Hvernig forsetaeiginmaður yrði Bill Clinton?

Það yrði í meira lagi sögulegt ef Hillary Clinton yrði forseti Bandaríkjanna, og Bill eiginmaður hennar þar með kominn í Hvíta húsið. En í nýju hlutverki í þetta skiptið.

Hillary og Bill Clinton
Auglýsing

Ef svo ­fer að Hill­ary Clinton verði kjörin for­seti Banda­ríkj­anna í kosn­ing­unum 8. nóv­em­ber næst­kom­andi yrði það sögu­legt, í fleiri en einum skiln­ingi. Hill­ar­y Clinton yrði fyrsta konan í sögu Banda­ríkj­anna til að gegna þessu valda­mikla emb­ætti og bóndi henn­ar, Bill, fyrsti karl­kyns for­seta­makinn, fyrsti ­for­seta­eig­in­mað­ur­inn. Auk þess yrði þetta í fyrsta sinn sem hjón hefð­u stóla­skipti, ef svo má að orði kom­ast, í Hvíta hús­inu.

Síð­an Martha Was­hington stóð við hlið George Was­hington þegar hann sór emb­ætt­is­eið ­sem fyrsti for­seti Banda­ríkj­anna 30. apríl 1789 hefur það verið hlut­verk “the first lady”, for­seta­frú­ar­inn­ar, að standa við hlið manns síns, vera fyr­ir­mynd ann­arra kvenna, ætíð vel til höfð, stoð og stytta for­set­ans.

Bill í hús­verk­unum

Form­lega hefur for­seta­makinn engar skyld­ur, en það er hins­vegar löng hefð ­fyrir því að mak­inn sé við hlið for­set­ans við opin­berar athafn­ir, stórar og smá­ar, ann­ist í sam­ráði við starfs­fólk Hvíta húss­ins skipu­lagn­ingu veislna og iðu­lega í hlut­verki gest­gjafans við slík tæki­færi. Bill Clinton er vissu­lega mjög veislu­van­ur, þykir ein­stak­lega skemmti­legur ræðu­maður og kann alla sið­ina. Kannski myndi hann ekki kunna illa við sig í hlut­verk­inu, hver veit? Annað mál er svo það að löndum hans myndi þykja það ein­kenni­legt í meira lagi að vita af honum í hús­verk­un­um. Raða til borðs, ákveða hvernig serví­ett­urnar skuli brotn­ar, hvaða glös skuli nota og svo fram­veg­is. Banda­ríkja­menn eru íhalds­samir þeg­ar kemur að hlut­verka­skipt­ingu kynj­anna og margir þar vestra ættu lík­lega erfitt ­með að venj­ast Bill Clinton í hlut­verki sem hefðin býður að kona gegni.  Ef svo færi að Hill­ary Clinton bæri sigur úr býtum í for­seta­kosn­ing­unum er því lík­legt að hlut­verk makans breyt­ist að þessu ­leyti.

Auglýsing

Fyr­ir­myndin

Eins og áður var getið fylgj­ast Banda­ríkja­menn ætíð grannt með­ ­for­seta­frúnni. Hverju hún klæð­ist, hvernig hár­greiðslan er o.s.frv. Þeir mynda ­sér líka ákveðnar skoð­anir á fram­komu hennar við öll mögu­leg tæki­færi, hvort hún tali við börnin og hvernig hún svari spurn­ingum almenn­ings og frétta­manna. Bill Clinton yrði ekki í vand­ræðum með að spjalla við börnin né heldur stæði í honum að svara frétta­mönn­um. Sagan sýnir að þar á hann fáa jafn­oka. Þegar kem­ur að klæðn­aði og hár­greiðslu er kannski annað upp á ten­ingn­um. Það er ekki mik­il ­fjöl­breytni í fata­vali Bills, frekar en svo margra ann­arra karla og sama má ­segja um hár­greiðsl­una.

Það er líka útbreidd skoðun meðal Banda­ríkja­manna að maki for­set­ans eigi að vera góð fyr­ir­mynd, hið trygga og trausta bak­land sem ætíð er til stað­ar. Þarna ­vand­ast málið hvað Bill varð­ar. Ekki þarf að fara mörgum orðum um að í einka­lífi þeirra Clinton hjóna hefur gengið á ýmsu, að ekki sé meira sag­t. ­Blaða­maður New York Times komst ein­hverju sinni svo að orði að for­set­an­um ­fyrr­ver­andi hefði skroppið fótur á vegi dyggð­ar­inn­ar, ekki þarf að hafa fleiri orð um þá full­yrð­ingu.

Eleanor Roos­evelt - Edith Wil­son – Hill­ary Clinton

Þótt flestar ­for­seta­frúrnar hafi fyrst og fremst sinnt því sem stundum hefur verið kall­að hefð­bundið eig­in­konu­hlut­verk er það þó ekki algilt. Eleanor Roos­evelt eig­in­kona Frank­lin D. Roos­evelt, sem var for­seti 1933 - 1945, tók mik­inn þátt í stjórn­málum og eftir að ver­unni í Hvíta hús­inu lauk átti hún meðal ann­ars þátt í að semja mann­rétt­inda­sátt­mála Sam­ein­uðu þjóð­anna.

Edith Wil­son tók við, bak­við tjöld­in, mörgum af störfum eig­in­manns­ins Woodrow Wil­son, sem var for­seti 1913 – 1921, eftir að hann fékk slag árið 1919 þegar tvö ár voru eftir af kjör­tíma­bil­inu.

Hill­ar­y Clinton var mjög virk á sviði stjórn­mál­anna í for­seta­tíð eig­in­manns­ins 1993 - 2001 og var síðar kjörin á þing. Hún var utan­rík­is­ráð­herra í stjórn Barack Obama 2009 – 2013. Verði hún næsti for­seti Banda­ríkj­anna má telja öruggt að Bill for­seta­maður taki virkan þátt í stjórn­mál­um. Í við­tali við viku­rit­ið People Mag­azine var hún spurð um hlut­verk bónd­ans ef hún yrði kjörin for­set­i. Hún svar­aði því til að hann yrði ekki í hús­verk­un­um, hún myndi njóta aðstoð­ar­ hans í efna­hags­mál­um, finna leiðir til að fjölga störfum og sinna sér­stök­um verk­efn­um. „Hann kann þetta allt og þekkir marga” sagði Hill­ary.

Bill Clinton hefur sagt að verði Hill­ary for­set­i muni hann gera allt sem í sínu valdi standi til að aðstoða hana í hin­u ­vanda­sama og erf­iða emb­ætti. „Að verða for­seta­eig­in­maður yrði spenn­andi verk­efn­i” ­sagði Bill Clint­on.

Við þurfum á þínu framlagi að halda

Þú getur tekið beinan þátt í að halda úti öflugum fjölmiðli.

Við sem vinnum á ritstjórn Kjarnans viljum hvetja þig til að vera með okkur í liði og leggja okkar góða fjölmiðli til mánaðarlegt framlag svo við getum haldið áfram að vinna fyrir lesendur, fyrir fólkið í landinu.

Kjarninn varð níu ára í sumar. Þegar hann hóf að taka við frjálsum framlögum þá varð slagorðið „Frjáls fjölmiðill fyrir andvirði kaffibolla“ til og lesendur voru hvattir til að leggja fram í það minnsta upphæð eins kaffibolla á mánuði.

Mikið vatn hefur runnið til sjávar á þeim níu árum sem Kjarninn hefur lifað. Í huga okkar á Kjarnanum hefur þörfin fyrir fjölmiðla sem veita raunverulegt aðhald og taka hlutverk sitt alvarlega aukist til muna.

Við trúum því að Kjarninn skipti máli fyrir samfélagið.

Við trúum því að sjálfstæð og vönduð blaðamennska skipti máli.

Ef þú trúir því sama þá endilega hugsaðu hvort Kjarninn er ekki allavega nokkurra kaffibolla virði á mánuði.

Vertu með okkur í liði. Þitt framlag skiptir máli.

Ritstjórn Kjarnans: Sunna Ósk Logadóttir, Þórður Snær Júlíusson, Erla María Markúsdóttir, Arnar Þór Ingólfsson, Eyrún Magnúsdóttir og Grétar Þór Sigurðsson.


Já takk, ég vil styrkja Kjarnann!
Þorbjörn Guðmundsson
Er íslenska velferðarkerfið ekki lengur griðarstaður þeirra sem minnst hafa?
Kjarninn 11. janúar 2023
Takk fyrir og sjáumst á nýjum miðli á föstudag
Bréf frá ritstjóra Kjarnans vegna sameiningar við Stundina og þess að nýr framsækinn fréttamiðill verður til í lok viku.
Kjarninn 11. janúar 2023
Sverrir Albertsson
Vatn á myllu kölska
Kjarninn 11. janúar 2023
Lögreglumenn standa vörð um gröfurnar í námunni.
Berjast fyrir þorpi á barmi hengiflugs
Lítið þorp í Rínarlöndum Þýskalands er allt komið í eigu kolarisa. Fyrirtækið ætlar sér að mylja niður húsin og stækka kolanámu sína sem þegar þekur um 80 ferkílómetra. Þetta þykir mörgum skjóta skökku við í heimi sem berst við loftslagsbreytingar.
Kjarninn 10. janúar 2023
Arnþrúður Karlsdóttir, útvarpsstjóri Útvarps Sögu.
Útvarp Saga telur fjölmiðlastyrki skapa tortryggni og bjóða upp á frændhygli
Fjögur fjölmiðlafyrirtæki hafa til þessa skilað inn umsögnum um frumvarp Lilju Alfreðsdóttur menningar- og viðskiptaráðherra, sem mun að óbreyttu framlengja núverandi styrkjakerfi til fjölmiðla.
Kjarninn 10. janúar 2023
Sólveig Anna Jónsdóttir formaður Eflingar.
Viðræðum slitið og Efling undirbýr verkfallsaðgerðir
Samtök atvinnulífsins hafa hafnað gagntilboði Eflingar um skammtímakjarasamning, sem kvað á um meiri launahækkanir en SA hefur samið um við aðra hópa á almennum vinnumarkaði til þessa. Efling undirbýr nú verkfallsaðgerðir.
Kjarninn 10. janúar 2023
Palestínski fáninn á lofti í mótmælum í Reykjavík. Ísraelskri lögreglu hefur nú verið fyrirskipað að rífa fánann niður á almannafæri.
Fánabann og refsiaðgerðir í Palestínu í kjölfar niðurstöðu Sameinuðu þjóðanna
Degi eftir að ný ríkisstjórn tók við völdum í Ísrael samþykkti allsherjarþing Sþ að fela Alþjóðadómstólnum í Haag að meta lögmæti hernáms Ísraelsríkis á Vesturbakkanum. Síðan þá hefur stjórnin gripið til refsiaðgerða og nú síðast fánabanns.
Kjarninn 10. janúar 2023
Gríðarlega mikil dæling á sandi á sér stað í Landeyjahöfn á hverju ári. Markarfljótið ber hundruð þúsunda tonna af jarðefnum út í sjó og það á til að safnast upp í mynni hafnarinnar.
Vilja sjúga sand af hafsbotni í stórum stíl og flytja út
Eftirspurn eftir íslenskum jarðefnum er gríðarleg ef marka má framkomin áform erlendra stórfyrirtækja um nýtingu þeirra. Vinsældir hafnarinnar í Þorlákshöfn eru samhliða mjög miklar.
Kjarninn 10. janúar 2023
Meira eftir höfundinnBorgþór Arngrímsson
Meira úr sama flokkiFréttaskýringar
None