Meiri hagnaður af tóbakssölu en áfengissölu hjá ÁTVR

Hagnaður ÁTVR í fyrra var rúmlega 1,2 milljarður króna. Stór hluti hans virðist tilkominn vegna tóbakssölu. Forstjóri ÁTVR segir að hlutfallslega sé meiri hagnaður af tóbakinu en áfenginu. Hann hefur hins vegar miklar áhyggjur af markaðshlutdeild Haga.

ÁTVR
Auglýsing

Áfeng­is- og tóbaks­verslun rík­is­ins (ÁTVR) hagn­að­ist um 1.221 milljón króna á árinu 2015. Þegar búið er að draga vöru­notkun tóbaks frá tekjum ÁTVR af sölu tóbaks standa eftir 1.469 millj­ónir króna, eða 248 millj­ónir króna umfram hagnað ÁTVR. Fyr­ir­tækið hefur aldrei viljað opin­bera hver rekstr­ar­kostn­aður þess vegna tóbaks­sölu í heild er, en fyrir liggur að tóbaks­salan, sem er heildsala, útheimtir mun umfangs­minni rekstur en áfeng­is­salan, sem er smá­sala. 

Í for­mála árs­skýrslu ÁTVR 2015 gengst for­stjóri fyr­ir­tæk­is­ins þó við því að hlut­falls­lega meiri hagn­aður sé af tóbaks­söl­unni en áfeng­is­söl­unn­i. 

Tóbak­sala þriðj­ungur allra tekna

Tekjur ÁTVR af áfeng­is­sölu í fyrra voru 29,4 millj­arðar króna, sam­kvæmt árs­reikn­ingi fyr­ir­tæk­is­ins fyrir árið 2015. Þar af komu 19,8 millj­arðar króna í kass­ann vegna sölu áfeng­is.

Auglýsing

Tekjur ÁTVR af tóbaks­sölu voru hins vegar 9,5 millj­arðar króna. Það er um þriðj­ungur allra tekna fyr­ir­tæk­is­ins á árinu. Sala tóbaks útheimtir hins vegar mun minna umstang en áfeng­is­sala ÁTVR, sem fer fram í 50 versl­unum víðs­vegar um land­ið. Kjarn­inn hefur nokkrum sinnum á  und­an­förnum árum leitað upp­lýs­inga hjá ÁTVR um hver beinn kostn­aður af tóbaks­sölu fyr­ir­tæk­is­ins er. Stjórn­endur ÁTVR hafa ekki viljað upp­lýsa um það.

Það er þó hægt að lesa ýmis­legt út úr árs­reikn­ingi fyr­ir­tæk­is­ins um hver slíkur kostn­aður er. Í fyrsta lagi er öll tóbaks­dreif­ing ÁTVR nú mið­læg og fer því fram á einum og sama staðn­um. Sá staður er Útgarð­ur, dreif­ing­ar­mið­stöð fyr­ir­tæk­is­ins í Reykja­vík. Í árs­reikn­ingi ÁTVR fyrir árið 2013 sagði að „mikið hag­ræði“ hefði fylgt þess­ari breyt­ingu þar sem birgða­hald og vöru­með­höndlun hafi minnkað og dreif­inga­kostn­aður lækk­að. Sam­hliða hafi verið lögð áhersla á raf­rænar pant­an­ir, sem spar­aði enn meira umstang.

Vilja ekki upp­lýsa um aðskil­inn kostnað

Þegar Kjarn­inn fór fram á að fá upp­lýs­ingar um hver kostn­aður ÁTVR af tóbaks­sölu væri, með fyr­ir­spurn sem send var í ágúst 2014, var svarið nei. Í svari Sig­rúnar Óskar Sig­­urð­­ar­dótt­­ur, aðstoð­­ar­­for­­stjóra ÁTVR, sagð­i að „Kostn­aður vegna tóbaks­­­sölu er ekki færður sér­­stak­­lega í bók­haldi ÁTVR nema vöru­­notkun tóbaks­[...] Tóbaks­­gjaldið er skil­­greint sem hluti af kostn­að­­ar­verði seldra vara í bók­haldi ÁTVR og fært undir vöru­­not­k­un“.

Vöru­notkun tóbaks nam 8,1 millj­arði króna í fyrra. Ef vöru­notkun tóbaks, hinn eig­in­legi rekstr­ar­kostn­aður tóbaks­sölu ÁTVR, er dregin frá tekjum ÁTVR af sölu á tóbaki standa eftir 1.469 millj­ónir króna. Það er 248 millj­ónum krónum meira en hagn­aður ÁTVR var á árinu 2015. Þar sem ÁTVR neitar að gefa upp hvernig sam­eig­in­legur kostn­aður vegna áfeng­is­sölu og tóbaks­sölu skipt­ist - kostn­aður sem er til að mynda til kom­inn vegna hús­næðis og starfs­fólks sem starfar við umsýslu beggja vara - þá er ekki hægt með fullri vissu að segja til um hversu mik­ill hluti af hagn­aði ÁTVR er til­komin vegna tóbaks­sölu. 

Í ljósi þess að stjórn­endur ÁTVR segja í árs­skýrslum fyr­ir­tæk­is­ins að mikil hag­ræð­ing hafi orðið í tóbaks­söl­unni, og að hún fer fram á mjög ein­faldan hátt á einum og saman staðn­um, má þó með nokk­urri vissu ætla að þorri hagn­aðar ÁTVR komi úr tóbaks­sölu en að áfeng­is­salan sé rekin í tapi eða nálægt núlli.

Í for­mála Ívars J. Arndal, for­stjóra ÁTVR, í árs­skýrslu fyr­ir­tæk­is­ins fyrir árið 2015, er þessi staða við­ur­kennd að ein­hverju leyti. Þar segir for­stjór­inn að heild­sala tóbaks skili „ÁTVR hlut­falls­lega meiri hagn­aði en smá­sala áfeng­is. Mun­ur­inn ræðst fyrst og fremst af ákvörðun Alþingis um álagn­ing­u.“

Er mun­ur­inn Alþingi að kenna?

Alþingi tekur ákvörðun um hvert áfeng­is- og tóbaksgöld eigi að vera. Á árinu 2015 voru greiðslur ÁTVR vegna tóbaks­gjalda 5.650 millj­ónir króna, eða 59 pró­sent af öllum tekjum fyr­ir­tæk­is­ins vegna tóbaks­sölu. Þessar tekjur myndu renna í rík­is­sjóð óháð því hver myndi selja tóbak­ið.

Áfeng­is­gjald sem greitt var til rík­is­sjóðs var 9.230 millj­ónir króna, eða 47 pró­sent af tekjum ÁTVR vegna sölu áfeng­is.

Því liggur fyrir að mun minna hlut­fall af tekjur ÁTVR vegna áfeng­is­sölu rennur til rík­is­ins vegna áfeng­is­s­gjalds en tóbaks­gjalds, og þar af leið­andi fer stærri hluti af tekjum fyr­ir­tæk­is­ins vegna áfeng­is­sölu í rekstr­ar­kostnað en vegna tóbaks­sölu. Stærsti hluti þess rekstr­ar­kostn­aðar er vegna rekst­urs 50 áfeng­is­versl­ana um allt land, þar af 16 stórra versl­ana. Fjöldi vín­búða hefur tæp­lega fjór­fald­ast frá árinu 1986. Alls var heild­ar­fjöldi starfs­manna sem fengu greidd laun hjá fyr­ir­tæk­inu í fyrra 717 og árs­verk 287. Umfang versl­ana­rekst­urs ÁTVR gerir fyr­ir­tækið að einum umsvifa­mesta smá­sala á land­inu. Bón­us, stærsta mat­vöru­verslun lands­ins, rekur til að mynda 31 verslun um allt land.

Hafna því að tóbakið nið­ur­greiði áfeng­is­verslun

ÁTVR hefur alltaf brugð­ist hart við þegar því hefur verið haldið fram að tóbaks­salan nið­ur­greiði umfangs­mikla smá­sölu á áfengi sem fyr­ir­tækið stund­ar. Fyrir rúmu ári vann fyr­ir­tækið Clever Data skýrslu um rekstur ÁTVR þar sem nið­ur­staðan var sú að ekki væri eig­in­legur hagn­aður af starf­semi ÁTVR á föstu verð­lagi árs­ins 2014. Ein helsta ástæða þess sé sú að langtum meiri rekstr­­ar­hagn­aður væri af sölu tóbaks en sölu áfeng­is, enda sé tóbak­inu ein­ungis dreift í heild­­sölu á meðan að áfengið er selt í versl­unum sem ÁTVR á og rekur út um allt land.

ÁTVR sendi frá sér frétta­til­kynn­ingu í kjöl­far skýrsl­unnar þar sem fyr­ir­tækið hafn­aði alfarið nið­­ur­­stöðum Clever Data. Þar stóð m.a.: "Nið­­ur­­stöður hennar eru vanga­veltur sem eiga sér litla stoð í raun­veru­­leik­­anum og ÁTVR hafnar þeim alfar­ið. ÁTVR hefur aldrei verið rekin með tapi frá því að áfeng­is­­gjöld og tóbaks­­­gjöld voru aðskilin frá rekstr­­ar­­tekj­u­m versl­un­­ar­inn­­ar."

Ríki í rík­inu

Engin stjórn er yfir ÁTVR, sem skil­­greind er sem stofnun sam­­kvæmt lög­­­um. Slík hefur ekki ver­ið til staðar í nokkur ár heldur heyrir stofn­unin beint undir fjár­­­mála- og efna­hags­ráð­herra. Yfir­­­stjórn fyr­ir­tæk­is­ins, sem sam­anstendur af Ívari J. Arn­dal ­for­­stjóra og fram­­kvæmda­­stjórum, tekur þess í stað ákvarð­­anir tengdar rekstri ÁTVR. Fyr­ir­tækið sker sig þannig frá öðrum stórum fyr­ir­tækjum í opin­berri eig­u, eins og til dæmis orku­­fyr­ir­tækj­um, þar sem eig­and­inn kemur ekki að beinn­i ­stjórn þess.

Mikil póli­tískt átök hafa átt sér stað á liðnum árum um hvort að gefa eigi sölu og aug­lýs­ingar á áfengi frjálsa, og afnema þar með ein­okun ÁTVR á söl­unni. Frum­varp sem hefur það mark­mið að afnema ein­okum rík­is­ins á sölu áfengis var lagt fram í sept­em­ber í fyrra. Frum­varpið var afgreitt úr alls­herj­ar- og mennta­mála­nefnd í mars 2016 en hefur ekki fengið frek­ari þing­lega með­ferð.

Vill ekki að Hagar kom­ist í yfir­burð­ar­stöðu

For­stjóri ÁTVR hefur ítrekað gert þessi póli­tísku átök að umtals­efni í for­mála sínum við árs­skýrslu ÁTVR á und­an­förnum árum. Í þeirri nýjustu, fyrir árið 2015, segir hann að fórn­ar­kostn­að­ur­inn við það að gefa sölu á áfengi frjálsa verði hár. „Málið er einmitt að einka­að­ilar eru ótrú­lega góðir að selja. Þeir vilja alltaf selja meira og meira, auka mark­aðs­hlut­deild­ina og auð­vitað skila hagn­aði í vasa eig­end­anna. Það er kjarni frjáls mark­aðar og sam­keppn­is­rekstr­ar. Þar eru einka­að­ilar best­ir. Þess vegna eru þeir ekki heppi­legir þegar mark­miðið er ekki að auka söl­una eða hagn­ast á henni heldur að þjón­usta almenn­ing við að kaupa og neyta vöru sem getur verið mjög skað­leg heilsu manna. Þá er best að hafa hlut­lausan aðila sem hefur engan per­sónu­legan ávinn­ing af söl­unni. Ekki þarf að leita lengra en til Dan­merkur til þess að átta sig á þessu. Þar sjá einka­að­ilar um áfeng­is­söl­una og hirða ágóðann. Neysla áfengis á mann í Dan­mörku er miklu meiri en á Íslandi og kostn­aður danska sam­fé­lags­ins af mis­notkun áfengis gríð­ar­leg­ur. Skatt­borg­urum er sendur reikn­ing­ur­inn.“

Ívar beinir síðan spjótum sínum að Hög­um, stærsta smá­sölu­fyr­ir­tæki á Íslandi sem rekur meðal ann­ars Bónus og Hag­kaup. Hagar hafa ítrekað lýst því yfir að fyr­ir­tækið vilji að áfeng­is­sala rík­is­ins verði lögð nið­ur. Ívar hefur tölu­verðar áhyggjur af mark­aðs­hlut­deild Haga. „Nú þegar er keðjan með ríf­lega 50% af mat­vöru­mark­að­inum á sinni hendi. Með helm­ing af áfeng­is­söl­unni myndi veltan hjá mat­vöruris­anum aukast um rúm­lega 12 þús­und millj­ónir á ári. Nú þegar ber hann ægis­hjálm yfir allri mat­vöru­verslun í land­inu. Með áfeng­is­söl­unni væri mat­vöruris­inn kom­inn í algera yfir­burða­stöðu. Varla er það til hags­bóta fyrir neyt­end­ur.“

Við þurfum á þínu framlagi að halda

Þú getur tekið beinan þátt í að halda úti öflugum fjölmiðli.

Við sem vinnum á ritstjórn Kjarnans viljum hvetja þig til að vera með okkur í liði og leggja okkar góða fjölmiðli til mánaðarlegt framlag svo við getum haldið áfram að vinna fyrir lesendur, fyrir fólkið í landinu.

Kjarninn varð níu ára í sumar. Þegar hann hóf að taka við frjálsum framlögum þá varð slagorðið „Frjáls fjölmiðill fyrir andvirði kaffibolla“ til og lesendur voru hvattir til að leggja fram í það minnsta upphæð eins kaffibolla á mánuði.

Mikið vatn hefur runnið til sjávar á þeim níu árum sem Kjarninn hefur lifað. Í huga okkar á Kjarnanum hefur þörfin fyrir fjölmiðla sem veita raunverulegt aðhald og taka hlutverk sitt alvarlega aukist til muna.

Við trúum því að Kjarninn skipti máli fyrir samfélagið.

Við trúum því að sjálfstæð og vönduð blaðamennska skipti máli.

Ef þú trúir því sama þá endilega hugsaðu hvort Kjarninn er ekki allavega nokkurra kaffibolla virði á mánuði.

Vertu með okkur í liði. Þitt framlag skiptir máli.

Ritstjórn Kjarnans: Sunna Ósk Logadóttir, Þórður Snær Júlíusson, Erla María Markúsdóttir, Arnar Þór Ingólfsson, Eyrún Magnúsdóttir og Grétar Þór Sigurðsson.


Já takk, ég vil styrkja Kjarnann!
Þorbjörn Guðmundsson
Er íslenska velferðarkerfið ekki lengur griðarstaður þeirra sem minnst hafa?
Kjarninn 11. janúar 2023
Takk fyrir og sjáumst á nýjum miðli á föstudag
Bréf frá ritstjóra Kjarnans vegna sameiningar við Stundina og þess að nýr framsækinn fréttamiðill verður til í lok viku.
Kjarninn 11. janúar 2023
Sverrir Albertsson
Vatn á myllu kölska
Kjarninn 11. janúar 2023
Lögreglumenn standa vörð um gröfurnar í námunni.
Berjast fyrir þorpi á barmi hengiflugs
Lítið þorp í Rínarlöndum Þýskalands er allt komið í eigu kolarisa. Fyrirtækið ætlar sér að mylja niður húsin og stækka kolanámu sína sem þegar þekur um 80 ferkílómetra. Þetta þykir mörgum skjóta skökku við í heimi sem berst við loftslagsbreytingar.
Kjarninn 10. janúar 2023
Arnþrúður Karlsdóttir, útvarpsstjóri Útvarps Sögu.
Útvarp Saga telur fjölmiðlastyrki skapa tortryggni og bjóða upp á frændhygli
Fjögur fjölmiðlafyrirtæki hafa til þessa skilað inn umsögnum um frumvarp Lilju Alfreðsdóttur menningar- og viðskiptaráðherra, sem mun að óbreyttu framlengja núverandi styrkjakerfi til fjölmiðla.
Kjarninn 10. janúar 2023
Sólveig Anna Jónsdóttir formaður Eflingar.
Viðræðum slitið og Efling undirbýr verkfallsaðgerðir
Samtök atvinnulífsins hafa hafnað gagntilboði Eflingar um skammtímakjarasamning, sem kvað á um meiri launahækkanir en SA hefur samið um við aðra hópa á almennum vinnumarkaði til þessa. Efling undirbýr nú verkfallsaðgerðir.
Kjarninn 10. janúar 2023
Palestínski fáninn á lofti í mótmælum í Reykjavík. Ísraelskri lögreglu hefur nú verið fyrirskipað að rífa fánann niður á almannafæri.
Fánabann og refsiaðgerðir í Palestínu í kjölfar niðurstöðu Sameinuðu þjóðanna
Degi eftir að ný ríkisstjórn tók við völdum í Ísrael samþykkti allsherjarþing Sþ að fela Alþjóðadómstólnum í Haag að meta lögmæti hernáms Ísraelsríkis á Vesturbakkanum. Síðan þá hefur stjórnin gripið til refsiaðgerða og nú síðast fánabanns.
Kjarninn 10. janúar 2023
Gríðarlega mikil dæling á sandi á sér stað í Landeyjahöfn á hverju ári. Markarfljótið ber hundruð þúsunda tonna af jarðefnum út í sjó og það á til að safnast upp í mynni hafnarinnar.
Vilja sjúga sand af hafsbotni í stórum stíl og flytja út
Eftirspurn eftir íslenskum jarðefnum er gríðarleg ef marka má framkomin áform erlendra stórfyrirtækja um nýtingu þeirra. Vinsældir hafnarinnar í Þorlákshöfn eru samhliða mjög miklar.
Kjarninn 10. janúar 2023
Meira eftir höfundinnÞórður Snær Júlíusson
Meira úr sama flokkiFréttaskýringar
None