27 ungmenni ákærð vegna falsaðra prófskírteina

Árið 2013 uppgötvaði nefnd, sem fer með eftirlit háskólanáms, að 19 manns með fölsuð prófskírteini höfðu sótt um skólavist í dönskum háskólum.
Árið 2013 uppgötvaði nefnd, sem fer með eftirlit háskólanáms, að 19 manns með fölsuð prófskírteini höfðu sótt um skólavist í dönskum háskólum.
Auglýsing

Danska lög­reglan hefur ákært 27 ung­menni sem hafa notað fölsuð próf­skír­teini til að kom­ast í háskóla­nám. Flestir hinna ákærðu eru útlend­ing­ar, búsettir í Dan­mörku.

Orðrómur um fölsuð loka­prófs­skír­teini úr fram­halds­skóla hefur árum saman verið á kreiki í Dan­mörku. Lengst af voru slíkar sögur ein­ungis kvittur sem hvorki fékkst sann­aður né stað­fest­ur. Árið 2013 upp­götv­aði nefnd, sem fer með eft­ir­lit háskóla­náms, að 19 manns með fölsuð próf­skír­teini höfðu sótt um skóla­vist í dönskum háskól­um. Undir venju­legum kring­um­stæðum væri um slík mál fjallað í sam­vinnu lög­reglu, við­kom­andi skóla og hand­hafa skír­tein­is­ins. Eft­ir­lits­nefnd­inni þótti hins­vegar þessi 19 skír­teini líkj­ast hvert öðru og það vakti grun um að þau hefðu verið gerð hjá hjá einum og sama „fram­leið­and­an­um“. Í fram­haldi af þessu ákvað eft­ir­lits­nefndin að kæra málið til lög­reglu og jafn­framt að fram­vegis yrðu öll slík mál kærð.

Flestir hinna ákærðu útlend­ing­ar 

Fyrir nokkrum dögum ákærði lög­reglan í Kaup­manna­höfn 27 ung­menni vegna falskra próf­skír­teina. Lög­reglan hefur upp­lýst að margir hinna ákærðu hafi ekki lokið fram­halds­skóla­prófi en í hópnum er líka fólk sem hafði lokið slíku prófi en með mun lægri ein­kunn en kom fram á „nýja“ skír­tein­inu. Ein­kunn sem ekki dugir til að kom­ast inn í danska háskóla,eða aðra sam­bæri­lega skóla, þar sem kröfur um ein­kunnir hafa verið hertar mjög á síð­ustu árum. 

Auglýsing

Árið 2015 sóttu tæp­lega 100 þús­und um skóla­vist

Í gögnum danska mennta­mála­ráðu­neyt­is­ins má sjá að á síð­asta ári sóttu tæp­lega 100 þús­und manns um skóla­vist í dönskum háskólum og öðrum sam­bæri­legum mennta­stofn­unum í land­inu. Af þessum hópi fengu um það bil 29 þús­und skóla­vist. 

Algeng­asta aðferðin við að senda inn umsókn er að nota sér­staka  vef­síðu, Opta­gel­se.dk. Til þess að geta farið þessa leið þarf umsækj­and­inn að hafa danska kenni­tölu og auð­kennis­lykil (Nem-id). Þá sækir við­kom­andi skóli ein­kunnir umsækj­and­ans í sér­stakan ein­kunna­banka, þar sem fram­halds­skól­inn hefur fært þær inn. Þarna er engin leið að breyta ein­kunn­um. Þessa aðferð not­uðu um það bil 90 þús­und manns á síð­asta ári.

Önnur leið til að sækja um skóla­vist er að senda inn gögn, ann­að­hvort sem skjöl á net­inu, eða á pappír eins og lengstum tíðk­að­ist. Þessa leið not­uðu um það bil 9 þús­und nem­endur í fyrra, í lang­flestum til­vikum útlend­ingar sem ekki hafa danska kenni­tölu og þar af leið­andi ekki auð­kennis­lyk­il­inn Nem-id. Það er fólk úr þessum hópi sem lög­reglan segir að hafi reynt að nota fölsk skír­teini til að detta í lukku­pott­inn eins og full­trúi lög­regl­unnar komst að orð­i. 

Þrír taldir hafa útbúið fjölda falskra skír­teina

Meðal þeirra 27 sem nú hafa verið ákærðir fyrir að nota fölsk skír­teini til umsóknar um skóla­vist eru þrír sem lög­reglan telur að hafi útbúið öll skír­tein­in. Algeng­asta aðferðin varð­andi þá sem lokið hafa fram­halds­skóla­prófi er að ein­kunn sé breytt, hærri tala sett í stað lægri. Varð­andi þá sem ekki hafa lokið prófi hafa fals­ar­arnir notað þá aðferð að breyta nafn­inu á skír­teini nem­anda sem útskrif­ast hefur með háar ein­kunnir á spjald­inu. Hvernig fals­ar­arnir hafa kom­ist yfir slík skír­teini vill lög­reglan ekki tjá sig um.

Hvað kostar falsað útskrift­ar­skír­teini?

Lög­reglan telur að fals­ar­arnir hafi viljað fá greiddar 20 þús­und danskar krónur (ca 380 þús­und íslenskar) fyrir hvert skír­teini. Þeir hafi ekki í öllum til­vikum borið svo mikið úr být­um, sumum hafi tek­ist að prútta um verð­ið. Þetta telj­ast ekki háar upp­hæðir í „fals­ara­brans­an­um“ að sögn lög­reglu, sem ekki vildi nefna refsi­kröf­ur.

Eft­ir­sótt­ustu skól­arnir

Kröfur danskra háskóla til ein­kunna verð­andi nýnema eru mis­mun­andi. Þeir skólar sem mestar kröfur gera eru: Kaup­manna­hafn­ar­há­skóli, Copen­hagen Business School, Copen­hagen Business Academy og Pro­fessions­höjskolen Metropol. Þessir fjórir skera sig nokkuð úr hvað kröfur um ein­kunnir nýnema varð­ar. Aðrir skólar miða við lægri með­al­ein­kunn til inn­göng­u. 

A og B skólar

Nokkrir danskir sér­fræð­ingar um skóla­mál telja að hinar mis­mun­andi inn­töku­kröfur hafi í för með sér að danskir háskólar séu að breyt­ast í það sem sér­fræð­ing­arnir kalla A og B skóla. Í hópi A skól­anna séu þeir fjórir sem áður voru nefndir og Háskól­inn í Árósum og Danski tækni­há­skól­inn, DTU. Þetta telja sér­fræð­ing­arnir frekar slæma breyt­ingu. Hætta sé á að háskólar þar sem nem­enda­hóp­ur­inn er með lægri ein­kunnir úr fram­halds­skóla geri minni kröfur til nem­end­anna. Þessi umræða er ekki sér­danskt fyr­ir­bæri, þekk­ist til dæmis á Íslandi.

Skól­arnir vilja fyr­ir­byggja svindl

Fréttir um ákær­urnar á hendur ung­menn­unum hafa vakið tals­verða athygli í Dan­mörku. Rekt­orar háskól­anna og emb­ætt­is­menn danska mennta­mála­ráðu­neyt­is­ins eru sam­mála um að leita þurfi leiða til að tryggja að fólk geti ekki kom­ist inn í háskól­ana á fölskum for­send­um.  Þeir sem kom­ist þannig inn í háskól­ana hafi ekki það sem til þurfi til að ná árangri í nám­inu og gef­ist fljót­lega upp. Alvar­legra sé þó að þeir sem fá skóla­vist út á fölsuð skil­ríki taki pláss frá öðrum sem undir eðli­legum kring­um­stæðum hefðu fengið inn­göng­u. 

Vilt þú vera með?

Frjálsir, hugrakkir fjölmiðlar eru ómetanlegir en ekki ókeypis. Kjarninn reiðir sig á framlög lesenda og með því að styrkja Kjarnann mánaðarlega tekur þú þátt í að halda úti öflugum fjölmiðli.

Kjarninn hefur verið til taks fyrir kröfuharða lesendur í sjö ár og við ætlum að standa vaktina áfram og bjóða almenningi upp á vandaða umfjöllun þar sem áhersla er á gæði og dýpt.  

Fyrir þá lesendur sem nú þegar eru stoltir styrkjendur Kjarnans þá leyfum við okkur að benda á að hægt er að óska eftir að hækka styrkinn með því að senda póst á takk@kjarninn.is


Já takk, ég vil styrkja Kjarnann!
Nýir tímar og tónlistin á vínyl
Söngkona og lagahöfundur frá Hofi í Öræfasveit sem býr nú í Osló í Noregi safnar fyrir vinyl-útgáfu á plötu á Karolina fund.
Kjarninn 31. október 2020
Víðir Reynisson, yfirlögregluþjónn hjá almannavarnardeild ríkislögreglustjóra, og Þórólfur Guðnason sóttvarnarlæknir.
Sóttvarnalæknir hvetur rjúpnaveiðimenn til að halda sig heima
Sóttvarnalæknir og almannavarnadeild ríkislögreglustjóra vilja því hvetja alla að vera heima og taka þannig öll þátt í baráttunni, líka rjúpnaveiðimenn.
Kjarninn 31. október 2020
Ásta Logadóttir, Lárus S. Guðmundsson og Ólafur Hjálmarsson
Þétting byggðar – Lýðheilsa og lífsgæði
Kjarninn 31. október 2020
Steingrímur J. Sigfússon hættir
Forseti Alþingis mun ekki vera í framboði í næstu þingkosningum. Það verður í fyrsta sinn frá 1978 sem hann verður ekki í framboði til Alþingis.
Kjarninn 31. október 2020
Benedikt Gíslason, bankastjóri Arion banka.
Arion banki búinn að höfða mál gegn Fjármálaeftirlitinu
Fjármálaeftirlit Seðlabankans sektaði Arion banka um tæpar 88 milljónir króna í sumar. Ástæðan var sú að upplýsingar um fyrirhugaðar fjöldauppsagnir í bankanum birtust í fjölmiðlum. Arion banki vill að ákvörðunin verði ógild.
Kjarninn 31. október 2020
Þorsteinn Már Baldvinsson, annar forstjóri Samherja, er stjórnarformaður Síldarvinnslunnar.
Eigið fé Síldarvinnslunnar nú 50 milljarðar króna
Síldarvinnslan hefur verið dugleg við að kaupa upp aflaheimildir síðust ár. Hún er að uppistöðu í eigu Samherja og fjölskyldufyrirtækis annars forstjóra Samherja. Saman halda útgerðir sem tengjast forstjórum Samherja á um 20 prósent af öllum kvóta.
Kjarninn 31. október 2020
Kristján Þór Júlíusson sjávarútvegs- og landbúnaðarráðherra lét Katrínu Jakobsdóttir forsætisráðherra vita af málinu eftir að ráðuneyti hans fékk ábendingu um það.
Kristján Þór upplýsti Katrínu um samskipti skrifstofustjóra við Stjórnartíðindi
Sjávarútvegsráðherra upplýsti forsætisráðherra um það í júlímánuði síðastliðnum að í júlí í fyrra hefði þáverandi skrifstofustjóri ráðuneytis hans átt samskipti við Stjórnartíðindi og látið fresta birtingu nýrra laga um laxeldi, sem kom fyrirtækjunum vel.
Kjarninn 31. október 2020
Jeff Bezos forstjóri Amazon
Metfjórðungur hjá Amazon
Tekjur Amazon á síðustu þremur mánuðum voru rúmlega fjórum sinnum meiri en landsframleiðsla Íslands í fyrra.
Kjarninn 30. október 2020
Meira eftir höfundinnBorgþór Arngrímsson
Meira úr sama flokkiFréttaskýringar
None