Formenn innan BÍ standa með búvörusamningum

Formenn stærstu aðildarfélaga innan Bændasamtaka Íslands segjast allir standa með búvörusamningunum. Þeir setja spurningamerki við aðferðir stjórnsýslunnar og velta upp hvort ráðherrar hafi verið umboðslausir við undirritun.

Sindri Sigurgeirsson, formaður BÍ, Þórarinn Ingi Pétursson, formaður Landssamtaka sauðfjárbænda, Arnar Árnason, formaður Landssambands kúabænda, og Gunnar Þorgeirsson, formaður Sambands garðyrkjubænda, eru allir á einu máli um að samningar skulu standa.
Sindri Sigurgeirsson, formaður BÍ, Þórarinn Ingi Pétursson, formaður Landssamtaka sauðfjárbænda, Arnar Árnason, formaður Landssambands kúabænda, og Gunnar Þorgeirsson, formaður Sambands garðyrkjubænda, eru allir á einu máli um að samningar skulu standa.
Auglýsing

For­menn nokk­urra stærstu aðild­ar­fé­laga Bænda­sam­taka Íslands (BÍ); Lands­sam­bands kúa­bænda, sauð­fjár­bænda, garð­yrkju­bænda og kart­öflu­bænda, taka allir heils­hugar undir orð for­manns BÍ vegna harð­orðar umsagnar Sam­keppn­is­eft­ir­lits­ins um búvöru­samn­ing­ana. Allir und­ir­strika að samn­ing­arnir séu und­ir­rit­aðir og ekki komi til greina að end­ur­skoða veiga­mikil atriði án þess að fara aftur í samn­inga­ferli. Þeir lýsa yfir áhyggjum af stjórn­sýsl­unni og velta upp spurn­ingu um hvort fjár­mála­ráð­herra og land­bún­að­ar­ráð­herra hafi verið umboðs­lausir þegar þeir skrif­uðu und­ir. 

And­skoti hart ef samn­inga­nefnd hefur verið umboðs­laus

Arnar Árnason, formaður Landssambands kúabændaArnar Árna­son, for­maður Lands­sam­bands kúa­bænda, segir und­ir­skrif­aða samn­inga liggja fyrir og nú bíði það bara Alþingis að sam­þykkja fjár­veit­ingar til þeirra, eða hafna þeim. 

„Það er ekki hægt að breyta þeim núna. Þeir hafa verið sam­þykktir á öllum víg­stöðv­um, nema á Alþing­i,“ segir hann. „Við erum með plagg, und­ir­ritað af samn­inga­nefnd rík­is­ins, og það er and­skoti hart ef maður upp­lifir að hún hafi verið umboðs­laus þegar hún skrif­aði und­ir. Það er skrýtin stjórn­sýsla.“ 

Auglýsing

Arnar segir að ef það komi í ljós að eitt­hvað hafi verið ólög­legt í samn­ing­unum þurfi að leiða það til lykta fyrir dóm­stól­u­m. „Það þarf að klára þetta eða byrja upp á nýtt. 75 pró­sent kúa­bænda sam­þykktu samn­ing­ana og ef ferlið fer af stað aftur er ýmsi­legt í upp­námi.“

Samn­ingar skulu standa 

Þór­ar­inn Ingi Pét­urs­son, for­maður Lands­sam­taka sauð­fjár­bænda, tekur í sama streng. 

Þórarinn Ingi Pétursson, formaður Landssamtaka sauðfjárbænda„Það var setið við sam­inga­borðið í langan tíma. Samn­ing­arnir eru und­ir­rit­aðir af Sig­urði Inga Jóhanns­syni, þáver­andi land­bún­að­ar­ráð­herra, og Bjarna Bene­dikts­syni fjár­mála­ráð­herra og í mínum huga er það þannig að samn­ingar skulu standa,“ segir Þór­ar­inn. Hann bætir við að samn­ing­arnir séu tengdir búvöru­lög­um, sem Alþingi þurfi að taka ákvörðun um á end­an­um, og bendir á að gagn­rýni Sam­keppn­is­eft­ir­lits­ins snú­ist fyrst og fremst að mjólkur­iðn­að­in­um. 

Vill ekki að búvöru­samn­ing­arnir verði kosn­inga­mál

Gunnar Þor­geirs­son, for­maður Sam­bands garð­yrkju­bænda, hefur miklar áhyggjur af því að samn­ing­arnir verði ekki stað­fest­ir. 

Gunnar Þorgeirsson, formaður Sambands garðyrkjubænda

„Ég tek undir með Sindra. Þegar samn­ingur hefur farið í atkvæða­greiðslu og hann sam­þykktur - velti ég fyrir mér hvort ríkið ætli svo að breyta samn­ingnum ein­hliða. Ég hef áhyggjur af þessu,“ segir hann. „Menn lögðu af stað fyrir ári síðan og nið­ur­staðan var sú að leggja þennan samn­ing í atkvæða­greiðslu og undir hann rita ráð­herr­ar. Ég spyr mig í hvaða umboði voru þeir að skrifa, þegar atvinnu­vega­nefnd seg­ist ætla að koll­varpa samn­ingn­um.“

Gunnar segir stöð­una óþægi­lega. „Þetta er ekki góð stjórn­sýsla. Og ef það verður gert að kosn­inga­máli í haust hvernig reka eigi land­búnað á Íslandi, það lýst mér illa á.“ 

Gagn­rýnir Sam­keppn­is­eft­ir­litið

Berg­vin Jóhanns­son, for­maður Lands­sam­bands kart­öflu­bænda, segir ljóst að ef það eigi að umturna samn­ing­un­um, þurfi að byrja ferlið upp á nýtt. Hann gagn­rýnir vinnu­að­ferðir Sam­keppn­is­eft­ir­l­is­ins. 

„Þarf ekki að breyta vinnu­reglum þar innan dyra? Það virð­ist ekki allt vera í lagi þar,“ segir Berg­vin. Hann und­ir­strikar að hann sé sáttur við samn­ing­inn sem lúti að garð­yrkju. „Það er verið að opna þetta meira og meira og gera þetta öllum aðgengi­legt. Í nær öllum land­bún­aði. Það er mjög jákvætt.“

Félag atvinnu­rek­enda segir samn­ing­ana slæma

Búvöru­samn­ing­arnir voru ekki afgreiddir á Alþingi fyrir sum­ar­frí. For­maður Bænda­sam­tak­anna sagði í kjöl­farið að það setti samn­ing­ana í óvissu. Það kom sann­ar­lega á dag­inn. Í síð­ustu viku sendi Sam­keppn­is­eft­ir­litið harð­orða umsögn til atvinnu­vega­nefndar Alþingis þar sem sagði að samn­ing­arnir þarfn­ist gagn­gerrar end­ur­skoð­unar til að tryggja almanna­hags­muni áður en Alþingi sam­þykkir þá. Samn­ingar við mjólkur­iðn­að­inn voru gagn­rýndir hvað mest.  

Ólafur Stephensen, framkvæmdastjóri Félags atvinnurekendaÓlafur Steph­en­sen, fram­kvæmda­stjóri Félags atvinnu­rek­enda, sagði við Stöð 2 í gær að búvöru­samn­ing­arnir væru slæmir og að Alþingi ætti ekki að sam­þykkja þá. 

Sindri Sig­ur­geirs­son, for­maður Bænda­sam­tak­anna, sagði það ekki koma til greina að end­ur­skoða stór atriði í samn­ing­un­um, enda væru þeir und­ir­rit­aðir og sam­þykktir af bændum og rík­inu. Ef til þess kæmi, yrði að hefja sam­inga­ferlið upp á nýtt. Þó verði að end­ur­skoða atriði ef þau eru metin svo að þau stang­ist á við lög.  

Skiptir Kjarninn þig máli?

Kjarninn reiðir sig á framlög lesenda. Með því að styrkja Kjarnann mánaðarlega tekur þú þátt í að halda úti öflugum fjölmiðli.

Við erum til staðar fyrir lesendur og fjöllum um það sem skiptir máli.

Ef Kjarninn skiptir þig máli þá máttu endilega vera með okkur í liði.

Já takk, ég vil styrkja Kjarnann!
Ingrid Kuhlman
Að hlakka til einhvers er næstum jafn gott og að upplifa það
Kjarninn 25. júní 2022
Niðurhal Íslendinga stóreykst milli ára
Íslendingar notuðu 25 prósent meira gagnamagn á farsímaneti í fyrra en árið áður og 21 prósent meira gagnamagn í gegnum fastanet. Tæplega 76 prósent notenda á fastaneti eru nú með ljósleiðaratengingu, en þeir voru þriðjungur 2016.
Kjarninn 25. júní 2022
Af kosningavöku Framsóknarflokksins í fyrrahaust.
Framsókn hirti kjósendur í stórum stíl frá hinum stjórnarflokkunum og Miðflokki
Fylgisaukning Framsóknar í síðustu kosningum var tekin frá samstarfsflokkunum í ríkisstjórn og klofningsflokki. Átta hverjum tíu kjósendum Sjálfstæðisflokks voru úr kjarnafylginu. Framboð Sósíalista hafði neikvæð áhrif á fylgi Vinstri græna og Pírata.
Kjarninn 25. júní 2022
Hraðtíska nær nýjum hæðum með tilkomu tískurisans Shein
Kínverska fatafyrirtækið Shein hefur vaxið gríðarlega á undanförnum árum og er í dag eitt stærsta tískuvörufyrirtæki í heimi. Umhverfissinnar benda á að fötin séu úr svo litlum gæðum að oft séu þau aðeins notuð í eitt skipti áður en þau enda í ruslinu.
Kjarninn 25. júní 2022
Auður Önnu Magnúsdóttir
Af hverju nýta Íslendingar raforkuna sína svo illa?
Kjarninn 25. júní 2022
Sjö molar um seðlabankavexti úti í heimi
Verðbólga veldur því að vaxtalækkanir faraldursins eru að ganga til baka, víðar en hér á Íslandi. Kjarninn tók saman nokkra fróðleiksmola um þróun mála í ríkjum bæði nær og fjær.
Kjarninn 25. júní 2022
Flokkur Sigurðar Inga Jóhannssonar andar ofan í hálsmál flokks Bjarna Benediktssonar samkvæmt síðustu könnunum.
Framsókn mælist næstum jafn stór og Sjálfstæðisflokkurinn
Stjórnarflokkarnir hafa tapað umtalsverðu fylgi á kjörtímabilinu. Sjálfstæðisflokkurinn nær mun verr til fólks undir fertugu en annarra á meðan að Framsókn nýtur mikilla vinsælda þar. Vinstri græn mælast með þriðjungi minna fylgi en í síðustu kosningum.
Kjarninn 24. júní 2022
Samkeppniseftirlitið ekki haft aðkomu að rannsókn á dótturfélagi Eimskips í Danmörku
Dönsk samkeppnisyfirvöld staðfesta að húsleit hafi farið fram hjá dótturfélagi Eimskips í Danmörku en vilja að öðru leyti ekki tjá sig um rannsókn málsins. Ekki hefur verið óskað eftir aðstoð Samkeppniseftirlitsins hér á landi við rannsóknina.
Kjarninn 24. júní 2022
Meira eftir höfundinnSunna Valgerðardóttir
Meira úr sama flokkiFréttaskýringar
None