„Þetta má ekki fá að halda áfram“

Sprengingin á verslunarmarkaði í Karrada götunni í Bagdad, hefur þegar dregið 165 til dauða, og eru tugir til viðbótar alvarlega slasaðir. Þriggja daga þjóðarsorg hefur verið lýst yfir í landinu. Íslamska ríkið er talið bera ábyrgð á sprengingunni.

Bagdad
Auglýsing

Örvænt­ing. Reiði og yfir­þyrm­andi sorg. Þannig er við­brögð­u­m að­stand­enda fórn­ar­lamba spreng­ing­ar­innar í Karra­da, þéttasta versl­un­ar­svæð­is­ins í Bagdad, höf­uð­borgar Íraks. Önnur sprengja til við­bótar sprakk í úthverf­i ­borg­ar­inn­ar, skömmu eftir spren­ing­una í Karrada. Sam­tals hafa 213 látið lífið í þessum tveimur spreng­ing­um, og eru margir til við­bótar eru alvar­lega slas­að­ir.

Aftur og aftur

Sam­kvæmt umfjöllun breska rík­is­út­varps­ins BBC hafa að­stand­endur í örvænt­ingu sagt að stjórn­völd geti ekki látið þessar spreng­ing­ar halda áfram. Á þessu ári hefur íslamska ríkið lýst yfir ábyrgð á sjö aðskild­um ­spreng­ingum  í Íraksem hafa leitt til­ dauða yfir 300 ein­stak­linga, til við­bótar við þá sem lét­ust í spreng­ing­unum um helg­ina.

Fyrsta mann­skæða spreng­ing­in, sem beind­ist gegn almenn­ing­i, var 28. febr­úar þegar 70 lét­ust í tveimur sjálfs­morðsárásum í Sadr City. Viku ­seinna, 6. mars, lét­ust 47 í Hilla.

Auglýsing

Tutt­ugu dögum síðar lét­ust 32 í sjálfs­morðsárás sem beind­ist að börnum sem voru að spila fót­bolta, í Iskand­ari­ya. Árásin var harð­lega ­for­dæmd og hún sögð sýna að með­limir íslamska rík­is­ins væru til­búnir að ganga ­lengra og fremja hrika­legri glæpi en flest önnur hryðju­verka­sam­tök.

Næsta mann­skæða árás var 1. maí, þegar tvær bíla­sprengj­ur ­leiddu til dauða 33 ein­stak­linga í suð­ur­hluta Samawa. Tíu dögum síð­ar, 11. maí, ­sprungu aftur tvær bíla­sprengjur í Bagdad sem leiddu til þess að 93 létu líf­ið. ­Sex dögum síðar lét­ust 69 í fjórum aðskildum bíla­sprengj­um. Hinn 9. júní létu­st svo 30 til við­bótar í tveimur sjálfs­morðsárás­um.Grýttu bíla­lest ráða­manna

Reiðir íbúar Bagdad grýttu bíla­lest Haiders Abad­is ­for­sæt­is­ráð­herra í gær, þegar hann fór að kanna aðstæður eftir sprengju­til­ræð­ið í borg­inni í gær­kvöld. Þeir sök­uðu for­sæt­is­ráð­herr­ann um að svíkja lof­orð um aukna örygg­is­gæslu og taka sjálfan sig fram yfir almenn­ing. Afleið­ingin birtist í síend­ur­teknum hræði­legum glæp­um.

Írak er auð­linda­ríkt land, en inn­viðir þess eru í mol­u­m, eftir þrá­lát stríði. Und­an­farin ár hafa orðið fram­farir við upp­bygg­ing­u ­ör­ygg­is, og hafa stjórn­völd lagt mikið upp úr því að sann­færa almenn­ing um að það sé ekk­ert að óttast, þegar kemur að dag­legu lífi. Íbú­arn­ir, sem eru ríf­lega 37 millj­ón­ir, eigi að geta lifað eðli­legu lífi í öllum stærstum borg­um lands­ins. En síend­ur­teknar spreng­ingar á þessu ári, eru að grafa und­an­ ­ör­ygg­is­vit­und almenn­ings og sá árangur sem náðst hef­ur, gæti þurrkast út og ­leitt til enn meiri glund­roða í land­inu.Banda­ríkja­menn fari ekki frá óklár­uðu verki

Þrýst hefur verið á banda­rísk stjórn­völd, að und­an­förnu, að ­fylgja upp­bygg­ing­ar­starf­inu í Írak enn meira eft­ir. Allt frá inn­rásinni í land­ið, árið 2003, hafa Banda­ríkja­menn verið með mann­afla í land­inu, en hafa ­reynt að koma stjórnun á upp­bygg­ing­ar­starf­inu í hendur heima­manna og stjórn­valda í Írak, einkum og sér í lagi í seinni tíð. Það hefur ekki gengið vel, og eins og áður seg­ir, þá er nú talin mikil hætta á því að tíðar spreng­ingar íslamska ­rík­is­ins, einkum í Bagdad, muni grafa undan því upp­bygg­ing­ar­starfi sem þegar hef­ur ­náðst fram.  

Barack Obama, Banda­ríkja­for­seti, hefur sagt að stjórn­völd í Banda­ríkj­unum hafi skyldum að gegna, en þurfi um leið að virða sjálfs­á­kvörð­un­ar­rétt Íraka. Þeir muni ráða örlögum sín­um, á end­an­um, en alþjóð­legt upp­bygg­ing­ar­starf, með Banda­ríkja­menn í for­svari, verði að vera við­var­andi og taka mið af því hvernig þróun mála er á hverjum tíma.

Kanntu vel við Kjarnann?

Frjáls framlög lesenda eru mikilvægur þáttur í rekstri Kjarnans. Þau gera okkur kleift að halda áfram að taka þátt í umræðunni á vitrænan hátt og greina kjarnann frá hisminu fyrir lesendur. 

Kjarninn er fjölmiðill sem leggur sig fram við að upplýsa og skýra út það sem á sér stað í samfélaginu með áherslu á gæði og dýpt. 

Okkar tryggð er aðeins við lesendur. Við erum skuldbundin ykkur og værum þakklát ef þið vilduð vera með í að gera Kjarnann enn sterkari. 

Ef þú kannt vel við það efni sem þú lest á Kjarnanum viljum við hvetja þig til að styrkja okkur. Þinn styrkur er okkar styrkur.

Já takk, ég vil styrkja Kjarnann!
Steinunn Olína vill verða útvarpsstjóri
Magnús Geir Þórðarson tók nýverið við hlutverki Þjóðleikhússtjóra og því bíður það stjórnar RÚV að ráða nýjan útvarpsstjóra.
Kjarninn 6. desember 2019
Nýtt fjölmiðlafrumvarp komið fram – Endurgreiðsluhlutfall lækkað í 18 prósent
Mennta- og menningarmálaráðherra hefur birt nýtt frumvarp um stuðning við einkarekna fjölmiðla. Endurgreiðsluhlutfall verður lækkað en frekar. Það átti upphaflega að vera 25 prósent en verður 18 prósent.
Kjarninn 6. desember 2019
Sýknað og refsing milduð í Glitnismáli
Löng málsmeðferð leiddi til þess að refsing var skilorðsbundin. Tveir af fimm áfrýjuðu fyrri niðurstöðu til Landsréttar.
Kjarninn 6. desember 2019
Nú sé kominn tími til að bregðast við
Ný skýrsla Umhverfisstofnunar Evrópu er komin út.
Kjarninn 6. desember 2019
Bjarki Þór Grönfeldt
Rauði múrinn gliðnar
Kjarninn 6. desember 2019
Jón Atli Benediktsson
Jón Atli sækist eftir því að vera áfram rektor HÍ
Embætti rektors hefur verið auglýst laust til umsóknar fyrir tímabilið 1. júlí 2020 til 30. júní 2025.
Kjarninn 6. desember 2019
Þorsteinn Víglundsson, þingmaður Viðreisnar er fyrsti flutningsmaður frumvarpsins.
Jafnréttismiðuð fyrirtæki greiði lægra tryggingagjald
Þingmenn úr þremur flokkum hafa lagt til að fyrirtæki með jafnara kynjahlutfall í stjórnunarstöðum greiði lægra tryggingagjald. Markmiðið er að fjölga konum í stjórnunarstöðum og þar með draga úr óleiðréttum launamun kynjanna.
Kjarninn 6. desember 2019
Hafa aldrei lánað meira til húsnæðiskaupa en í október
Tvö met voru sett í útlánum lífeyrissjóða til sjóðsfélaga sinna í október 2019. Í fyrsta lagi lánuðu þeir 26 prósent meira en þeir höfðu gert í fyrri metmánuði og í öðru lági voru útlánin 45 prósent fleiri en nokkru sinni áður innan mánaðar.
Kjarninn 6. desember 2019
Meira eftir höfundinnMagnús Halldórsson
Meira úr sama flokkiFréttaskýringar
None