Er Deutsche Bank hættulegasti banki veraldar?

Áhyggjur af slæmri stöðu evrópskra banka magnast nú með hverjum deginum. Þar beinast spjótin ekki síst að Deutsche Bank.

Deutsche Bank
Auglýsing

Það sem af er ári hefur gengi hluta­bréfa í þýska bank­an­um Deutsche Bank, fallið um tæp­lega 60 pró­sent. Alþjóða­gjald­eyr­is­sjóð­ur­inn og ­Seðla­banki Banda­ríkj­anna hafa sagt að bank­inn sé í „áhættu­samri“ stöðu, og hafa ­meðal ann­ars vitnað til þess að bank­inn hafi ekki stað­ist strangt próf ­banda­ríska yfir­valda um fjár­hags­legan styrk banka. Tveir af 33 stórum bönkum í Banda­ríkj­un­um, stóð­ust ekki próf yfir­valda, og var Deutsche Bank í Banda­ríkj­unum annar þeirra.

Heild­ar­staðan erfið

En það eru ekki aðeins ein­staka starfs­stöðvar bank­ans sem ­valda áhyggjum heldur er það heild­ar­efna­hags­staða bank­ans. Í pistli sem Simon Jack, rit­stjóri efna­hags­frétta hjá breska rík­is­út­varp­inu BBC, skrif­aði á vef BBC 6. júlí síð­ast­lið­inn, þá er Deutsche Bank með ein­kenni­legan verð­miða í augna­blik­inu. Í síð­ustu viku var heild­ar­virði bank­ans 20 millj­arðar evra (Evran = 136 ISK), sem er innan við þriðj­ungur af bók­færðu hans. Fjár­festar virð­ast því hafa afar litla ­trú á því í augna­blik­inu, að bank­inn geti haldið áfram rekstri nema með veru­legri ­upp­stokkun eða breyt­ing­um, þar sem eigna­hlið bank­ans þykir óstöðug og að lít­ið þurfi til þess að þurrka út allt eigið fé bank­ans.

Aðal­grein­and­inn opin­berar áhyggjur

Í við­tali við Welt am Sonntag í gær segir David Fol­kerts-Landau, aðal­hag­fræð­ingur Deutsche Bank, að ­evr­ópska banka vanti í það minnsta 150 millj­arða evra, til að end­ur­fjár­magna skuldir og rétta af slæma stöðu. Hann tal­aði ekki sér­tækt um Deutsche Bank en í ljósi þess að bank­inn hefur ára­tugum saman verið hryggjar­stykki í evr­ópska ­banka­kerf­inu, þá er óhjá­kvæmi­legt að spjótin bein­ist að hon­um. Upp­hæðin sem hann nefnir er líka há, eða sem nemur marg­földu mark­aðsvirði bank­ans miðað við ­stöðu mála í síð­ustu viku. „Ég sé fram á langa, hæga og djúp­stæða ­nið­ur­sveiflu,“ sagði Fol­kerts-Landau í við­tal­inu. Hann sagði efna­hags­lega stöð­u ­Evr­ópu vera veika. Ekki væru komnar upp sömu aðstæður og í aðdrag­anda hremm­ing­ana 2007 og 2008, en til lengri tíma litið þá benti fátt til ann­ars en erf­ið­leika í Evr­ópu. En hann ítrek­aði að taf­ar­lausra aðgerða væri þörf, til að bæta slæmt ástand í evr­ópska banka­kerf­inu.

Auglýsing



Deutsche Bank og Ís­land

Óhætt er að segja að þýski risa­bank­inn hafi verið með mikla teng­ingu við Íslands og íslenska fjár­festa fyrir hrunið hér landi, í októ­ber 2008. Þá hefur bank­inn oft ver­ið nærri ýmsum málum sem tengj­ast kröfu­höf­unum eftir hrun­ið.

Eftir hrunið hefur bank­inn ver­ið ­með putt­ana í ýmsum stærstu hags­muna­málum hag­kerf­is­ins og aug­ljós­lega verið að ­gæta hags­muna sinna. Þar má nefna ýmis atriði til sög­unn­ar.

Bank­inn bauðst til að taka yfir Ices­a­ve-skuld­ina, og eignir á móti, þegar deilur um inn­stæð­urnar stóðu sem hæst milli íslenskra stjórn­valda, ­þrota­bús Lands­bank­ans og yfir­valda í Hollandi og Bret­landi.

Þá hefur bank­inn komið að skulda­bréfa­út­gáfu fyr­ir­ ­ís­lensk fyr­ir­tæki í tölu­vert miklu mæli eftir hrun­ið, meðal ann­ars sem milli­göngu­að­ili fyrir Lands­virkjun árið 2010, þegar flest sund voruð lok­uð er­lendis fyrir íslensk fyr­ir­tæki. Sam­tals var útgáfan upp á 180 millj­ónir evra í það skipt­ið, eða tæp­lega 30 millj­arða króna. Hún var mik­il­væg fyr­ir­ Lands­virkjun og eig­and­ann íslenska rík­ið, þó vext­irnir hafa sögu­lega ver­ið ó­hag­stæð­ir.

Deutsche Bank fékk einnig greidda 35 millj­arða frá Peru, dótt­ur­fé­lagi Lýs­ing­ar, innan úr hafta­hag­kerf­inu í mars 2012 en Pera var veð­sett bank­anum til­ ­trygg­ingar fyrir lán­veit­ingum til Lýs­ing­ar­sam­stæð­unnar á þessum tíma.

Stærsta ein­staka skuld­bind­ing Deutsche Bank gagn­vart Ís­landi fyrir hrunið var ríf­lega fjög­urra millj­arða evra lán sem bank­inn beitt ­Björgólfi Thor Björg­ólfs­syni, til að yfir­taka Act­a­v­is. Eftir hrunið var bank­inn svo stærsti kröfu­haf­inn í end­ur­skipu­lagn­ingu á öllu eigna­safni Björg­ólfs Thor­s, en með sam­ein­ingu við önnur lyfja­fyr­ir­tæki, og mikla end­ur­skipu­lagn­ingu í rekstri, hefur bank­inn fengið þessa skuld til baka.

Við þurfum á þínu framlagi að halda

Þú getur tekið beinan þátt í að halda úti öflugum fjölmiðli.

Við sem vinnum á ritstjórn Kjarnans viljum hvetja þig til að vera með okkur í liði og leggja okkar góða fjölmiðli til mánaðarlegt framlag svo við getum haldið áfram að vinna fyrir lesendur, fyrir fólkið í landinu.

Kjarninn varð níu ára í sumar. Þegar hann hóf að taka við frjálsum framlögum þá varð slagorðið „Frjáls fjölmiðill fyrir andvirði kaffibolla“ til og lesendur voru hvattir til að leggja fram í það minnsta upphæð eins kaffibolla á mánuði.

Mikið vatn hefur runnið til sjávar á þeim níu árum sem Kjarninn hefur lifað. Í huga okkar á Kjarnanum hefur þörfin fyrir fjölmiðla sem veita raunverulegt aðhald og taka hlutverk sitt alvarlega aukist til muna.

Við trúum því að Kjarninn skipti máli fyrir samfélagið.

Við trúum því að sjálfstæð og vönduð blaðamennska skipti máli.

Ef þú trúir því sama þá endilega hugsaðu hvort Kjarninn er ekki allavega nokkurra kaffibolla virði á mánuði.

Vertu með okkur í liði. Þitt framlag skiptir máli.

Ritstjórn Kjarnans: Sunna Ósk Logadóttir, Þórður Snær Júlíusson, Erla María Markúsdóttir, Arnar Þór Ingólfsson, Eyrún Magnúsdóttir og Grétar Þór Sigurðsson.


Já takk, ég vil styrkja Kjarnann!
Þorbjörn Guðmundsson
Er íslenska velferðarkerfið ekki lengur griðarstaður þeirra sem minnst hafa?
Kjarninn 11. janúar 2023
Takk fyrir og sjáumst á nýjum miðli á föstudag
Bréf frá ritstjóra Kjarnans vegna sameiningar við Stundina og þess að nýr framsækinn fréttamiðill verður til í lok viku.
Kjarninn 11. janúar 2023
Sverrir Albertsson
Vatn á myllu kölska
Kjarninn 11. janúar 2023
Lögreglumenn standa vörð um gröfurnar í námunni.
Berjast fyrir þorpi á barmi hengiflugs
Lítið þorp í Rínarlöndum Þýskalands er allt komið í eigu kolarisa. Fyrirtækið ætlar sér að mylja niður húsin og stækka kolanámu sína sem þegar þekur um 80 ferkílómetra. Þetta þykir mörgum skjóta skökku við í heimi sem berst við loftslagsbreytingar.
Kjarninn 10. janúar 2023
Arnþrúður Karlsdóttir, útvarpsstjóri Útvarps Sögu.
Útvarp Saga telur fjölmiðlastyrki skapa tortryggni og bjóða upp á frændhygli
Fjögur fjölmiðlafyrirtæki hafa til þessa skilað inn umsögnum um frumvarp Lilju Alfreðsdóttur menningar- og viðskiptaráðherra, sem mun að óbreyttu framlengja núverandi styrkjakerfi til fjölmiðla.
Kjarninn 10. janúar 2023
Sólveig Anna Jónsdóttir formaður Eflingar.
Viðræðum slitið og Efling undirbýr verkfallsaðgerðir
Samtök atvinnulífsins hafa hafnað gagntilboði Eflingar um skammtímakjarasamning, sem kvað á um meiri launahækkanir en SA hefur samið um við aðra hópa á almennum vinnumarkaði til þessa. Efling undirbýr nú verkfallsaðgerðir.
Kjarninn 10. janúar 2023
Palestínski fáninn á lofti í mótmælum í Reykjavík. Ísraelskri lögreglu hefur nú verið fyrirskipað að rífa fánann niður á almannafæri.
Fánabann og refsiaðgerðir í Palestínu í kjölfar niðurstöðu Sameinuðu þjóðanna
Degi eftir að ný ríkisstjórn tók við völdum í Ísrael samþykkti allsherjarþing Sþ að fela Alþjóðadómstólnum í Haag að meta lögmæti hernáms Ísraelsríkis á Vesturbakkanum. Síðan þá hefur stjórnin gripið til refsiaðgerða og nú síðast fánabanns.
Kjarninn 10. janúar 2023
Gríðarlega mikil dæling á sandi á sér stað í Landeyjahöfn á hverju ári. Markarfljótið ber hundruð þúsunda tonna af jarðefnum út í sjó og það á til að safnast upp í mynni hafnarinnar.
Vilja sjúga sand af hafsbotni í stórum stíl og flytja út
Eftirspurn eftir íslenskum jarðefnum er gríðarleg ef marka má framkomin áform erlendra stórfyrirtækja um nýtingu þeirra. Vinsældir hafnarinnar í Þorlákshöfn eru samhliða mjög miklar.
Kjarninn 10. janúar 2023
Meira eftir höfundinnMagnús Halldórsson
Meira úr sama flokkiFréttaskýringar
None