Gallerí

Hrottaleg árás á þjóðhátíðardegi Frakklands

Minnst 84 eru látnir eftir árás á fjölda manns í Nice í Frakklandi á þjóðhátíðardag Frakka, 14. júlí. Vöruflutningabíl var ekið á fjölda fólks þegar það fylgdist með flugeldasýningu.

Að minnsta kosti 84 fórust í árásinni í Nice í Frakklandi, þegar 31 árs gamall Frakki ók vöruflutningabíl inn í hóp fólks sem fagnaði Bastilludeginum, þjóðhátíðardegi Frakka, á Promenade des Anglais-breiðgötunni í gærkvöldi. Fleiri eru slasaðir eftir árásina, margir alvarlega. Meðal þeirra látnu eru tíu börn. Þetta er í þriðja sinn á tveimur árum sem mannskæðar árásir eru gerðar á óbreytta borgara í Frakklandi.

Hér að neðan má sjá valdar ljósmyndir af eftirmálum árásarinnar.

Kanntu vel við Kjarnann?

Frjáls framlög lesenda eru mikilvægur þáttur í rekstri Kjarnans. Þau gera okkur kleift að halda áfram að taka þátt í umræðunni á vitrænan hátt og greina kjarnann frá hisminu fyrir lesendur. 

Kjarninn er fjölmiðill sem leggur sig fram við að upplýsa og skýra út það sem á sér stað í samfélaginu með áherslu á gæði og dýpt. 

Okkar tryggð er aðeins við lesendur. Við erum skuldbundin ykkur og værum þakklát ef þið vilduð vera með í að gera Kjarnann enn sterkari. 

Ef þú kannt vel við það efni sem þú lest á Kjarnanum viljum við hvetja þig til að styrkja okkur. Þinn styrkur er okkar styrkur.

Já takk, ég vil styrkja Kjarnann!
Efnisflokkar:
Meira eftir höfundinnBirgir Þór Harðarson
Meira úr sama flokkiGallerí