Ný hugverkastefna fagnaðarefni

Auglýsing

Í dag kynnti Ragn­heiður Elín Árna­dótt­ir, iðn­að­ar- og við­skipta­ráð­herra, nýja hug­verka­stefnu fyrir Ísland. Hún hefur það að ­leið­ar­ljósi að Ísland verði hug­verka­drif­ið, eins og það er nefnt í stefn­unn­i, árið 2022. Stefnan tekur til áranna 2016 til 2022, eða næstu sex ára.

Við fyrstu sýn virð­ist skýrslan, sem tekin var saman í til­efni af þess­ari vinnu, vera vönduð og mik­il­vægt inn­legg í háleitt mark­mið hug­verka­stefn­unn­ar.

Hóp­ur­inn að baki hug­verka­stefn­unni ásamt ráð­herra: Gunnar Örn Harð­ar­son, Þor­lákur Jóns­son, ­Borg­hildur Erlings­dótt­ir, Bryn­hildur Pálm­ars­dóttir og Ragn­heiður Elín.

Auglýsing

Hug­verka­stefnan fjallar um hug­verka­rétt­indi á sviði iðn­að­ar­, þ.e. þau hug­verka­rétt­indi sem falla undir verk­efna­svið ráðu­neyt­is­ins en þau eru vöru­merki, einka­leyfi, hönn­un­ar­skrán­ingar og önnur skyld rétt­indi.

Það er full þörf á því að vinna að efl­ingu hug­verk­iðn­að­ar­. Til fram­tíðar litið getur Ísland ekki reitt sig á auð­linda­drifið hag­kerf­i ein­göngu, heldur fel­ast tæki­færin í ein­hverju öðru. Þar eru hug­verkin og ­sköp­unin að baki þeim lyk­il­at­riði.

Hönnun Sigurjóns Pálssonar hefur notið mikilla vinsælda á Íslandi og erlendis, undanfarin misseri.

Í skýrsl­unni sem kynnt var í dag, er vitnað til banda­rískrar ­rann­sóknar á hag­rænum áhrifum hug­verka­iðn­aðnar í Banda­ríkj­un­um. Í nið­ur­stöð­unum kemur fram að 34,8 pró­sent af vergri lands­fram­leiðslu Banda­ríkj­anna árið 2010 hafi mátt rekja til hug­verka­rétt­inda­tengdrar starf­semi og að slík­ ­fyr­ir­tæki hafi skapað 27,1 milljón starfa í banda­ríska hag­kerf­inu. Þá hef­ur U­SPTO, banda­ríska einka­leyfa- og vöru­merkja­stofn­un­in, nýlega sent frá sér­ ­at­hugun sem snýr sér­stak­lega að frum­kvöðlum og sprota­fyr­ir­tækj­um. Könn­unin náð­i til 45.817 einka­leyfaum­sókna sem áttu það sam­eig­in­legt að vera fyrstu umsókn­ir við­kom­andi aðila. Fram kom að sam­hliða veit­ingu einka­leyfis hafi starfs­mönn­um ­sprota­fyr­ir­tækja fjölgað að með­al­tali um 36 pró­sent á fimm ára tíma­bili eftir að við­kom­andi rétt­indi voru veitt. Aukn­ing í sölu vöru og þjón­ustu á sama fimm ára ­tíma­bili var 51 pró­sent. Þessar tölur gefa til kynna að sam­þykkt og birt einka­leyf­i hafi veru­leg áhrif á vöxt sprota­fyr­ir­tækja, bæði hvað varðar starf­manna­fjölda, ­sölu, áfram­hald­andi nýsköpun og árangur þeirra til lengri tíma lit­ið.

Þessar upp­lýs­ingar sýna vel, hversu mik­il­vægt það er að styrkja hug­verka­iðn­að­inn eins og kostur er.

Það er gott að nú sé búið að marka stefn­una, og taka saman upp­lýs­ingar til að vinna með áfram. Það er grund­völlur þess að hægt sé að fara af stað, og tengja ­saman ólíka þætti innan íslensks sam­fé­lags. Sam­spil mennta­kerf­is­ins og at­vinnu­lífs­ins – ekki síst auð­linda­drifna hluta hag­kerf­is­ins – skapar grunn­inn að sterkum hug­verka­iðn­að­i, eins og glögg­lega kemur í skýrsl­unni.

Einka­geir­inn er drif­kraft­ur, þar sem hlut­irnir ger­ast, en ­með góðri og skyn­sam­legri sam­vinnu við stjórn­völd á hverjum tíma, mennta­stofn­ir, ­sjóði og fjár­mála­kerf­ið, þá má ná enn lengra en stefnt var að í upp­hafi.

Von­andi næst það mark­mið að Ísland verði hug­verka­drifið árið 2022, en það er ekki sjálf­sagt að svo verði. Tæki­færin eru fyrir hendi og það er um að gera, ekki síst fyrir einka­ger­ann og hags­muna­sam­tök innan hans, að taka þessu vopni sem hug­verka­stefnan er, traustu taki og vinna að fram­gangi þessa ­mik­il­væga mála­flokks.

Vilt þú vera með?

Frjálsir, hugrakkir fjölmiðlar eru ómetanlegir en ekki ókeypis. Kjarninn reiðir sig á framlög lesenda og með því að styrkja Kjarnann mánaðarlega tekur þú þátt í að halda úti öflugum fjölmiðli.

Kjarninn hefur verið til taks fyrir kröfuharða lesendur í sjö ár og við ætlum að standa vaktina áfram og bjóða almenningi upp á vandaða umfjöllun þar sem áhersla er á gæði og dýpt.  

Fyrir þá lesendur sem nú þegar eru stoltir styrkjendur Kjarnans þá leyfum við okkur að benda á að hægt er að óska eftir að hækka styrkinn með því að senda póst á takk@kjarninn.is


Já takk, ég vil styrkja Kjarnann!
Halldór Gunnarsson
Mismunun og ranglæti gagnvart lífeyrisþegum
Kjarninn 3. desember 2020
Björn Leví Gunnarsson, þingmaður Pírata.
„Misnotkun á valdi og bolabrögð hafa verið einkenni Sjálfstæðisflokksins í langan tíma“
Þingmaður Pírata segir að koma þurfi í veg fyrir að Sjálfstæðisflokkurinn fái að koma nálægt völdum en hann fjallaði um landsréttarmálið á þingi í morgun. Þingflokksformaður Sjálfstæðisflokksins segir að horfa verði á málið í ákveðnu samhengi.
Kjarninn 3. desember 2020
Þuríður Harpa Sigurðardóttir, formaður Öryrkjabandalags Íslands.
Öryrkjabandalagið fagnar hugmynd Brynjars um rannsókn á bótasvikum
Þingmaður Sjálfstæðisflokks vill láta rannsaka hvor öryrkjar og bótaþegar sigli undir fölsku flaggi. ÖBÍ fagnar þeirri hugmynd en segja rannsókn ekki nauðsynlega til að staðfesta ríkjandi fordóma og andúð gegn fötluðu fólki í samfélaginu.
Kjarninn 3. desember 2020
Svandís Svavarsdóttir heilbrigðisráðherra.
Stjórnvöld vona að hjarðónæmi verði náð á fyrsta ársfjórðungi
Í tilkynningu frá heilbrigðisráðuneytinu segir að vonir standi til þess að markmiðum bólusetningar verði náð á fyrsta ársfjórðungi. Búið er að ná samkomulagi um bóluefni fyrir 200.000 manns, en ólíklegt er að það komi allt til landsins á sama tíma.
Kjarninn 3. desember 2020
Þórólfur: Ekki hægt að ganga að því vísu að bólusetning hefjist fljótlega eftir áramót
Sóttvarnalæknir hvetur til raunhæfrar bjartsýni þegar kemur að tímasetningu bólusetningar við COVID-19 á Íslandi. Það megi ekki láta jákvæðar fréttir leiða til þess að landsmenn passi sig ekki í sóttvörnum.
Kjarninn 3. desember 2020
Þorsteinn Vilhjálmsson
Lítil eru geð guma – Um Landsrétt og Sjálfstæðisflokkinn
Kjarninn 3. desember 2020
Borgarfulltrúi vill ráðningarbann hjá Reykjavíkurborg
Reykjavíkurborg ætlar að verja milljarði króna til að búa til ný störf fyrir fólk sem annars þyrfti fjárhagsaðstoð eða færi á atvinnuleysisbætur. Hildur Björnsdóttir, borgarfulltrúi Sjálfstæðisflokks, vill ráðningarbann í borginni.
Kjarninn 3. desember 2020
Bóluefni Pfizer og BioNTech fer í dreifingu í Bretlandi í næstu viku. Risastór áfangi. En munu nægilega margir vilja láta bólusetja sig?
Þegar bóluefnið lendir mun enn þurfa að sannfæra marga
Breskir ráðamenn stíga nú fram og segjast tilbúnir að láta bólusetja sig í beinni útsendingu til að auka tiltrú á bóluefnum. Ný dönsk samanburðarrannsókn sýnir mismikinn bólusetningarvilja á milli ríkja og að traust í garð yfirvalda ráði miklu þar um.
Kjarninn 3. desember 2020
Meira eftir höfundinnMagnús Halldórsson
Meira úr sama flokkiLeiðari
None