Fölsunarmarkaðurinn stækkar og stækkar

Hvað er raunverulegt og hvað falskt? Borgþór Arngrímsson fjallar um risavaxinn markað með falsaðar vörur.

Auguste Rod­in gerði margar eftirmyndir af Hugsuðinum. Hér ein styttan fyrir utan Rodin-safnið í Fíladelfíu. Sú stytta var gerð í lífstíð Rodins.
Auguste Rod­in gerði margar eftirmyndir af Hugsuðinum. Hér ein styttan fyrir utan Rodin-safnið í Fíladelfíu. Sú stytta var gerð í lífstíð Rodins.
Auglýsing

Er ­mað­ur­inn við hlið­ina á þér í bið­röð­inni með Rolex úr og konan við hlið­ina á honum með tösku merkta Lou­is-Vutton? Ef svo er, hvernig veistu hvort þess­ir hlutir eru „ekta” eða keyptir á götu­mark­aði í stór­borg? Þig getur grunað hið ­síð­ar­nefnda en þú veist það ekki. Ef annað þeirra er enn­fremur með brons­stytt­u af „Hugs­uð­in­um” eftir Rodin undir arm­inum er síður en svo öruggt að hún sé „ekta”. 

Margir ­sem ferð­ast hafa erlendis hafa ugg­laust litið við á götu­mörk­uðum sem er að f­inna í borgum og bæjum um allan heim. Meðal þess sem þar er iðu­lega að finna eru svo­kall­aðar merkja­vör­ur, svosem arm­bandsúr, hand­töskur, striga­skór og ­í­þróttafatn­aður af ýmsu tagi, ferða­töskur og snyrti­vörur svo fátt eitt sé ­nefnt. Það sem þessar götu­mark­aðs­vörur eiga sam­eig­in­legt er að verðið er allt annað og lægra en sjá má í versl­un­um. Við fyrstu sýn er kannski ekki ýkja ­mik­ill útlits­munur á hand­tösku frá þekktum tísku­vöru­fram­leið­anda, og keypt er í verslun hans, og annarri sem keypt er á götu­mark­aði. Kunn­áttu­fólk ­seg­ist sam­stundis sjá hvort við­kom­andi taska er „ekta” eða ekki. Það sem hins­vegar skilur á milli er verð­ið. Taska frá þekkta fram­leið­and­anum kostar kannski sem svarar til tvö til þrjú hund­ruð þús­unda króna, eða jafn­vel miklu ­meira, en á götu­mark­aðnum má fá ”sam­svar­andi” tösku á tvö til þrjú þús­und krón­ur! Þótt hér sé hand­taska tekin sem dæmi gildir þetta um ótal margt ann­að. 

Margir muna kannski eftir fjöl­miðlaum­fjöllun um hús­gögn í ráð­húsi Reykja­vík­ur­ haustið 2014 en þá hafði komið í ljós að sófar þar voru eft­ir­lík­ing­ar. Borg­in brást við með því að eyði­leggja eft­ir­lík­ing­arnar en ítalski fram­leið­andi „ekta” ­sófans hafði ella hótað máls­sókn líkt og gert hefur verið í mörgum lönd­um.  Þótt ugg­laust séu þess mörg dæmi að fólk hafi keypt eft­ir­lík­ingar í góðri trú eru þeir án efa fleiri sem vita vel að við­kom­andi hlutur er ekki ”ekta” en kæra sig koll­ótta.  Þess eru líka dæmi að stórar versl­ana­keðj­ur hafi selt eft­ir­lík­ingar þekktra vöru­merkja. Fyrir þrem árum var danska versl­ana­sam­steypan Dansk Super­mar­ked dæmt fyrir að hafa aug­lýst og selt nokk­ur ­þús­und bómull­ar­boli merkta Ralp­h-Lauren fyr­ir­tæk­inu, sem voru fram­leiddir á lít­illi sauma­stofu í Tælandi og hafði engin tengsl við Ralp­h-Lauren.

Auglýsing

Danska for­sæt­is­ráð­herra­frúin með eft­ir­lík­ing­ar­tösku

Árið 2006 ­gerðu danskir fjöl­miðlar sér mik­inn mat úr því að danska for­sæt­is­ráð­herra­frú­in, Ann­e-­Mette Rasmus­sen, hefði margoft sést með ódýra tösku, eft­ir­lík­ingu af tösku frá hinu þekkta fyr­ir­tæki Lou­is-Vutton. Meðal ann­ars á mynd með banda­rísku ­for­seta­hjón­unum George og Laura Bus­h.  Mynd­in birt­ist í nær öllum dönskum dag­blöðum og sömu­leiðis í tísku­rit­inu Cosmopolit­an.  Í kjöl­farið var mikið fjallað um fals­aðar vörur í dönskum fjöl­miðlum en danskir hús­gagna­fram­leið­endur hafa orð­ið illi­lega fyrir barð­inu á föls­ur­un­um.

Föls­un­ar­mark­að­ur­inn stækkar og stækkar

Í nýrri ­skýrslu Efna­hags-og fram­fara­stofn­un­ar­inn­ar, OECD, kemur fram að við­skipti með­ fals­aðar vörur og eft­ir­lík­ingar fer sívax­andi. Að mati stofn­un­ar­innar námu við­skiptin með slíkar vörur jafn­gildi 120 þús­und millj­arða íslenskra króna. ­Þrátt fyrir marg­hátt­aðar aðgerðir stjórn­valda vinda þessi við­skipti stöðug­t ­uppá sig

Fölsuð lyf og mat­vörur alvar­leg­ast

Þótt flestum detti kannski Rolex úr, sól­gler­augu og hand­töskur í hug þegar minnst er á eft­ir­lík­ingar og fals­anir veldur fram­leiðsla slíks tísku­varn­ings ekki yfir­völd­um ­mestum áhyggj­um. Sala á fölsuðum lyfjum er mjög fyr­ir­ferð­ar­mik­il, reynd­ar ­stærsti ein­staki vöru­flokk­ur­inn, og þrátt fyrir að yfir­völd reyni hvað þau geta til að koma í veg fyrir slíka sölu eykst hún stöðugt. Á eftir lyfj­unum kom­a mat­væli og fæðu­bót­ar­efni, skótau og fatn­að­ur, raf­magns­vör­ur, snyrti­vör­ur, ekki síst ilm­vötn, og svo úrin og tösk­urn­ar. Þessi sala fer einkum fram á net­inu og þótt slíkum net­versl­unum hafi á síð­ustu árum verið lokað í hund­raða­tali spretta ­sam­stundis upp nýj­ar.

Kín­verjar lang stór­tæk­astir í fram­leiðsl­unni

Af ein­stökum löndum er Kína, með Hong Kong, langstærst á þessu sviði sam­kvæmt áð­ur­nefndri skýrslu OECD. Þaðan koma um það bil 85% fram­leiðsl­unnar en 15% frá Tyrk­land­i, S­ingapúr, Tælandi, Ind­landi, Marokkó og fleiri lönd­um.

Af hverju kaupir fólk eft­ir­lík­ing­ar?

Svar­ið við þess­ari spurn­ingu er ein­falt. Í flestum til­vikum er verðið ein­ungis brot af því sem borga þarf fyrir „ekta” vöru. Margir segja sem svo: af hverju ætti ég að borga hund­ruð þús­unda fyrir Rolex úr eða Gucci tösku þegar ég get keypt slíka hluti, sem líta næstum eins út, fyrir nokkra þús­und­kalla? Þarna ligg­ur vand­inn því að í þessum efn­um, eins og mörgum öðrum, stjórn­ast inn­kaupin af budd­unni.

Rodin rétt­ar­höldin í Kaup­manna­höfn

Þessa dag­ana standa yfir í Bæj­ar­rétti Kaup­manna­hafnar rétt­ar­höld í föls­un­ar­máli. Þar er ekki tek­ist á um úr og töskur, heldur er það  lista­verk sem um er deilt. Nánar til­tekið 37 ­senti­metra háa styttu af Hugs­uð­in­um, einu þekktasta verki franska mynd­höggv­ar­ans Auguste Rod­ins (1840 – 1917). Lista­mað­ur­inn gerði all­margar útgáfur af þessu verki, í mörgum stærð­um, og hefur stundum verið kall­aður fyrsti ­fjölda­fram­leiðslu­lista­mað­ur­inn. Rodin safnið í París hefur einka­rétt á svoköll­uðum ”ekta afsteyp­um” verka hans sem selj­ast fyrir háar upp­hæð­ir. Sú ­stað­reynd, að ”gang­verð­ið” er hátt hefur freistað margra fals­ara. Styttan sem rétt­ar­höldin í Kaup­manna­höfn snú­ast um er talin tengj­ast stærsta föls­un­ar­máli Frakk­lands fyrr og síð­ar. Þrír Danir eiga í hlut.

Christie's uppboðsfyrirtækið, hefur margsinnis fengið inn á sitt borð falsaðar vörur til að bjóða upp. Það er litið alvarlegum augum. Mynd: EPA.

Her­tog­inn af Búrgúndí 

Í árs­byrjun 1992 stöðv­aði franska lög­reglan flutn­inga­bíl í eigu manns sem árum ­saman hafði selt kúa­bændum ýmis konar lyf handa bústofn­in­um. Lög­reglan taldi að í bílnum væru ólög­leg efni, vaxt­ar­horm­ónar ætl­aðir naut­grip­um. Eig­andi bíls­ins var maður að nafni Guy Hain, hann fékk síðar við­ur­nefndið Her­tog­inn af ­Búrgúndí. Lög­reglu­þjón­arnir ráku upp stór augu þegar þeir sáu farm­inn. 

+Þar  voru engin fæðu­bót­ar­efni handa naut­gripum en hins­vegar fjöld­inn allur af lista­verkum úr bronsi. Verkin voru öll afsteyp­ur verka þekktra franskra lista­manna, afsteypur verka Rod­ins í miklum meiri­hluta. Lög­reglan var þarna komin á slóð afkasta­mesta högg­mynda­fals­ara Frakk­lands fyrr og síð­ar. Guy Hain var hand­tek­inn og lög­reglan fann síðar afsteypu­verk­stæði í eigu hans í París og Búrgúndí og sam­tals rúm­lega 400 afsteypur af verk­um Rod­ins, auk ann­arra lista­manna. Guy Hain hafði um tíma rekið list­verka­verslun í París undir nafn­inu Her­tog­inn af Búrgúndí og þaðan kom við­ur­nefn­ið. Lög­reglan taldi að hann hefði þénað sem sam­svarar fimm millj­örðum íslenskra króna á sölu ­eft­ir­lík­ing­anna og Guy Hain hlaut fjög­urra ára fang­els­is­dóm. Eftir að hann var ­laus úr prís­und­inni tók hann aftur til við fyrri iðju og árið 2002 hlaut hann annan dóm, að þessu sinni fimm ára fang­elsi.

Heim­ilt að gera tólf núm­er­aðar afsteypur  

Sam­kvæmt frönskum lögum er lista­manni heim­ilt að gera tólf núm­er­aðar afsteypur af verk­um sín­um. Hafi lista­mað­ur­inn ekki gert þetta meðan hann lifði er afkom­endum hans heim­ilt að láta gera slíkar afsteypur síð­ar. Guy Hain komst í sam­band við fyr­ir­tæki sem ann­ast hafði gerð afsteypna verka Rod­ins, og fleiri lista­manna, og komst þannig ­yfir mót sem gerð höfðu verið til að vinna afsteyp­urn­ar. Sér­fræð­ingar eru á einu máli um að afsteypur þær sem Guy Hain gerði séu mjög vel gerðar og það sé ein­ungis á færi örfárra ein­stak­linga að þekkja þær frá þeim ”upp­runa­leg­u”. Talið er að Guy Hain hafi sam­tals gert um það bil sex þús­und afsteypur af verkum franskra lista­manna, lang­flestar af verkum Rod­ins, og ein­ungis sé vit­að hvar um það bil þriðj­ungur þess­ara verka er nið­ur­kom­inn. Vitað er að virt ­upp­boðs­hús hafa margoft selt afsteypur Guy Hain, Her­tog­ans af Búrgúndí, þótt slíkt sé fátítt í dag. Ein slík sala teng­ist rétt­ar­höld­unum sem nú standa yfir í Kaup­manna­höfn.

Christi­e´s upp­boðs­húsið seldi stytt­una árið 1996

Árið 2012 kom dönsk kona með brons­styttu í upp­boðs­hús Bruun Rasmus­sen í Kaup­manna­höfn. Styttan var Hug­s­uð­ur­inn (Gru­bler­en). Konan sagð­ist hafa erft ­stytt­una eftir stjúp­föður sinn sem hafi keypt hana hjá Christi­e´s í New York árið 1996 og þá greitt fyrir hana 200 þús­und doll­ara. Christi­e´s taldi stytt­una á þeim tíma ekta.

Bru­un Rasmus­sen fékk. Jér­ome le Blay, einn helsta sér­fræð­ing Frakka á þessu sviði til­ að skoða stytt­una. Hann sagði hana fals­aða. Ekk­ert varð því af söl­unni hjá Bruun Rasmus­sen og konan fór heim með stytt­una. Hún hefur síðar greint lög­reglu frá því að hún hafi selt einum mann­anna sem nú eru ákærðir stytt­una fyrir 200 ­þús­und krónur danskar, sem er hátt verð fyrir eft­ir­lík­ingu.

Reyndu að selja hana gegnum Christi­e´s 

Þre­menn­ing­arnir sem keypt­u ­stytt­una, af dönsku kon­unni, fóru með hana til Christi­e’s í Lund­únum árið 2013 og ósk­uðu eftir að fyr­ir­tækið seldi hana á upp­boði. Christi­e´s óskaði eft­ir vott­orði um að styttan væri “ekta” afsteypa en það gátu menn­irnir af skilj­an­legum ástæðum ekki lagt fram. Christi­e´s hafði sam­band við dönsku lög­regl­una sem hefur nú stytt­una í sinni vörslu. Í jan­úar á þessu ári vor­u ­þre­menn­ing­arnir ákærðir og rétt­ar­höldin standa enn yfir. Ákæran hljóðar uppá að þeir hafi vís­vit­andi reynt að selja falsað lista­verk í hagn­að­ar­skyni. Menn­irn­ir ­neita en segja að ætl­unin hafi verið að fá Christi­e´s til að borga skaða­bæt­ur ­vegna þess að upp­boðs­húsið seldi lista­verkið árið 1996 sem “ekta” afsteypu. Þessi ­skýr­ing vakti hlátur við­staddra en sak­sókn­ari vakti athygli á að ábyrgð ­upp­boðs­húss­ins vegna hugs­an­legra svika gilti ein­ungis í fimm ár og væri því löngu útrunn­in.

Nöfn þre­menn­ing­anna hafa ekki verið gefin upp en þeir eru að sögn fjöl­miðla þekktir í Dan­mörku. Tveir þeirra hafa feng­ist við lista­verka­sölu og sá þriðj­i, ­sem er mál­ara­meist­ari er umsvifa­mik­ill í dönsku við­skipta­lífi.

Dómur á að falla síðar í þessum mán­uði. Þang­að til bíður Hug­s­uð­ur­inn í pappa­kassa (utan af kaff­inu sem lög­reglan drekk­ur) í kjall­ar­anum á lög­reglu­stöð­inni í Kaup­manna­höfn.

Ert þú í Kjarnasamfélaginu?

Kjarninn er opinn vefur en líflínan okkar eru frjáls framlög frá lesendum, Kjarnasamfélagið. Sú stoð undir reksturinn er okkur afar mikilvæg.

Með því að skrá þig í Kjarnasamfélagið gerir þú okkur kleift að halda áfram að vinna í þágu almennings og birta vandaðar fréttaskýringar, djúpar greiningar á efnahagsmálum og annað fréttatengt gæðaefni. 

Kjarninn hefur verið til taks fyrir kröfuharða lesendur undanfarin sjö ár og við ætlum okkur að standa vaktina áfram. 

Fyrir þá sem nú þegar eru stoltir styrkjendur Kjarnans þá leyfum við okkur að benda á að hægt er að óska eftir að hækka mánaðarlega framlagið með því að senda póst á takk@kjarninn.is


Já takk, ég vil styrkja Kjarnann!
Guðni Bergsson er formaður KSÍ.
Íslandsmótið í knattspyrnu flautað af – efstu liðin krýnd Íslandsmeistarar
Valur er Íslandsmeistari í knattspyrnu karla og Breiðablik Íslandsmeistari kvenna.
Kjarninn 30. október 2020
Þríeykið og aðrir sérfróðir viðbragðsaðilar njóta yfirburðatrausts hjá Íslendingum – en á bilinu 94-96 prósenst segjast treysta því að fá áreiðanlegar upplýsingar um veirufjárann þaðan.
Íslendingar treysta sérfróðum yfirvöldum og fjölmiðlum vel í tengslum við COVID-19
Vinnuhópur þjóðaröryggisráðs um upplýsingaóreiðu í tengslum við COVID-19 hefur skilað af sér skýrslu. Þar kemur m.a. fram að traust til þríeykisins og annarra sérfróðra yfirvalda er afgerandi og traust til innlendra fjölmiðla sömuleiðis mjög mikið.
Kjarninn 30. október 2020
Katrín Jakobsdóttir forsætisráðherra kynnti hertar aðgerðir vegna útbreiðslu kórónuveirufaraldursins á blaðamannafundi fyrr í dag. Efnahagsaðgerðirnar eru afleiðing af þeirri stöðu.
Tekjufallsstyrkir útvíkkaðir, viðspyrnustyrkir kynntir og rætt um áframhald hlutabótaleiðar
Ríkisstjórn Íslands boðar enn einn efnahagspakkann. Sá nýjasti er sniðinn að mestu að þeim minni fyrirtækjum og einyrkjum sem þurfa að loka vegna kórónuveirufaraldursins.
Kjarninn 30. október 2020
Höfuðstöðvar Arion banka í Borgartúni
Segir umfram eigið fé ekki hafa tengingu við úrræði stjórnvalda
Bankastjóri Arion banka segir viðskiptavini sína hafið notið góðs af minni álagningum stjórnvalda á bankakerfið og litla tengingu vera á milli þess og umfram eigin fé bankans.
Kjarninn 30. október 2020
Frá aðalmeðferð málanna í Héraðsdómi Reykjavíkur í haust.
Seðlabankinn sýknaður af kröfum Samherja en þarf að borga Þorsteini Má persónulega
Héraðsdómur Reykjavíkur kvað í dag upp dóm í skaðabótamálum Samherja og Þorsteins Más Baldvinssonar forstjóra fyrirtækisins á hendur bankanum. Seðlabankinn var sýknaður af kröfu fyrirtækisins, en þarf að borga forstjóranum skaðabætur.
Kjarninn 30. október 2020
Þórólfur Guðnason sóttvarnalæknir.
Þetta eru áhyggjur Þórólfs
Þórólfur Guðnason sóttvarnalæknir tínir til margvísleg áhyggjuefni sín í minnisblaðinu sem liggur til grundvallar hertum samkomutakmörkunum sem eru þær ströngustu í faraldrinum hingað til.
Kjarninn 30. október 2020
Frá blaðamannafundi ríkisstjórnarinnar í dag.
Tíu manna fjöldatakmarkanir næstu vikur
Hertar sóttvarnaráðstafanir taka gildi strax á miðnætti og eiga að gilda til 17. nóvember. Einungis 10 mega koma saman, nema í útförum, matvöruverslunum, apótekum og almenningssamgöngum. Skólar verða áfram opnir.
Kjarninn 30. október 2020
Tæknivarpið
Tæknivarpið
Tæknivarpið – AMD svarar NVidia og Airpods-lekar
Kjarninn 30. október 2020
Meira eftir höfundinnBorgþór Arngrímsson
Meira úr sama flokkiFréttaskýringar
None