Danskur skóli hefur sett faðmlagareglur

Búið er að setja faðmlagareglur í dönskum skóla, því faðmlög nemenda þóttu komin út í öfgar.
Búið er að setja faðmlagareglur í dönskum skóla, því faðmlög nemenda þóttu komin út í öfgar.
Auglýsing

Fyrir skömmu var hér í Kjarn­anum pist­ill um „faðm­laga­árátt­una“ svo­nefndu. Semsé þá venju sem skap­ast hefur á síð­ustu árum, að faðm­ast og smella eins og einum eða tveimur loft­kossum með. Loft­kossa- og vangaflens. Í áður­nefndum pistli kom fram að ekki væru til um faðm­lögin sér­stakar regl­ur, eða venj­ur, enda kannski hæg­ara sagt en gert. Faðm­lögin hafa ekki ein­skorð­ast við full­orðna, börn og ung­lingar hafa líka tekið upp þennan sið. 

Í mörgum dönskum grunn­skólum er það nán­ast orðin föst venja að nem­endur faðmist að morgni og aftur í lok skóla­dags og jafn­vel oft þar á milli. Bein­línis faðm­laga­fár segja sumir og telja þetta allt of mikið af því góða. Margir danskir grunn­skóla­kenn­arar hafa haft nokkrar áhyggjur af því, og rætt í sínum hópi, hvort það sé í lagi að þeir faðmi nem­end­ur. Á tímum þar sem ásök­unum um áreitni af kyn­ferð­is­legum toga hefur fjölgað mjög eru slíkar vanga­veltur skilj­an­leg­ar. 

Hol­mea­ger­skól­inn hefur faðm­laga­reglur

Hol­mea­ger­skól­inn í Greve á Suð­ur­-­Sjá­landi er almennur grunn­skóli með rúm­lega 700 nem­end­ur. Þar, eins og víða ann­ars stað­ar, hefur „faðm­laga­sið­ur­inn“ nán­ast orðið að fastri venju. Þetta á við um alla ald­urs­hópa innan skól­ans, frá yngstu bekkjum til þeirra elst­u. 

Auglýsing

Skóla­yf­ir­völd hafa nú sett reglur um faðm­lög­in. Heim­ilt er að faðm­ast að morgni, þegar skóla­dag­ur­inn hefst, og aftur síð­degis þegar skóla­starfi lýk­ur. Að mati margra nem­enda og kenn­ara voru faðm­lögin komin út í hreinar öfg­ar. Camilla Fors­berg einn stjórn­enda skól­ans sagði í blaða­við­tali að faðm­lögin hefðu í sumum til­vikum tekið á sig aðra mynd en æski­legt væri. Stærri og sterk­ari strákar hefðu iðu­lega not­fært sér faðm­lögin til að beita kröftum sínum eða jafn­vel viljað faðma „aft­an­frá“ eins og Camilla Fors­berg komst að orði. Stundum hefðu faðm­lög bekkj­ar­systk­ina, einkum í yngri bekkj­um, orðið að eins konar fjölda­faðm­lögum þar sem nem­endur hefðu endað í kös á gólf­inu. Þótt aldrei hefðu orðið óhöpp vegna þessa hefðu þau sem urðu neðst í hrúg­unni iðu­lega orðið skelkuð og for­eldrar í kjöl­farið kvart­að. 

Í sumum bekkjum hafa kenn­arar brugðið á það ráð að hafa sér­stakt faðm­laga­svæði í stof­unni og þegar aðstæður henta til­kynnir kenn­ar­inn að nú megi faðmast, give kram, og þá geta þau börn sem vilja tekið þátt í því staðið upp og farið á faðm­laga­svæðið en hin sitja í sætum sín­um. Blaða­maður Berl­ingske sem fékk að fylgj­ast með kennslu í einum bekk og þegar kenn­ar­inn til­kynnti að nú mætti faðm­ast tóku fimmtán börn af tutt­ugu og einu í bekknum þátt í því. Þegar blaða­maður spurði börnin hvað þeim fynd­ist um þetta fyr­ir­komu­lag voru þau öll á einu máli um að þetta væri snið­ugt. „Stundum vill maður ekk­ert vera með og þá situr maður bara kyrr,“ sagði einn strák­anna.

Að sögn stjórn­enda í Hol­mea­ger­skól­anum er þeim ekki kunn­ugt um að faðm­laga­regl­ur, líkt og hér hefur verið lýst, séu við lýði í öðrum dönskum skól­um, þótt það geti vel ver­ið.

Ert þú í Kjarnasamfélaginu?

Kjarninn er opinn vefur en líflínan okkar eru frjáls framlög frá lesendum, Kjarnasamfélagið. Sú stoð undir reksturinn er okkur afar mikilvæg.

Með því að skrá þig í Kjarnasamfélagið gerir þú okkur kleift að halda áfram að vinna í þágu almennings og birta vandaðar fréttaskýringar, djúpar greiningar á efnahagsmálum og annað fréttatengt gæðaefni. 

Kjarninn hefur verið til taks fyrir kröfuharða lesendur undanfarin sjö ár og við ætlum okkur að standa vaktina áfram. 

Fyrir þá sem nú þegar eru stoltir styrkjendur Kjarnans þá leyfum við okkur að benda á að hægt er að óska eftir að hækka mánaðarlega framlagið með því að senda póst á takk@kjarninn.is


Já takk, ég vil styrkja Kjarnann!
Svandís Svavarsdóttir, heilbrigðisráðherra.
Dóttir Svandísar alvarlega veik
Heilbrigðisráðherra ætlar með hjálp samstarfsfólks og fjarfunda að sinna áfram störfum sínum.
Kjarninn 10. júlí 2020
Saga Japans
Saga Japans
Saga Japans – Fall Soga-ættarinnar
Kjarninn 10. júlí 2020
Faraldurinn í faraldrinum
Ef hægt er að líkja heimsfaraldri COVID-19 við hvirfilbyl má líkja faraldri ópíóðafíknar við loftslagsbreytingar: Þær gerast hægt og bítandi en stundum í stökkum og eru stórhættulegar.
Kjarninn 10. júlí 2020
Ungmenni mótmæla aðgerðum stjórnvalda í loftslagsmálum.
„Loftslagsváin fer ekki í sumarfrí“
Ungmenni á Íslandi halda áfram að fara í verkfall fyrir loftslagið þrátt fyrir COVID-19 faraldur og sumarfrí. Greta Thunberg hvetur jafnframt áfram til mótmæla.
Kjarninn 9. júlí 2020
Afkoma ríkissjóðs jákvæð um 42 milljarða í fyrra
Tekjur ríkissjóðs námu samtals 830 milljörðum króna í fyrra en rekstrargjöld voru 809 milljarðar. Fjármagnsgjöld voru neikvæð um 57 milljarða en hlutdeild í afkomu félaga í eigu ríkisins jákvæð um 78 milljarða.
Kjarninn 9. júlí 2020
Guðmundur Hörður Guðmundsson
Menntamálaráðherra gleymdi meðalhófsreglunni
Kjarninn 9. júlí 2020
Kári Stefánsson, forstjóri ÍE.
„Þetta verður í fínu lagi“
Forstjóri Íslenskrar erfðagreiningar segir að starfsfólk fyrirtækisins muni rjúka til og hjálpa við skimun ef Landspítalinn þurfi á því að halda. Spítalinn sé þó „ágætlega í stakk búinn“ til þess að takast á við verkefnið.
Kjarninn 9. júlí 2020
Þórólfur Guðnason sóttvarnalæknir.
Þórólfur: Erum að beita öllum ráðum í bókinni
Sóttvarnalæknir segist ekki áforma að mæla með rýmkuðum reglum um fjöldatakmörk á samkomum á næstunni. Líklega muni núverandi takmarkanir, sem miða við 500 manns, gilda út ágúst.
Kjarninn 9. júlí 2020
Meira eftir höfundinnBorgþór Arngrímsson
Meira úr sama flokkiFréttaskýringar
None