Uppgangur kynþáttahaturs í Evrópu

Kristinn Haukur Guðnason
rasimi
Auglýsing

Stjórn­mála­flokkar sem teljast ­þjóð­ern­ispópúl­ískir spretta upp eins og gorkúlur víða í Evr­ópu og ná fylgi sem hefði talist óhugs­andi fyrir aðeins örfáum árum. And­staða þeirra gegn inn­flytj­endum og hæl­is­leit­endum frá múslima­ríkjum er það sem hæst ber í um­ræð­unni og miðað við fjöl­miðlaum­fjöllun mætti halda að það væri þeirra eina ­stefnu­mál. Dæmin sýna þó að for­dóm­arnir eru alls ekki bundnir við múslima. Þetta ristir mun dýpra en það.

Þjóð­ern­ispópúl­ismi

Kyn­þátta­hatur og for­dómar gegn minni­hluta­hópum er ekk­ert nýtt af nál­inni í sögu Evr­ópu. Eftir hild­ar­leik ­seinni heim­styrj­ald­ar­innar og enda­lok nýlendu­tím­ans virt­ist þó sem slík­ar ­kenndir væru á und­an­haldi í álf­unni. Á sjö­unda ára­tugnum fleygð­i kven­rétt­inda­bar­átt­unni fram og seinna fór sam­kyn­hneigð að verða almennt við­ur­kennd sem eðli­legur hlut­ur. Með tækni­fram­förum, auk­inni menntun og vel­megun varð sam­fé­lagið opn­ara og bland­aðra. Stjórn­mála­flokkar sem boð­uð­u andúð á útlend­ingum og fyr­ir­litn­ingu á minni­hluta­hópum voru utan­garðs og náðu litlu sem engu fylg­i. 

Kyn­þátta­hatur birt­ist helst í mjög fámennum hópi krúnurak­aðra nýnas­ista og knatt­spyrnu­bullna, nokk­urs konar úrhök sam­fé­lags­ins ­sem virt­ust frekar vera að leita sér að slags­málum en að berj­ast fyr­ir­ einn­hverri póli­tískri hug­sjón. Upp úr alda­mót­unum fór þetta að breyt­ast. ­Flokkar sem áður höfðu talist öfga­menn og alger­lega óstjórn­tækir eru nú komn­ir í eld­línu evr­ópskra stjórn­mála. Þetta er mikið til vegna hinnar svoköll­uðu boots to suits (úr stíg­vélum í spari­föt) ­stefnu, þ.e. hvernig flokk­arnir hafa mildað ásjónu sína, lagt af ofbeldis og ­skemmd­ar­verk, og losað sig við mestu öfga­menn­ina. Efna­hags­hrunið árið 2008 og flótta­manna­straumur vegna stríðs­ins í Sýr­landi hafa virkað eins og vatn á myllu þess­ara flokka. Þeir hafa nú víða fjöl­marga kjörna full­trúa á þjóð­þing­um, í sveit­ar­stjórnum og á Evr­ópu­þing­inu. Sums stað­ar, t.d. í Nor­egi og Aust­ur­rík­i, hafa flokkar sem nú eru kall­aðir þjóð­ern­ispópúl­ískir kom­ist í rík­is­stjórn­ir. Há­vær­ust er and­staða þeirra við múslima og þá sér í lagi inn­flytj­endur og flótta­menn af þeirri trú, þ.e. Íslamó­fóbía. Stjórn­mála­leið­togar slíkra flokka hafa þó alið á for­dómum í garð ýmissa ann­arra hópa á sein­ustu árum.

Auglýsing

Gyð­ingar

Gyð­ingar voru fjöl­mennir í Evr­ópu á fyrri öldum en sá hópur hefur löngum átt undir högg að sækja. Á mið­öldum lentu þeir iðu­lega í ofsóknum og jafn­vel fjöldamorð­um, svoköll­uðum pogrom. Í seinni heim­styrj­öld­inni var um 2/3 þeirra útrýmt á skipu­lagðan hátt, sam­an­lagt um 6 millj­ón­um. Í dag er áætlað að gyð­ingar í Evr­ópu séu um 2 millj­ón­ir. Stæk­asta gyð­inga­hat­rið í dag birt­ist í Ung­verja­land­i þar sem óvenju margir gyð­ingar búa, tæp­lega 50 þús­und tals­ins. Liðs­menn þriðja ­stærsta stjórn­mála­flokks land­ins, Jobbik, hafa gengið þar fremstir í flokki. Vara­þing­flokks­for­maður flokks­ins, Marton Gyöngyösi, full­yrti að það staf­aði ógn af gyð­ingum á ung­verska þing­inu og í ung­versku rík­is­stjórn­inni. Judit Szima, Evr­ópu­fram­bjóð­and­i ­flokks­ins studdi vopn­aða bar­áttu gegn gyð­ingum og núver­andi Evr­ópu­þing­mað­ur­ ­flokks­ins skrif­aði á net­inu:

Ég væri glöð ef hinir svoköll­uðu stoltu ung­versku gyð­ingar færu aftur að leika sér­ að sínum litlu umskornu limum í stað þess að gera Grýlu úr mér.”

Jobbik-liðar hafa notað mynd­mál nas­ism­ans, bún­inga og fleira, og hafa haldið á lofti nafni Miklos Horthy, leið­toga Ung­verja­lands í seinni heim­styrj­öld­inni og náins sam­verka­manns Adolfs Hitlers. Annar flokkur sem ­leitar í þennan sama brunn er Gull­in ­Dögun í Grikk­landi. Sá flokkur er hrein­rækt­aður nýnas­ista­flokkur og liðs­menn hans hafa ítrekað beitt ofbeldi og valdið usla. And­staðan þar við ­gyð­inga er tölu­verð þó að þeir séu innan við 5000 í land­inu. Gyð­inga­hatur kem­ur víða ann­ars staðar fram hjá stjórn­mála­leið­togum Evr­ópu. Jean Marie le Pen, stofn­andi frönsku ­Þjóð­fylk­ing­ar­innar, sagði að hel­förin væri smá­at­riði í sög­unni og Björn Söder, fyrrum þing­flokks­for­maður Sví­þjóð­ar­demókrata, sagði að gyð­ing­ar ­sem ekki afneit­uðu gyð­ing­legri sjálfs­mynd sinni gætu aldrei orðið eig­in­legir Sví­ar. 

Le Pen flytur framboðsræðu.

Roma fólk

Roma fólkið á rætur sínar að rekja til Ind­lands en ­stærstur hluti þess býr nú í Evr­ópu. Fólks­fjöld­inn er óljós þar sem skrán­ing er mis­jöfn milli landa en áætlað er að hann sé um 10 millj­ónir í álf­unni. Flest býr Roma fólkið á Balkan­sakaga, þá sér­stak­lega í Rúm­eníu og Búlgar­íu, en einnig er tölu­verður fjöldi á Spáni og í Frakk­landi. Roma fólk hefur verið utan­garðs í gegnum tíð­ina og mikið á flakki. Það hefur yfir­leitt mætt fyr­ir­litn­ingu ann­arra í­búa og títt verið upp­nefnd sígaun­ar. Sú mýta að Roma fólk sé þjófótt og ó­heið­ar­legt er lífseig í hugum fólks og stjórn­mála­leið­togar í þjóð­ern­ispópúl­ískum flokkum hafa verið dug­legir að halda henni á lofti. Gabor Vona, leið­togi Jobbik flokks­ins í Ung­verja­landi sagði t.d.: 

„Við verðum að ­snúa við þessum hund­ruð þús­unda Roma útlaga. Við megum ekki sýna neitt um­burð­ar­lyndi gagn­vart glæpum og sníkju­lífi Roma fólks.”

Félagi hans, þing­mað­ur­inn Elod Novak, sagði einnig nýverið að fjöldi Roma fólks væri stærsta ­vanda­mál Ung­verja­lands. Volen Siderov, leið­togi Ataka flokks­ins í Búlgar­íu ­segir að Búl­görum sé slátrað og nauðgað af “sígauna­gengj­u­m”. Í aug­lýs­inga­bæk­lingi frá Marian Kot­leba, leið­toga slóvaska flokks­ins Okk­ar Slóvakíu, er talað um “sígauna sníkju­dýr”. Jean Marie le Pen, stofn­andi frönsku Þjóð­fylk­ing­ar­innar sagði að þegar Rúm­eníu og Búlgaríu væri hleypt inn í Evr­ópu­sam­bandið myndi Roma fólk flæða yfir Evr­ópu með sína illa þefj­and­i nær­veru og það væri í eðli þeirra að stela. Land­i hans, þing­mað­ur­inn Gil­les Bour­dou­leix, komst í frétt­irnar fyrir að segja að Hitler hafi ekki drepið nógu mikið af Rom­a ­fólki. Um 100 til 200 þús­und Roma fólks fórst í hel­för­inni.



Sam­kyn­hneigðir

Við lifum á tímum þar sem sam­kyn­hneigt fólk hefur náð fram umtals­verðum mann­rétt­indum og jafn­rétti. Ört bæt­ast ríki á þann lista sem heim­ila gift­ingar sam­kyn­hneigðra, þá sér­stak­lega í Vest­ur­-­Evr­ópu. Upp­gang­ur ­þjóð­ern­ispópúl­ískra flokka er þó tölu­vert bakslag í þá bar­áttu því að þeir ­flokkar berj­ast nær und­an­tekn­inga­laust gegn rétt­indum sam­kyn­hneigðra og fyr­ir­ hina hefð­bundnu kjarna­fjöl­skyldu. Undir niðri kraumar mikil hómó­fóbía eins og um­mæli ýmissa leið­toga þeirra sýna. Pentt­i Oinonen, þing­maður Sannra Finna, neit­aði að mæta á dans­leik í for­seta­höll­inni á þjóð­há­tíð­ar­dag­inn þar sem þar yrðu sam­kyn­hneigt fólk. Ef hann yrði for­seti fengju „homma­titt­ir” ekki að dansa í höll­inni. Félagi hans úr Sönnum Finnum, þing­mað­ur­inn Teuvo Hakk­arainen, sagði að ef „homma­titt­ir” eign­uð­ust börn yrðu þau „tvö­faldir homma­titt­ir”. Björn Söder þing­maður Sví­þjóð­ar­demókrata sagði í blogg­færslu sinni í tenglsum við Gay Pride göng­una:

Af hverju ætt­i normalís­er­ingin að enda með les­bísku, sam­kyn­hneigðu, tví­kyn­hneigðu og trans­gender fólki? Við gætum alveg eins normalíserað fólk sem fremur dýra­níð og ­barn­a­níð­inga? Þessi kyn­ferð­is­lega brenglun er ekki eðli­leg og mun aldrei verða eðli­leg. Eðli­legt er það sem við vorum sköpuð til að gera, þ.e. að geta afkvæmi og koma ætt­ar­nafni okkar áfram.”

Árið 2012 reyndi Jobbik flokk­ur­inn að koma í gegn breyt­ingu á ung­versku stjórn­ar­skránni sem bann­að­i út­breiðslu á „kyn­ferð­is­legri brengl­un”. Sam­kyn­hneigð var þar sett undir sama hatt og barn­a­níð. Flokks­menn töldu rétt að við­ur­lögin við slíkri útbreiðslu yrði á bil­inu 3 til 5 ára fang­els­is­dóm­ur.

Húð­litur

For­dómar og mis­munun á grund­velli húð­litar er eitt elsta og aug­ljós­asta form ras­isma. Hið mis­mikla magn melan­íns í húð manna hef­ur ­valdið ótrú­legri sundr­ungu, ánauð og ofbeldi í gegnum tíð­ina. Helst hefur það bitnað á þeim sem hafa meira magn melan­íns í húð­inni og þar af leið­andi þola út­fjólu­bláa geisla sól­ar­innar bet­ur, þ.e. dekkra fólki. Þetta form af kyn­þátta­hatri ristir djúpt hjá þjóð­ern­ispópúlistum þó að margir hverjir telj­i ­sig ekki ras­ista. Velski Evr­ópu­þing­mað­ur­inn Nick Griffin úr Breska ­Þjóð­ar­flokknum sagði að það væri ekki til neitt sem héti svart­ur Wa­les-verji. Landi hans úr UKIP, David William Griffiths, sagði við and­lát Nel­son Mand­ela að sumu fólki væri ætlað að vera þræl­ar. Ann­e Sophie Leclere, fram­bjóð­andi frönsku Þjóð­fylk­ing­ar­innar, birti færslu á Face­book þar sem hún líkti inn­an­rík­is­ráð­herr­anum Christ­i­ane Taubira (sem er frá frönsku Gíneu) við apa. Annar fram­bjóð­andi flokks­ins, Jean-Francois Brugi­ere, stóð að mót­mælum gegn ráð­herr­anum þar sem ­kallað var að henni „Api, éttu ban­an­ann þinn”. Brugi­ere varði það fólkJussi Halla-aho, þing­maður Sannra Finna, lét hafa þessi ummæli eftir sér á blogg­síðu.

„Við skulum ekki ­kenna Afr­íku­mann­inum um, sem getur aðeins tjáð sig á þann máta sem vél­ar­bún­að­ur­ hans leyf­ir. Aðal söku­dólg­ur­inn og skot­mark rétt­mæt­urs hat­urs er ­stjórn­mála­el­ítan sem lifir í draum­heimi, heldur að nigg­ari sé aum vera sem þarfn­ast hjálp­ar, en hugsar ekki um félags­legan frið.”

Flokks­fé­lagi hans á finnska þing­inu, James Hir­visa­ari, sagði einnig að Afr­íku­menn væru haldnir „frum­stæðum hvöt­um” og „glæp­sam­legri frum­skóg­ar­menn­ing­u”. Andr­eas Molzner, þing­mað­ur­ aust­ur­ríska Frels­is­flokks­ins, sagð­i að ef Evr­ópa yrði að „sam­steypu negra” myndi ríkja alger ringul­reiðMario Borg­hezio, þing­maður Norð­ur­banda­lags­ins á Ítal­íu, sagði að engir snill­ingar hefðu nokkru sinni komið frá Afr­íku.  Mog­ens Camre, Evr­ópu­þing­maður úr d­anska Þjóð­ar­flokknum, kvart­aði yfir­ því að sjá tvo lit­aða menn ræða um dönsk stjórn­mál í sjón­varpi. Menn­irnir eru þó báðir Dan­ir. 

Þjóð­ern­ispópúlistar hafa einnig tjáð sig um húð­lit og knatt­spyrnu. Jean Marie le Pen gagn­rýndi val á leik­mönnum í franska lands­lið­ið, þar væru ekki nægi­lega margir hvítir leik­menn og það end­ur­spegl­aði þar af leið­andi ekki frönsku þjóð­ina. Liðið vann engu að síður bæði heims og Evr­ópu­meist­ara­tit­il­inn fyrir Frakk­land. Alex­ander Gauland, einn af stof­endum og ­leið­togum þýska flokks­ins Val­kost fyr­ir­ Þýska­land, komst nýverið í frétt­irnar fyrir ummæli um lands­liðs­mann­inn Jer­ome Boa­teng (sem á föður frá Ghana). Gauland sagði að þó að Boa­teng væri góður knatt­spyrnu­maður myndi fólk ekki vilja eiga hann sem nágranna.



Þjóð­erni

And­staða við inn­flytj­endur er ein helsta for­senda til­vistar þjóð­ern­ispópúl­ískra flokka. Það er auð­velt að kenna útlend­ingum um ­vanda­mál heima­fyrir og til þess að gera það þarf að taka mennsk­una af þeim og ­setja þá alla undir sama hatt. Ein helsta leiðin til þess er að halda á loft­i ­staðalí­myndum um þjóðir sem hafa byggst upp í gegnum ald­irnar sökum for­dóma. Andre Lampitt, aug­lýs­inga­full­trúi UKIP flokks­ins full­yrti að Níger­íu­menn væru yfir höfuð slæmt fólk.  Liðs­menn UKIP hafa þó ver­ið af­hafna­sam­ari í að benda á meinta lesti Rúm­ena. Þing­mað­ur­inn Diane James sagði að þeir væru ó­um­deil­an­lega tengdir glæp­a­starf­semi og leið­togi flokks­ins, Nigel Farage, sagði að hann yrð­i á­hyggju­fullur ef Rúm­enar byggju við hlið­ina á hon­um. Þegar hann var spurð­ur­ hvers vegna svar­aði hann: „Þú veist hvers vegna”

Evr­ópu­þing­mann­inum Elefther­ios Syna­d­inos, sem sat fyrir gríska flokk­inn Gullna ­Dögun, var nýverið vikið af þing­inu fyrir ummæli sem hann lét falla um Tyrki. Hann kall­aði þá skítuga, meng­aða og líkti þeim við villi­hundaMatteo Sal­vini, leið­togi Norð­ur­banda­lags­ins á Ítal­íu, full­yrti að ­fólk frá ríkjum Norður Afr­íku flytti með sér berkla og kláða­maur. Geert Wild­ers, Leið­togi hol­lenska Frels­is­flokks­ins, sem ávallt hef­ur haldið því fram að afstaða hans sé bundin við trúnna islam, ber­aði sig á kosn­inga­kvöldi í Haag árið 2014. Þar ávarp­aði hann stuðn­ings­menn sína með­ orð­un­um:

Viljið þið, hér í þess­ari borg, og í öllu Hollandi, fleiri eða færri Marokk­ó­búa?

Mann­fjöld­inn svar­aði „Færri!” og þá sagði Wild­ers „Þá lögum við það!

Þjóð­ernið þarf ekki einu sinni að vera útlenskt. Sví­þjóð­ar­demókrat­arnir hafa lengi barist ­gegn rétt­indum Sama í Norð­ur­-Sví­þjóð. Með orð­ræðu sinni hafa þeir reynt að ger­a þá að útlend­ingum með því að segja að Samar geti ekki verið eig­in­legir Sví­ar.  Einnig hafa þeir sagt að hent­ugt væri að landa­mæri færu eftir þjóð­ern­is­legum lín­um.  

Ekki á Ísland­i…?

Þjóð­ern­ispópúl­ískir flokkar í Evr­ópu hafa risið hratt. Sumir sem voru nán­ast ósýni­legir á hinu póli­tíska landa­korti fyr­ir­ ör­fáum árum síðan mæl­ast nú með 20% eða 30% fylgi og sitja jafn­vel í rík­is­stjórn­um. Hér á Íslandi hefur það sama ekki gerst. Frjáls­lyndi flokk­ur­inn fet­aði inn á þessar brautir en inn­an­flokks­deil­ur og lít­ill hljóm­grunnur gerði út af við flokk­inn fyrir alþing­is­kosn­ing­arn­ar 2009. Ein­staka alþing­is­menn og sveit­ar­stjórn­ar­menn hafa daðrað við innnflytj­enda og múslima­andúð en mætt mik­illi hörku af öðrum stjórn­mála­mönn­um, ­jafn­vel þeirra eigin flokks­mönn­um. 

Umræðan í fjöl­miðlum og á sam­fé­lags­miðl­u­m ber þess þó merki að frjór jarð­vegur sé fyrir slíkan flokk og nýverið voru ein slík sam­tök sett á legg. Ekki er þó vitað hversu mikil alvara er á bak við ­sam­tökin og hvort þau muni yfir höfuð bjóða fram til kosn­inga. Það þó ekki ó­um­flýj­an­legt að þjóð­ern­ispópúl­ískur flokkur geti náð tölu­verðu fylgi og á­hrifum hér á landi. Við höfum meira að segja dæmi frá t.d. Skotlandi og Spán­i þar sem þjóð­ern­is­sinn­aðir flokkar beita sér ekki gegn minni­hluta­hópum og ná ­samt miklum áhrif­um. Þar hafa þjóð­ern­ispópúl­ískir flokkar aftur á móti nánast ekk­ert fylgi. Við Íslend­ingar höfum val um hvers konar stjórn­mála­menn­ingu við viljum sjá hérna. Ofan­greind dæmi sýna glöggt hvaða box við opnum með því að ­gefa þjóð­ern­ispópúl­isma undir fót­inn.

Við þurfum á þínu framlagi að halda

Þú getur tekið beinan þátt í að halda úti öflugum fjölmiðli.

Við sem vinnum á ritstjórn Kjarnans viljum hvetja þig til að vera með okkur í liði og leggja okkar góða fjölmiðli til mánaðarlegt framlag svo við getum haldið áfram að vinna fyrir lesendur, fyrir fólkið í landinu.

Kjarninn varð níu ára í sumar. Þegar hann hóf að taka við frjálsum framlögum þá varð slagorðið „Frjáls fjölmiðill fyrir andvirði kaffibolla“ til og lesendur voru hvattir til að leggja fram í það minnsta upphæð eins kaffibolla á mánuði.

Mikið vatn hefur runnið til sjávar á þeim níu árum sem Kjarninn hefur lifað. Í huga okkar á Kjarnanum hefur þörfin fyrir fjölmiðla sem veita raunverulegt aðhald og taka hlutverk sitt alvarlega aukist til muna.

Við trúum því að Kjarninn skipti máli fyrir samfélagið.

Við trúum því að sjálfstæð og vönduð blaðamennska skipti máli.

Ef þú trúir því sama þá endilega hugsaðu hvort Kjarninn er ekki allavega nokkurra kaffibolla virði á mánuði.

Vertu með okkur í liði. Þitt framlag skiptir máli.

Ritstjórn Kjarnans: Sunna Ósk Logadóttir, Þórður Snær Júlíusson, Erla María Markúsdóttir, Arnar Þór Ingólfsson, Eyrún Magnúsdóttir og Grétar Þór Sigurðsson.


Já takk, ég vil styrkja Kjarnann!
Þorbjörn Guðmundsson
Er íslenska velferðarkerfið ekki lengur griðarstaður þeirra sem minnst hafa?
Kjarninn 11. janúar 2023
Takk fyrir og sjáumst á nýjum miðli á föstudag
Bréf frá ritstjóra Kjarnans vegna sameiningar við Stundina og þess að nýr framsækinn fréttamiðill verður til í lok viku.
Kjarninn 11. janúar 2023
Sverrir Albertsson
Vatn á myllu kölska
Kjarninn 11. janúar 2023
Lögreglumenn standa vörð um gröfurnar í námunni.
Berjast fyrir þorpi á barmi hengiflugs
Lítið þorp í Rínarlöndum Þýskalands er allt komið í eigu kolarisa. Fyrirtækið ætlar sér að mylja niður húsin og stækka kolanámu sína sem þegar þekur um 80 ferkílómetra. Þetta þykir mörgum skjóta skökku við í heimi sem berst við loftslagsbreytingar.
Kjarninn 10. janúar 2023
Arnþrúður Karlsdóttir, útvarpsstjóri Útvarps Sögu.
Útvarp Saga telur fjölmiðlastyrki skapa tortryggni og bjóða upp á frændhygli
Fjögur fjölmiðlafyrirtæki hafa til þessa skilað inn umsögnum um frumvarp Lilju Alfreðsdóttur menningar- og viðskiptaráðherra, sem mun að óbreyttu framlengja núverandi styrkjakerfi til fjölmiðla.
Kjarninn 10. janúar 2023
Sólveig Anna Jónsdóttir formaður Eflingar.
Viðræðum slitið og Efling undirbýr verkfallsaðgerðir
Samtök atvinnulífsins hafa hafnað gagntilboði Eflingar um skammtímakjarasamning, sem kvað á um meiri launahækkanir en SA hefur samið um við aðra hópa á almennum vinnumarkaði til þessa. Efling undirbýr nú verkfallsaðgerðir.
Kjarninn 10. janúar 2023
Palestínski fáninn á lofti í mótmælum í Reykjavík. Ísraelskri lögreglu hefur nú verið fyrirskipað að rífa fánann niður á almannafæri.
Fánabann og refsiaðgerðir í Palestínu í kjölfar niðurstöðu Sameinuðu þjóðanna
Degi eftir að ný ríkisstjórn tók við völdum í Ísrael samþykkti allsherjarþing Sþ að fela Alþjóðadómstólnum í Haag að meta lögmæti hernáms Ísraelsríkis á Vesturbakkanum. Síðan þá hefur stjórnin gripið til refsiaðgerða og nú síðast fánabanns.
Kjarninn 10. janúar 2023
Gríðarlega mikil dæling á sandi á sér stað í Landeyjahöfn á hverju ári. Markarfljótið ber hundruð þúsunda tonna af jarðefnum út í sjó og það á til að safnast upp í mynni hafnarinnar.
Vilja sjúga sand af hafsbotni í stórum stíl og flytja út
Eftirspurn eftir íslenskum jarðefnum er gríðarleg ef marka má framkomin áform erlendra stórfyrirtækja um nýtingu þeirra. Vinsældir hafnarinnar í Þorlákshöfn eru samhliða mjög miklar.
Kjarninn 10. janúar 2023
Meira úr sama flokkiFréttaskýringar
None