Á þriðja tug frumvarpa urðu að lögum í síðustu þingvikunni

Skattaafslættir til erlendra sérfræðinga, auknar heimildir til að kaupa áfengi í fríhöfninni, nýtt greiðsluþátttökukerfi, hömlur á Airbnb útleigu og tæki til að stýra vaxtamunaviðskiptum. Allt eru þetta atriði í lögum sem samþykkt voru í liðinni viku.

forseti alþingis
Auglýsing

Alþingi samþykkti 24 frumvörp til nýrra laga eða sem innihéldu lagabreytingar í síðustu vikunni sem það starfaði þetta vorið. Sum þeirra munu hafa mjög sýnileg áhrif á daglegt líf borgara landsins en önnur síður, þótt mikilvæg séu. Ritstjórn Kjarnans tók saman helstu lagabreytingarnar sem samþykktar voru í þessari síðustu loku.

Bjarni Benediktsson, fjármála- og efnahagsráðherra, lagði fram frumvarp um lög um fjármögnun og rekstur nýsköpunarfyrirtækja og smærri fyrirtækja í rekstri í vor. Það var samþykkt í gær. Lögin fela í sér alls kyns breytingar sem styðja við fjármögnun og rekstur slíkra fyrirtækja. Á meðal þeirra eru að erlendir sérfræðingar sem ráðnir verða til starfa hér á landi munu ein­ungis þurfa að greiða skatta af 75 pró­sent af tekjum sínum í þrjú ár. Í lögunum voru skattaívilnandi vegna rann­sókn­ar- og þró­un­ar­kostn­aðar verði hækk­að­ar­ veru­lega. Hámark slíks kostn­aðar til almennrar við­mið­unar á frá­drætti var hækk­ða úr 100 millj­ónum króna í 300 millj­ónir króna og úr 150 í 450 millj­ónir króna þegar um aðkeypta rann­sókn­ar- og ­þró­un­ar­þjón­ustu er að ræða frá ótengdu fyr­ir­tæki, háskóla eða rann­sókna­stofn­un.

Alþingi samþykkti einnig frumvarp Bjarna um breytingar á lögum um gjaldeyrismál sem veita Seðlabanka Íslands heimild til að setja bindiskyldu á innstreymi fjármagns til landsins. Þetta stjórntæki á að varna íslenska hagkerfinu frá stórtækum vaxtamunaviðskiptum, þar sem fjárfestar flytja hingað fé til að hagnast á háum vöxtum, sem reynsdust mikill örlagavaldur í íslensku efnahagslífi fyrir hrun og voru höfuðástæða hinnar svokölluðu snjóhengju aflandskróna.

Auglýsing

Öll húsnæðisfrumvörp Eyglóar Harðardóttur, félags- og húsnæðismálaráðherra, voru samþykkt á lokametrum þingsins. Frumvörpin eru um almennar íbúðir, húsaleigu, húsnæðisbætur og  húsnæðissamvinnufélög. Almennar íbúðir eiga að bæta húsnæðisöryggi með því að auka aðgengi að öruggu leiguhúsnæði og stuðla að því að húsnæðiskostnaður sé í samræmi við greiðslugetu leigjenda. Lög um húsnæðisbætur eiga að lækka húsnæðiskostnað efnaminni leigjenda með greiðslu húsnæðisbóta.

Útlendingalög Ólafar Nordal innanríkisráðherra fela í sér heildarendurskoðun fyrri laga frá árinu 2002. Lögin byggja á tveggja ára vinnu pólitískrar þingnefndar sem skipuð var af þáverandi innanríkisráðherra, Hönnu Birnu Kristjánsdóttur. Með lögunum er meiri samræming á milli laga um útlendinga og laga um atvinnumál útlendinga, dvalarleyfaflokkum er breytt, skilyrði dvalarleyfa einfölduð og kaflar um alþjóðlega vernd hafa verið endurskoðaðir og uppfærðir í samræmi við alþjóðlega, evrópska og norræna þróun.

Frumvarp Kristjáns Þórs Júlíussonar heilbrigðisráðherra til laga um nýtt greiðsluþátttökukerfi í heilbrigðisþjónustu tekur gildi 1. febrúar 2017. Alþingi hefur lýst yfir vilja til að auka fjárframlög til að styrkja starfsemi heilsugæslunnar í nýju kerfi og minnka kostnað sjúklinga. Gert er ráð fyrir að með nýju kerfi eigi sjúklingar ekki að borga meira í kostnað heldur en 50.000 krónur á ári.
Lög Bjarna Benediktssonar um breytingu á lögum um gjald af áfengi og tóbaki voru einnig samþykkt. Þau snúa að leyfilegu magni sem hver og einn má koma með af tollfrjálsu áfengi inn í landið. Ferðamenn, sjómenn og starfsfólk flugfélaga eru nú bundin af einingum en ekki magni og í stuttu máli má hver og einn nú taka meira áfengi með sér inn í landið.

Þá voru svokölluð Airbnb-lög Ragnheiðar Elínar Árnadóttur, iðnaðar- og viðskiptaráðherra, samþykkt á þriðjudag, en með þeim er kveðið á um takmarkanir á útleigu íbúða í gegnum síður eins og Airbnb. Ekki verður heimilt að leigja út lengur en 90 daga á ári, eða svo lengi sem tekjur eru undir tveimur milljónum króna.

Á þriðjudag voru líka samþykktar lagabreytingar um tímabundnar endurgreiðslur vegna kvikmyndagerðar á Íslandi. Ragnheiður Elín lagði einnig fram það frumvarp. Í breytingunum fóls að endurgreiðslur vegna kvikmyndagerðar hækka úr 20 prósent í 25 prósent af kostnaði.  Frá árinu 2001 til ársins 2015 hefur ríkissjóður varið um fimm og hálfum milljarði króna í endurgreiðslur vegna kvikmyndagerðar, þar af 793 milljónum króna á árinu 2015.



Styrkir þú Kjarnann?

Kjarninn reiðir sig á framlög lesenda. Með því að styrkja Kjarnann mánaðarlega tekur þú þátt í að halda úti öflugum fjölmiðli.

Kjarninn hefur verið til taks fyrir kröfuharða lesendur í sjö ár og býður almenningi upp á vandaða umfjöllun þar sem áhersla er á gæði og dýpt.  

Ef þú ert nú þegar styrkjandi leyfum við okkur að benda á að hægt er að óska eftir að hækka styrkinn með því að senda póst á takk@kjarninn.is


Já takk, ég vil styrkja Kjarnann!
Svandís Svavarsdóttir heilbrigðisráðherra var bólusett í Laugardalshöllinni í gær. Bólusetningar ganga nú mjög hratt fyrir sig á Íslandi og samhliða dregur úr takmörkunum.
Fjöldatakmarkanir hækkaðar í 50 manns frá og með næsta mánudegi
Opnunartími veitingastaða verður lengdur um klukkustund, leyfilegur fjöldi í verslunum tvöfaldast, fleiri mega vera í sundi og fara í ræktina. Grímuskylda verður hins vegar óbreytt.
Kjarninn 7. maí 2021
Skálað á kaffihúsi í Danmörku.
Ýta við ferðaþjónustunni með 32 milljarða króna „sumarpakka“
Danska ríkisstjórnin ætlar að setja 1,6 milljarða danskra króna, um 32 milljarða íslenskra, í „sumarpakka“ til að örva ferðaþjónustu landsins.
Kjarninn 7. maí 2021
Kvótinn um 1.200 milljarða króna virði – Þrjár blokkir halda á tæplega helmingi hans
Miðað við síðustu gerðu viðskipti með aflaheimildir þá er virði þeirra langtum hærra en bókfært virði í ársreikningum útgerða. Í næstu viku munu örfáir eigendur útgerðar selja tæplega 30 prósent hlut sinn í henni.
Kjarninn 7. maí 2021
Páll Magnússon er formaður allsherjar- og menntamálanefndar.
Nefnd búin að afgreiða fjölmiðlastyrki og umsóknarfrestur verður til loka maímánaðar
Meirihluti allsherjar- og menntamálanefndar hefur skilað áliti um stuðningskerfi til fjölmiðla. Þar er lagt til að þrengja skilyrði fyrir stuðningi úr ríkissjóði og gildistími laganna er færður í eitt ár.
Kjarninn 7. maí 2021
Rósa Guðbjartsdóttir, bæjarstjóri Hafnarfjarðar, og verk Libiu og Ólafs áður en það var tekið niður af gafli Hafnarborgar.
Bæjarstjóri hafnar því að hafa gerst sek um ritskoðun þegar listaverk var fjarlægt
Fulltrúar minnihlutans í Hafnarfirðii segja fjarlægingu listaverks Libiu Castro og Ólafs Ólafssonar af gafli Hafnarborgar síðastliðinn sunnudag „alvarlega aðför að tjáningarfrelsi“ og vilja að bæjaryfirvöld biðji tvíeykið afsökunar.
Kjarninn 7. maí 2021
Svæðið fyrir og eftir að Rio Tinto hafði farið yfir það með stórvirkum vinnuvélum.
Hluthafar Rio Tinto hafna starfskjarastefnu sem ofurlaun forstjórans fyrrverandi byggðu á
Fyrstu viðbrögð Rio Tinto og forstjóra þess, þegar upp komst að fyrirtækið hefði eyðilagt 46 þúsund ára gamla steinhella, voru að segjast ekki hafa vitað að þeir væru heilagir í hugum frumbyggjanna. Þessar afsakanir voru hluthöfum ekki að skapi.
Kjarninn 6. maí 2021
Bjarni Benediktsson, fjármála- og efnahagsmálaráðherra.
Telur ásakanir um meint brot Samherja ekki hafa skaðað orðspor íslenskra fyrirtækja
Fjármála- og efnahagsráðherra segist aldrei hafa fengið símtal, ábendingu eða umkvörtun frá nokkrum einasta aðila sem heldur því fram að ásakanir um lögbrot Samherja séu að valda einhverjum verulegum vandræðum fyrir íslenskan útflutning.
Kjarninn 6. maí 2021
Lilja Björk Einarsdóttir, bankastjóri Landsbankans.
Landsbankinn hagnaðist um 7,6 milljarða króna á þremur mánuðum
Hlutdeild Landsbanka Íslands á íbúðalánamarkaði hefur stóraukist milli ára og er nú 26,8 prósent. Hún hefur aldrei verið hærri. Eigið fé bankans er nú 261,4 milljarðar króna.
Kjarninn 6. maí 2021
Meira úr sama flokkiFréttaskýringar
None