Að minnsta kosti 12 þingmenn ætla að hætta

Flestir þingmenn sem ætla að hætta eftir þetta kjörtímabil eru í Framsóknarflokknum. Aðeins einn þingmaður innan VG ætlar að hætta. Sjálfstæðisflokkur missir reynslumikla þingmenn frá borði.

Brynhildur (A), Einar K. (D), Frosti (B), Hanna Birna (D), Helgi Hrafn (Þ), Katrín (S), Kristján (S), Páll Jóhann (B), Róbert (A), Sigrún (B), Vigdís (B) og Ögmundur (V) ætla öll að hætta á Alþingi.
Brynhildur (A), Einar K. (D), Frosti (B), Hanna Birna (D), Helgi Hrafn (Þ), Katrín (S), Kristján (S), Páll Jóhann (B), Róbert (A), Sigrún (B), Vigdís (B) og Ögmundur (V) ætla öll að hætta á Alþingi.
Auglýsing

Að minnsta kosti 12 sitj­andi þing­menn ætla ekki að gefa kost á sér í kom­andi Alþing­is­kosn­ing­um. Þar af eru flestir í Fram­sókn­ar­flokkn­um, þrír þing­menn og einn ráð­herra. Vig­dís Hauks­dótt­ir, for­maður fjár­laga­nefnd­ar, gaf það út í dag að hún ætli ekki að gefa kost á sér í odd­vita­sæti í Reykja­vík og ætli þar með að láta af þing­mennsku. Ekki er ólík­legt að með þessu sé hún að veita Lilju Alfreðs­dóttur utan­rík­is­ráð­herra rými til reyna við odd­vita­sæt­ið. Sig­rún Magn­ús­dótt­ir, umhverf­is- og auð­lind­ar­ráð­herra Fram­sókn­ar­flokks­ins, ætlar líka að hætta, sem og Frosti Sig­ur­jóns­son, for­maður efna­hags- og við­skipta­nefnd­ar, og Páll Jóhann Páls­son þing­mað­ur.  

Fæstir hætta hjá VG

Í þing­manna­liði Sam­fylk­ingar ætla þau Katrín Júl­í­us­dóttir vara­for­maður og Krist­ján Möll­er, fyrr­ver­andi ráð­herra, að segja skilið við þing­ið. Hjá Bjartri fram­tíð eru það þau Bryn­hildur Pét­urs­dóttir og Róbert Mars­hall sem ætla að hætta. Ögmundur Jón­as­son, fyrr­ver­andi ráð­herra, er sá eini hjá VG sem ætlar að hætta eftir kjör­tíma­bil­ið. 

Fer fylgið með Helga? 

Helgi Hrafn Gunn­ars­son, þing­flokks­for­maður Pírata, til­kynnti óvænt um helg­ina að hann ætl­aði ekki að halda áfram á þingi og beita sér heldur í gras­rót­ar­starfi flokks­ins. Það verður áhuga­vert að sjá hvort sú ákvörðun muni hafa áhrif á gengi Pírata í skoð­ana­könn­un­um, en þeir hafa mælst með mesta fylgið und­an­farna mán­uði. Helgi hafði áður sagst ætla að halda áfram á þingi, en í við­tali við Kjarn­ann í vor við­ur­kenndi hann þó að hann vildi hvorki halda áfram að vera þing­maður né verða ráð­herra. Ásta Guð­rún Helga­dótt­ir, þing­maður Pírata, gaf út í dag að hún vilji leiða list­ann í öðru hvoru Reykja­vík­ur­kjör­dæm­inu. Hún tók sæti á Alþingi þegar Jón Þór Ólafs­son hætti eftir tveggja ára þing­set­u. 

Auglýsing

End­ur­nýjun í Sjálf­stæð­is­flokknum

Sjálf­stæð­is­flokk­ur­inn missir þrjá reynslu­mikla stjórn­mála­menn úr sínum röðum í haust. Einar K. Guð­finns­son, for­seti Alþing­is, Hanna Birna Krist­jáns­dótt­ir, fyrr­ver­andi ráð­herra og vara­for­maður flokks­ins, og Ragn­heiður Rík­harðs­dóttir þing­flokks­for­maður ætla ekki að bjóða sig fram á ný. Ragn­heiður hefur að vísu ekki úti­lokað að bjóða sig fram fyrir Við­reisn þegar hún hefur verið innt eftir því. 

Maður kemur þó í manns stað, en þær Áslaug Arna Sig­ur­björns­dótt­ir, rit­ari Sjálf­stæð­is­flokks­ins, og Þór­dís Kol­brún Reyk­fjörð Gylfa­dótt­ir, aðstoð­ar­maður Ólafar Nor­dal inn­an­rík­is­ráð­herra, hafa báðar til­kynnt að þær ætli að bjóða sig fram til Alþingis í kom­andi kosn­ingum fyrir flokk­inn.

Kanntu vel við Kjarnann?

Frjáls framlög lesenda eru mikilvægur þáttur í rekstri Kjarnans. Þau gera okkur kleift að halda áfram að taka þátt í umræðunni á vitrænan hátt og greina kjarnann frá hisminu fyrir lesendur. 

Kjarninn er fjölmiðill sem leggur sig fram við að upplýsa og skýra út það sem á sér stað í samfélaginu með áherslu á gæði og dýpt. 

Okkar tryggð er aðeins við lesendur. Við erum skuldbundin ykkur og værum þakklát ef þið vilduð vera með í að gera Kjarnann enn sterkari. 

Ef þú kannt vel við það efni sem þú lest á Kjarnanum viljum við hvetja þig til að styrkja okkur. Þinn styrkur er okkar styrkur.

Já takk, ég vil styrkja Kjarnann!
Sýknað og refsing milduð í Glitnismáli
Löng málsmeðferð leiddi til þess að refsing var skilorðsbundin. Tveir af fimm áfrýjuðu fyrri niðurstöðu til Landsréttar.
Kjarninn 6. desember 2019
Nú sé kominn tími til að bregðast við
Ný skýrsla Umhverfisstofnunar Evrópu er komin út.
Kjarninn 6. desember 2019
Bjarki Þór Grönfeldt
Rauði múrinn gliðnar
Kjarninn 6. desember 2019
Jón Atli Benediktsson
Jón Atli sækist eftir því að vera áfram rektor HÍ
Embætti rektors hefur verið auglýst laust til umsóknar fyrir tímabilið 1. júlí 2020 til 30. júní 2025.
Kjarninn 6. desember 2019
Þorsteinn Víglundsson, þingmaður Viðreisnar er fyrsti flutningsmaður frumvarpsins.
Jafnréttismiðuð fyrirtæki greiði lægra tryggingagjald
Þingmenn úr þremur flokkum hafa lagt til að fyrirtæki með jafnara kynjahlutfall í stjórnunarstöðum greiði lægra tryggingagjald. Markmiðið er að fjölga konum í stjórnunarstöðum og þar með draga úr óleiðréttum launamun kynjanna.
Kjarninn 6. desember 2019
Hafa aldrei lánað meira til húsnæðiskaupa en í október
Tvö met voru sett í útlánum lífeyrissjóða til sjóðsfélaga sinna í október 2019. Í fyrsta lagi lánuðu þeir 26 prósent meira en þeir höfðu gert í fyrri metmánuði og í öðru lági voru útlánin 45 prósent fleiri en nokkru sinni áður innan mánaðar.
Kjarninn 6. desember 2019
Pexels
Íslendingar kaupa sífellt meira á alþjóðlegum netverslunardögum
Gífurleg aukning hefur orðið í fjölda póstsendinga hjá Póstinum í kjölfar stóru alþjóðlegu netverslunardaganna á síðustu árum. Alls hefur fjöldi innlendra sendinga aukist um 140 prósent frá árinu 2015.
Kjarninn 6. desember 2019
Íbúðalánasjóður getur gjaldfellt lán eða breytt lánskjörum hjá þeim sem ætla að græða
Íbúðalánasjóður hefur gripið til aðgerða gagnvart félögum sem rekin eru með arðsemissjónarmiði en hafa tekið lán hjá sjóðnum sem ætluð eru fyrir óhagnaðardrifin leigufélög.
Kjarninn 6. desember 2019
Meira eftir höfundinnSunna Valgerðardóttir
Meira úr sama flokkiFréttaskýringar
None