Verstu mistök Obama voru í Líbíu

Stríðið í Sýrlandi, Írak, Afganistan og í Líbýa má rekja til margra ólíkra þátta, sem erfitt er að greina til fulls. Barack Obama segir að Bandaríkin og bandalagsþjóðir hafi gert mikil mistök eftir hernaðaraðgerðir í Líbýu 2011.

Barack Obama, forseti Bandaríkjanna.
Barack Obama, forseti Bandaríkjanna.
Auglýsing

Barack Obama, Banda­ríkja­for­seti, lét hafa eftir sér í við­tali í apríl að mestu mis­tök sem hann bæri ábyrgð á, í for­seta­tíð hans, fælust í því að hafa ekki und­ir­búið og skipu­lagt hern­að­ar­að­gerðir betur í Líb­íu, í kjöl­far þess að Gaddafí var steypt af stóli, árið 2011. „Við – banda­lags­þjóð­irnar sem stóðum fyrir nauð­syn­legum hern­að­ar­að­gerðum – vorum ekki nægi­lega til­búin fyr­ir­ dag­inn eftir Gadda­fí,“ sagði Obama. Í kjöl­farið á því að Gaddafí var drep­inn, 20. októ­ber 2011, log­aði landið í átökum og póli­tískur glund­roði var algjör. Þetta var ekki aðeins við­kvæmt út frá því að stríð væri að brjót­ast út, sem ­gæti smit­ast út í nágranna­ríki, heldur einnig fyrir efn­hagas­legt og póli­tískt ­jafn­vægi á svæð­inu til lengri tíma.

Til ein­föld­un­ar, þá ótt­ast Obama að langan tíma til við­bót­ar – mörg ár – muni taka að koma efna­hags­legum innviðum Líbíu í samt lag

Frakkar og Bret­ar bera mikla ábyrgð

Hern­að­ar­að­gerð­irnar í land­inu, í kringum 20. októ­ber, vor­u ­fjöl­þjóð­legar en sér­sveitir franska og breska hers­ins báru ábyrgð á kort­lagn­ingu aðgerða í kjöl­far þess að Gaddafí var drep­inn.

Auglýsing

Þær áttu að miða að því að lág­marka stjórn­leysið og koma í veg fyrir að öfga­hópar gætu var­an­lega skotið rót­um. Aðgerð­irnar byggð­ust á til­lögu Obama, sem örygg­is­ráð Sam­ein­uðu þjóð­anna sam­þykkti 17. mars 2011. Alþjóða­sam­fé­lag­ið ber því sam­eig­in­lega ábyrgð á þessum aðgerð­um, þó Obama við­ur­kenni sjálfur að ­Banda­ríkin beri mikla for­ystu­á­byrgð í aðgerðum sem þess­um. „Að­gerðin var ­nauð­syn­leg, til að bjarga manns­líf­um, og það tók­st, en það tókst ekki nægi­lega vel upp með fram­hald­ið,“ sagði Obama.

Faldir sjóðir og ófriður

Faldir sjóðir Gaddafí upp á millj­arða Banda­ríkja­dala, vor­u eitt helsta áhyggju­efn­ið. Þrátt fyrir að stór hluti þeirra hafi verið gerð­ur­ ­upp­tækur með fryst­ingu á banka­reikn­ing­um, meðal ann­ars í Sviss, London og Hong ­Kong, þá er talið að miklar fjár­hæðir hafi kom­ist undan til trún­að­ar­manna ­Gadda­fí, og þaðan flætt til öfga­hópa, sem síðan hafa alið á ófriði og átök­um, ­með mis­kunn­ar­lausu ofbeldi. Meðal ann­ars undir merkum íslamska rík­is­ins.

Glund­roði í Líb­íu, sem býr yfir olíu­auð­lind­um, hefur átt s­inn þátt í að magna upp átökin í Sýr­landi og einnig grafa undan gangi efna­hags­mála á ákveðnum svæðum í Egypta­landi. Alsír, Túnis og Egypta­land eiga landa­mæri að Líbíu sem er stað­sett á áhrifa­miklu svæði, með til­liti til hern­að­ar­að­gerða. Þó að­eins 6,2 millj­ónir manna búi í Líbýu, þá var stjórn á aðgerðum í Líbíu tal­in lyk­ill­inn að því að skipu­leggja hern­að­ar­að­gerðir vel í nágranna­ríkj­um, með­al­ ann­ars í Sýr­landi.

Arabíska vorið svokallaða, sem er samheiti yfir borgarastríð, uppreinir og ófrið á árunum 2010 og 2011, teygði sig yfir gríðarlega stórt svæði í Norður-Afríkur og Miðausturlöndum. Uppsprettan var meðal annars í Líbýu, þar sem einræðisherranum Gaddafí var steypt af stóli og hann síðan myrtur.

Við­var­andi átök

Við­var­andi átök hafa verið í Írak, Sýr­landi, Afganistan og einnig í Norð­ur­-Afr­íku, þar sem Líbía er með­tal­in. Í umfjöllun For­eign Policy, um aðgerðir í Líb­íu, eftir að Gaddafí féll, segir að Banda­ríkja­her hafi frestað því að þjálfa upp sex til átta þús­und manna her­lið, árið 2014, skipað af heima­mönn­um. Þetta hafi ekki verið talið nauð­syn­legt, en eftir því sem tím­inn ­leið þá hafði komið í ljós að þetta hafi verið mikil mis­tök. Staðan hefði hratt breyst til hins verra í fyrra, og mik­il­vægi þess að ná stjórn á til­teknum svæðum í land­inu, einkum nærri olíu­auð­lind­um, flug­völlum og öðrum mik­il­vægum svæð­um, hafi gert slæma stöðu hættu­lega og enn verri.

Þá hafi straumur flótta­fólks í gegnum Líb­íu, og þaðan yfir­ Mið­jarð­ar­haf­ið, verið mik­ill alveg síðan borg­ar­styrj­öld í land­inu braust út í Ar­ab­íska vor­inu 2011. Þrátt fyrir allt, hafi ekki tek­ist að koma í veg fyrir að illa útbúnir bát­ar, með alltof marga inn­an­borðs, leggi upp í för yfir haf­ið, oft með þeim skelfi­legu afleið­ingum að far­þegar hafa drukkn­að, í þús­unda­tali ­yfir margra ára tíma­bil.

Þrátt fyrir að við­ur­kenna mis­tök í Líb­íu, þá segir Obama að hern­að­ar­í­hlut­un í land­inu hafi verið nauð­syn­leg, og gert mikið gagn. En eft­ir­fylgni í hern­að­i er flókin og erfið í fram­kvæmd, eins og dæmin sanna úr sög­unn­i. 

Skiptir Kjarninn þig máli?

Kjarninn reiðir sig á framlög lesenda. Með því að styrkja Kjarnann mánaðarlega tekur þú þátt í að halda úti öflugum fjölmiðli.

Við erum til staðar fyrir lesendur og fjöllum um það sem skiptir máli.

Ef Kjarninn skiptir þig máli þá máttu endilega vera með okkur í liði.

Já takk, ég vil styrkja Kjarnann!
Flokkur Sigurðar Inga Jóhannssonar andar ofan í hálsmál flokks Bjarna Benediktssonar samkvæmt síðustu könnunum.
Framsókn mælist næstum jafn stór og Sjálfstæðisflokkurinn
Stjórnarflokkarnir hafa tapað umtalsverðu fylgi á kjörtímabilinu. Sjálfstæðisflokkurinn nær mun verr til fólks undir fertugu en annarra á meðan að Framsókn nýtur mikilla vinsælda þar. Vinstri græn mælast með þriðjungi minna fylgi en í síðustu kosningum.
Kjarninn 24. júní 2022
Samkeppniseftirlitið ekki haft aðkomu að rannsókn á dótturfélagi Eimskips í Danmörku
Dönsk samkeppnisyfirvöld staðfesta að húsleit hafi farið fram hjá dótturfélagi Eimskips í Danmörku en vilja að öðru leyti ekki tjá sig um rannsókn málsins. Ekki hefur verið óskað eftir aðstoð Samkeppniseftirlitsins hér á landi við rannsóknina.
Kjarninn 24. júní 2022
Þórir Haraldsson er forstjóri Líflands. Félagið flytur inn korn sem það malar í hveiti annars vegar og fóður hins vegar.
Verð á hveiti hækkað um 40 prósent á hálfu ári
Litlar líkur eru á því að hveiti muni skorta hér á landi að sögn forstjóra Líflands en félagið framleiðir hveiti undir merkjum Kornax í einu hveitimyllu landsins. Verð gæti lækkað á næsta ári ef átökin í Úkraínu stöðvast fljótlega.
Kjarninn 24. júní 2022
Lilja D. Alfreðsdóttir, menningar- og viðskiptaráðherra, lagði fram tillögu um skipun starfshópsins sem var samþykkt.
Eru íslensku bankarnir að okra á heimilum landsins?
Starfshópur hefur verið skipaður til að greina hvernig íslenskir bankar haga gjaldtöku sinni, hvernig þeir græða peninga og hvort það sé vísvitandi gert með ógagnsæjum hætti í skjóli fákeppni. Hópurinn á að bera það saman við stöðuna á Norðurlöndum.
Kjarninn 24. júní 2022
Valgerður Jóhannsdóttir og Finnborg Salome Steinþórsdóttir eru höfundar greinarinnar Kynjaslagsíða í fréttum: Um fjölbreytni og lýðræðishlutverk fjölmiðla.
Konur aðeins þriðjungur viðmælanda íslenskra fjölmiðla
Hlutur kvenna í fréttum hér á landi er rýrari en annars staðar á Norðurlöndum. Ekki er afgerandi kynjaskipting eftir málefnasviðum í íslenskum fréttum, ólíkt því sem tíðkast víðast hvar annars staðar.
Kjarninn 24. júní 2022
Seðlabankinn tekur beiðni Kjarnans um „ruslaskistu Seðlabankans“ til efnislegrar meðferðar
Nýlegur úrskurður úrskurðarnefndar um upplýsingamál skikkar Seðlabanka Íslands til að kanna hvort hann hafi gögn um Eignasafn Seðlabanka Íslands undir höndum og leggja í kjölfarið mat á hvort þau gögn séu háð þagnarskyldu.
Kjarninn 24. júní 2022
Tanja Ísfjörð Magnúsdóttir
Af hverju eru svona mörg kynferðisbrotamál felld niður?
Kjarninn 24. júní 2022
Bernhard Esau, fyrrverandi sjávarútvegsráðherra Namibíu, og Þorsteinn Már Baldvinsson hittust nokkrum sinnum. Sá fyrrnefndi hefur verið ákærður í Namibíu og sá síðarnefndi er með stöðu sakbornings í rannsókn á Íslandi.
Fjármagnsskortur stendur ekki í vegi fyrir áframhaldandi rannsókn á Samherja
Útistandandi réttarbeiðni í Namibíu er stærsta hindrun þess að hægt sé að ljúka rannsókn á Samherjamálinu svokallaða. Skortur á fjármunum er ekki ástæða þess að ákvörðun um ákæru hefur ekki verið tekin, tveimur og hálfu ári eftir að rannsókn hófst.
Kjarninn 24. júní 2022
Meira eftir höfundinnMagnús Halldórsson
Meira úr sama flokkiFréttaskýringar
None