sören espersen
Auglýsing

Það sem þessi þrenn­ing hér að ofan á sam­eig­in­legt er lík­lega ekki margt annað en að hafa síð­ustu daga verið til umfjöll­unar í dönskum fjöl­miðl­um. Ástæður þess að hún hefur ratað í miðl­ana eru jafn ólíkar og dagur og nótt. Þótt þeir Rasmus Klumpur og Sven Hazel séu mjög þekktir í Dan­mörku, eins og síðar verður rak­ið, hefur þó „negra“um­ræðan verið fyr­ir­ferð­ar­mest í fjöl­miðl­un­um. 

Negri, svert­ingi, blökku­maður

Margir muna eflaust eftir að hafa séð og heyrt talað um fréttapistils­fyr­ir­sögn í dag­blað­inu Degi í febr­úar 1977 „Negri í Þistil­firð­i“. Þetta þótti ekki gott, bein­línis nið­ur­lægj­andi, og lík­lega hefur blaða­mað­ur­inn sem skrif­aði pistil­inn fengið dug­lega yfir­haln­ingu hjá rit­stjór­an­um. Á þessum tíma þótti skömminni skárra að nota orðið svert­ingi, síðar komu svo orðin blökku­maður og þeldökkur eða dökkur á hör­und. Margir fá kannski vatn í munn­inn þegar minnst er á súkkulaði­boll­urn­ar, sem einu sinni voru kall­aðar negrakoss­ar. Þetta orð er enn í gömlum upp­skrifta­bókum en ekki notað dags dag­lega og boll­urnar kannski ekki fram­leiddar lengur á Íslandi.

Íslend­ingar eru ekki eina þjóðin sem hefur verið í vand­ræðum með þess konar orða­notk­un. Í Banda­ríkj­unum hefur orðið „negro“ að mestu vikið fyrir orð­inu „black“, svart­ur, í dag­legu tali. Orðið „nig­ger“, sem áður fyrr var nokkuð algengt þar í landi þykir í dag niðr­andi og nið­ur­lægj­andi. Þegar Barack Obama varð for­seti Banda­ríkj­anna varð tals­verð umræða um þessi mál þar vestra. Hann er afsprengi hins banda­ríska fjöl­menn­ing­ar­sam­fé­lags, móðir hans hvít á hör­und en fað­ir­inn dökk­ur. Umræður um hör­und­s­lit for­set­ans hljóðn­uðu smám saman sem eðli­legt má telja. 

Auglýsing

Orðið „negro“ hverfur úr banda­rískum lögum og reglum

Síð­ast­lið­inn föstu­dag und­ir­skrif­aði Barack Obama lög um að orðið negro hverfi úr banda­rískum lögum og reglu­gerð­um. Í stað­inn komi all­mörg orð sem lýsi upp­runa t.d. „African Amer­ican“ (notað um þeldökka) „Asian Amer­ican“ í stað „Ori­ental“ og „Alaska Nati­ve“ í stað „Eskimo“. Dönum þykir það sér­kenni­leg til­viljun að þessi laga­breyt­ing skuli verða á sama tíma og orðið „neger“ (negro) er fyr­ir­ferð­ar­mikið í dönskum fjöl­miðl­u­m. 

Aug­lýs­ingin með hvíta fólk­inu og hund­in­um 

Fyrir skömmu hóf Danski Þjóð­ar­flokk­ur­inn mikla aug­lýs­inga­her­ferð. Aug­lýs­inga­spjöld flokks­ins má víða sjá. Tit­ill­inn er: Vores Dan­mark og undir stendur „der er så meget vi skal passe på“ og svo merki flokks­ins. Á spjöld­unum er líka mynd, þar má sjá átta „hvíta“ Dani og hund. Það er þessi mynd og text­inn sem hafa vakið athygli og umræð­ur. Og gagn­rýni. Danski Þjóð­ar­flokk­ur­inn vill tak­marka eins og mögu­legt aðgang útlend­inga að land­inu, einkum þeirra sem ekki eru hvítir á hör­und. „Dan­mörk fyrir Dani“ segir Danski Þjóð­ar­flokk­ur­inn gjarna, sumir kalla flokk­inn þjóð­rembu- eða jafn­vel ras­ista­flokk. 

Þegar Søren Esper­sen, þing­maður Danska Þjóð­ar­flokks­ins og for­maður utan­rík­is­mála­nefndar þings­ins (Fol­ket­in­get) var spurður um hvernig á því stæði að á áður­nefndri mynd væri ein­ungis „hvítt“ fólk sagði hann að það væri ein­ungis til­vilj­un. „Við hefðum allt eins getað sett negra (neger) á mynd­ina, hverju hefði það breytt?“ Þegar Søren Esp­er­sen var, í sjón­varps­við­tali, spurður nánar út í hvort honum þætti í lagi að nota orðið „neger“ sagð­ist hann ekki sjá neitt athuga­vert við það og bætti við, orð­rétt „Tag sådan en som Obama – hvad er han? Vi ved godt hvad det drejer sig om. Man taler om den förste neger í USA’s præsidents­em­bede.“

Þing­maður breytti neger í nig­ger 

Jeppe Kofod þing­maður sós­íala­demókrata á Evr­ópu­þing­inu sá ástæðu til að skrifa um þessi ummæli Søren Esp­er­sen á twitter síðu sinni. Hann sagði þar hins­vegar að Esp­er­sen hefði kallað Barack Obama „nig­ger“ og það væri „skanda­le“. Eins og allir vita berst allt sem á annað borð ratar inn á netið á auga­bragði um víða ver­öld, þar á meðal í Hvíta húsið í Was­hington. Þing­menn Danska Þjóð­ar­flokks­ins urðu æfir og heimt­uðu að Jeppe Kofod leið­rétti þessi skrif sín og bæði Søren Esp­er­sen afsök­un­ar. Jafn­framt var þess kraf­ist að Mette Frederik­sen for­maður flokks Sosí­alde­mókrata setti ofan í við þing­mann­inn. Það hefur ekki ger­st, ekki opin­ber­lega að minnsta kosti. Danskir fjöl­miðlar hafa harð­lega gagn­rýnt Jeppe Kof­od, einn þeirra sagði að honum færi best að þegja og minnti á að árið 2008 hefði Jeppe Kofod gerst sekur um athæfi sem í Banda­ríkj­unum teld­ist nauðg­un.

Søren Esp­er­sen hættir við Banda­ríkja­ferð vegna ummæl­anna

Utan­rík­is­mála­nefnd danska þings­ins, þar sem Søren Esp­er­sen gegnir for­mennsku, fer til Banda­ríkj­anna í haust til fundar við banda­ríska þing­menn. Søren Esp­er­sen hefur til­kynnt að hann hygg­ist ekki fara þessa ferð. „Ég þekki Banda­ríkja­menn og ég veit um hvað umræð­urnar muni snú­ast. Ég vil ekki eyði­leggja ferð­ina fyrir hinum nefnd­ar­mönn­un­um.“

Rasmus Klumpur

Rasmus Klumpur er, ásamt finnsku Múmínálf­un­um, þekktasta teikni­mynda­per­sóna (eða fígúra) sem til hefur orðið á Norð­ur­lönd­un­um. Hann birt­ist fyrst í dag­blað­inu Berl­ingske Tidende í nóv­em­ber 1951, höf­und­arnir dönsk hjón, Carla og Vil­helm Han­sen. Bæk­urnar um skap­góða björn­inn, í dopp­óttu bux­unum og með bláu húf­una og sem veit ekk­ert betra í henni ver­öld en pönnu­kök­ur, hafa selst í tug­millj­ón­a­tali og komið út á minnsta kosti þrjá­tíu tungu­mál­um. Á kvik­mynda­há­tíð­inni í Cannes í Frakk­landi kynnti danski kvik­mynda­fram­leið­and­inn Lars Sylv­est nýja teikni­mynda­seríu um Rasmus Klump. 

Ser­ían er ætluð til sýn­ingar í sjón­varpi og í fyrstu verða gerðir 26 þætt­ir, hver um sig 12 mín­útur á lengd. Fram­leið­and­inn stefnir þó að því að gera 100 þætti og von­ast til að geta selt þá bæði austan hafs og vest­an. Í við­tölum við danska blaða­menn í Cannes sagði Lars Sylv­est að þegar gera ætti þætti sem ætl­aðir væru til sýn­inga víða um heim væri að mörgu að hyggja. Það sem þætti sjálf­sagt í einu landi væri kannski óboð­legt í öðru landi. Hann nefndi sem dæmi sög­una um Rasmus Klump og Úrsúlu, í þeirri sögu vill hval­ur­inn, sem skip Rasmusar strandar á, ekki kafa. Hval­ur­inn gefur nefni­lega frá sér hljóð sem er öðru­vísi en hjá öðrum hvölum og þeir stríða hon­um. „Ein­elti“ sögðu full­trúar stórrar banda­rískrar sjón­varps­stöðvar „og það getum við ekki boðið banda­rískum börnum upp­á­.“ 

 Lars Sylv­est sagði að breyta hefði þurft hand­rit­inu en hval­ur­inn væri enn á sínum stað. Annað dæmi nefndi hann. Rasmus Klumpur klæð­ist ætíð rauðum buxum með hvítum dopp­um, í Kína táknar þetta gæfu og heppni. Þar að auki er björn­inn lukku­dýr Kín­verja. „Þeir munu taka Rasmusi Klump opnum örm­um“ sagði fram­leið­and­inn. Danskir fjöl­miðlar telja full­víst að teikni­mynd­irnar um Rasmus Klump muni njóta vin­sælda víða um heim. „Þótt danskar kvik­myndir séu nú orðnar vin­sælar á alþjóða­vett­vangi hafa danskar teikni­myndir ekki enn hitt á töfrafor­múl­una“ sagði blaða­maður Berl­ingske „en Rasmus Klumpur mun breyta því.“ Svo er bara að bíða og sjá.

Sven Hazel (eða Hassel)

Fyrir nokkrum dögum kom út í Dan­mörku bókin „Her­sveit hinna for­dæmdu“ eftir Sven Hazel. Þetta er ekki fyrsta útgáfa þess­arar þekktu bók­ar, hún kom fyrst út árið 1959. Ef frá er tal­inn H.C. And­er­sen og kannski Jussi Adler-Ol­sen er Sven Hazel sá höf­undur danskur sem mestum vin­sældum hefur náð á alþjóða­vett­vangi. Bækur hans, 14 tals­ins, hafa selst í að minnsta kosti 53 millj­ónum ein­taka. Þekktastar eru þær þrjár fyrstu, Her­sveit hinna for­dæmdu, sem kom út 1953, Dauð­inn á skrið­beltum og Stríðs­fé­lag­ar.

Sven Hazel, eða Hassel einsog hann kall­aði sig líka, hét þó hvor­u­gru þess­ara nafna, hans rétta nafn, eins og það stendur á skírn­ar­vott­orði var Börge Willy Red­sted Peder­sen, fæddur á Norð­ur­-­Sjá­landi 1917 og lést í Barcelona 2012. Þá hafði hann reyndar breytt nafni sínu að minnsta kosti tvisvar.

Af hverju vekur það athygli og umtal þótt þekkt bók sé end­ur­út­gef­in?

Í kynn­ingu á bók­inni, sem for­lagið Tur­bine gefur út, segir að Sven Hazel hafi barist á aust­ur­víg­stöðv­unum í síð­ari heims­styrj­öld­inni og bækur sínar byggi hann á reynslu sinni úr stríð­inu. Sá hængur er á þess­ari full­yrð­ingu að mik­ill vafi er tal­inn leika á að Sven Hazel, sem skrifar bækur sínar í fyrstu per­sónu, hafi nokkru sinni komið á víg­stöðv­arn­ar. Claus Bund­gaard Christen­sen, sagn­fræð­ingur sem rann­sakað hefur sögu danskra nas­ista full­yrðir að Sven Hazel hafi verið vakt­maður hjá þýska hernum í Kaup­manna­höfn nær öll stríðs­árin og bækur hans byggðar á sam­tölum hans við þýska her­menn sem höfðu verið á aust­ur­víg­stöðv­un­um. Sagn­fræð­ing­ur­inn undr­ast að for­lagið Tur­bine skuli vilja leggja nafn sitt við Sven Hazel, án þess að nokkur grein sé gerð fyrir því að inni­hald bók­ar­innar sé hreinn skáld­skapur sem lítið eigi skylt við raun­veru­leik­ann. Fram­kvæmda­stjóri Tur­bine for­lags­ins segir að þótt tím­arnir séu breyttir og bækur Sven Hazel ekki sagn­fræði sé áhugi á bókum hans mik­ill og bóka­for­lag eigi ekki að setj­ast í dóm­ara­sæti. Það segi sína sögu að bækur Sven Hazel hafi selst í tug­millj­ónum ein­taka.

Eins og áður sagði kom þessi nýja útgáfa Her­sveitar hinna for­dæmdu út í Dan­mörku fyrir nokkrum dög­um. Hvort Danir flykkj­ast í bóka­búð­irnar til að krækja sér í ein­tak leiðir tím­inn í ljós.

Við þurfum á þínu framlagi að halda

Þú getur tekið beinan þátt í að halda úti öflugum fjölmiðli.

Við sem vinnum á ritstjórn Kjarnans viljum hvetja þig til að vera með okkur í liði og leggja okkar góða fjölmiðli til mánaðarlegt framlag svo við getum haldið áfram að vinna fyrir lesendur, fyrir fólkið í landinu.

Kjarninn varð níu ára í sumar. Þegar hann hóf að taka við frjálsum framlögum þá varð slagorðið „Frjáls fjölmiðill fyrir andvirði kaffibolla“ til og lesendur voru hvattir til að leggja fram í það minnsta upphæð eins kaffibolla á mánuði.

Mikið vatn hefur runnið til sjávar á þeim níu árum sem Kjarninn hefur lifað. Í huga okkar á Kjarnanum hefur þörfin fyrir fjölmiðla sem veita raunverulegt aðhald og taka hlutverk sitt alvarlega aukist til muna.

Við trúum því að Kjarninn skipti máli fyrir samfélagið.

Við trúum því að sjálfstæð og vönduð blaðamennska skipti máli.

Ef þú trúir því sama þá endilega hugsaðu hvort Kjarninn er ekki allavega nokkurra kaffibolla virði á mánuði.

Vertu með okkur í liði. Þitt framlag skiptir máli.

Ritstjórn Kjarnans: Sunna Ósk Logadóttir, Þórður Snær Júlíusson, Erla María Markúsdóttir, Arnar Þór Ingólfsson, Eyrún Magnúsdóttir og Grétar Þór Sigurðsson.


Já takk, ég vil styrkja Kjarnann!
Þorbjörn Guðmundsson
Er íslenska velferðarkerfið ekki lengur griðarstaður þeirra sem minnst hafa?
Kjarninn 11. janúar 2023
Takk fyrir og sjáumst á nýjum miðli á föstudag
Bréf frá ritstjóra Kjarnans vegna sameiningar við Stundina og þess að nýr framsækinn fréttamiðill verður til í lok viku.
Kjarninn 11. janúar 2023
Sverrir Albertsson
Vatn á myllu kölska
Kjarninn 11. janúar 2023
Lögreglumenn standa vörð um gröfurnar í námunni.
Berjast fyrir þorpi á barmi hengiflugs
Lítið þorp í Rínarlöndum Þýskalands er allt komið í eigu kolarisa. Fyrirtækið ætlar sér að mylja niður húsin og stækka kolanámu sína sem þegar þekur um 80 ferkílómetra. Þetta þykir mörgum skjóta skökku við í heimi sem berst við loftslagsbreytingar.
Kjarninn 10. janúar 2023
Arnþrúður Karlsdóttir, útvarpsstjóri Útvarps Sögu.
Útvarp Saga telur fjölmiðlastyrki skapa tortryggni og bjóða upp á frændhygli
Fjögur fjölmiðlafyrirtæki hafa til þessa skilað inn umsögnum um frumvarp Lilju Alfreðsdóttur menningar- og viðskiptaráðherra, sem mun að óbreyttu framlengja núverandi styrkjakerfi til fjölmiðla.
Kjarninn 10. janúar 2023
Sólveig Anna Jónsdóttir formaður Eflingar.
Viðræðum slitið og Efling undirbýr verkfallsaðgerðir
Samtök atvinnulífsins hafa hafnað gagntilboði Eflingar um skammtímakjarasamning, sem kvað á um meiri launahækkanir en SA hefur samið um við aðra hópa á almennum vinnumarkaði til þessa. Efling undirbýr nú verkfallsaðgerðir.
Kjarninn 10. janúar 2023
Palestínski fáninn á lofti í mótmælum í Reykjavík. Ísraelskri lögreglu hefur nú verið fyrirskipað að rífa fánann niður á almannafæri.
Fánabann og refsiaðgerðir í Palestínu í kjölfar niðurstöðu Sameinuðu þjóðanna
Degi eftir að ný ríkisstjórn tók við völdum í Ísrael samþykkti allsherjarþing Sþ að fela Alþjóðadómstólnum í Haag að meta lögmæti hernáms Ísraelsríkis á Vesturbakkanum. Síðan þá hefur stjórnin gripið til refsiaðgerða og nú síðast fánabanns.
Kjarninn 10. janúar 2023
Gríðarlega mikil dæling á sandi á sér stað í Landeyjahöfn á hverju ári. Markarfljótið ber hundruð þúsunda tonna af jarðefnum út í sjó og það á til að safnast upp í mynni hafnarinnar.
Vilja sjúga sand af hafsbotni í stórum stíl og flytja út
Eftirspurn eftir íslenskum jarðefnum er gríðarleg ef marka má framkomin áform erlendra stórfyrirtækja um nýtingu þeirra. Vinsældir hafnarinnar í Þorlákshöfn eru samhliða mjög miklar.
Kjarninn 10. janúar 2023
Meira eftir höfundinnBorgþór Arngrímsson
Meira úr sama flokkiFréttaskýringar
None