„Þetta má ekki fá að halda áfram“

Sprengingin á verslunarmarkaði í Karrada götunni í Bagdad, hefur þegar dregið 165 til dauða, og eru tugir til viðbótar alvarlega slasaðir. Þriggja daga þjóðarsorg hefur verið lýst yfir í landinu. Íslamska ríkið er talið bera ábyrgð á sprengingunni.

Bagdad
Auglýsing

Örvænt­ing. Reiði og yfir­þyrm­andi sorg. Þannig er við­brögð­u­m að­stand­enda fórn­ar­lamba spreng­ing­ar­innar í Karra­da, þéttasta versl­un­ar­svæð­is­ins í Bagdad, höf­uð­borgar Íraks. Önnur sprengja til við­bótar sprakk í úthverf­i ­borg­ar­inn­ar, skömmu eftir spren­ing­una í Karrada. Sam­tals hafa 213 látið lífið í þessum tveimur spreng­ing­um, og eru margir til við­bótar eru alvar­lega slas­að­ir.

Aftur og aftur

Sam­kvæmt umfjöllun breska rík­is­út­varps­ins BBC hafa að­stand­endur í örvænt­ingu sagt að stjórn­völd geti ekki látið þessar spreng­ing­ar halda áfram. Á þessu ári hefur íslamska ríkið lýst yfir ábyrgð á sjö aðskild­um ­spreng­ingum  í Íraksem hafa leitt til­ dauða yfir 300 ein­stak­linga, til við­bótar við þá sem lét­ust í spreng­ing­unum um helg­ina.

Fyrsta mann­skæða spreng­ing­in, sem beind­ist gegn almenn­ing­i, var 28. febr­úar þegar 70 lét­ust í tveimur sjálfs­morðsárásum í Sadr City. Viku ­seinna, 6. mars, lét­ust 47 í Hilla.

Auglýsing

Tutt­ugu dögum síðar lét­ust 32 í sjálfs­morðsárás sem beind­ist að börnum sem voru að spila fót­bolta, í Iskand­ari­ya. Árásin var harð­lega ­for­dæmd og hún sögð sýna að með­limir íslamska rík­is­ins væru til­búnir að ganga ­lengra og fremja hrika­legri glæpi en flest önnur hryðju­verka­sam­tök.

Næsta mann­skæða árás var 1. maí, þegar tvær bíla­sprengj­ur ­leiddu til dauða 33 ein­stak­linga í suð­ur­hluta Samawa. Tíu dögum síð­ar, 11. maí, ­sprungu aftur tvær bíla­sprengjur í Bagdad sem leiddu til þess að 93 létu líf­ið. ­Sex dögum síðar lét­ust 69 í fjórum aðskildum bíla­sprengj­um. Hinn 9. júní létu­st svo 30 til við­bótar í tveimur sjálfs­morðsárás­um.Grýttu bíla­lest ráða­manna

Reiðir íbúar Bagdad grýttu bíla­lest Haiders Abad­is ­for­sæt­is­ráð­herra í gær, þegar hann fór að kanna aðstæður eftir sprengju­til­ræð­ið í borg­inni í gær­kvöld. Þeir sök­uðu for­sæt­is­ráð­herr­ann um að svíkja lof­orð um aukna örygg­is­gæslu og taka sjálfan sig fram yfir almenn­ing. Afleið­ingin birtist í síend­ur­teknum hræði­legum glæp­um.

Írak er auð­linda­ríkt land, en inn­viðir þess eru í mol­u­m, eftir þrá­lát stríði. Und­an­farin ár hafa orðið fram­farir við upp­bygg­ing­u ­ör­ygg­is, og hafa stjórn­völd lagt mikið upp úr því að sann­færa almenn­ing um að það sé ekk­ert að óttast, þegar kemur að dag­legu lífi. Íbú­arn­ir, sem eru ríf­lega 37 millj­ón­ir, eigi að geta lifað eðli­legu lífi í öllum stærstum borg­um lands­ins. En síend­ur­teknar spreng­ingar á þessu ári, eru að grafa und­an­ ­ör­ygg­is­vit­und almenn­ings og sá árangur sem náðst hef­ur, gæti þurrkast út og ­leitt til enn meiri glund­roða í land­inu.Banda­ríkja­menn fari ekki frá óklár­uðu verki

Þrýst hefur verið á banda­rísk stjórn­völd, að und­an­förnu, að ­fylgja upp­bygg­ing­ar­starf­inu í Írak enn meira eft­ir. Allt frá inn­rásinni í land­ið, árið 2003, hafa Banda­ríkja­menn verið með mann­afla í land­inu, en hafa ­reynt að koma stjórnun á upp­bygg­ing­ar­starf­inu í hendur heima­manna og stjórn­valda í Írak, einkum og sér í lagi í seinni tíð. Það hefur ekki gengið vel, og eins og áður seg­ir, þá er nú talin mikil hætta á því að tíðar spreng­ingar íslamska ­rík­is­ins, einkum í Bagdad, muni grafa undan því upp­bygg­ing­ar­starfi sem þegar hef­ur ­náðst fram.  

Barack Obama, Banda­ríkja­for­seti, hefur sagt að stjórn­völd í Banda­ríkj­unum hafi skyldum að gegna, en þurfi um leið að virða sjálfs­á­kvörð­un­ar­rétt Íraka. Þeir muni ráða örlögum sín­um, á end­an­um, en alþjóð­legt upp­bygg­ing­ar­starf, með Banda­ríkja­menn í for­svari, verði að vera við­var­andi og taka mið af því hvernig þróun mála er á hverjum tíma.

Ert þú í Kjarnasamfélaginu?

Kjarninn er opinn vefur en líflínan okkar eru frjáls framlög frá lesendum, Kjarnasamfélagið. Sú stoð undir reksturinn er okkur afar mikilvæg.

Með því að skrá þig í Kjarnasamfélagið gerir þú okkur kleift að halda áfram að vinna í þágu almennings og birta vandaðar fréttaskýringar, djúpar greiningar á efnahagsmálum og annað fréttatengt gæðaefni. 

Kjarninn hefur verið til taks fyrir kröfuharða lesendur undanfarin sjö ár og við ætlum okkur að standa vaktina áfram. 

Fyrir þá sem nú þegar eru stoltir styrkjendur Kjarnans þá leyfum við okkur að benda á að hægt er að óska eftir að hækka mánaðarlega framlagið með því að senda póst á takk@kjarninn.is


Já takk, ég vil styrkja Kjarnann!
Heil vika án nýrra smita
Nýgreind smit síðasta sólarhringinn: Núll. Greind smit síðustu sjö sólarhringa: Núll. Í dag eru tímamót í baráttu Íslendinga gegn COVID-19. Í baráttunni gegn litla gaddaboltanum, veirunni sem virðist ekki hafa tekist að finna líkama að sýkja í viku.
Kjarninn 6. júní 2020
Jói Sigurðsson, sem sést hér fyrir miðju á myndinni og Þorgils Sigvaldason, sem stendur lengst til hægri, fengu hugmyndina að CrankWheel árið 2014.
Hafa tekist á við vaxtarverki vegna heimsfaraldursins
CrankWheel er íslenskt nýsköpunarfyrirtæki sem hefur vaxið nokkuð að undanförnu vegna áhrifa kórónuveirufaraldursins, enda gerir tæknilausn fyrirtækisins sölufólki kleift að leysa störf sín af hendi úr fjarlægð.
Kjarninn 6. júní 2020
180⁰ Reglan
180⁰ Reglan
180° Reglan – Viðtal við Christof Wehmeier
Kjarninn 6. júní 2020
Víða í Bandaríkjunum standa yfir mótmæli í kjölfar morðsins á George Floyd.
Vöxtur Antifa í Bandaríkjunum andsvar við uppgangi öfgahægrisins
Bandarískir ráðamenn saka Antifa um að bera ábyrgð á því að mótmælin sem nú einkenna bandarískt þjóðlíf hafi brotist út í óeirðir. Trump vill að hreyfingin verði stimpluð sem hryðjuverkasamtök en það gæti reynst erfitt.
Kjarninn 6. júní 2020
Hugmyndir um að hækka vatnsborð Hagavatns með því að stífla útfall þess, Farið, eru ekki nýjar af nálinni.
Ber að fjalla um hugsanlega áfangaskiptingu Hagavatnsvirkjunar
Íslenskri vatnsorku ehf. ber að sögn Orkustofnunar að fjalla um hugsanlega áfangaskiptingu fyrirhugaðrar Hagavatnsvirkjunar í frummatsskýrslu. Þá ber fyrirtækinu einnig að bera saman 9,9 MW virkjun og fyrri áform um stærri virkjanir.
Kjarninn 6. júní 2020
Telur stjórnvöld vinna gegn eigin markmiðum með hagræðingarkröfu á Hafró
Forstjóri Hafrannsóknastofnunar segir að stjórnvöld gangi gegn eigin markmiðum um eflingu haf- og umhverfisrannsókna með því að gera sífellda hagræðingarkröfu á Hafró. Hann segir stofnunina sinna hættulega litlum grunnrannsóknum.
Kjarninn 5. júní 2020
Inga Sæland
Segir sama gamla spillingarkerfið blómstra sem aldrei fyrr
„Hvenær hættir maður að verða hissa á sérhagsmunagæslunni í pólitík?“ spyr formaður Flokks fólksins.
Kjarninn 5. júní 2020
Leirdalur með Leirdalsvatni og Leirdalsá falla í Geitdalsá. Í Leirdal hugsar Arctic Hydro sér upphafslón Geitdalsárrvirkjunar.
„Nýtt virkjanaáhlaup“ á hálendi Austurlands verði stöðvað
Stjórnvöld þurfa að koma í veg fyrir að hálendi Austurlands verði raskað frekar og standa við fyrirheit sem gefin voru um að þar yrði ekki virkjað meira. Þetta kemur fram í tillögu að ályktun sem lögð verður fyrir aðalfund Landverndar á morgun.
Kjarninn 5. júní 2020
Meira eftir höfundinnMagnús Halldórsson
Meira úr sama flokkiFréttaskýringar
None