Brjálæðið

Mannskæðasta skotárás í sögu Bandaríkjanna vekur upp margar spurningar um byssueignir, hatursglæpi, störf lögreglunnar og pólitísk átök um byssulöggjöfina.

byssur
Auglýsing

Á hverjum degi deyja að með­al­tali um 36 ein­stak­lingar vegna ­byssu­glæpa í Banda­ríkj­un­um. Séu sjálfs­víg og voða­skot með­tal­in, þá eru það 90 manns á dag. Heild­ar­fjöldi þeirra sem féll fyrir byssu­skotum var svip­aður fjöld­i þeirra sem lést vegna bílslysa, eða um 34 þús­und.

Ekk­ert þróað ríki er með nærri því eins hátt hlut­fall og ­Banda­rík­in. Þau skera sig alveg úr. Mun­ur­inn er slá­andi. Um þrjá­tíu­faldur mun­ur er á Banda­ríkj­unum og Bret­landi, svo dæmi sé tek­ið. Um 2,9 manns­líf á hverja 100 þús­und íbúa, en 0,1 í Bret­landi. Á Íslandi er hlut­fallið með allra lægsta ­móti (innan við 0,1) enda byssu­glæpir afar fátíðir í alþjóð­legum sam­an­burð­i. 

Ógn­vekj­andi tölur

Í fyrra lét­ust 13.629 vegna byssu­glæpa í Banda­ríkj­un­um, ­sam­kvæmt opin­berum tölum heil­brigð­is­yf­ir­valda í Banda­ríkj­un­um. Í heim­in­um öll­um, einnig á skil­greindum stríðs­svæðum í mið­aust­ur­löndum og Norð­ur­-Afr­ík­u, þá lét­ust ríf­lega 18 þús­und vegna hryðju­verka­árása í fyrra, þar með talið vegna ­spreng­inga.

Auglýsing

„Þjóð­ar­skömm, stöðvið brjál­æð­ið.“ Þannig skrif­aði New York Times í leið­ara á for­síðu sinni – í fyrsta skipti sem það er gert síðan 1920 – 5. des­em­ber í fyrra. Þetta var gert skömmu eftir að par hafði skotið 14 til­ ­bana í San Bern­ar­dino í Kali­forn­íu.

Í leið­ar­anum sagði meðal ann­ars, að það væri sið­­ferð­is­­legt hneyksli og þjóð­­ar­­skömm að Banda­­ríkja­­menn geti með lög­­­legum hætti keypt vopn sem eru hönnuð til þess að drepa fólk með miklum hraða og skil­­virkni. „Þessi vopn eru stríðsvopn.

Yfir­heyrður

Atburð­irn­ir hrika­legu í Orlando, þar sem mann­skæð­asta skotárás í sögu Banda­ríkj­anna var fram­kvæmd á skemmti­staðnum Pul­se, þar sem hinsegin fólk kom sam­an, hafa sett þessi mál aftur í kast­ljósið hér vestra. Þrátt fyrir að árásin sé rann­sökuð sem hryðju­verka­árás og hat­urs­glæp­ur, þá er það aðgengi Omars Mateen, hins 29 ára gamla ódæð­is­manns, að byssum sem hefur verið upp­spretta umræð­unnar í dag, hvort ­sem er í sjón­varpi, útvarpi, á net­inu eða í for­ystu­greinum dag­blaða. 

Alrík­is­lög­reglan FBI hafði ítrekuð afskipti af Mateen, á árunum 2013 og 2014, og yfir­heyrði hann í tvígang. Árið 2013 og 2014 var rann­sókn á honum lok­að, en beinar teng­ingar hans við hryðju­verka­sam­tök fund­ust ekki. Það var hins veg­ar vitað að hann væri ekki í jafn­vægi, og frá árinu 2011 þá höfðu lög­reglu­yf­ir­völd ­upp­lýs­ingar um að hann væri upp­stökk­ur, ofbeld­is­hneigður og ætti það til að tala með afar niðr­andi hætti um hinsegin fólk. For­eldrar hans stað­festu síð­an, eftir árás­ina, að Mateen hefði orðið æstur við að sjá sam­kyn­hneigða kyssast op­in­ber­lega, og blótað þeim í sand og ösku. Eig­in­kona hans fór frá honum vegna of­beld­is, en Mateen gekk ítrekað í skrokk á henni, án þess að fá á sig ákæru eða opin­bera rann­sókn, þrátt fyrir að hún hefði til­kynnt um ofbeldið til­ lög­reglu.

AR 15 árásarriffill, sem Omar Mateen keypti viku áður en hann framdi skotárásina á Pulse skemmtistaðinn í Orlando. Mynd: EPA.

For­set­inn berst áfram

Þrátt fyr­ir­ þessa sögu, þá gekk hann inn í verslun og keypti AR 15 árás­ar­riffil og Glock ­skamm­byssu. Hann hafði til þess lög­vernd­aðan rétt. Vopnin not­aði hann síðan til­ að drepa fólkið í Pul­se, í mann­skæð­ustu skotárás í sögu Banda­ríkj­anna.

Til­vik eins og þetta eru þau sem Barack Obama, Banda­ríkja­for­seti, hefur ítrekað rætt um að sé ­mik­il­vægt að greina nán­ar. „En við höfum ekki náð breyt­ingum í gegn,“ sagð­i Obama og fórn­aði hönd­um, þegar hann ræddi um byssu­málin við PBS, fyrir ell­efu ­dög­um. Hann bar þá byssu­glæp­ina saman við aðgerðir sem ráð­ist var fyrir mörg­um ára­tug­um, til að greina orsakir bílslysa. Það hefði mestu máli skipti, að ­yf­ir­völd hafi sett á fót rann­sókn­ar­vinnu sem að lokum leiddi til þess að bíl­belta­notkun varð almenn, og öryggi fólks í umferð­inni jókst strax með­ á­hrifa­miklum hætti. „Þegar kemur að byssu­glæp­un­um, þá hefur hags­muna­sam­tök­um eins og NRA (National Rifle Associ­ation, sam­tök byssu­eig­enda) tek­ist að koma í veg fyr­ir, að rann­sóknir fari fram og upp­lýs­inga sé aflað!,“ sagði Obama í þætti PBS. Hann sagði þetta vera grafal­var­legt mál, því að það sem reynd­ist best þegar væri verið að greina vanda­mál, væri að bera virð­ingu fyrir starf­i ­vís­inda­manna og rann­sak­enda. Til þess þyrftu þeir aðgengi að öllum gögn­um, og ­tíma til að vinna úr rann­sóknum sín­um. Aðgerðir kæmu svo í kjöl­far­ið.

Á meðan ekki ­tekst að greina vanda­málin – eins og það háa hlut­fall byssu­glæpa er skýr vís­bend­ing um – þá verður vafa­lítið erfitt að búa til lög og reglur sem geta unnið gegn byssu­glæp­un­um. Obama hefur sjálfur talað fyrir því, að bak­grunns­skoðun þeirra sem vilja kaupa vopn, sé mun nákvæm­ari en hún er nún­a, og að þeir sem grunur leiki á að séu hættu­legir sam­borg­urum sínum geti ekki ­nálg­ast hættu­leg skot­vopn. „En við þurfum að taka saman upp­lýs­ingar um þessi ­mál,“ ítrek­aði Obama, end­ur­tek­ið, og aug­ljós­lega pirr­aður á því hve illa hef­ur ­gengið að vinna gegn byssu­glæp­un­um. Í yfir­lýs­ingu sem hann flutti vegna árás­ar­innar í Orlando sagði hann síðan að það væri ábyrgð­ar­hluti að gera ekki ­neitt.

Frá því að Obama varð for­seti, í nóv­em­ber 2008, hefur hann síend­ur­tekið hald­ið ­blaða­manna­fundi, oft með tárin í aug­un­um, eftir að skotárásir á óbreytta ­borg­ara.

Blaða­manna­fundir Obama verið margir, um skotárás­ir. Þeir hafa komið eftir árásir á eft­ir­far­andi stöð­um, eins og New York Times listaði þá upp, á sjö og hálfs árs valda­tíð hans.

  Skotárásir í valda­tíð Obama
 • 12. júní 2016. Orlando
 • 2. des­em­ber 2015. San Bern­ar­dino
 • 27. nóv­em­ber 2015. Colorado Springs
 • 1. októ­ber 2015. Roseburg
 • 16. júlí 2015. Chatta­nooga
 • 17. júní 2015. Charleston
 • 24. októ­ber 2014. Mar­ysville
 • 23. maí 2014. Isla Vista
 • 2. apríl 2014. Kil­leen,
 • 16. sept­em­ber 2013. Was­hington, D.C.
 • 7. Júní 2013 Santa Mon­ica
 • 14. des­em­ber 2012. Newtown
 • 21. októ­ber 2012. Brook­fi­eld
 • 27. sept­em­ber 2012. Minn­ea­polis
 • 5. ágúst 2012. Oak Creek
 • 20. júlí 2012. Aur­ora
 • 5. nóv­em­ber 2009. Kil­leen
 • 2. apríl 2012. Oakland
 • 12. októ­ber 2011. Seal Beach
 • 8. jan­úar 2011. Tuc­son
 • 3. ágúst 2010. Manchester
 • 12. febr­úar 2010. Huntsville
 • 5. nóv­em­ber 2009. Kil­leen
 • 3. apríl 2009. Bing­hamton

Hat­urs­glæpur gegn hinsegin fólki

Brota­löm í byssu­lög­gjöf­inni er eitt, en hat­urs­glæpur gegn hinsegin fólki ann­að. Mik­il ­sam­staða hefur skap­ast meðal hinsegin fólks um allan heim eftir árás­ina í Or­lando. Hún hitti sam­fé­lag hinsegin fólks í hjarta­stað, enda staðir eins og Pulse var, hálf­gert athvarf fyrir fólk innan þessa sam­fé­lags. Það sækir styrk til fólks í svip­uðum aðstæð­um. „Pulse var grið­ar­staður fjöl­breyttrar flór­u hinsegin fólks, sem sumu hverju hafði verið úthýst af fjöl­skyldum sín­um. Þar fann fólk nýja fjöl­skyldu, vini, gleði og ást. Árásin er því árás á hjarta hinsegin sam­fé­lags­ins.

Árásin er hat­urs­glæpur sem bein­ist gegn hinsegin fólki um allan heim. Hinsegin fólk er ­með kerf­is­bundnum hætti beitt ofbeldi, jað­ar­setn­ingu og útskúfun víða um heim og þessi árás er af sama meiði. Hún er öfga­full birt­ing­ar­mynd hinsegin hat­ur­s ­sem hinsegin fólk þekkir því miður of vel á eigin skinn­i,“ segir í yfir­lýs­ing­u ­sem Sam­tökin 78 sendu frá sér í dag. Hún er í takt við yfir­lýs­ingar sam­taka hinsegin fólks um allan heim, sem hafa for­dæmt glæp­inn og minnt á, að ekki meg­i horfa fram­hjá því að árásin bein­ist beint gegn hinsegin fólki. Þetta sé ekki hryðju­verk sem bein­ist gegn fólki að handa­hófi, heldur hafa árás­armað­ur­inn valið þennan stað. Regn­boga­litir eru víða sjá­an­leg­ir, ekki síst hér í New York. Í gær­kvöldi var efsta nálin á Emp­ire State bygg­ing­unni lituð í regn­boga­lit­u­m, hinsegin fólki til stuðn­ings. Það sama má segja um skóla­svæði Col­umbia skól­ans, þar sem víða mátti sjá regn­boga­lit­ina og stuðnings­yf­ir­lýs­ing­ar. „Við erum með­ ykk­ur!“ stóð á einum fán­an­um, sem var á tröpp­unum fyrir utan bóka­safnið á skóla­svæð­inu.

Hvað gerð­ist?

Enn eru að ber­ast upp­lýs­ing­ar, sem munu gefa betri mynd af því sem gerð­ist, frá mín­útu til mín­útu, inn á Pul­se. Ljóst þykir nú, að að­gerðir sér­sveitar lög­regl­unnar í Orlando, kunna að hafa leitt til þess að nokkrir létu­st, þegar lög­reglu­menn skutu í átt að Mateen. Á blaða­manna­fundi í morg­un, greindi tals­maður lög­regl­unnar frá því að rann­sókn stæði yfir á að­gerð­un­um, þar sem meðal ann­ars væri rætt við vitni inni á staðnum og í ná­grenni. Lög­reglu­maður á frí­vakt, sem var inni á staðn­um, var sá fyrsti sem greip til varna gegn Mateen, og skipt­ust þeir á skot­um. Eftir nokkurn tíma tókst að króa hann inni á kló­setti, en lög­reglan virð­ist ekki hafa haft ­ná­kvæmar upp­lýs­ingar um hversu margir voru þar inni.  Sér­sveitin ákvað að brjóta sér leið í gegn­um ­vegg, inn á bað­her­berg­ið, þar sem Mateen var að lokum skot­inn til bana.

Nákvæm­ari upp­lýs­ingar hafa ekki feng­ist, en FBI, lög­reglan í Orlando og stjórn­völd í Banda­ríkj­unum hafa sagt að öllum stein­um verði velt við til að skýra hvernig 50 ein­stak­lingar létu lífið í þess­ari ­mann­skæð­ustu skotárás í sögu Banda­ríkj­anna, og 53 til við­bótar særðust, sumir alvar­lega. 

Því miður segir sagan okkur það, að ekki þurfi að líða svo langur tími þar sem næsta brjál­æð­is­lega árás mun eiga ­sér stað. Þá, eins og nú, mun salti  verða stráð í opið sár á banda­rísku ­þjóð­inni, sem síend­ur­teknar skotárásir hafa skilið eft­ir.

Styrkir þú Kjarnann?

Kjarninn reiðir sig á framlög lesenda. Með því að styrkja Kjarnann mánaðarlega tekur þú þátt í að halda úti öflugum fjölmiðli.

Kjarninn hefur verið til taks fyrir kröfuharða lesendur í sjö ár og býður almenningi upp á vandaða umfjöllun þar sem áhersla er á gæði og dýpt.  

Ef þú ert nú þegar styrkjandi leyfum við okkur að benda á að hægt er að óska eftir að hækka styrkinn með því að senda póst á takk@kjarninn.is


Já takk, ég vil styrkja Kjarnann!
Orri Páll Jóhannesson er nýr þingflokksformaður Vinstri grænna.
Orri Páll þingflokksformaður Vinstri grænna
Orri Páll Jóhannsson var í dag valinn þingflokksformaður Vinstri grænna. Bjarni Jónsson verður ritari þingflokksins.
Kjarninn 29. nóvember 2021
Katrín Jakobsdóttir forsætisráðherra.
„Umhverfismálin eiga að vera alls staðar“
Katrín Jakobsdóttir segist horfa á boðaða stækkun Vatnajökulsþjóðgarðar sem áfanga í átt að þjóðgarði á borð við hálendisþjóðgarðinn, sem bakkað er með í nýja stjórnarsáttmálanum. Kjarninn ræddi umhverfismál við Katrínu í gær.
Kjarninn 29. nóvember 2021
Bólusetningarvottorð gildi aðeins í níu mánuði
Stjórn Evrópusambandsins hefur lagt til að bólusetningarvottorð gildi í níu mánuði í stað tólf. Örvunarskammtur framlengi svo gildistímann.
Kjarninn 29. nóvember 2021
Samtal við samfélagið
Samtal við samfélagið
Samtal við samfélagið – Íslenska heilbrigðiskerfið: Áskoranir og framtíðin
Kjarninn 29. nóvember 2021
Guðlaugur Þór Þórðarson er nýr ráðherra umhverfis-, loftslags- og orkumála. Landvernd segir að það verði erfitt að gæta hagsmuna náttúrunnar og fara með orkumálin á sama tíma.
Landvernd segir „stríðsyfirlýsingu“ að finna í stjórnarsáttmálanum
Stjórn Landverndar gagnrýnir áform ríkisstjórnarinnar um breytta rammaáætlun, sérstök vindorkulög og flutning orkumála inn í umhverfisráðuneytið, í yfirlýsingu í dag.
Kjarninn 29. nóvember 2021
Róbert Marshall upplýsingafulltrúi ríkisstjórnarinnar.
Innsláttarvilla í Stjórnartíðindum hafði engin lögformleg áhrif
Guðlaugur Þór Þórðarson verður ekki ráðherra lista og menningarmála auk þess að fara með umhverfismál í nýrri ríkisstjórn Katrínar Jakobsdóttur. Innsláttarvilla á vef Stjórnartíðinda gaf ranglega til kynna að svo yrði, en hún hafði engin lögformleg áhrif.
Kjarninn 29. nóvember 2021
Á meðal þeirra geira sem þurfa á mörgum starfsmönnum að halda er byggingageirinn.
18 þúsund störf töpuðust í faraldrinum en 16.700 ný hafa orðið til
Seðlabankinn segir óvíst að hve miklu leyti ráðningarsamböndum sem byggjast á ráðningarstyrkjum verði viðhaldið, en þeir renna flestir út nú undir lok árs. Kannanir bendi þó til þess að störfum muni halda áfram að fjölga.
Kjarninn 29. nóvember 2021
Lilja D. Alfreðsdóttir.
Fjölmiðlar undir atvinnuvegaráðuneyti og þjóðarleikvangar færast til
Miklar tilfærslur eru á málaflokkum milli ráðuneyta í nýrri ríkisstjórn Katrínar Jakobsdóttur. Samkvæmt forsetaúrskurði heyrir fjölmiðlar undir atvinnuvegaráðuneytið og nýtt ráðuneyti fer með málefni þjóðarleikvanga.
Kjarninn 29. nóvember 2021
Meira eftir höfundinnMagnús Halldórsson
Meira úr sama flokkiFréttaskýringar
None