Að minnsta kosti 12 þingmenn ætla að hætta

Flestir þingmenn sem ætla að hætta eftir þetta kjörtímabil eru í Framsóknarflokknum. Aðeins einn þingmaður innan VG ætlar að hætta. Sjálfstæðisflokkur missir reynslumikla þingmenn frá borði.

Brynhildur (A), Einar K. (D), Frosti (B), Hanna Birna (D), Helgi Hrafn (Þ), Katrín (S), Kristján (S), Páll Jóhann (B), Róbert (A), Sigrún (B), Vigdís (B) og Ögmundur (V) ætla öll að hætta á Alþingi.
Brynhildur (A), Einar K. (D), Frosti (B), Hanna Birna (D), Helgi Hrafn (Þ), Katrín (S), Kristján (S), Páll Jóhann (B), Róbert (A), Sigrún (B), Vigdís (B) og Ögmundur (V) ætla öll að hætta á Alþingi.
Auglýsing

Að minnsta kosti 12 sitj­andi þing­menn ætla ekki að gefa kost á sér í kom­andi Alþing­is­kosn­ing­um. Þar af eru flestir í Fram­sókn­ar­flokkn­um, þrír þing­menn og einn ráð­herra. Vig­dís Hauks­dótt­ir, for­maður fjár­laga­nefnd­ar, gaf það út í dag að hún ætli ekki að gefa kost á sér í odd­vita­sæti í Reykja­vík og ætli þar með að láta af þing­mennsku. Ekki er ólík­legt að með þessu sé hún að veita Lilju Alfreðs­dóttur utan­rík­is­ráð­herra rými til reyna við odd­vita­sæt­ið. Sig­rún Magn­ús­dótt­ir, umhverf­is- og auð­lind­ar­ráð­herra Fram­sókn­ar­flokks­ins, ætlar líka að hætta, sem og Frosti Sig­ur­jóns­son, for­maður efna­hags- og við­skipta­nefnd­ar, og Páll Jóhann Páls­son þing­mað­ur.  

Fæstir hætta hjá VG

Í þing­manna­liði Sam­fylk­ingar ætla þau Katrín Júl­í­us­dóttir vara­for­maður og Krist­ján Möll­er, fyrr­ver­andi ráð­herra, að segja skilið við þing­ið. Hjá Bjartri fram­tíð eru það þau Bryn­hildur Pét­urs­dóttir og Róbert Mars­hall sem ætla að hætta. Ögmundur Jón­as­son, fyrr­ver­andi ráð­herra, er sá eini hjá VG sem ætlar að hætta eftir kjör­tíma­bil­ið. 

Fer fylgið með Helga? 

Helgi Hrafn Gunn­ars­son, þing­flokks­for­maður Pírata, til­kynnti óvænt um helg­ina að hann ætl­aði ekki að halda áfram á þingi og beita sér heldur í gras­rót­ar­starfi flokks­ins. Það verður áhuga­vert að sjá hvort sú ákvörðun muni hafa áhrif á gengi Pírata í skoð­ana­könn­un­um, en þeir hafa mælst með mesta fylgið und­an­farna mán­uði. Helgi hafði áður sagst ætla að halda áfram á þingi, en í við­tali við Kjarn­ann í vor við­ur­kenndi hann þó að hann vildi hvorki halda áfram að vera þing­maður né verða ráð­herra. Ásta Guð­rún Helga­dótt­ir, þing­maður Pírata, gaf út í dag að hún vilji leiða list­ann í öðru hvoru Reykja­vík­ur­kjör­dæm­inu. Hún tók sæti á Alþingi þegar Jón Þór Ólafs­son hætti eftir tveggja ára þing­set­u. 

Auglýsing

End­ur­nýjun í Sjálf­stæð­is­flokknum

Sjálf­stæð­is­flokk­ur­inn missir þrjá reynslu­mikla stjórn­mála­menn úr sínum röðum í haust. Einar K. Guð­finns­son, for­seti Alþing­is, Hanna Birna Krist­jáns­dótt­ir, fyrr­ver­andi ráð­herra og vara­for­maður flokks­ins, og Ragn­heiður Rík­harðs­dóttir þing­flokks­for­maður ætla ekki að bjóða sig fram á ný. Ragn­heiður hefur að vísu ekki úti­lokað að bjóða sig fram fyrir Við­reisn þegar hún hefur verið innt eftir því. 

Maður kemur þó í manns stað, en þær Áslaug Arna Sig­ur­björns­dótt­ir, rit­ari Sjálf­stæð­is­flokks­ins, og Þór­dís Kol­brún Reyk­fjörð Gylfa­dótt­ir, aðstoð­ar­maður Ólafar Nor­dal inn­an­rík­is­ráð­herra, hafa báðar til­kynnt að þær ætli að bjóða sig fram til Alþingis í kom­andi kosn­ingum fyrir flokk­inn.

Skiptir Kjarninn þig máli?

Kjarninn reiðir sig á framlög lesenda. Með því að styrkja Kjarnann mánaðarlega tekur þú þátt í að halda úti öflugum fjölmiðli.

Við erum til staðar fyrir lesendur og fjöllum um það sem skiptir máli.

Ef Kjarninn skiptir þig máli þá máttu endilega vera með okkur í liði.

Já takk, ég vil styrkja Kjarnann!
Dagur B. Eggertsson, borgarstjóri í Reykjavík.
Samfylkingin, Píratar og Viðreisn ætla að fylgjast að við meirihlutamyndun í Reykjavík
Þrír flokkar úr fráfarandi meirihluta ætla að fylgjast að í komandi meirihlutaviðræðum í Reykjavík. Þeir eiga tvo möguleika á meirihlutamyndun en haldi samfylgd flokkanna þá eru engir aðrir mögulegir meirihlutar án þeirra í stöðunni.
Kjarninn 16. maí 2022
Guðmundur Árni óskar eftir viðræðum um myndun nýs meirihluta með Framsókn
Samfylkingin bætti við sig um níu prósentustigum af fylgi í Hafnarfirði og er nú með jafn marga bæjarfulltrúa og Sjálfstæðisflokkur, sem tapaði einum. Framsókn er samt með öll tromp á hendi og getur valið með hvorum flokknum myndaður verður meirihluti.
Kjarninn 16. maí 2022
Nýtt valdajafnvægi á Norður-Írlandi – Sögulegur kosningasigur en snúin staða
Í fyrsta skipti í hundrað ára sögu Norður-Írlands er lýðveldisflokkur með flestu sætin á þinginu í Stormont. Óljóst er hins vegar hvort kosning um sameiningu Írlands sé í sjónmáli.
Kjarninn 15. maí 2022
Líf Magneudóttir, oddviti Vinstri grænna í Reykjavík.
Vinstri græn vilja ekki taka þátt í meirihlutaviðræðum
Oddviti Vinstri grænna í Reykjavík segir niðurstöðu kosninganna vonbrigði. Flokkurinn ætlar ekki að sækjast eftir því að sitja áfram í meirihluta. Oddviti Viðreisnar vonast hins vegar til að starfa áfram í meirihluta.
Kjarninn 15. maí 2022
„Börn eiga fyrst og fremst að leika sér og hlæja – ekki þjást og gráta“
Myndlistarmaðurinn Jón Magnússon safnar fyrir prentun á myndlistarbókinni „Á meðan ...“ sem er til styrktar starfi Unicef í Úkraínu.
Kjarninn 15. maí 2022
Bjarni Benediktsson, formaður Sjálfstæðisflokksins, Katrín Jakobsdóttir, formaður Vinstri grænna, og Sigurður Ingi Jóhannsson, formaður Framsóknarflokksins.
Skýrt ákall um breytingar en erfitt að draga heildstæða ályktun
Formenn ríkisstjórnarflokkanna segja niðurstöður sveitarstjórnarkosningar skýrar en túlka hana með mismunandi hætti. Formaður Framsóknarflokksins segir flokkinn í borginni, sem vann mikinn kosningasigur, fara í meirihlutaviðræður af yfirvegun.
Kjarninn 15. maí 2022
Einar Þorsteinsson, ddviti Framsóknarflokksins í Reykjavík, sem vann stóran sigur, segir borgarstjórastólinn ekki vera markmið í sjálfu sér.
Borgarstjórastóllinn ekki markmið í sjálfu sér
Oddvitar stærstu flokkanna í Reykjavík eru varkárir í yfirlýsingum um nýtt meirihlutasamstarf en telja rétt að fráfarandi meirihlutaflokkar stilli saman strengi. Oddviti Framsóknarflokksins segir borgarstjórastólinn ekki vera markmið í sjálfu sér.
Kjarninn 15. maí 2022
Ótvíræður sigurvegari kosninganna, ekki bara í Reykjavík heldur á landsvísu, er Framsóknarflokkurinn.
Sigrar og töp sveitarstjórnarkosninganna
Framsóknarflokkurinn vann sveitarstjórnarkosningarnar, ekki bara í Reykjavík heldur á landsvísu. Sjálfstæðisflokkur mátti þola nokkur erfið töp en vann sigra inn á milli. Vinstri grænum gengur ekkert ná fótfestu í stærstu sveitarfélögum landsins.
Kjarninn 15. maí 2022
Meira eftir höfundinnSunna Valgerðardóttir
Meira úr sama flokkiFréttaskýringar
None