Á þriðja tug frumvarpa urðu að lögum í síðustu þingvikunni

Skattaafslættir til erlendra sérfræðinga, auknar heimildir til að kaupa áfengi í fríhöfninni, nýtt greiðsluþátttökukerfi, hömlur á Airbnb útleigu og tæki til að stýra vaxtamunaviðskiptum. Allt eru þetta atriði í lögum sem samþykkt voru í liðinni viku.

forseti alþingis
Auglýsing

Alþingi sam­þykkti 24 frum­vörp til nýrra laga eða sem inni­héldu laga­breyt­ingar í síð­ustu vik­unni sem það starf­aði þetta vor­ið. Sum­ þeirra munu hafa mjög sýni­leg áhrif á dag­legt líf borg­ara lands­ins en önn­ur ­síð­ur, þótt mik­il­væg séu. Rit­stjórn Kjarn­ans tók saman helstu laga­breyt­ing­arn­ar ­sem sam­þykktar voru í þess­ari síð­ustu loku.

Bjarni Bene­dikts­son, fjár­mála- og efna­hags­ráð­herra, lagð­i fram frum­varp um lög um fjár­mögnun og rekstur nýsköp­un­ar­fyr­ir­tækja og smærri ­fyr­ir­tækja í rekstri í vor. Það var sam­þykkt í gær. Lögin fela í sér alls kyns breyt­ingar sem styðja við fjár­mögnun og rekstur slíkra fyr­ir­tækja. Á með­al­ þeirra eru að erlendir sér­fræð­ingar sem ráðnir verða til starfa hér á landi munu ein­ungis þurfa að greiða skatta af 75 pró­­sent af tekjum sínum í þrjú ár. Í lög­unum voru skattaí­viln­andi vegna rann­­sókn­­ar- og þró­un­­ar­­kostn­aðar verði hækk­­að­­ar­ veru­­lega. Hámark slíks kostn­að­ar­ til almennrar við­mið­unar á frá­­drætti var hækk­­ða úr 100 millj­­ónum króna í 300 millj­­ónir króna og úr 150 í 450 millj­­ónir króna þegar um aðkeypta rann­­sókn­­ar- og ­þró­un­­ar­­þjón­­ustu er að ræða frá ótengdu fyr­ir­tæki, háskóla eða rann­­sókna­­stofn­un.

Alþingi sam­þykkt­i einnig frum­varp Bjarna um breyt­ingar á lögum um gjald­eyr­is­mál sem veita ­Seðla­banka Íslands heim­ild til að setja bindi­skyldu á inn­streymi fjár­magns til­ lands­ins. Þetta stjórn­tæki á að varna íslenska hag­kerf­inu frá stór­tæk­um ­vaxta­muna­við­skipt­um, þar sem fjár­festar flytja hingað fé til að hagn­ast á háum vöxt­um, sem reyns­d­ust mik­ill örlaga­valdur í íslensku efna­hags­lífi fyrir hrun og voru höf­uð­á­stæða hinnar svoköll­uðu snjó­hengju aflandskróna.

Auglýsing

Öll hús­næð­is­frum­vörp Eyglóar Harð­ar­dótt­ur, félags- og hús­næð­is­mála­ráð­herra, voru sam­þykkt á loka­metrum þings­ins. Frum­vörpin eru um almennar íbúð­ir, húsa­leig­u, hús­næð­is­bætur og  hús­næð­is­sam­vinnu­fé­lög. Almennar íbúðir eiga að bæta hús­næð­is­ör­yggi með því að auka aðgengi að öruggu leigu­hús­næði og stuðla að því að hús­næð­is­kostn­aður sé í sam­ræmi við greiðslu­getu leigj­enda. Lög um hús­næð­is­bætur eiga að lækka hús­næð­is­kostnað efna­minni leigj­enda með greiðslu hús­næð­is­bóta.

Útlend­inga­lög Ólafar Nor­dal inn­an­rík­is­ráð­herra fela í sér heild­ar­end­ur­skoðun fyrri laga frá árin­u 2002. Lögin byggja á tveggja ára vinnu póli­tískrar þing­nefndar sem skipuð var af þáver­andi inn­an­rík­is­ráð­herra, Hönnu Birnu Krist­jáns­dótt­ur. Með lög­unum er ­meiri sam­ræm­ing á milli laga um útlend­inga og laga um atvinnu­mál útlend­inga, d­val­ar­leyfa­flokkum er breytt, skil­yrði dval­ar­leyfa ein­földuð og kaflar um al­þjóð­lega vernd hafa verið end­ur­skoð­aðir og upp­færðir í sam­ræmi við al­þjóð­lega, evr­ópska og nor­ræna þró­un.Frum­varp Krist­jáns Þórs Júl­í­us­sonar heil­brigð­is­ráð­herra til laga um nýtt greiðslu­þátt­töku­kerfi í heil­brigð­is­þjón­ustu tekur gildi 1. febr­úar 2017. Al­þingi hefur lýst yfir vilja til að auka fjár­fram­lög til að styrkja starf­sem­i heilsu­gæsl­unnar í nýju kerfi og minnka kostnað sjúk­linga. Gert er ráð fyrir að ­með nýju kerfi eigi sjúk­lingar ekki að borga meira í kostnað heldur en 50.000 krónur á ári.

Lög­ ­Bjarna Bene­dikts­sonar um breyt­ingu á lögum um gjald af áfengi og tóbaki vor­u einnig sam­þykkt. Þau snúa að leyfi­legu magni sem hver og einn má koma með af ­toll­frjálsu áfengi inn í land­ið. Ferða­menn, sjó­menn og starfs­fólk flug­fé­laga eru nú bundin af ein­ingum en ekki magni og í stuttu máli má hver og einn nú ­taka meira áfengi með sér inn í land­ið.

Þá voru svoköll­uð A­ir­bn­b-lög Ragn­heiðar Elínar Árna­dótt­ur, iðn­að­ar- og við­skipta­ráð­herra, sam­þykkt á þriðju­dag, en með þeim er kveðið á um tak­mark­anir á útleigu íbúða í gegn­um ­síður eins og Air­bnb. Ekki verður heim­ilt að leigja út lengur en 90 daga á ári, eða svo lengi sem tekjur eru undir tveimur millj­ónum króna.

Á þriðju­dag voru líka sam­þykktar laga­breyt­ingar um ­tíma­bundnar end­ur­greiðslur vegna kvik­mynda­gerðar á Íslandi. Ragn­heiður Elín lagði einnig fram það frum­varp. Í breyt­ing­unum fóls að end­ur­greiðslur vegna ­kvik­mynda­gerðar hækka úr 20 pró­sent í 25 pró­sent af kostn­að­i.  Frá árinu 2001 til árs­ins 2015 hef­ur ­rík­is­sjóður varið um fimm og hálfum millj­arði króna í end­ur­greiðslur vegna ­kvik­mynda­gerð­ar, þar af 793 millj­ónum króna á árinu 2015.

Ert þú í Kjarnasamfélaginu?

Kjarninn er opinn vefur en líflínan okkar eru frjáls framlög frá lesendum, Kjarnasamfélagið. Sú stoð undir reksturinn er okkur afar mikilvæg.

Með því að skrá þig í Kjarnasamfélagið gerir þú okkur kleift að halda áfram að vinna í þágu almennings og birta vandaðar fréttaskýringar, djúpar greiningar á efnahagsmálum og annað fréttatengt gæðaefni. 

Kjarninn hefur verið til taks fyrir kröfuharða lesendur undanfarin sjö ár og við ætlum okkur að standa vaktina áfram. 

Fyrir þá sem nú þegar eru stoltir styrkjendur Kjarnans þá leyfum við okkur að benda á að hægt er að óska eftir að hækka mánaðarlega framlagið með því að senda póst á takk@kjarninn.is


Já takk, ég vil styrkja Kjarnann!
Ef eftirspurn verður fyrir hendi er mögulegt að Icelandair bjóði ferðir til Kanarí og Tenerife í sumar.
Kannski flogið til Kanarí í sumar
Icelandair vonast til þess að geta hafið daglegt flug til lykiláfangastaða eftir að landamæri Íslands verða opnuð um miðjan júní. Þá reiknar félagið með að geta boðið flugferðir til Kanarí, Tenerife og annarra áfangastaða á Spáni í sumar.
Kjarninn 27. maí 2020
Um þessar mundir eru fáir á ferli við Brandenborgarhliðið.
Evrópa opnar á ný
Frá og með 15. júní mun stór hluti íbúa Evrópu geta ferðast til annarra landa álfunar. Útgöngubann í Bretlandi líður senn undir lok. Danir í fjarsambandi geta hitt ástvini á ný.
Kjarninn 26. maí 2020
Indriði H. Þorláksson
Veirumolar – Súkkulaði fyrir sykurfíkla
Kjarninn 26. maí 2020
Ferðaþjónustufyrirtæki þurfa að vera búin undir smit meðal viðskiptavina
Öll ferðaþjónustufyrirtæki verða að vera undir það búin að takast á við smit meðal viðskiptavina sinna og þess verður að krefjast að allir aðilar geri viðbragðsáætlanir. Þetta kemur fram í skýrslu um framkvæmd skimunar meðal erlendra ferðamanna.
Kjarninn 26. maí 2020
Þuríður Lilja Rósenbergsdóttir
Velferðarkennsla og jákvæð sálfræði, af hverju?
Kjarninn 26. maí 2020
Sjúkrastofnanir telja „verulega áhættu“ felast í opnun landsins fyrir ferðamennsku
Bæði Landspítali og Sjúkrahúsið á Akureyri telja áhættu felast í opnun landsins með skimunum. Farsóttarnefnd Landspítala telur skimun einkennalausra ferðamanna takmarkað úrræði og að líklegra en ekki sé að einhverjir komi hingað smitaðir.
Kjarninn 26. maí 2020
Bæta þarf aðstöðu sýkla- og veirufræðideildar Landspítalans, alveg óháð skimun á ferðamönnum.
Veirufræðideildin getur aðeins unnið 500 sýni á dag
Í skýrslu verkefnisstjórnar um undirbúning framkvæmdar vegna sýnatöku og greiningar á COVID-19 meðal farþega sem koma til landsins kemur fram að verkefnið sé framkvæmanlegt en að leysa þurfi úr mörgum verkþáttum áður en hægt verður að hefjast handa.
Kjarninn 26. maí 2020
Fjármálastefna, fjármálaáætlun og fjármálafrumvarp lögð fram samhliða í haust
Viðræður standa yfir milli stjórnar og stjórnarandstöðu hvernig haga skuli þingstörfum á næstunni. Ríkisstjórnin hefur samþykkt frumvarp fjármála- og efnahagsráðherra um breytingar á lögum um opinber fjármál.
Kjarninn 26. maí 2020
Meira úr sama flokkiFréttaskýringar
None