Tíu staðreyndir um sæstrengsmöguleikann

Sæstrengur eða ekki sæstrengur? Það er spurningin. Nýlegar skýrslur um möguleikann á lagningu sæstrengs milli Íslands og Bretlands draga fram heildarmynd af risavöxnu mögulegu verkefni.

landsvirkjun
Auglýsing

Í fyrra­dag voru kynnt gögn um mögu­lega lagn­ingu sæstrengs milli Íslands og Bret­lands. Þar á meðal var ítar­leg skýrslu bank­ans Kviku, en ­Sig­urður Atli Jóns­son, for­stjóri bank­ans, kynnti hana á blaða­mann­fundi, sem Ragn­heið­ur­ Elín Árna­dótt­ir, iðn­að­ar- og við­skipta­ráð­herra, hélt. Í skýrsl­unni frá Kviku var farið yfir sæstrengs­verk­efnið heild­stætt.

Helstu atriði sem tengj­ast sæstrengnum voru til umfjöll­un­ar­, í kjöl­far fund­ar­ins, en mörg atriði til við­bótar við þau sem tengj­ast kostn­að­i og verk­fræði­legum for­sendum verk­efn­is­ins geta einnig haft mikið um fram­gangs ­máls­ins.

1.       Brex­it-­kosn­ing­arnar í Bret­landi, sem þegar hafa ­valdið miklum póli­tískum glund­roða í Bret­landi, geta haft mikil áhrif á verk­efn­ið. Með form­legri útgöngu Bret­lands úr Evr­ópu­sam­band­inu, sem ekki hef­ur átt sér stað ennþá og óvissa er um hvernig verður útfærð, missir Bret­land aðgang að nið­ur­greiðslu­sjóðum Evr­ópu­sam­bands­ins þegar kemur að upp­bygg­ing­u orku­mann­virkja, nema sér­stak­lega verði um það samið. Þessi nýi póli­tíski veru­leiki Bret­lands gæti því haft áhrif á fram­hald máls­ins, af hálfu Breta.

Auglýsing

2.       Sæstreng­ur­inn milli Íslands og Bret­lands yrði um ­þús­und kíló­metra lang­ur, og sá lengsti í heim­inum miðað við núver­andi stöð­u. Bretar eru hins vegar með mörg verk­efni á teikni­borð­inu, þegar kemur að ­sæ­strengj­um, eða níu tals­ins. Þetta var eitt af því sem var nefnt á blaða­manna­fund­in­um.

3.       Hvers vegna eru mörg risa­vax­in ­sæ­strengja­verk­efni nú í skoðun hjá Bretum og raunar mörgum fleiri þjóð­u­m? Á­stæðan er meðal ann­ars krafa um að styrkja orku­kerfi þjóða heims­ins, með­ teng­ing­um, til að stuðla að betri nýtni orkunnar og skapa for­sendur fyr­ir­ um­hverf­is­vænni orku, sem svo stuðlar að minni meng­un. Par­ís­ar­sam­komu­lag­ið svo­nefnda, þar sem þjóðir heims­ins skuld­bundu sig til aðgerða gegn hlýn­un jarðar og mengun af manna­völd­um, ýtir enn frekar undir lagn­ingu sæstrengja.

Sæstrengur milli Íslands og Bretlands kæmi að landi í Skotlandi.

4.       Kostn­aður við sæstreng­inn milli Íslands og Bret­lands er álit­inn á bil­inu 750 til 1000 millj­arðar króna, sé heild­ar­fram­kvæmdin skoð­uð. Það er tengi­mann­virki, við­bót­ar­virkjarnir og ­styrk­ing raf­orku­kerf­is­ins á Íslandi. Hægt er að fara ýmsar leiðir við fjár­mögnun verk­efn­is­ins. Ekki er gert ráð fyrir að ríkið fjár­magni sæstreng­inn og eigi hann.

5.       Verk­efn­is­stjórn sæstrengs hefur nú skil­að loka­skýrslum til iðn­að­ar- og við­skipta­ráð­herra vegna umræddra verk­efna. Með­al­ þess sem þær skýrslur fela í sér er heild­stæð kostn­að­ar- og ábata­grein­ing og ­mat á áhrifum sæstrengs á efna­hag, heim­ili og atvinnu­líf, kort­lagn­ing á eft­ir­spurn eftir raf­orku næstu árin, raf­orku­þörf sæstrengs og hvernig mæta eig­i henni, mat á afgangsorku, áhrif á flutn­ings­kerfi raf­orku, ýmis tækni­leg atrið­i, ­mat á nýt­ingu jarða og rekstri smærri virkj­ana, umhverf­is­á­hrif, þró­un orku­stefnu Evr­ópu­sam­bands­ins og reynsla Nor­egs.

6.       Ragn­heiður Elín lagði áherslu á aðrík­is­stjórn­in ­sem nú heldur um þræð­ina, myndi ekki taka neina ákvörðun um verk­efn­ið, held­ur frekar reyna að stuðla að meiri upp­lýs­ingu og dýpri umræðu.

7.       Kostn­að­ar- og ábata­grein­ing á sæstreng til­ Bret­lands leiðir í ljós að verk­efnið nær ekki lág­marks­arð­semi nema til kom­i beinn stuðn­ingur frá breskum stjórn­völd­um, segir í til­kynn­ingu stjórn­valda. Þessi staða, það er að Bretar þurfi að borga með því að eða að styrkja það ­sér­stak­lega, hefur raunar legið fyrir frá því sæstrengs­hug­myndin var rædd á nýjan leik. Á síð­ustu sex ára­tugum hefur sæstrengs­hug­myndin komið til umræð­u ­reglu­lega, en núna þykir alveg óum­deilt að verk­efnið er tækni­lega mögu­legt.

8.       Vegna sér­stöðu verk­efn­is­ins þarf að sér­sníða við­skipta­lík­an, stuðn­ings­kerfi og reglu­verk fyrir verk­efn­ið. Að því gefnu að það gangi eftir geta jákvæði áhrif á lands­fram­leiðslu verið umtals­verð (1,2-1,6%). Miðað við for­sendur verk­efn­is­ins, sem horft er til í skýrslu ­Kviku um það, þá gæti ábati fyrir Íslands og Bret­land numið tæp­lega 200 millj­örðum króna.

9.       Ramma­á­ætlun um virkjun og vernd­un, þar sem lín­urnar eru lagðar til fram­tíðar lit­ið, mun skipta sköpum um ­sæ­strengs­verk­efn­ið, og raun segja til um hvort það er yfir höfuð mögu­leiki.

10.   „Það er ekki þörf á tveimur Kára­hnjúka­­virkj­un­­um. Og það hefur hvergi komið fram að mér vit­andi, og svo sann­­ar­­lega ekki í þess­­ari skýrslu og ekki í nein­u ­sem við höfum lagt til. Skýrslan ­­gerir ein­­göngu ráð fyrir að það séu um 250 mega­vött úr hefð­bundnum virkj­unum eins og við þekkjum þær, sem er ígild­i einnar Hraun­eyj­­ar­­foss­­virkj­unnar eða innan við helm­ing af einni Kára­hnjúka­­virkj­un.“ Þetta sagði Hörður Arn­ar­son, for­stjóri Lands­virkj­un­ar, þegar hann var spurð­ur­ út í hvað þyrfti að virkja mikið til að sæstreng­ur­inn gæti orðið að veru­leika.

Við þurfum á þínu framlagi að halda

Þú getur tekið beinan þátt í að halda úti öflugum fjölmiðli.

Við sem vinnum á ritstjórn Kjarnans viljum hvetja þig til að vera með okkur í liði og leggja okkar góða fjölmiðli til mánaðarlegt framlag svo við getum haldið áfram að vinna fyrir lesendur, fyrir fólkið í landinu.

Kjarninn varð níu ára í sumar. Þegar hann hóf að taka við frjálsum framlögum þá varð slagorðið „Frjáls fjölmiðill fyrir andvirði kaffibolla“ til og lesendur voru hvattir til að leggja fram í það minnsta upphæð eins kaffibolla á mánuði.

Mikið vatn hefur runnið til sjávar á þeim níu árum sem Kjarninn hefur lifað. Í huga okkar á Kjarnanum hefur þörfin fyrir fjölmiðla sem veita raunverulegt aðhald og taka hlutverk sitt alvarlega aukist til muna.

Við trúum því að Kjarninn skipti máli fyrir samfélagið.

Við trúum því að sjálfstæð og vönduð blaðamennska skipti máli.

Ef þú trúir því sama þá endilega hugsaðu hvort Kjarninn er ekki allavega nokkurra kaffibolla virði á mánuði.

Vertu með okkur í liði. Þitt framlag skiptir máli.

Ritstjórn Kjarnans: Sunna Ósk Logadóttir, Þórður Snær Júlíusson, Erla María Markúsdóttir, Arnar Þór Ingólfsson, Eyrún Magnúsdóttir og Grétar Þór Sigurðsson.


Já takk, ég vil styrkja Kjarnann!
Þorbjörn Guðmundsson
Er íslenska velferðarkerfið ekki lengur griðarstaður þeirra sem minnst hafa?
Kjarninn 11. janúar 2023
Takk fyrir og sjáumst á nýjum miðli á föstudag
Bréf frá ritstjóra Kjarnans vegna sameiningar við Stundina og þess að nýr framsækinn fréttamiðill verður til í lok viku.
Kjarninn 11. janúar 2023
Sverrir Albertsson
Vatn á myllu kölska
Kjarninn 11. janúar 2023
Lögreglumenn standa vörð um gröfurnar í námunni.
Berjast fyrir þorpi á barmi hengiflugs
Lítið þorp í Rínarlöndum Þýskalands er allt komið í eigu kolarisa. Fyrirtækið ætlar sér að mylja niður húsin og stækka kolanámu sína sem þegar þekur um 80 ferkílómetra. Þetta þykir mörgum skjóta skökku við í heimi sem berst við loftslagsbreytingar.
Kjarninn 10. janúar 2023
Arnþrúður Karlsdóttir, útvarpsstjóri Útvarps Sögu.
Útvarp Saga telur fjölmiðlastyrki skapa tortryggni og bjóða upp á frændhygli
Fjögur fjölmiðlafyrirtæki hafa til þessa skilað inn umsögnum um frumvarp Lilju Alfreðsdóttur menningar- og viðskiptaráðherra, sem mun að óbreyttu framlengja núverandi styrkjakerfi til fjölmiðla.
Kjarninn 10. janúar 2023
Sólveig Anna Jónsdóttir formaður Eflingar.
Viðræðum slitið og Efling undirbýr verkfallsaðgerðir
Samtök atvinnulífsins hafa hafnað gagntilboði Eflingar um skammtímakjarasamning, sem kvað á um meiri launahækkanir en SA hefur samið um við aðra hópa á almennum vinnumarkaði til þessa. Efling undirbýr nú verkfallsaðgerðir.
Kjarninn 10. janúar 2023
Palestínski fáninn á lofti í mótmælum í Reykjavík. Ísraelskri lögreglu hefur nú verið fyrirskipað að rífa fánann niður á almannafæri.
Fánabann og refsiaðgerðir í Palestínu í kjölfar niðurstöðu Sameinuðu þjóðanna
Degi eftir að ný ríkisstjórn tók við völdum í Ísrael samþykkti allsherjarþing Sþ að fela Alþjóðadómstólnum í Haag að meta lögmæti hernáms Ísraelsríkis á Vesturbakkanum. Síðan þá hefur stjórnin gripið til refsiaðgerða og nú síðast fánabanns.
Kjarninn 10. janúar 2023
Gríðarlega mikil dæling á sandi á sér stað í Landeyjahöfn á hverju ári. Markarfljótið ber hundruð þúsunda tonna af jarðefnum út í sjó og það á til að safnast upp í mynni hafnarinnar.
Vilja sjúga sand af hafsbotni í stórum stíl og flytja út
Eftirspurn eftir íslenskum jarðefnum er gríðarleg ef marka má framkomin áform erlendra stórfyrirtækja um nýtingu þeirra. Vinsældir hafnarinnar í Þorlákshöfn eru samhliða mjög miklar.
Kjarninn 10. janúar 2023
Meira eftir höfundinnMagnús Halldórsson
Meira úr sama flokkiFréttaskýringar
None