The Rocky Horror Picture Show: Költ-undrið framlengir hátíðarhöldin

Söngvamyndin sem braut allar samfélagsreglur um kynlíf varð 40 ára gömul síðasta haust og ekkert lát er á vinsældum hennar. Leikararnir halda áfram að hitta aðdáendur sína og halda upp á afmælið með þeim.

Dr. Frank N. Furter ræðir við Brad og Janet.
Dr. Frank N. Furter ræðir við Brad og Janet.
Auglýsing

Aðdá­endum kvik­mynd­ar­innar The Rocky Hor­ror Pict­ure Show gefst nú kostur á að hitta hetj­urnar sínar í Los Ang­eles í byrjun júlí en þá munu aðal­leik­ar­arnir mæta saman til end­ur­funda í annað skipt­ið. Til­efnið er að í fyrra voru 40 ár síðan myndin kom út.

Auglýsing

Hér fyrir ofan er hið fræga byrj­un­ar­at­rið þar sem Pat­ricia Quinn ljáir varir sínar við rödd Ric­hard O´Briens. 

Myndin kom út árið 1975 en hún var unnin upp úr sam­nefndu leik­riti eftir Ric­hard O´Brien sem var frum­sýnt tveimur árum áður. Kvik­myndin gekk ekki vel til að byrja með en varð síðan að költ-undri um allan heim. 

Sprungið dekk með afdrifa­ríkar afleið­ingar

Sögu­svið mynd­ar­innar er kast­ali dr. Frank N. Furter en eftir að springur á bíl pars­ins Brad Majors og Janet Weiss verða þau að leita á náðir hans með húsa­skjól og aðstoð. Gest­gjaf­inn býður þeim að gista og sér­kenni­legir atburðir eiga sér stað þessa nótt.

Kastali dr. Frank N. Furter (Oakley Court)

Einn eft­ir­minni­leg­asti leik­ari mynd­ar­innar er Tim Curry sem lék hinn lit­ríka dr. Frank N. Furt­er. Upp­haf­lega hug­myndin hjá honum var að leika hann sem Þjóð­verja eða sem Amer­ík­ana en Tim datt loks­ins niður á hreim­inn þegar hann heyrði eldri konu tala í strætó með sama hreim. Hann hugs­aði með sér að þarna væri dr. Frank N. Furter kom­inn.

Hér fyrir neðan er áhuga­vert við­tal við Tim Curry frá árinu 1975 þar sem hann talar um hvernig það kom til að hann fór með hlut­verkið og hvernig upp­lifun það hafi ver­ið.



Barry Bostwick lék hinn sak­lausa Brad og Susan Sar­andon Janet. Pat­ricia Quinn fór með hlut­verk Magentu, hús­hjálpar dokt­ors­ins og Meat­loaf lék Eddie. Flestir leik­ar­anir hafa átt far­sælan frama sem leik­arar en þeir tala allir um að það hafi haft mikil áhrif á líf þeirra að taka að sér hlut­verk í þess­ari skraut­legu kvik­mynd.

Leikarahópurinn í The Rocky Horror Picture Show

Frægt leik­verk

Leik­ritið hefur verið sýnt um allan heim og er einn vin­sæl­asti söng­leikur síð­ari hluta 20. ald­ar. Kvik­myndin kom einmitt til þegar Jim Sharman bjó til hand­rit upp úr leik­rit­inu í sam­starfi við O´Brien en hinn síð­ar­nefndi leikur einnig í mynd­inni aðstoð­ar­mann­inn Riff Raf­f. 

Fjöl­margar sýn­ingar á verk­inu hafa verið settar upp á Íslandi og má þar nefna eft­ir­minni­lega upp­setn­ingu í Loft­kast­al­anum árið 1995 í leik­stjórn Baltasars Kor­máks. Söng­leik­ur­inn var sýndur oftar en 60 sinnum og fór Helgi Björns­son á kostum sem dr. Frank N. Furt­er. Björn Jör­undur Frið­björns­son lék Riff Raff og Hilmir Snær Guðna­son og Val­gerður Guðna­dóttir fóru með hlut­verk Brads og Janet­ar.

Rocky Horror í Loftkastalanum 1995. Mynd: DV

„Sumir fá kannski hland fyrir hjartað þegar tæpt er á vissum vel­sæm­is­mörk­um, en „hver er meiri per­vert sá sem er per­vert eða sá sem borgar fyrir að horfa á per­vert­inn?“.“ Þetta kom fram í rit­dómi sem Ingvi Þór Kor­máks­son skrif­aði í DV árið 1995. Hann lýsti sýn­ing­unni sem vand­aðri, hressi­legri og hraðri og að heil­mikið stuð hefði verið í tón­list­inn­i. 

Söng­leik­ur­inn hefur einnig verið fluttur í nem­enda­leik­húsum um allt land og ber að minn­ast þess þegar Mar­grét Vera Mána­dóttir aug­lýsti sýn­ingu Mennta­skóla Borg­ar­fjarðar með því að segj­ast vera dóttir höf­und­ar­ins og leik­ar­ans Ric­hards O´Brien og villti þar með um fyrir blaða­manni Frétta­blaðs­ins. Þessi brella ku hafa aukið aðsókn og ekki haft aðrar afdrifa­ríkar afleið­ingar í för með sér.

Hvert sækir höf­undur efnið sitt?

Sagan sjálf byggir í raun á gömlu sagna­minni. Ric­hard O´Brien hefur sjálfur sagt frá því að hug­mynd­ina megi finna í sjálfri sköp­un­ar­sög­unni um Adam og Evu og í sög­unni um Hans og Grétu. Þess vegna, meðal ann­ars, sé Rocky Hor­ror Pict­ure Show eins vin­sæl mynd og raun ber vitn­i. 

Ný end­ur­gerð

Til stendur að end­ur­gera kvik­mynd­ina og mun sjón­varps­mynd koma út á næst­unni. Tim Curry sjálfur tekur þátt í þess­ari nýju end­ur­gerð en hann leikur svo­kall­aðan afbrota­fræð­ing sem hefur það hlut­verk að segja sög­una.

Tim Curry sem dr. Frank N. Furter

Mikil hefð hefur skap­ast í kringum sýn­ingu kvik­mynd­ar­innar en hún er einnig sýnd í kvik­mynda­húsum út um heim allan enn í dag. Fólk klæðir sig iðu­lega upp og sækir sýn­ingar aftur og aft­ur. Hér kemur stutt heim­ilda­mynd frá árinu 1981.



Við þurfum á þínu framlagi að halda

Þú getur tekið beinan þátt í að halda úti öflugum fjölmiðli.

Við sem vinnum á ritstjórn Kjarnans viljum hvetja þig til að vera með okkur í liði og leggja okkar góða fjölmiðli til mánaðarlegt framlag svo við getum haldið áfram að vinna fyrir lesendur, fyrir fólkið í landinu.

Kjarninn varð níu ára í sumar. Þegar hann hóf að taka við frjálsum framlögum þá varð slagorðið „Frjáls fjölmiðill fyrir andvirði kaffibolla“ til og lesendur voru hvattir til að leggja fram í það minnsta upphæð eins kaffibolla á mánuði.

Mikið vatn hefur runnið til sjávar á þeim níu árum sem Kjarninn hefur lifað. Í huga okkar á Kjarnanum hefur þörfin fyrir fjölmiðla sem veita raunverulegt aðhald og taka hlutverk sitt alvarlega aukist til muna.

Við trúum því að Kjarninn skipti máli fyrir samfélagið.

Við trúum því að sjálfstæð og vönduð blaðamennska skipti máli.

Ef þú trúir því sama þá endilega hugsaðu hvort Kjarninn er ekki allavega nokkurra kaffibolla virði á mánuði.

Vertu með okkur í liði. Þitt framlag skiptir máli.

Ritstjórn Kjarnans: Sunna Ósk Logadóttir, Þórður Snær Júlíusson, Erla María Markúsdóttir, Arnar Þór Ingólfsson, Eyrún Magnúsdóttir og Grétar Þór Sigurðsson.


Já takk, ég vil styrkja Kjarnann!
Þorbjörn Guðmundsson
Er íslenska velferðarkerfið ekki lengur griðarstaður þeirra sem minnst hafa?
Kjarninn 11. janúar 2023
Takk fyrir og sjáumst á nýjum miðli á föstudag
Bréf frá ritstjóra Kjarnans vegna sameiningar við Stundina og þess að nýr framsækinn fréttamiðill verður til í lok viku.
Kjarninn 11. janúar 2023
Sverrir Albertsson
Vatn á myllu kölska
Kjarninn 11. janúar 2023
Lögreglumenn standa vörð um gröfurnar í námunni.
Berjast fyrir þorpi á barmi hengiflugs
Lítið þorp í Rínarlöndum Þýskalands er allt komið í eigu kolarisa. Fyrirtækið ætlar sér að mylja niður húsin og stækka kolanámu sína sem þegar þekur um 80 ferkílómetra. Þetta þykir mörgum skjóta skökku við í heimi sem berst við loftslagsbreytingar.
Kjarninn 10. janúar 2023
Arnþrúður Karlsdóttir, útvarpsstjóri Útvarps Sögu.
Útvarp Saga telur fjölmiðlastyrki skapa tortryggni og bjóða upp á frændhygli
Fjögur fjölmiðlafyrirtæki hafa til þessa skilað inn umsögnum um frumvarp Lilju Alfreðsdóttur menningar- og viðskiptaráðherra, sem mun að óbreyttu framlengja núverandi styrkjakerfi til fjölmiðla.
Kjarninn 10. janúar 2023
Sólveig Anna Jónsdóttir formaður Eflingar.
Viðræðum slitið og Efling undirbýr verkfallsaðgerðir
Samtök atvinnulífsins hafa hafnað gagntilboði Eflingar um skammtímakjarasamning, sem kvað á um meiri launahækkanir en SA hefur samið um við aðra hópa á almennum vinnumarkaði til þessa. Efling undirbýr nú verkfallsaðgerðir.
Kjarninn 10. janúar 2023
Palestínski fáninn á lofti í mótmælum í Reykjavík. Ísraelskri lögreglu hefur nú verið fyrirskipað að rífa fánann niður á almannafæri.
Fánabann og refsiaðgerðir í Palestínu í kjölfar niðurstöðu Sameinuðu þjóðanna
Degi eftir að ný ríkisstjórn tók við völdum í Ísrael samþykkti allsherjarþing Sþ að fela Alþjóðadómstólnum í Haag að meta lögmæti hernáms Ísraelsríkis á Vesturbakkanum. Síðan þá hefur stjórnin gripið til refsiaðgerða og nú síðast fánabanns.
Kjarninn 10. janúar 2023
Gríðarlega mikil dæling á sandi á sér stað í Landeyjahöfn á hverju ári. Markarfljótið ber hundruð þúsunda tonna af jarðefnum út í sjó og það á til að safnast upp í mynni hafnarinnar.
Vilja sjúga sand af hafsbotni í stórum stíl og flytja út
Eftirspurn eftir íslenskum jarðefnum er gríðarleg ef marka má framkomin áform erlendra stórfyrirtækja um nýtingu þeirra. Vinsældir hafnarinnar í Þorlákshöfn eru samhliða mjög miklar.
Kjarninn 10. janúar 2023
Meira eftir höfundinnBára Huld Beck
Meira úr sama flokkiFréttaskýringar
None