Á þriðja tug frumvarpa urðu að lögum í síðustu þingvikunni

Skattaafslættir til erlendra sérfræðinga, auknar heimildir til að kaupa áfengi í fríhöfninni, nýtt greiðsluþátttökukerfi, hömlur á Airbnb útleigu og tæki til að stýra vaxtamunaviðskiptum. Allt eru þetta atriði í lögum sem samþykkt voru í liðinni viku.

forseti alþingis
Auglýsing

Alþingi sam­þykkti 24 frum­vörp til nýrra laga eða sem inni­héldu laga­breyt­ingar í síð­ustu vik­unni sem það starf­aði þetta vor­ið. Sum­ þeirra munu hafa mjög sýni­leg áhrif á dag­legt líf borg­ara lands­ins en önn­ur ­síð­ur, þótt mik­il­væg séu. Rit­stjórn Kjarn­ans tók saman helstu laga­breyt­ing­arn­ar ­sem sam­þykktar voru í þess­ari síð­ustu loku.

Bjarni Bene­dikts­son, fjár­mála- og efna­hags­ráð­herra, lagð­i fram frum­varp um lög um fjár­mögnun og rekstur nýsköp­un­ar­fyr­ir­tækja og smærri ­fyr­ir­tækja í rekstri í vor. Það var sam­þykkt í gær. Lögin fela í sér alls kyns breyt­ingar sem styðja við fjár­mögnun og rekstur slíkra fyr­ir­tækja. Á með­al­ þeirra eru að erlendir sér­fræð­ingar sem ráðnir verða til starfa hér á landi munu ein­ungis þurfa að greiða skatta af 75 pró­­sent af tekjum sínum í þrjú ár. Í lög­unum voru skattaí­viln­andi vegna rann­­sókn­­ar- og þró­un­­ar­­kostn­aðar verði hækk­­að­­ar­ veru­­lega. Hámark slíks kostn­að­ar­ til almennrar við­mið­unar á frá­­drætti var hækk­­ða úr 100 millj­­ónum króna í 300 millj­­ónir króna og úr 150 í 450 millj­­ónir króna þegar um aðkeypta rann­­sókn­­ar- og ­þró­un­­ar­­þjón­­ustu er að ræða frá ótengdu fyr­ir­tæki, háskóla eða rann­­sókna­­stofn­un.

Alþingi sam­þykkt­i einnig frum­varp Bjarna um breyt­ingar á lögum um gjald­eyr­is­mál sem veita ­Seðla­banka Íslands heim­ild til að setja bindi­skyldu á inn­streymi fjár­magns til­ lands­ins. Þetta stjórn­tæki á að varna íslenska hag­kerf­inu frá stór­tæk­um ­vaxta­muna­við­skipt­um, þar sem fjár­festar flytja hingað fé til að hagn­ast á háum vöxt­um, sem reyns­d­ust mik­ill örlaga­valdur í íslensku efna­hags­lífi fyrir hrun og voru höf­uð­á­stæða hinnar svoköll­uðu snjó­hengju aflandskróna.

Auglýsing

Öll hús­næð­is­frum­vörp Eyglóar Harð­ar­dótt­ur, félags- og hús­næð­is­mála­ráð­herra, voru sam­þykkt á loka­metrum þings­ins. Frum­vörpin eru um almennar íbúð­ir, húsa­leig­u, hús­næð­is­bætur og  hús­næð­is­sam­vinnu­fé­lög. Almennar íbúðir eiga að bæta hús­næð­is­ör­yggi með því að auka aðgengi að öruggu leigu­hús­næði og stuðla að því að hús­næð­is­kostn­aður sé í sam­ræmi við greiðslu­getu leigj­enda. Lög um hús­næð­is­bætur eiga að lækka hús­næð­is­kostnað efna­minni leigj­enda með greiðslu hús­næð­is­bóta.

Útlend­inga­lög Ólafar Nor­dal inn­an­rík­is­ráð­herra fela í sér heild­ar­end­ur­skoðun fyrri laga frá árin­u 2002. Lögin byggja á tveggja ára vinnu póli­tískrar þing­nefndar sem skipuð var af þáver­andi inn­an­rík­is­ráð­herra, Hönnu Birnu Krist­jáns­dótt­ur. Með lög­unum er ­meiri sam­ræm­ing á milli laga um útlend­inga og laga um atvinnu­mál útlend­inga, d­val­ar­leyfa­flokkum er breytt, skil­yrði dval­ar­leyfa ein­földuð og kaflar um al­þjóð­lega vernd hafa verið end­ur­skoð­aðir og upp­færðir í sam­ræmi við al­þjóð­lega, evr­ópska og nor­ræna þró­un.



Frum­varp Krist­jáns Þórs Júl­í­us­sonar heil­brigð­is­ráð­herra til laga um nýtt greiðslu­þátt­töku­kerfi í heil­brigð­is­þjón­ustu tekur gildi 1. febr­úar 2017. Al­þingi hefur lýst yfir vilja til að auka fjár­fram­lög til að styrkja starf­sem­i heilsu­gæsl­unnar í nýju kerfi og minnka kostnað sjúk­linga. Gert er ráð fyrir að ­með nýju kerfi eigi sjúk­lingar ekki að borga meira í kostnað heldur en 50.000 krónur á ári.

Lög­ ­Bjarna Bene­dikts­sonar um breyt­ingu á lögum um gjald af áfengi og tóbaki vor­u einnig sam­þykkt. Þau snúa að leyfi­legu magni sem hver og einn má koma með af ­toll­frjálsu áfengi inn í land­ið. Ferða­menn, sjó­menn og starfs­fólk flug­fé­laga eru nú bundin af ein­ingum en ekki magni og í stuttu máli má hver og einn nú ­taka meira áfengi með sér inn í land­ið.

Þá voru svoköll­uð A­ir­bn­b-lög Ragn­heiðar Elínar Árna­dótt­ur, iðn­að­ar- og við­skipta­ráð­herra, sam­þykkt á þriðju­dag, en með þeim er kveðið á um tak­mark­anir á útleigu íbúða í gegn­um ­síður eins og Air­bnb. Ekki verður heim­ilt að leigja út lengur en 90 daga á ári, eða svo lengi sem tekjur eru undir tveimur millj­ónum króna.

Á þriðju­dag voru líka sam­þykktar laga­breyt­ingar um ­tíma­bundnar end­ur­greiðslur vegna kvik­mynda­gerðar á Íslandi. Ragn­heiður Elín lagði einnig fram það frum­varp. Í breyt­ing­unum fóls að end­ur­greiðslur vegna ­kvik­mynda­gerðar hækka úr 20 pró­sent í 25 pró­sent af kostn­að­i.  Frá árinu 2001 til árs­ins 2015 hef­ur ­rík­is­sjóður varið um fimm og hálfum millj­arði króna í end­ur­greiðslur vegna ­kvik­mynda­gerð­ar, þar af 793 millj­ónum króna á árinu 2015.





Við þurfum á þínu framlagi að halda

Þú getur tekið beinan þátt í að halda úti öflugum fjölmiðli.

Við sem vinnum á ritstjórn Kjarnans viljum hvetja þig til að vera með okkur í liði og leggja okkar góða fjölmiðli til mánaðarlegt framlag svo við getum haldið áfram að vinna fyrir lesendur, fyrir fólkið í landinu.

Kjarninn varð níu ára í sumar. Þegar hann hóf að taka við frjálsum framlögum þá varð slagorðið „Frjáls fjölmiðill fyrir andvirði kaffibolla“ til og lesendur voru hvattir til að leggja fram í það minnsta upphæð eins kaffibolla á mánuði.

Mikið vatn hefur runnið til sjávar á þeim níu árum sem Kjarninn hefur lifað. Í huga okkar á Kjarnanum hefur þörfin fyrir fjölmiðla sem veita raunverulegt aðhald og taka hlutverk sitt alvarlega aukist til muna.

Við trúum því að Kjarninn skipti máli fyrir samfélagið.

Við trúum því að sjálfstæð og vönduð blaðamennska skipti máli.

Ef þú trúir því sama þá endilega hugsaðu hvort Kjarninn er ekki allavega nokkurra kaffibolla virði á mánuði.

Vertu með okkur í liði. Þitt framlag skiptir máli.

Ritstjórn Kjarnans: Sunna Ósk Logadóttir, Þórður Snær Júlíusson, Erla María Markúsdóttir, Arnar Þór Ingólfsson, Eyrún Magnúsdóttir og Grétar Þór Sigurðsson.


Já takk, ég vil styrkja Kjarnann!
Þorbjörn Guðmundsson
Er íslenska velferðarkerfið ekki lengur griðarstaður þeirra sem minnst hafa?
Kjarninn 11. janúar 2023
Takk fyrir og sjáumst á nýjum miðli á föstudag
Bréf frá ritstjóra Kjarnans vegna sameiningar við Stundina og þess að nýr framsækinn fréttamiðill verður til í lok viku.
Kjarninn 11. janúar 2023
Sverrir Albertsson
Vatn á myllu kölska
Kjarninn 11. janúar 2023
Lögreglumenn standa vörð um gröfurnar í námunni.
Berjast fyrir þorpi á barmi hengiflugs
Lítið þorp í Rínarlöndum Þýskalands er allt komið í eigu kolarisa. Fyrirtækið ætlar sér að mylja niður húsin og stækka kolanámu sína sem þegar þekur um 80 ferkílómetra. Þetta þykir mörgum skjóta skökku við í heimi sem berst við loftslagsbreytingar.
Kjarninn 10. janúar 2023
Arnþrúður Karlsdóttir, útvarpsstjóri Útvarps Sögu.
Útvarp Saga telur fjölmiðlastyrki skapa tortryggni og bjóða upp á frændhygli
Fjögur fjölmiðlafyrirtæki hafa til þessa skilað inn umsögnum um frumvarp Lilju Alfreðsdóttur menningar- og viðskiptaráðherra, sem mun að óbreyttu framlengja núverandi styrkjakerfi til fjölmiðla.
Kjarninn 10. janúar 2023
Sólveig Anna Jónsdóttir formaður Eflingar.
Viðræðum slitið og Efling undirbýr verkfallsaðgerðir
Samtök atvinnulífsins hafa hafnað gagntilboði Eflingar um skammtímakjarasamning, sem kvað á um meiri launahækkanir en SA hefur samið um við aðra hópa á almennum vinnumarkaði til þessa. Efling undirbýr nú verkfallsaðgerðir.
Kjarninn 10. janúar 2023
Palestínski fáninn á lofti í mótmælum í Reykjavík. Ísraelskri lögreglu hefur nú verið fyrirskipað að rífa fánann niður á almannafæri.
Fánabann og refsiaðgerðir í Palestínu í kjölfar niðurstöðu Sameinuðu þjóðanna
Degi eftir að ný ríkisstjórn tók við völdum í Ísrael samþykkti allsherjarþing Sþ að fela Alþjóðadómstólnum í Haag að meta lögmæti hernáms Ísraelsríkis á Vesturbakkanum. Síðan þá hefur stjórnin gripið til refsiaðgerða og nú síðast fánabanns.
Kjarninn 10. janúar 2023
Gríðarlega mikil dæling á sandi á sér stað í Landeyjahöfn á hverju ári. Markarfljótið ber hundruð þúsunda tonna af jarðefnum út í sjó og það á til að safnast upp í mynni hafnarinnar.
Vilja sjúga sand af hafsbotni í stórum stíl og flytja út
Eftirspurn eftir íslenskum jarðefnum er gríðarleg ef marka má framkomin áform erlendra stórfyrirtækja um nýtingu þeirra. Vinsældir hafnarinnar í Þorlákshöfn eru samhliða mjög miklar.
Kjarninn 10. janúar 2023
Meira úr sama flokkiFréttaskýringar
None