Formenn innan BÍ standa með búvörusamningum

Formenn stærstu aðildarfélaga innan Bændasamtaka Íslands segjast allir standa með búvörusamningunum. Þeir setja spurningamerki við aðferðir stjórnsýslunnar og velta upp hvort ráðherrar hafi verið umboðslausir við undirritun.

Sindri Sigurgeirsson, formaður BÍ, Þórarinn Ingi Pétursson, formaður Landssamtaka sauðfjárbænda, Arnar Árnason, formaður Landssambands kúabænda, og Gunnar Þorgeirsson, formaður Sambands garðyrkjubænda, eru allir á einu máli um að samningar skulu standa.
Sindri Sigurgeirsson, formaður BÍ, Þórarinn Ingi Pétursson, formaður Landssamtaka sauðfjárbænda, Arnar Árnason, formaður Landssambands kúabænda, og Gunnar Þorgeirsson, formaður Sambands garðyrkjubænda, eru allir á einu máli um að samningar skulu standa.
Auglýsing

For­menn nokk­urra stærstu aðild­ar­fé­laga Bænda­sam­taka Íslands (BÍ); Lands­sam­bands kúa­bænda, sauð­fjár­bænda, garð­yrkju­bænda og kart­öflu­bænda, taka allir heils­hugar undir orð for­manns BÍ vegna harð­orðar umsagnar Sam­keppn­is­eft­ir­lits­ins um búvöru­samn­ing­ana. Allir und­ir­strika að samn­ing­arnir séu und­ir­rit­aðir og ekki komi til greina að end­ur­skoða veiga­mikil atriði án þess að fara aftur í samn­inga­ferli. Þeir lýsa yfir áhyggjum af stjórn­sýsl­unni og velta upp spurn­ingu um hvort fjár­mála­ráð­herra og land­bún­að­ar­ráð­herra hafi verið umboðs­lausir þegar þeir skrif­uðu und­ir. 

And­skoti hart ef samn­inga­nefnd hefur verið umboðs­laus

Arnar Árnason, formaður Landssambands kúabændaArnar Árna­son, for­maður Lands­sam­bands kúa­bænda, segir und­ir­skrif­aða samn­inga liggja fyrir og nú bíði það bara Alþingis að sam­þykkja fjár­veit­ingar til þeirra, eða hafna þeim. 

„Það er ekki hægt að breyta þeim núna. Þeir hafa verið sam­þykktir á öllum víg­stöðv­um, nema á Alþing­i,“ segir hann. „Við erum með plagg, und­ir­ritað af samn­inga­nefnd rík­is­ins, og það er and­skoti hart ef maður upp­lifir að hún hafi verið umboðs­laus þegar hún skrif­aði und­ir. Það er skrýtin stjórn­sýsla.“ 

Auglýsing

Arnar segir að ef það komi í ljós að eitt­hvað hafi verið ólög­legt í samn­ing­unum þurfi að leiða það til lykta fyrir dóm­stól­u­m. „Það þarf að klára þetta eða byrja upp á nýtt. 75 pró­sent kúa­bænda sam­þykktu samn­ing­ana og ef ferlið fer af stað aftur er ýmsi­legt í upp­námi.“

Samn­ingar skulu standa 

Þór­ar­inn Ingi Pét­urs­son, for­maður Lands­sam­taka sauð­fjár­bænda, tekur í sama streng. 

Þórarinn Ingi Pétursson, formaður Landssamtaka sauðfjárbænda„Það var setið við sam­inga­borðið í langan tíma. Samn­ing­arnir eru und­ir­rit­aðir af Sig­urði Inga Jóhanns­syni, þáver­andi land­bún­að­ar­ráð­herra, og Bjarna Bene­dikts­syni fjár­mála­ráð­herra og í mínum huga er það þannig að samn­ingar skulu standa,“ segir Þór­ar­inn. Hann bætir við að samn­ing­arnir séu tengdir búvöru­lög­um, sem Alþingi þurfi að taka ákvörðun um á end­an­um, og bendir á að gagn­rýni Sam­keppn­is­eft­ir­lits­ins snú­ist fyrst og fremst að mjólkur­iðn­að­in­um. 

Vill ekki að búvöru­samn­ing­arnir verði kosn­inga­mál

Gunnar Þor­geirs­son, for­maður Sam­bands garð­yrkju­bænda, hefur miklar áhyggjur af því að samn­ing­arnir verði ekki stað­fest­ir. 

Gunnar Þorgeirsson, formaður Sambands garðyrkjubænda

„Ég tek undir með Sindra. Þegar samn­ingur hefur farið í atkvæða­greiðslu og hann sam­þykktur - velti ég fyrir mér hvort ríkið ætli svo að breyta samn­ingnum ein­hliða. Ég hef áhyggjur af þessu,“ segir hann. „Menn lögðu af stað fyrir ári síðan og nið­ur­staðan var sú að leggja þennan samn­ing í atkvæða­greiðslu og undir hann rita ráð­herr­ar. Ég spyr mig í hvaða umboði voru þeir að skrifa, þegar atvinnu­vega­nefnd seg­ist ætla að koll­varpa samn­ingn­um.“

Gunnar segir stöð­una óþægi­lega. „Þetta er ekki góð stjórn­sýsla. Og ef það verður gert að kosn­inga­máli í haust hvernig reka eigi land­búnað á Íslandi, það lýst mér illa á.“ 

Gagn­rýnir Sam­keppn­is­eft­ir­litið

Berg­vin Jóhanns­son, for­maður Lands­sam­bands kart­öflu­bænda, segir ljóst að ef það eigi að umturna samn­ing­un­um, þurfi að byrja ferlið upp á nýtt. Hann gagn­rýnir vinnu­að­ferðir Sam­keppn­is­eft­ir­l­is­ins. 

„Þarf ekki að breyta vinnu­reglum þar innan dyra? Það virð­ist ekki allt vera í lagi þar,“ segir Berg­vin. Hann und­ir­strikar að hann sé sáttur við samn­ing­inn sem lúti að garð­yrkju. „Það er verið að opna þetta meira og meira og gera þetta öllum aðgengi­legt. Í nær öllum land­bún­aði. Það er mjög jákvætt.“

Félag atvinnu­rek­enda segir samn­ing­ana slæma

Búvöru­samn­ing­arnir voru ekki afgreiddir á Alþingi fyrir sum­ar­frí. For­maður Bænda­sam­tak­anna sagði í kjöl­farið að það setti samn­ing­ana í óvissu. Það kom sann­ar­lega á dag­inn. Í síð­ustu viku sendi Sam­keppn­is­eft­ir­litið harð­orða umsögn til atvinnu­vega­nefndar Alþingis þar sem sagði að samn­ing­arnir þarfn­ist gagn­gerrar end­ur­skoð­unar til að tryggja almanna­hags­muni áður en Alþingi sam­þykkir þá. Samn­ingar við mjólkur­iðn­að­inn voru gagn­rýndir hvað mest.  

Ólafur Stephensen, framkvæmdastjóri Félags atvinnurekendaÓlafur Steph­en­sen, fram­kvæmda­stjóri Félags atvinnu­rek­enda, sagði við Stöð 2 í gær að búvöru­samn­ing­arnir væru slæmir og að Alþingi ætti ekki að sam­þykkja þá. 

Sindri Sig­ur­geirs­son, for­maður Bænda­sam­tak­anna, sagði það ekki koma til greina að end­ur­skoða stór atriði í samn­ing­un­um, enda væru þeir und­ir­rit­aðir og sam­þykktir af bændum og rík­inu. Ef til þess kæmi, yrði að hefja sam­inga­ferlið upp á nýtt. Þó verði að end­ur­skoða atriði ef þau eru metin svo að þau stang­ist á við lög.  

Ert þú í Kjarnasamfélaginu?

Kjarninn er opinn vefur en líflínan okkar eru frjáls framlög frá lesendum, Kjarnasamfélagið. Sú stoð undir reksturinn er okkur afar mikilvæg.

Með því að skrá þig í Kjarnasamfélagið gerir þú okkur kleift að halda áfram að vinna í þágu almennings og birta vandaðar fréttaskýringar, djúpar greiningar á efnahagsmálum og annað fréttatengt gæðaefni. 

Kjarninn hefur verið til taks fyrir kröfuharða lesendur undanfarin sjö ár og við ætlum okkur að standa vaktina áfram. 

Fyrir þá sem nú þegar eru stoltir styrkjendur Kjarnans þá leyfum við okkur að benda á að hægt er að óska eftir að hækka mánaðarlega framlagið með því að senda póst á takk@kjarninn.is


Já takk, ég vil styrkja Kjarnann!
Framlag úr fortíðinni skipti sköpum í baráttunni fyrir nýrri stjórnarskrá
Stjórnarskrárfélagið safnaði nýverið yfir 43 þúsund undirskriftum þar sem Alþingi var hvatt til að klára samþykkt á nýju stjórnarskránni. Átakið vakti víða athygli og var mjög sýnilegt. Kjarninn hefur fengið aðgang að bókhaldi þess.
Kjarninn 26. október 2020
Guðni Th. Jóhannesson, forseti Íslands.
Guðni Th.: Armbeygjur eru ekki verri á grasi en plastdýnu
Í síðustu viku braut Guðni Th. Jóhannesson forseti þá reglu sína um að læka ekki efni á samfélagsmiðlum. Það var líksamræktarstöðin Hress í Hafnarfirði sem fékk lækið.
Kjarninn 26. október 2020
Daði Már Kristófersson
Enn til varnar málamiðlun í gjaldeyrismálum
Kjarninn 26. október 2020
Bankastjórar þriggja stærstu banka landsins.
Ný lán til fyrirtækja í ár minna en tíu prósent af því sem var lánað 2018
Aðgengi íslenskra fyrirtækja að lánsfjármagni hjá bönkum virðist vera torveldara en áður. Ástæðan er aukin áhætta sem endurspeglast í hækkandi vaxtaálagi fyrirtækjaútlána bankanna.
Kjarninn 26. október 2020
Órangútanar eru greindir og hafa hafst við í frumskógunum sem  nú er verið að eyða í þúsundir ára.
Kraftaverkaolía með ýmislegt á samviskunni
Við eldum úr henni, böðum okkur í henni og burstum jafnvel tennurnar með henni. Sérfræðingar telja pálmaolíu vera í um helmingi allra mat- og snyrtivara sem finna má í verslunum á Vesturlöndum.
Kjarninn 25. október 2020
Klezmer-partývél úr látúni
Hljómsveitin Látún safnar fyrir framleiðslu á fyrstu plötu sinni. Það er gert með hópfjármögnun á Karolina Fund.
Kjarninn 25. október 2020
Páll Matthíasson, forstjóri Landspítalans á blaðamannafundi í dag.
Stór hópsýking tengd Landakoti – 77 greinst með COVID-19
Það sem óttast var mest, að veiran kæmist inn í viðkvæma hópa, er orðið að veruleika. Umfangsmikil hópsýking er rakin til Landakots og 49 sjúklingar hafa sýkst af COVID-19.
Kjarninn 25. október 2020
Matthías Aron Ólafsson
Saltnámur, gagnsiðbót og orkudrykkir
Kjarninn 25. október 2020
Meira eftir höfundinnSunna Valgerðardóttir
Meira úr sama flokkiFréttaskýringar
None