„Þetta má ekki fá að halda áfram“

Sprengingin á verslunarmarkaði í Karrada götunni í Bagdad, hefur þegar dregið 165 til dauða, og eru tugir til viðbótar alvarlega slasaðir. Þriggja daga þjóðarsorg hefur verið lýst yfir í landinu. Íslamska ríkið er talið bera ábyrgð á sprengingunni.

Bagdad
Auglýsing

Örvænt­ing. Reiði og yfir­þyrm­andi sorg. Þannig er við­brögð­u­m að­stand­enda fórn­ar­lamba spreng­ing­ar­innar í Karra­da, þéttasta versl­un­ar­svæð­is­ins í Bagdad, höf­uð­borgar Íraks. Önnur sprengja til við­bótar sprakk í úthverf­i ­borg­ar­inn­ar, skömmu eftir spren­ing­una í Karrada. Sam­tals hafa 213 látið lífið í þessum tveimur spreng­ing­um, og eru margir til við­bótar eru alvar­lega slas­að­ir.

Aftur og aftur

Sam­kvæmt umfjöllun breska rík­is­út­varps­ins BBC hafa að­stand­endur í örvænt­ingu sagt að stjórn­völd geti ekki látið þessar spreng­ing­ar halda áfram. Á þessu ári hefur íslamska ríkið lýst yfir ábyrgð á sjö aðskild­um ­spreng­ingum  í Íraksem hafa leitt til­ dauða yfir 300 ein­stak­linga, til við­bótar við þá sem lét­ust í spreng­ing­unum um helg­ina.

Fyrsta mann­skæða spreng­ing­in, sem beind­ist gegn almenn­ing­i, var 28. febr­úar þegar 70 lét­ust í tveimur sjálfs­morðsárásum í Sadr City. Viku ­seinna, 6. mars, lét­ust 47 í Hilla.

Auglýsing

Tutt­ugu dögum síðar lét­ust 32 í sjálfs­morðsárás sem beind­ist að börnum sem voru að spila fót­bolta, í Iskand­ari­ya. Árásin var harð­lega ­for­dæmd og hún sögð sýna að með­limir íslamska rík­is­ins væru til­búnir að ganga ­lengra og fremja hrika­legri glæpi en flest önnur hryðju­verka­sam­tök.

Næsta mann­skæða árás var 1. maí, þegar tvær bíla­sprengj­ur ­leiddu til dauða 33 ein­stak­linga í suð­ur­hluta Samawa. Tíu dögum síð­ar, 11. maí, ­sprungu aftur tvær bíla­sprengjur í Bagdad sem leiddu til þess að 93 létu líf­ið. ­Sex dögum síðar lét­ust 69 í fjórum aðskildum bíla­sprengj­um. Hinn 9. júní létu­st svo 30 til við­bótar í tveimur sjálfs­morðsárás­um.Grýttu bíla­lest ráða­manna

Reiðir íbúar Bagdad grýttu bíla­lest Haiders Abad­is ­for­sæt­is­ráð­herra í gær, þegar hann fór að kanna aðstæður eftir sprengju­til­ræð­ið í borg­inni í gær­kvöld. Þeir sök­uðu for­sæt­is­ráð­herr­ann um að svíkja lof­orð um aukna örygg­is­gæslu og taka sjálfan sig fram yfir almenn­ing. Afleið­ingin birtist í síend­ur­teknum hræði­legum glæp­um.

Írak er auð­linda­ríkt land, en inn­viðir þess eru í mol­u­m, eftir þrá­lát stríði. Und­an­farin ár hafa orðið fram­farir við upp­bygg­ing­u ­ör­ygg­is, og hafa stjórn­völd lagt mikið upp úr því að sann­færa almenn­ing um að það sé ekk­ert að óttast, þegar kemur að dag­legu lífi. Íbú­arn­ir, sem eru ríf­lega 37 millj­ón­ir, eigi að geta lifað eðli­legu lífi í öllum stærstum borg­um lands­ins. En síend­ur­teknar spreng­ingar á þessu ári, eru að grafa und­an­ ­ör­ygg­is­vit­und almenn­ings og sá árangur sem náðst hef­ur, gæti þurrkast út og ­leitt til enn meiri glund­roða í land­inu.Banda­ríkja­menn fari ekki frá óklár­uðu verki

Þrýst hefur verið á banda­rísk stjórn­völd, að und­an­förnu, að ­fylgja upp­bygg­ing­ar­starf­inu í Írak enn meira eft­ir. Allt frá inn­rásinni í land­ið, árið 2003, hafa Banda­ríkja­menn verið með mann­afla í land­inu, en hafa ­reynt að koma stjórnun á upp­bygg­ing­ar­starf­inu í hendur heima­manna og stjórn­valda í Írak, einkum og sér í lagi í seinni tíð. Það hefur ekki gengið vel, og eins og áður seg­ir, þá er nú talin mikil hætta á því að tíðar spreng­ingar íslamska ­rík­is­ins, einkum í Bagdad, muni grafa undan því upp­bygg­ing­ar­starfi sem þegar hef­ur ­náðst fram.  

Barack Obama, Banda­ríkja­for­seti, hefur sagt að stjórn­völd í Banda­ríkj­unum hafi skyldum að gegna, en þurfi um leið að virða sjálfs­á­kvörð­un­ar­rétt Íraka. Þeir muni ráða örlögum sín­um, á end­an­um, en alþjóð­legt upp­bygg­ing­ar­starf, með Banda­ríkja­menn í for­svari, verði að vera við­var­andi og taka mið af því hvernig þróun mála er á hverjum tíma.

Ert þú í Kjarnasamfélaginu?

Kjarninn er opinn vefur en líflínan okkar eru frjáls framlög frá lesendum, Kjarnasamfélagið. Sú stoð undir reksturinn er okkur afar mikilvæg.

Með því að skrá þig í Kjarnasamfélagið gerir þú okkur kleift að halda áfram að vinna í þágu almennings og birta vandaðar fréttaskýringar, djúpar greiningar á efnahagsmálum og annað fréttatengt gæðaefni. 

Kjarninn hefur verið til taks fyrir kröfuharða lesendur undanfarin sjö ár og við ætlum okkur að standa vaktina áfram. 

Fyrir þá sem nú þegar eru stoltir styrkjendur Kjarnans þá leyfum við okkur að benda á að hægt er að óska eftir að hækka mánaðarlega framlagið með því að senda póst á takk@kjarninn.is


Já takk, ég vil styrkja Kjarnann!
Eggert Þór Kristófersson er forstjóri Festi.
Festi ætlar að greiða út 657 milljóna króna arðinn í september
Festi hagnaðist um 525 milljónir króna á síðasta ársfjórðungi þrátt fyrir þær takmarkanir sem voru í gildi vegna COVID-19. Félagið frestaði arðgreiðslu vegna síðasta árs í apríl, en ætlar nú að greiða hana í næsta mánuði.
Kjarninn 7. ágúst 2020
Útgáfufélag Fréttablaðsins tapaði 212 milljónum í fyrra
Rekstrartekjur útgáfélagsins sem á Fréttblaðið, Hringbraut, DV og tengda miðla drógust saman á síðasta ári og tap varð á rekstrinum.
Kjarninn 7. ágúst 2020
Trump sagði öruggt að opna bandaríska skóla því börn væru „næstum ónæm“ fyrir COVID-19.
Trump fer enn og aftur á svig við skilmála samfélagsmiðla
Donald Trump sagði í símaviðtali við Fox and Friends í gær að börn væru „næstum ónæm“ fyrir kórónuveirunni. Facebook-færslu frá forsetanum með ummælunum var eytt og Twitter frysti aðgang tengdan forsetanum.
Kjarninn 6. ágúst 2020
Þórólfur Matthíasson
Af sykurpúðum
Kjarninn 6. ágúst 2020
Alma Möller, landlæknir.
Alma: Tækifærið er núna
Hópsýkingar munu halda áfram að koma upp hér á landi. „Við verðum að vera undir það búin að horfa upp á þetta næstu mánuði alla vega,“ segir sóttvarnalæknir. Landlæknir sagði að núna væri tækifærið til að kveða niður það smit sem hér er í gangi.
Kjarninn 6. ágúst 2020
Þórólfur Guðnason og Alma Möller.
„Þannig mun okkur takast að koma okkur út úr þessu COVID-fári“
Sóttvarnalæknir hefur sent heilbrigðisráðherra minnisblað þar sem hann leggur til að landamæraskimun verði haldið áfram með sama hætti og verið hefur. Hann ítrekar mikilvægi persónulegra sóttvarna, skimunar og að beita einangrun og sóttkví.
Kjarninn 6. ágúst 2020
Fordæma aðgerðir Icelandair í kjaraviðræðum
Norræna flutningamannasambandið sendi frá sér tilkynningu í gær þar sem það fordæmir aðgerðir Icelandair í nýlegum kjarasamningaviðræðum. Samtökin segja þrýsting á stéttarfélög í formi hótana ekki leysa rekstrarvandann sem upp er kominn vegna COVID-19.
Kjarninn 6. ágúst 2020
Rannsóknir hafa sýnt, án nokkurs vafa, að andlitsgrímur geta komið í veg fyrir COVID-19-smit á milli einstaklinga. Grímurnar gera þó mest gagn við ákveðnar aðstæður og þær þarf að nota á réttan hátt.
„Stutta svarið er já“ – grímur geta komið í veg fyrir smit
Rannsóknir hafa sýnt, án nokkurs vafa, að andlitsgrímur geta komið í veg fyrir COVID-19-smit á milli einstaklinga. Þetta skrifar Jón Magnús Jóhannesson, deildarlæknir á Landspítala, í nýju svari á Vísindavefnum.
Kjarninn 6. ágúst 2020
Meira eftir höfundinnMagnús Halldórsson
Meira úr sama flokkiFréttaskýringar
None