Að minnsta kosti 12 þingmenn ætla að hætta

Flestir þingmenn sem ætla að hætta eftir þetta kjörtímabil eru í Framsóknarflokknum. Aðeins einn þingmaður innan VG ætlar að hætta. Sjálfstæðisflokkur missir reynslumikla þingmenn frá borði.

Brynhildur (A), Einar K. (D), Frosti (B), Hanna Birna (D), Helgi Hrafn (Þ), Katrín (S), Kristján (S), Páll Jóhann (B), Róbert (A), Sigrún (B), Vigdís (B) og Ögmundur (V) ætla öll að hætta á Alþingi.
Brynhildur (A), Einar K. (D), Frosti (B), Hanna Birna (D), Helgi Hrafn (Þ), Katrín (S), Kristján (S), Páll Jóhann (B), Róbert (A), Sigrún (B), Vigdís (B) og Ögmundur (V) ætla öll að hætta á Alþingi.
Auglýsing

Að minnsta kosti 12 sitj­andi þing­menn ætla ekki að gefa kost á sér í kom­andi Alþing­is­kosn­ing­um. Þar af eru flestir í Fram­sókn­ar­flokkn­um, þrír þing­menn og einn ráð­herra. Vig­dís Hauks­dótt­ir, for­maður fjár­laga­nefnd­ar, gaf það út í dag að hún ætli ekki að gefa kost á sér í odd­vita­sæti í Reykja­vík og ætli þar með að láta af þing­mennsku. Ekki er ólík­legt að með þessu sé hún að veita Lilju Alfreðs­dóttur utan­rík­is­ráð­herra rými til reyna við odd­vita­sæt­ið. Sig­rún Magn­ús­dótt­ir, umhverf­is- og auð­lind­ar­ráð­herra Fram­sókn­ar­flokks­ins, ætlar líka að hætta, sem og Frosti Sig­ur­jóns­son, for­maður efna­hags- og við­skipta­nefnd­ar, og Páll Jóhann Páls­son þing­mað­ur.  

Fæstir hætta hjá VG

Í þing­manna­liði Sam­fylk­ingar ætla þau Katrín Júl­í­us­dóttir vara­for­maður og Krist­ján Möll­er, fyrr­ver­andi ráð­herra, að segja skilið við þing­ið. Hjá Bjartri fram­tíð eru það þau Bryn­hildur Pét­urs­dóttir og Róbert Mars­hall sem ætla að hætta. Ögmundur Jón­as­son, fyrr­ver­andi ráð­herra, er sá eini hjá VG sem ætlar að hætta eftir kjör­tíma­bil­ið. 

Fer fylgið með Helga? 

Helgi Hrafn Gunn­ars­son, þing­flokks­for­maður Pírata, til­kynnti óvænt um helg­ina að hann ætl­aði ekki að halda áfram á þingi og beita sér heldur í gras­rót­ar­starfi flokks­ins. Það verður áhuga­vert að sjá hvort sú ákvörðun muni hafa áhrif á gengi Pírata í skoð­ana­könn­un­um, en þeir hafa mælst með mesta fylgið und­an­farna mán­uði. Helgi hafði áður sagst ætla að halda áfram á þingi, en í við­tali við Kjarn­ann í vor við­ur­kenndi hann þó að hann vildi hvorki halda áfram að vera þing­maður né verða ráð­herra. Ásta Guð­rún Helga­dótt­ir, þing­maður Pírata, gaf út í dag að hún vilji leiða list­ann í öðru hvoru Reykja­vík­ur­kjör­dæm­inu. Hún tók sæti á Alþingi þegar Jón Þór Ólafs­son hætti eftir tveggja ára þing­set­u. 

Auglýsing

End­ur­nýjun í Sjálf­stæð­is­flokknum

Sjálf­stæð­is­flokk­ur­inn missir þrjá reynslu­mikla stjórn­mála­menn úr sínum röðum í haust. Einar K. Guð­finns­son, for­seti Alþing­is, Hanna Birna Krist­jáns­dótt­ir, fyrr­ver­andi ráð­herra og vara­for­maður flokks­ins, og Ragn­heiður Rík­harðs­dóttir þing­flokks­for­maður ætla ekki að bjóða sig fram á ný. Ragn­heiður hefur að vísu ekki úti­lokað að bjóða sig fram fyrir Við­reisn þegar hún hefur verið innt eftir því. 

Maður kemur þó í manns stað, en þær Áslaug Arna Sig­ur­björns­dótt­ir, rit­ari Sjálf­stæð­is­flokks­ins, og Þór­dís Kol­brún Reyk­fjörð Gylfa­dótt­ir, aðstoð­ar­maður Ólafar Nor­dal inn­an­rík­is­ráð­herra, hafa báðar til­kynnt að þær ætli að bjóða sig fram til Alþingis í kom­andi kosn­ingum fyrir flokk­inn.

Ert þú í Kjarnasamfélaginu?

Kjarninn er opinn vefur en líflínan okkar eru frjáls framlög frá lesendum, Kjarnasamfélagið. Sú stoð undir reksturinn er okkur afar mikilvæg.

Með því að skrá þig í Kjarnasamfélagið gerir þú okkur kleift að halda áfram að vinna í þágu almennings og birta vandaðar fréttaskýringar, djúpar greiningar á efnahagsmálum og annað fréttatengt gæðaefni. 

Kjarninn hefur verið til taks fyrir kröfuharða lesendur undanfarin sjö ár og við ætlum okkur að standa vaktina áfram. 

Fyrir þá sem nú þegar eru stoltir styrkjendur Kjarnans þá leyfum við okkur að benda á að hægt er að óska eftir að hækka mánaðarlega framlagið með því að senda póst á takk@kjarninn.is


Já takk, ég vil styrkja Kjarnann!
Kristbjörn Árnason
80 milljarða skattsvik á ári
Leslistinn 6. júlí 2020
Huawei á undir högg að sækja beggja vegna Ermasunds
Kínverski fjarskiptarisinn Huawei hefur mætt andstöðu franskra og breskra yfirvalda í kjölfar viðskiptaþvingana Bandaríkjanna gegn fyrirtækinu.
Kjarninn 6. júlí 2020
Lilja D. Alfreðsdóttir, mennta- og menningarmálaráðherra.
Úthlutar 400 milljónum til einkarekinna fjölmiðla
Mennta- og menningarmálaráðherra hefur undirritað reglugerð um stuðning við einkarekna fjölmiðla.
Kjarninn 6. júlí 2020
Icelandair flutti rúmlega 18 þúsund farþega í júní
Icelandair flutti rúmlega 18 þúsund farþega í júnímánuði, en flutti 553 þúsund farþega í sama mánuði í fyrra. Mun minni samdráttur hefur orðið í fraktflutningum hjá félaginu.
Kjarninn 6. júlí 2020
Katrín Jakobsdóttir, forsætisráðherra.
Katrín: Ég vonast til þess að við finnum lausn á þessu máli
Forsætisráðherrann hefur tjáð sig um þá ákvörðun Íslenskrar erfðagreiningar að hætta að skima fyrir COVID-19 sjúkdómnum.
Kjarninn 6. júlí 2020
Veirufræðideildin ekki í stakk búin til að taka við fyrr en í lok ágúst
Karl G. Kristinsson, yfirlæknir á sýkla- og veirufræðideild Landspítala, segist vonast til þess að Kára Stefánssyni snúist hugur varðandi aðkomu Íslenskrar erfðagreinar að landamæraskimunum. Deildin sé ekki tilbúin til að taka verkefnið að sér strax.
Kjarninn 6. júlí 2020
Kári Stefánsson
Íslensk erfðagreining mun hætta öllum samskiptum við sóttvarnalækni og landlækni
„Okkar skoðun er sú að öll framkoma þín og heilbrigðismálaráðherra gagnvart ÍE í þessu máli hafi markast af virðingarleysi fyrir okkur,“ segir í opnu bréfi Kára Stefánssonar til Katrínar Jakobsdóttur.
Kjarninn 6. júlí 2020
Kjarnafæði og Norðlenska renna saman í eitt eftir tveggja ára viðræður
Norðlenska og Kjarnafæði hafa náð samkomulagi um samruna félaganna tveggja. Hátt í 400 manns vinna hjá þessum fyrirtækjum í dag. Samruninn er háður samþykki Samkeppniseftirlitsins og um 500 bænda, sem eiga Norðlenska í sameiningu.
Kjarninn 6. júlí 2020
Meira eftir höfundinnSunna Valgerðardóttir
Meira úr sama flokkiFréttaskýringar
None