Pia Kjærsgaard, fyrrverandi formaður danska Þjóðarflokksins, glöð í bragði.
Pia Kjærsgaard, fyrrverandi formaður danska Þjóðarflokksins, glöð í bragði.
Auglýsing

Stundum er sagt að ekk­ert sé svo ein­falt að það geti ekki orðið flók­ið. Þessi full­yrð­ing á kannski vel við fyr­ir­sögn pistils­ins. Svarið virð­ist aug­ljóst: Þing­menn mega ekki og eiga ekki að ljúga. Frekar en aðrir myndi margur segja. Það kann þess vegna að hljóma und­ar­lega að danska þing­ið, Fol­ket­in­get, hafi rætt þessa, að því er virð­ist, ein­földu spurn­ingu og ekki getað komið sér saman um svar­ið. Í þing­inu eru allir sam­mála um að þing­menn og ráð­herrar megi ekki ljúga, hvorki að þing­inu né almenn­ingi. En málið er kannski ekki alveg svona ein­falt, því komust þing­menn­irnir að þegar þeir ætl­uðu að svara spurn­ing­unni.  En af hverju eru danskir þing­menn að ræða mál sem þetta? Jú, það á sér skýr­ingu.

Krist­jan­íu­ferðin

Í febr­úar árið 2012 ákvað dóms­mála­nefnd danska þings­ins, ásamt nokkrum yfir­mönnum úr lög­regl­unni að heim­sækja Krist­jan­íu, í til­kynn­ingu danska þings­ins stóð að ætl­unin væri að kynna sér mann­lífið og atvinnu­starf­sem­ina. Meðal þeirra þing­manna sem ætl­uðu í þessa ferð var Pia Kjærs­gaard þáver­andi for­maður Danska þjóð­ar­flokks­ins, hún hefur iðu­lega lýst miklum efa­semdum um til­vist Krist­jan­íu. Áður en af heim­sókn­inni varð var ferð­inni frestað og Morten Bød­skov dóms­mála­ráð­herra til­kynnti dóms­mála­nefnd þings­ins að lög­reglu­stjór­inn í Kaup­manna­höfn kæm­ist ekki þennan til­tekna dag. Þegar Leyni­þjón­ust­an, sem sá um skipu­lagn­ingu ferð­ar­inn­ar, nefndi daga sem hent­uðu til heim­sókn­ar­inn­ar, voru það alltaf dagar þar sem Pia Kjærs­gaard var að heiman og gat ekki far­ið. 

Til að gera langa sögu stutta var sagan með lög­reglu­stjór­ann fyr­ir­slátt­ur. Hin raun­veru­lega ástæða kom síðar í ljós og var sú að Leyni­þjón­ustan taldi sig ekki geta tryggt öryggi Piu Kjærs­gaard. Krist­jan­íu­ferð­in, þar sem Pia Kjærs­gaard var meðal þátt­tak­enda var hins­vegar farin í júní 2012 og gekk snurðu­laust.

Auglýsing

Lyga­vefur ráð­herr­ans

Piu Kjærs­gaard hafði grunað að Leyni­þjón­ustan hefði snuðrað í dag­bók hennar í gegnum tölvu­kerfi þings­ins, en slíkt er harð­bann­að. Pia Kjærs­gaard skráði þess­vegna ekki hina fyr­ir­hug­uðu Krist­jan­íu­ferð í dag­bók­ina og Leyni­þjón­ustan vissi þess vegna ekki að hún væri meðal þátt­tak­enda fyrr lagt var af stað. Þetta taldi Pia Kjærs­gaard sönnun þess að kíkt hefði verið í dag­bók­ina. 

Sautján mán­uðum eftir Krist­jan­íu­ferð­ina komu trún­að­ar­menn innan Leyni­þjón­ust­unnar fram með fjöl­margar alvar­legar ásak­anir á hendur yfir­manni sín­um, Jacob Scharf. Þar á meðal að hann hefði fyr­ir­skipað að kíkt yrði í dag­bók Piu Kjærs­gaard. Jacob Scharf hrökkl­að­ist í kjöl­farið úr Leyni­þjón­ust­unni. Upp­lýs­ingar trún­að­ar­mann­anna stað­festu grun Piu Kjærs­gaard og jafn­framt að Morten Bød­skov dóms­mála­ráð­herra hefði logið að dóms­mála­nefnd þings­ins. Ráð­herr­ann við­ur­kenndi þetta á fundi með nefnd­inni en hann hefði neyðst til að segja ósatt. ”Nöd­lögn” sagði ráð­herrann, neyð­ar­lygi, til að afhjúpa ekki ólög­legt athæfi Leyni­þjón­ust­unnar (að kíkja í dag­bók­ina). Sög­una um lög­reglu­stjór­ann hafði hann sett saman í sam­ráði við ráðu­neyt­is­stjór­ann (sem síðar var fluttur í annað ráðu­neyti) og annan hátt settan emb­ætt­is­mann í dóms­mála­ráðu­neyt­inu. Nokkrum dögum eftir að Morten Bød­skov sagði frá neyðarlyginni til­kynnti hann afsögn sína og Karen Hækk­erup tók við dóms­mála­ráðu­neyt­inu.

Getur verið nauð­syn­legt að ljúga eða sveigja sann­leik­ann

Karen Hækk­erup skip­aði strax sér­staka nefnd, undir for­sæti hæsta­rétt­ar­dóm­ara til að kanna hlut emb­ætt­is­mann­anna tveggja sem höfðu aðstoðað Morten Bød­skov við lyga­sögu­skrif­in. Nefndin komst að þeirri nið­ur­stöðu að lyga­sagan hefði verið neyð­ar­lygi (forklar­elig og undskyld­elig nød­løgn)  og væri þess vegna ekki til­efni áminn­ingar eða brott­rekstr­ar. Lagði sem­sagt blessun sína yfir athæf­ið.

Nið­ur­staða nefnd­ar­inn­ar, sem skil­aði af sér í maí 2014, vakti ekki ánægju þing­manna og margir þeirra lýstu mik­illi óánægju með að rann­sókn­ar­nefndin gæfi „grænt ljós“ á að ráð­herrar mættu með aðstoð emb­ætt­is­manna segja þing­nefnd og þing­heimi öllum ósatt. Þing­menn voru hins­vegar sam­mála um að þær aðstæður gætu skap­ast að ráð­herra neydd­ist til að „sveigja sann­leik­ann“. Þing­menn voru líka sam­mála um að í slíkum til­vikum yrði þingið með ein­hverjum hætti að fjalla um mál­ið. Spurn­ingin var bara hvernig ætti að búa um hnút­ana.

Flókið mál

Það sýnir kannski best hvað málið er snúið og við­kvæmt að þótt tvö ár séu liðin síðan rann­sókn­ar­nefndin skil­aði skýrslu sinni og þing­menn urðu sam­mála um að bregð­ast við hefur engin nið­ur­staða feng­ist. Þing­flokk­arnir hafa rætt fram og til baka og sér­stökum hópi, skip­uðum full­trúum allra flokka, var falið að gera til­lögur að regl­um. Þing­maður sem dag­blaðið Jót­land­s­póst­ur­inn ræddi við sagð­ist fyr­ir­fram hafa talið að ein­falt yrði að setja saman ein­hverjar vinnu­reglur varð­andi neyð­ar­lygi en það væri nú öðru nær. „Það stríðir auð­vitað gegn öllum skráðum, og óskráðum reglum að ljúga, en svo sitjum við og reynum að smíða reglu­verk, sem gengur að vissu leyti gegn þessum gild­um. Hljómar kannski sem ein­falt við­fangs­efni en annað hefur komið á dag­inn“ sagði þessi þing­mað­ur.

Annar þing­maður sagði í við­tali við dag­blaðið Berl­ingske að lík­leg­ast yrði farin sú leið að skipa sér­staka nefnd innan þings­ins sem ráð­herrar gætu leitað til þegar „sveigja verður sann­leik­ann.“ Allir í þing­inu væru sam­mála um að það væri aðeins í algjörum und­an­tekn­inga­til­vikum sem ráð­herra þyrfti að beita slíkum aðferð­u­m. 

Hóp­ur­inn sem skip­aður var til að útbúa regl­urnar hefur ekki lokið störfum en þegar því verki lýkur verða til­lög­urnar lagðar fyrir þing­flokk­ana.  

Við þurfum á þínu framlagi að halda

Þú getur tekið beinan þátt í að halda úti öflugum fjölmiðli.

Við sem vinnum á ritstjórn Kjarnans viljum hvetja þig til að vera með okkur í liði og leggja okkar góða fjölmiðli til mánaðarlegt framlag svo við getum haldið áfram að vinna fyrir lesendur, fyrir fólkið í landinu.

Kjarninn varð níu ára í sumar. Þegar hann hóf að taka við frjálsum framlögum þá varð slagorðið „Frjáls fjölmiðill fyrir andvirði kaffibolla“ til og lesendur voru hvattir til að leggja fram í það minnsta upphæð eins kaffibolla á mánuði.

Mikið vatn hefur runnið til sjávar á þeim níu árum sem Kjarninn hefur lifað. Í huga okkar á Kjarnanum hefur þörfin fyrir fjölmiðla sem veita raunverulegt aðhald og taka hlutverk sitt alvarlega aukist til muna.

Við trúum því að Kjarninn skipti máli fyrir samfélagið.

Við trúum því að sjálfstæð og vönduð blaðamennska skipti máli.

Ef þú trúir því sama þá endilega hugsaðu hvort Kjarninn er ekki allavega nokkurra kaffibolla virði á mánuði.

Vertu með okkur í liði. Þitt framlag skiptir máli.

Ritstjórn Kjarnans: Sunna Ósk Logadóttir, Þórður Snær Júlíusson, Erla María Markúsdóttir, Arnar Þór Ingólfsson, Eyrún Magnúsdóttir og Grétar Þór Sigurðsson.


Já takk, ég vil styrkja Kjarnann!
Þorbjörn Guðmundsson
Er íslenska velferðarkerfið ekki lengur griðarstaður þeirra sem minnst hafa?
Kjarninn 11. janúar 2023
Takk fyrir og sjáumst á nýjum miðli á föstudag
Bréf frá ritstjóra Kjarnans vegna sameiningar við Stundina og þess að nýr framsækinn fréttamiðill verður til í lok viku.
Kjarninn 11. janúar 2023
Sverrir Albertsson
Vatn á myllu kölska
Kjarninn 11. janúar 2023
Lögreglumenn standa vörð um gröfurnar í námunni.
Berjast fyrir þorpi á barmi hengiflugs
Lítið þorp í Rínarlöndum Þýskalands er allt komið í eigu kolarisa. Fyrirtækið ætlar sér að mylja niður húsin og stækka kolanámu sína sem þegar þekur um 80 ferkílómetra. Þetta þykir mörgum skjóta skökku við í heimi sem berst við loftslagsbreytingar.
Kjarninn 10. janúar 2023
Arnþrúður Karlsdóttir, útvarpsstjóri Útvarps Sögu.
Útvarp Saga telur fjölmiðlastyrki skapa tortryggni og bjóða upp á frændhygli
Fjögur fjölmiðlafyrirtæki hafa til þessa skilað inn umsögnum um frumvarp Lilju Alfreðsdóttur menningar- og viðskiptaráðherra, sem mun að óbreyttu framlengja núverandi styrkjakerfi til fjölmiðla.
Kjarninn 10. janúar 2023
Sólveig Anna Jónsdóttir formaður Eflingar.
Viðræðum slitið og Efling undirbýr verkfallsaðgerðir
Samtök atvinnulífsins hafa hafnað gagntilboði Eflingar um skammtímakjarasamning, sem kvað á um meiri launahækkanir en SA hefur samið um við aðra hópa á almennum vinnumarkaði til þessa. Efling undirbýr nú verkfallsaðgerðir.
Kjarninn 10. janúar 2023
Palestínski fáninn á lofti í mótmælum í Reykjavík. Ísraelskri lögreglu hefur nú verið fyrirskipað að rífa fánann niður á almannafæri.
Fánabann og refsiaðgerðir í Palestínu í kjölfar niðurstöðu Sameinuðu þjóðanna
Degi eftir að ný ríkisstjórn tók við völdum í Ísrael samþykkti allsherjarþing Sþ að fela Alþjóðadómstólnum í Haag að meta lögmæti hernáms Ísraelsríkis á Vesturbakkanum. Síðan þá hefur stjórnin gripið til refsiaðgerða og nú síðast fánabanns.
Kjarninn 10. janúar 2023
Gríðarlega mikil dæling á sandi á sér stað í Landeyjahöfn á hverju ári. Markarfljótið ber hundruð þúsunda tonna af jarðefnum út í sjó og það á til að safnast upp í mynni hafnarinnar.
Vilja sjúga sand af hafsbotni í stórum stíl og flytja út
Eftirspurn eftir íslenskum jarðefnum er gríðarleg ef marka má framkomin áform erlendra stórfyrirtækja um nýtingu þeirra. Vinsældir hafnarinnar í Þorlákshöfn eru samhliða mjög miklar.
Kjarninn 10. janúar 2023
Meira eftir höfundinnBorgþór Arngrímsson
Meira úr sama flokkiErlent
None