Bandarískir stjórnmálamenn komu í veg fyrir hertari byssulöggjöf

Enn einu sinni komu fulltrúar í öldungadeildinni í Bandaríkjunum í veg fyrir breytingar á byssulöggjöf.

Chris Murphy, þingmaður demókrata á Bandaríkjaþingi, tilkynnir dóttur skólastjórans í Sandy Hook að þingið hefði ekki afgreitt byssufrumvarp sem lög í dag. Skólastjórinn Dawn Hochprung var myrtur í árásinni á grunnskólann í Sandy Hook.
Chris Murphy, þingmaður demókrata á Bandaríkjaþingi, tilkynnir dóttur skólastjórans í Sandy Hook að þingið hefði ekki afgreitt byssufrumvarp sem lög í dag. Skólastjórinn Dawn Hochprung var myrtur í árásinni á grunnskólann í Sandy Hook.
Auglýsing

Þrátt fyrir verstu skotárás í sögu Banda­ríkj­anna, þar sem 49 létu lífið og 53 særð­ust þegar Omar Mateen - sem var einnig skot­inn til bana á end­anum - hóf skot­hríð á skemmti­staðnum Pul­se í Orlando, þá virð­ist banda­ríska þingið ekki geta komið sér saman um aðgerð­ir til að vinna gegn því að hættu­legt fólk kom­ist yfir byssur sem hann­aðar eru til­ þess að drepa fólk. Í dag felldi öld­unga­deild Banda­ríkja­þings í at­kvæða­greiðslu, frum­vörp og reglu­breyt­ingar sem tóku til byssu­lög­gjaf­ar, og var ætlað að koma í veg fyrir að hættu­legt fólk – meðal ann­ars það sem væri á svo­nefndum hryðju­verka­vakt­lista (Ter­ror watchlist) – gæti gengið inn í næst­u ­byssu­búð og komið út alvopn­að. 

Voru skrefin útfærð í fjórum meg­in­þáttum í fjórum frum­vörp­um, sem tóku til þess að nákvæm­ari bak­grunns­upp­lýs­ingar þyrfti um byssu­kaup­end­ur, betra ­upp­lýs­inga­flæði milli þeirra sem hafa leyfi til selja byssur og yfir­valda, al­gjört bann við sölu á vopnum til þeirra sem grun­aðir eru um tengsl við hryðju­verka­sam­tök, og síðan heim­ild til að efla rann­sóknir á byssu­árásum og hvort mögu­lega geti verið tengsl milli árásanna og þess hve auð­velt er að kaupa ­byssur í Banda­ríkj­un­um.

Horfa undan

Öll málin fjögur náðu ekki 60 atvæð­um, og fengu því ekki braut­ar­gengi hjá öld­unga­deild­inni. Til­finn­ing­ar­þrungnar ræður þeirra sem voru á með og á móti, sýndu glögg­lega hversu heitt umræðu­efni byssu­árásir í Banda­ríkj­unum er orð­ið.

Auglýsing

„Það er ólýs­an­legur harm­leikur þegar fólk missir ást­vin­i sína, eða nágranna. En það er enn hrika­legra þegar leið­togar lands­ins og ­stjórn­mála­menn, líta undan og gera ekk­ert,“ sagði Chris Murp­hy, full­trú­i Demókrata. Hann hefur talað fyrir þörf­inni á hert­ari byssu­lög­gjöf, og þá einkum að komið sé form­lega í veg fyrir það með lög­um, að maður sem grun­aður er um ­tengsl við hryðju­verka­sam­tök, geti keypt byssu. Þá hefur hann einnig tal­að ­fyrir þörf­inni á frek­ari rann­sókn­um, til að und­ir­byggja aðgerðir sem geta unn­ið ­gegn fjölda byssu­árása í land­inu.

„Á villi­göt­um“

John Cornyn, Repúblikani frá Texas, sagði marga í öld­unga­deild­inni vera á villi­göt­um, þegar þeir væru að horfa á byssu­lög­gjöf­ina. Það sem við væri að eiga, væri vax­andi ógn af „öfgasinn­uðum Islam-­trúð­u­m hryðju­verka­mönn­um“. Árásin í Orlando ætti mun fremur rætur í því, en nokkru öðru. Við þessu þyrfti að bregð­ast. 

Cornyn sagði enn frem­ur, að það væri mikil ákvörð­un, að taka frá fólki ­mögu­leik­ann á því að verja sig með byssu, og fara þyrfti var­lega í all­ar laga­breyt­ingar í þá veru. Fleiri tóku undir með hon­um. Flestir Repúblikan­ar, en Demókratar einnig. 

Barack Obama, Banda­ríkja­for­seti, segir öld­unga­deild­ina hafa brugð­ist Banda­ríkja­mönn­um, með því að koma í veg fyrir að málin næðu fram að ganga.



Morð dag­legt brauð

Að með­al­tali deyja um 34 ein­stak­lingar á hverjum degi í Banda­ríkj­unum í byssu­árásum, sé miðað við tölur frá því í fyrra. Þá dóu um 12.400 manns í byssu­árásum, og yfir 40 þús­und særð­ust. Þá hafa verið um þús­und skotárásir á fjölda fólks í einu (Mass shoot­ings) á síð­ustu 1.260 dög­um, ­sam­kvæmt upp­lýs­ingum sem The Guar­dian tók saman.

Hvergi í heim­in­um, í þró­uðum ríkj­um, eru morð með skot­vopn­um ­jafn algeng og í Banda­ríkj­un­um, en þau eru um 2,9 á hverja 100 þús­und íbúa á ári, en algengt er öðrum þró­uðum ríkjum að hlut­fallið sé vel undir 0,1. 



Hneyksli

Barack Obama, for­seti Banda­ríkj­anna, hefur barist fyr­ir­ hert­ari byssu­lög­gjöf frá því hann varð for­seti, en þó einkum fyrir því að ­ná­kvæm­ari rann­sóknir geti farið fram á orsök­unum þess, að svo margir deyja ­vegna byssu­árása í land­inu. Hefur hann borið stöð­una saman við aðgerðir til að ­sporna við bílslysum, á sjö­unda og átt­unda ára­tug síð­ustu aldar í Banda­ríkj­un­um. Þá hafi verið gripið til ýmissa aðgerða, svo sem lög­leið­ing­u ­ör­ygg­is­belta og fleira, sem hefði leitt til stór­kost­legra fram­fara á svið­i ­ör­ygg­is­mála í bíla­iðn­aði.



Hann segir þetta ekki hafa tek­ist með byssu­mál­in, þrátt ­fyrir að ítrek­aðar til­raunir til þess. Hags­muna­að­ilar nái sínu fram, og þá einkum NRA (National Rifle Associ­ation), sem skilar umsögnum gegn næstum öll­u­m laga­breyt­ing­um, sem ein­staka full­trúar í þing­inu gera síðan að sínum mál­stað. Þá hefur NRA stutt dyggi­lega á bak við stjórn­mála­flokka og ein­staka stjórn­mála­menn, með beinum fjár­hags­legum stuðn­ing­i. 

Obama hefur sagt, að stjórn­málin í Banda­ríkj­unum stand­i frammi fyrir því að láta sög­una meta þær ákvarð­anir sem teknar hafa ver­ið. Ein þeirra sé sú að gera ekk­ert, til að sporna við þessu þjóð­ar­meini sem byssu­árás­irn­ar ­séu. „Því fylgir mikil ábyrgð,“ sagði Obama, alvöru­gef­inn, þegar hann tjáði sig eftir árás­ina á Pulse í Orlando í síð­ustu viku.

Við þurfum á þínu framlagi að halda

Þú getur tekið beinan þátt í að halda úti öflugum fjölmiðli.

Við sem vinnum á ritstjórn Kjarnans viljum hvetja þig til að vera með okkur í liði og leggja okkar góða fjölmiðli til mánaðarlegt framlag svo við getum haldið áfram að vinna fyrir lesendur, fyrir fólkið í landinu.

Kjarninn varð níu ára í sumar. Þegar hann hóf að taka við frjálsum framlögum þá varð slagorðið „Frjáls fjölmiðill fyrir andvirði kaffibolla“ til og lesendur voru hvattir til að leggja fram í það minnsta upphæð eins kaffibolla á mánuði.

Mikið vatn hefur runnið til sjávar á þeim níu árum sem Kjarninn hefur lifað. Í huga okkar á Kjarnanum hefur þörfin fyrir fjölmiðla sem veita raunverulegt aðhald og taka hlutverk sitt alvarlega aukist til muna.

Við trúum því að Kjarninn skipti máli fyrir samfélagið.

Við trúum því að sjálfstæð og vönduð blaðamennska skipti máli.

Ef þú trúir því sama þá endilega hugsaðu hvort Kjarninn er ekki allavega nokkurra kaffibolla virði á mánuði.

Vertu með okkur í liði. Þitt framlag skiptir máli.

Ritstjórn Kjarnans: Sunna Ósk Logadóttir, Þórður Snær Júlíusson, Erla María Markúsdóttir, Arnar Þór Ingólfsson, Eyrún Magnúsdóttir og Grétar Þór Sigurðsson.


Já takk, ég vil styrkja Kjarnann!
Þorbjörn Guðmundsson
Er íslenska velferðarkerfið ekki lengur griðarstaður þeirra sem minnst hafa?
Kjarninn 11. janúar 2023
Takk fyrir og sjáumst á nýjum miðli á föstudag
Bréf frá ritstjóra Kjarnans vegna sameiningar við Stundina og þess að nýr framsækinn fréttamiðill verður til í lok viku.
Kjarninn 11. janúar 2023
Sverrir Albertsson
Vatn á myllu kölska
Kjarninn 11. janúar 2023
Lögreglumenn standa vörð um gröfurnar í námunni.
Berjast fyrir þorpi á barmi hengiflugs
Lítið þorp í Rínarlöndum Þýskalands er allt komið í eigu kolarisa. Fyrirtækið ætlar sér að mylja niður húsin og stækka kolanámu sína sem þegar þekur um 80 ferkílómetra. Þetta þykir mörgum skjóta skökku við í heimi sem berst við loftslagsbreytingar.
Kjarninn 10. janúar 2023
Arnþrúður Karlsdóttir, útvarpsstjóri Útvarps Sögu.
Útvarp Saga telur fjölmiðlastyrki skapa tortryggni og bjóða upp á frændhygli
Fjögur fjölmiðlafyrirtæki hafa til þessa skilað inn umsögnum um frumvarp Lilju Alfreðsdóttur menningar- og viðskiptaráðherra, sem mun að óbreyttu framlengja núverandi styrkjakerfi til fjölmiðla.
Kjarninn 10. janúar 2023
Sólveig Anna Jónsdóttir formaður Eflingar.
Viðræðum slitið og Efling undirbýr verkfallsaðgerðir
Samtök atvinnulífsins hafa hafnað gagntilboði Eflingar um skammtímakjarasamning, sem kvað á um meiri launahækkanir en SA hefur samið um við aðra hópa á almennum vinnumarkaði til þessa. Efling undirbýr nú verkfallsaðgerðir.
Kjarninn 10. janúar 2023
Palestínski fáninn á lofti í mótmælum í Reykjavík. Ísraelskri lögreglu hefur nú verið fyrirskipað að rífa fánann niður á almannafæri.
Fánabann og refsiaðgerðir í Palestínu í kjölfar niðurstöðu Sameinuðu þjóðanna
Degi eftir að ný ríkisstjórn tók við völdum í Ísrael samþykkti allsherjarþing Sþ að fela Alþjóðadómstólnum í Haag að meta lögmæti hernáms Ísraelsríkis á Vesturbakkanum. Síðan þá hefur stjórnin gripið til refsiaðgerða og nú síðast fánabanns.
Kjarninn 10. janúar 2023
Gríðarlega mikil dæling á sandi á sér stað í Landeyjahöfn á hverju ári. Markarfljótið ber hundruð þúsunda tonna af jarðefnum út í sjó og það á til að safnast upp í mynni hafnarinnar.
Vilja sjúga sand af hafsbotni í stórum stíl og flytja út
Eftirspurn eftir íslenskum jarðefnum er gríðarleg ef marka má framkomin áform erlendra stórfyrirtækja um nýtingu þeirra. Vinsældir hafnarinnar í Þorlákshöfn eru samhliða mjög miklar.
Kjarninn 10. janúar 2023
Meira eftir höfundinnMagnús Halldórsson
Meira úr sama flokkiFréttaskýringar
None