­ur­verð­irnir

Nokk­urs konar blanda af ridd­ara-og munka­regl­um, stund­um ­kall­aðir bar­daga­munk­ar. Voru fjöl­mennar og vold­ugar á mið­öld­um, sér­stak­lega í tengslum við kross­ferð­irn­ar.

Meg­in­landið austan við Westeros kall­ast Essos og þar hef­ur Martin leyft sér að blanda ýmsu sam­an.

Ítölsk borg­ríki – Hinar frjálsu borgir

Vell­auðug smá­ríki sem byggðu á verslun á Mið­jarð­ar­haf­in­u, t.d. Gen­óa, Písa, Fen­eyjar og Mílanó.

Hin gullna hjörð – Dot­hraki

Mongólar frá Asíu lögðu undir sig víð­femt svæði á 13. öld ­með leift­ur­sókn. Ferð­uð­ust um í stórum hópum á hest­baki og lögðu svæði í eyði.

Mamalúkar – Hin­ir ó­spilltu

Herir sem voru sam­settir af þrælum í Mið­aust­ur­löndum á mið­öld­um. Voru not­aðir til að berj­ast við og að lokum hrekja kross­far­ana út úr land­inu helga fyrir botni Mið­jarð­ar­hafs.

Hring­leika­hús Róm­ar­veldis – Bar­daga­gryfj­urnar

Hinir heims­þekktu leik­vangar þar sem Róm­verjar öttu sam­an­ ­skylm­inga­þrælum og rán­dýr­um. Þar voru einnig sett á svið stórar orr­ustur úr ­sögu veld­is­ins, jafn­vel sjóorr­ust­ur.

George R. R. Martin hefur ekki ein­ungis byggt ákveðn­ar ­per­són­ur, hópa og staði á sögu­legum fyr­ir­mynd­um. Hann hefur einnig bygg­t ein­staka atriði á ákveðnum atburðum úr sög­unni.

Hinn svarti kvöld­verð­ur­/G­lencoe morðin – Rauða brúð­kaupið

Tvær af blóð­ug­ustu bakstungum sög­unnar áttu sér stað í Skotlandi. Árið 1440 var Vil­hjálmi jarli af Dou­glas sem þá var 16 ára og yngri bróður hans boðið til Edin­borg­ar­kast­ala til að snæða með kon­ung­in­um, hinum 10 ára gamla Jak­obi II. Dou­glas ættin var orðin valda­mikil í land­inu, of ­valda­mikil að mati sumra. Dou­glas bræð­urnir voru dregnir út úr miðri veislu og af­höfð­aðir á staðn­um. Svipað atvik átti sér stað 250 árum síðar í Glencoe í s­kosku hálönd­un­um. Það atvik tengd­ist deilum mót­mæl­enda og kaþ­ólikka í land­in­u. Um 40 mönnum af MacDon­ald ætt, sein­ustu ætt­inni sem ennþá studdi hinn kaþ­ólska ­kon­ung Jakob VII, voru drepnir í miðri veislu. Margir hverjir sof­andi í rúm­um sín­um. Bæði þessi til­vik þóttu ein­hver sví­virði­leg­ustu eið­rof í skoskri sögu



Yfir­bót Jane Shore – Skammar­ganga Cersei

Jane Shore var frilla Ját­varðar IV sem hélt einnig við aðra að­als­menn eftir dauða hans. Rík­harði III var ákaf­lega í nöp við hana og sak­að­i hana um hór­dóm, galdra o.fl. Hún var látin ganga í gegnum Lund­úni ber­fætt og á nær­klæð­unum einum sam­an. Í fylgd hennar voru verðir og kirkj­unnar menn sem sungu sálma á meðan nið­ur­læg­ing­unni stóð. Mik­ill fjöldi var sam­an­kom­inn til að ­fylgj­ast með

Þetta eru aðeins örfá dæmi úr hinu mikla verki sem ennþá er í smíð­um. Martin hefur aldrei hafnað því að nota sögu­legar per­sónur og atburð­i við skrif sín. Þvert á móti lýsir hann sjálfur mörgum af fyr­ir­myndum sín­um. Hann seg­ir: 

Ég hef áhuga á fólk­inu í mann­kyns­sög­unni. Það eru til svo margar æðis­legar sögur um stríð, orr­ust­ur, tæl­ing­ar, svik og kosti sem fólk vel­ur. Svo margir hlutir sem erfitt er að skálda. En auð­vitað skálda ég þetta ekki. Ég tek þetta og skafa af núm­er og nöfn, hækka allt upp í 11 og breyti litnum úr rauðum í fjólu­bláan og þá er ég kom­inn með gott atriði í bæk­urnar.“

Þessi atriði verða þó aldrei full­komin afrit af fyr­ir­mynd­um sín­um. Martin nýtur þess að blanda sög­unni saman og stundum er erfitt að sjá ­ná­kvæm­lega hverjar fyr­ir­mynd­irnar eru. Gald­ur­inn við A Song of Ice and Fire er einmitt sá að verkið kemur stans­laust á óvart.

Við þurfum á þínu framlagi að halda

Þú getur tekið beinan þátt í að halda úti öflugum fjölmiðli.

Við sem vinnum á ritstjórn Kjarnans viljum hvetja þig til að vera með okkur í liði og leggja okkar góða fjölmiðli til mánaðarlegt framlag svo við getum haldið áfram að vinna fyrir lesendur, fyrir fólkið í landinu.

Kjarninn varð níu ára í sumar. Þegar hann hóf að taka við frjálsum framlögum þá varð slagorðið „Frjáls fjölmiðill fyrir andvirði kaffibolla“ til og lesendur voru hvattir til að leggja fram í það minnsta upphæð eins kaffibolla á mánuði.

Mikið vatn hefur runnið til sjávar á þeim níu árum sem Kjarninn hefur lifað. Í huga okkar á Kjarnanum hefur þörfin fyrir fjölmiðla sem veita raunverulegt aðhald og taka hlutverk sitt alvarlega aukist til muna.

Við trúum því að Kjarninn skipti máli fyrir samfélagið.

Við trúum því að sjálfstæð og vönduð blaðamennska skipti máli.

Ef þú trúir því sama þá endilega hugsaðu hvort Kjarninn er ekki allavega nokkurra kaffibolla virði á mánuði.

Vertu með okkur í liði. Þitt framlag skiptir máli.

Ritstjórn Kjarnans: Sunna Ósk Logadóttir, Þórður Snær Júlíusson, Erla María Markúsdóttir, Arnar Þór Ingólfsson, Eyrún Magnúsdóttir og Grétar Þór Sigurðsson.


Já takk, ég vil styrkja Kjarnann!
Þorbjörn Guðmundsson
Er íslenska velferðarkerfið ekki lengur griðarstaður þeirra sem minnst hafa?
Kjarninn 11. janúar 2023
Takk fyrir og sjáumst á nýjum miðli á föstudag
Bréf frá ritstjóra Kjarnans vegna sameiningar við Stundina og þess að nýr framsækinn fréttamiðill verður til í lok viku.
Kjarninn 11. janúar 2023
Sverrir Albertsson
Vatn á myllu kölska
Kjarninn 11. janúar 2023
Lögreglumenn standa vörð um gröfurnar í námunni.
Berjast fyrir þorpi á barmi hengiflugs
Lítið þorp í Rínarlöndum Þýskalands er allt komið í eigu kolarisa. Fyrirtækið ætlar sér að mylja niður húsin og stækka kolanámu sína sem þegar þekur um 80 ferkílómetra. Þetta þykir mörgum skjóta skökku við í heimi sem berst við loftslagsbreytingar.
Kjarninn 10. janúar 2023
Arnþrúður Karlsdóttir, útvarpsstjóri Útvarps Sögu.
Útvarp Saga telur fjölmiðlastyrki skapa tortryggni og bjóða upp á frændhygli
Fjögur fjölmiðlafyrirtæki hafa til þessa skilað inn umsögnum um frumvarp Lilju Alfreðsdóttur menningar- og viðskiptaráðherra, sem mun að óbreyttu framlengja núverandi styrkjakerfi til fjölmiðla.
Kjarninn 10. janúar 2023
Sólveig Anna Jónsdóttir formaður Eflingar.
Viðræðum slitið og Efling undirbýr verkfallsaðgerðir
Samtök atvinnulífsins hafa hafnað gagntilboði Eflingar um skammtímakjarasamning, sem kvað á um meiri launahækkanir en SA hefur samið um við aðra hópa á almennum vinnumarkaði til þessa. Efling undirbýr nú verkfallsaðgerðir.
Kjarninn 10. janúar 2023
Palestínski fáninn á lofti í mótmælum í Reykjavík. Ísraelskri lögreglu hefur nú verið fyrirskipað að rífa fánann niður á almannafæri.
Fánabann og refsiaðgerðir í Palestínu í kjölfar niðurstöðu Sameinuðu þjóðanna
Degi eftir að ný ríkisstjórn tók við völdum í Ísrael samþykkti allsherjarþing Sþ að fela Alþjóðadómstólnum í Haag að meta lögmæti hernáms Ísraelsríkis á Vesturbakkanum. Síðan þá hefur stjórnin gripið til refsiaðgerða og nú síðast fánabanns.
Kjarninn 10. janúar 2023
Gríðarlega mikil dæling á sandi á sér stað í Landeyjahöfn á hverju ári. Markarfljótið ber hundruð þúsunda tonna af jarðefnum út í sjó og það á til að safnast upp í mynni hafnarinnar.
Vilja sjúga sand af hafsbotni í stórum stíl og flytja út
Eftirspurn eftir íslenskum jarðefnum er gríðarleg ef marka má framkomin áform erlendra stórfyrirtækja um nýtingu þeirra. Vinsældir hafnarinnar í Þorlákshöfn eru samhliða mjög miklar.
Kjarninn 10. janúar 2023
Meira úr sama flokkiFréttaskýringar
None