Oxford Street verði göngugata árið 2020

Borgarstjórinn í London vill gera Oxford Street að göngugötu. Fleiri borgir í Evrópu og í Ameríku hyggjast loka fjölförnum götum fyrir umferð bíla.

Oxford Street verður göngugata frá og með 2020.
Oxford Street verður göngugata frá og með 2020.
Auglýsing

Sadiq Khan, borg­ar­stjóri í London, hefur kynnt áform borg­ar­yf­ir­valda í London um að gera Oxford Street alfarið að göngu­götu. Umferð vél­knú­inna öku­tækja er þegar tak­mörkuð á þess­ari vin­sælu versl­un­ar­götu í höf­uð­borg Bret­lands á milli sjö á morgn­anna og sjö á kvöld­in.

Lok­unin á Oxford Street mun ná yfir tæpa tvo kíló­metra þegar allt er til talið. Gatna­skipu­lag­inu verður breytt í nokkrum skrefum en þegar breyt­ing­unum lýkur árið 2020 verður Oxford Street aðeins fyrir gang­andi veg­far­endur frá Totten­ham Court Road og að Mar­ble Arch og Hyde Park. BBC greinir meðal ann­ars frá þessu. Khan er ekki fyrsti borg­ar­stjór­inn í London til að leggja þetta til, eins og The Guar­dian hefur bent á.

Tak­mörkun á bíla­um­ferð við vin­sæl­ustu versl­un­ar- og þjón­ustu­götur er að verða algeng­ari bæði í Evr­ópu og vest­an­hafs. Rann­sóknir hafa sýnt að lok­anir fyrir umferð vél­knú­inna far­ar­tækja glæða verslun og þjón­ustu við göt­una og í næsta nágrenn­i. 

Auglýsing

Lokun Oxford Street er hluti af áætlun borg­ar­stjór­ans til að minnka loft­mengun í borg­inni. Auk þess er öryggi veg­far­enda og næði þeirra nefnt sem ástæð­ur. Meira en fjórar millj­ónir sækja Oxford Street á degi hverj­um.

Í Reykja­vík hefur helstu umferð­ar­götum gang­andi veg­far­enda verið lokað fyrir umferð vél­knú­inna öku­tækja á sumrin með verk­efn­inu Sumar göt­ur. Gang­andi veg­far­endur þurfa þá ekki að gæta sín á umferð bíla frá Vatns­stíg í austri og að Lækj­ar­götu. Í Kvos­inni hefur Aust­ur­stræti verið lokað fyrir vél­knúna umferð frá Lækj­ar­götu og á sumrin er Póst­hús­strætið einnig lok­að. Slíkt er einnig gert á Þor­láks­messu að vetri þegar fjöl­margir sækja mið­bæ­inn til að ganga frá síð­ustu jólainn­kaup­unum og óska vinum gleði­legra jóla.

Í aðal­skipu­lagi Reykja­víkur sem sam­þykkt var árið 2010 er stefnt að því að gera umferð gang­andi og hjólandi veg­far­enda mun greið­ari í borg­inni. Borg­ar­búar hafa þegar tekið eftir fram­kvæmdum við umferð­ar­götur vegna þessa. Um þessar mundir standa til dæmis yfir breyt­ingar á Grens­ás­vegi þar sem þrengt verður að umferð bíla til að gera gang­andi og hjólandi veg­far­endum auð­veld­ara um vik að kom­ast leiðar sinn­ar.

Þessar áherslur borg­ar­yf­ir­valda í Reykja­vík hafa hins vegar mætt nokk­urri and­stöðu. Fáeinir versl­un­ar­eig­endur við Lauga­veg og Skóla­vörðu­stíg hafa til dæmis lýst áhyggjum sínum um að aðsókn í versl­an­irnar sé tengd umferð bíla. Þess vegna drag­ist verslun saman þegar gatan er opnuð fyrir gang­andi veg­far­end­ur. Rann­sóknir sem gerðar hafa verið á sam­bæri­legum lok­unum og breyt­ingum á versl­un­ar­götum í mið­borgum benda hins vegar til þess að lok­anir fyrir bíla­um­ferð glæði sam­fé­lag­ið, verslun og þjón­ustu.

Breyt­ing skipu­lags í mið­borgum eins og áætluð er í London og hefur verið reynd í Reykja­vík hefur óhjá­kvæmi­lega í för með sér breyt­ingar á hegðun veg­far­enda og þar af leið­andi á versl­anir við göt­urn­ar. Við lok­an­irnar virð­ast svæðin í kringum versl­un­ar­göt­un­arnar glæð­ast enn frekar með auk­inni umferð fólks, hvort sem það eru gang­andi eða akandi veg­far­end­ur.

Amagertorg árið 1954 leit allt öðruvísi út en það gerir í dag.

Íslend­ingar þekkja flestir Strik­ið, göngu­göt­una í Kaup­manna­höfn. Gatan var fyrst lokuð fyrir umferð vél­knú­inna öku­tækja árið 1962 um leið og aukin áhersla var lögð á umferð gang­andi og hjólandi veg­far­enda í kjarna borg­ar­inn­ar. Síðan hefur Strikið orðið að helsta aðdrátt­ar­afli mið­borg­ar­innar og er áfanga­staður bæði ferða­manna og íbúa borg­ar­innar á degi hverj­um. Skipu­lag Kaup­manna­hafnar hefur einnig orðið að fyr­ir­mynd ann­arra borga þegar kemur að auk­inni áherslu á umferð gang­andi veg­far­enda. Árið 2015 var Kaup­manna­höfn svo Græna höf­uð­borg Evr­ópu.

Sló­venska fyr­ir­myndin

Fyrir árið 2016 var Ljúblí­ana, höf­uð­borg Sló­ven­íu, valin Græna höf­uð­borg Evr­ópu. Þær leiðir sem farnar hafa verið þar eru ekki síður áhug­verðar því allur gamli bær­inn er bíl­laus. Þar heyr­ist hvergi í bíl­vél í lausa­gangi, föst í traffík. Aðeins gang­andi veg­far­end­ur, hjól­reiða­menn og almenn­ings­vagnar fá að fara um gamla bæinn. Og þeir leigu­bílar sem fá að sækja far­þega í gamla bæinn verða að vera raf­knún­ir.

Þegar borg­ar­stjór­inn Zoran Jankó­víts tók við taumunum árið 2006 var það með fyrstu ákvörð­unum hans að loka fyrir bíla­um­ferð­ina. Hann hefur síðan verið end­ur­kjör­inn þrisvar sinn­um. „Þegar ég tók við vissi ég ekk­ert um skipu­lag borg­ar­inn­ar,“ er haft eftir Jankó­víts á vef Cit­iscope.org. „Við unnum áætl­an­irnar okkar eins og við værum að reka fyr­ir­tæki, með skipu­lag og mark­mið.“

„Til að byrja með voru þetta erf­iðar ákvarð­an­ir,“ segir hann um lok­an­irnar og segir það hafa verið vegna þess að hann hafði aldrei fullan stuðn­ing til þess. „Átta árum síð­ar, ef ég þyrfti að spyrja íbú­ana hvað þeim finnd­ist í þjóð­ar­at­kvæða­greiðslu, er ég viss um að 90 pró­sent þeirra myndu vilja hafa göt­urnar lok­aðar áfram.“

Cop-gata í Ljúblíana.

Nú er svo komið að fleiri höf­uð­borgir í Evr­ópu hyggj­ast loka mið­borgum sínum fyrir umferð vél­knú­inna öku­tækja. Þeirra á meðal eru Osló, Brus­sel og Madríd sem hyggj­ast fara að for­dæmi Ljúblí­ana. Sló­venska höf­uð­borgin hefur reynst góð „rann­sókn­ar­stofa“ fyrir þessar skipu­lags­breyt­ingar enda er gamli bær­inn lít­ill. Aðeins tekur um 15 mín­útur að ganga í gegnum hann miðj­an, ekki ósvipað því sem það tekur að ganga frá Lækj­ar­götu að Hlemmi í Reykja­vík.

Að fyr­ir­mynd Ljúblí­ana ætla þær borgir sem hyggj­ast loka byggja fleiri bíla­stæði neð­an­jarðar í jaðri lok­aða svæð­is­ins. Því fylgir inn­viða­upp­bygg­ing í almenn­ings­sam­göngum einnig til að auð­velda ferðir fólks um lok­aða svæð­ið, hvort sem það er með spor­vögn­um, stræt­is­vögnum eða hjólum til leigu.

Í Osló verður bannað að aka bílum í mið­borg­inni frá og með 2019. Er þetta gert til að draga úr meng­un. Stjórn­völd í Osló hafa stært sig af því að verða sú borg sem hygg­ist ganga hvað lengst í þessum efn­um. Til að auð­velda breyt­ing­arnar ætlar borgin að leggja meira en 60 kíló­metra af hjóla­stígum og fjár­festa meira í almenn­ings­sam­göng­um. „Við viljum gera borg­ina betri fyrir gang­andi veg­far­endur og hjól­reiða­fólk. Það verður betra fyrir versl­anir og alla,“ var haft eftir Lan Marie Ngu­yen Berg, aðal­samn­inga­manns Græn­ingja í Osló.

Ert þú í Kjarnasamfélaginu?

Kjarninn er opinn vefur en líflínan okkar eru frjáls framlög frá lesendum, Kjarnasamfélagið. Sú stoð undir reksturinn er okkur afar mikilvæg.

Með því að skrá þig í Kjarnasamfélagið gerir þú okkur kleift að halda áfram að vinna í þágu almennings og birta vandaðar fréttaskýringar, djúpar greiningar á efnahagsmálum og annað fréttatengt gæðaefni. 

Kjarninn hefur verið til taks fyrir kröfuharða lesendur undanfarin sjö ár og við ætlum okkur að standa vaktina áfram. 

Fyrir þá sem nú þegar eru stoltir styrkjendur Kjarnans þá leyfum við okkur að benda á að hægt er að óska eftir að hækka mánaðarlega framlagið með því að senda póst á takk@kjarninn.is


Já takk, ég vil styrkja Kjarnann!
Pawel Bartoszek
Fargjaldatekjur sannarlega mælikvarði á hagkvæmni
Kjarninn 30. október 2020
Icelandair hefur ekki mikið upp úr því að fljúga með nær tómar flugvélar yfir hafið og aflýsa því stundum flugi með skömmum fyrirvara. Samgöngustofa segir slíkt gera félagið bótaskylt.
Landamærin ekki lokuð og Icelandair því bótaskylt
Samgöngustofa segir að þær sóttvarnaráðstafanir sem fylgja ferðalögum á milli landa í dag séu ekki tilefni til að losa Icelandair undan bótaskyldu samkvæmt Evrópureglugerðum ef flugi er aflýst með skömmum fyrirvara. Neytendasamtökin fagna niðurstöðunni.
Kjarninn 30. október 2020
Jeffrey Ross Gunter, sendiherra Bandaríkjanna, klippir á borða við nýtt sendiráð Bandaríkjanna hérlendis fyrr í þessum mánuði.
Bandaríska sendiráðið ásakar Fréttablaðið um að flytja falsfréttir
Sendiráð Bandaríkjanna birti stöðuuppfærslu á Facebook í nótt þar sem það segir Fréttablaðið flytja falsfréttir og sýna virðingarleysi „með því að nota COVID-19 í pólitískum tilgangi“. Ástæðan er frétt um meint smit á meðal starfsmanna sendiráðsins.
Kjarninn 30. október 2020
Hjálmar Jónsson, formaður Blaðamannafélags Íslands.
Hjálmar ætlar að hætta sem formaður Blaðamannafélags Íslands
„Tímabært að ný kynslóð taki við,“ sagði Hjálmar Jónsson, formaður Blaðamannafélagsins, á aðalfundi hans í kvöld. Hann mun ekki vera í framboði á næsta aðalfundi sem fram fer á næsta ári.
Kjarninn 29. október 2020
Mikill hagnaður hjá ríkisbönkunum
Bæði Landsbankinn og Íslandsbanki skiluðu yfir þriggja milljarða króna hagnaði á síðasta ársfjórðungi. Í báðum bönkunum hefur rekstrarkostnaður minnkað og húsnæðislánum fjölgað.
Kjarninn 29. október 2020
Þuríður Harpa Sigurðardóttir, formaður Öryrkjabandalagsins.
Segir fullyrðingar Bjarna rangar
„Það er ánægjulegt að fá loks að ræða þessi mál við þig, og við erum tilbúin til þess hvenær sem er, eins og ósvaraðir tölvupóstar síðustu þriggja ára í innhólfi tölvu þinnar bera vott um,“ segir í bréfi formanns ÖBÍ til fjármálaráðherra.
Kjarninn 29. október 2020
Jeremy Corbyn, fyrrverandi leiðtogi breska Verkamannaflokksins.
Jeremy Corbyn vikið úr Verkamannaflokknum
Fyrrverandi formanni breska Verkamannaflokksins var í dag vikið tímabundið úr flokknum vegna viðbragða sinna við nýrri skýrslu um gyðingaandúð innan flokksins. Corbyn sagði þau mál öll hafa verið blásin upp í pólitískum tilgangi.
Kjarninn 29. október 2020
Áslaug Arna Sigurbjörnsdóttir dómsmálaráðherra skrifar undir reglugerðarbreytinguna.
Ísland býður erlenda sérfræðinga velkomna ef þeir eru með milljón á mánuði eða meira
Til að fá langtímavegabréfsáritun til að stunda fjarvinnu á Íslandi þurfa útlendinga að vera með að minnsta kosti eina milljón króna á mánuði. Ef maki er með í för þurfa tekjurnar að vera að minnsta kosti 1,3 milljónir króna.
Kjarninn 29. október 2020
Meira eftir höfundinnBirgir Þór Harðarson
Meira úr sama flokkiFréttaskýringar
None