Pokémon Go er viðhengi við raunveruleikann og höfðar til frumeiginleika mannsins

Pokémon Go er svo vinsæll tölvuleikur að vefþjónar leiksins höndla ekki alla þá sem vilja spila.

Pokémon-æði hefur gripið um sig í heiminum.
Pokémon-æði hefur gripið um sig í heiminum.
Auglýsing

„Venusaur, Chariz­ard, Bla­stoise, Pikachu og fleiri Poké­mon-skrímsli hafa fund­ist á jörð­u.“ Svona er hinn geysi­vin­sæli Poké­mon Go-­leikur kynntur á App­Stor­e-verslun Apple í snjall­símun­um. Leik­ur­inn er orð­inn að eins­konar „költi“ og það er ekki í fyrsta sinn sem Poké­mon nær slíkum vin­sæld­um. Risa stór mót eru haldin á fólkvöngum og fátt annað virð­ist kom­ast að í umfjöllun fjöl­miðla, nema þá kannski stöku valda­rán og hvíta­birn­ir.

Leik­ur­inn kom út í Banda­ríkj­un­um, Ástr­alíu og Nýja Sjá­landi 5. júlí síð­ast­lið­inn og varð strax feyki­vin­sæll; svo vin­sæll raunar að vef­þjón­arnir sem hýsa leik­inn höfðu ekki undan umferð­inni svo ákveðið var að fresta útgáfu leiks­ins í Evr­ópu og víð­ar. Leik­ur­inn hafði verið sóttur 7,5 milljón sinnum 11. júlí og spil­arar skráðu sig inn í að með­al­tali 43 mín­útur á dag.

Leik­ur­inn varð svo aðgengi­legur í íslenskum app­versl­unum rétt fyrir helgi. Blaða­manni Kjarn­ans hefur hins vegar ekki tek­ist að prófa leik­inn því enn anna vef­þjón­arnir ekki umferð.

Auglýsing

Það kemur ekki að sök hér, enda hefur verið nóg rætt um gang leiks­ins og hvernig ung­menni virð­ast ráfa stjórn­laust um allt í leit að Poké­mon-skrímslum til að veiða. Skrímslin birt­ast á skjánum hjá þeim sem veið­ir. Veiði­menn­irnir hafa þá þegar fundið þau á korti og þurfa að leita leiða til að kom­ast að felu­stað skríms­is­ins.

Raun­veru­leika­við­hengi

Leik­ur­inn er þess vegna eins konar við­bót við raun­veru­leik­ann og snjall­sím­inn orð­inn að glugga inn í ver­öld sem við sjáum ekki með berum aug­um. Niantic, fyr­ir­tækið sem fram­leiðir leik­inn, hefur áður feng­ist við svipað við­fangs­efni í snjall­síma­leiknum Ingress sem kom út árið 2013. Í þeim leik virð­ast yfir­nátt­úr­legir hlutir hafa gerst á jörð­inni og er það hlut­verk spilar­ans að púsla saman vís­bend­ingum og kom­ast að leynd­ar­dóm­in­um.

Niantic varð til sem nýsköp­un­ar­deild innan Google árið 2010. Þá hafði John Hanke, yfir­maður í korta­deild hug­bún­að­ar­risans, lýst áhuga sínum á að róa á önnur mið og halda áfram að búa til nýja hluti. Í stað þess að missa Hanke úr fyr­ir­tæk­inu var ákveðið að búa til nýja deild í kringum hann þar sem hann gæti sinnt hugð­ar­efnum sínum og búið til nýjar vörur með mátt Google á bak við sig. 

„Ég er búinn að gera allt sem hægt er til að stilla þessu upp eins og nýsköp­un­ar­fyr­ir­tæki,“ sagði Hanke í við­tali við Fastcompany.com árið 2013 um það leyti sem Ingress kom fyrst út. Það sem var óvana­legt við þetta nýsköp­un­ar­verk­efni innan stór­fyr­ir­tækis var að honum var frjálst að gera hvað sem honum lang­aði, án þess að það væri tengt þeim vörum sem Google þurfti til að halda sínum stalli í tækni­heim­in­um.

Þetta sprota­fyr­ir­tæki innan Google byrj­aði þess vegna án vöru. Hanke hafði ein­ungis hug­mynd um hvað honum lang­aði að gera. Fyrst urðu til verk­efni sem byggðu á korta­grunni Goog­le, kannski eðli­lega miðað við fyrra starf Hanke sem yfir­maður korta­deild­ar­inn­ar. Field Trip-appið lét ferða­langa vita þegar þeir fóru fram­hjá merki­legum stöðum eða kenni­leitum og birti á skjánum fróð­leik um það sem fyrir augum bar.

„Leið­ar­vísir­inn þinn að töff, földum og ein­stökum hlutum í heim­inum umhverfis þig,“ segir ein­hver­staðar í kynn­ing­ar­efni fyrir Field Trip. Gögnin sem hver not­andi bjó til í því appi urðu á end­anum mik­il­væg fyrir Google til að full­komna kortin á Google Maps og til að læra á göngu­hegðun fólks.

En þegar eign­ar­hald Google var end­ur­skipu­lagt undir nafn­inu Alp­habet í sept­em­ber árið 2015 fékk Niantic sjálf­stæði frá skap­ara sín­um. Stuttu síðar var komin stór fjár­fest­ing frá Goog­le, Nin­tendo og The Poké­mon Company svo Niantic gæti haldið áfram að þróa raun­veru­leika­við­hengið sitt.

Hvað er málið með Poké­mon?

Fjár­fest­ingin nam 30 millj­ónum doll­ara, eða því sem nemur rúm­lega 3,7 millj­örðum íslenskra króna. Til sam­an­burðar hefur íslenska sprota­fyr­ir­tækið Plain Vanilla fengið ríf­lega fjög­urra millj­arða króna í fjár­fest­ingar frá stofnun fyr­ir­tæk­is­ins. Leik­ur­inn er frír í app­versl­unum en not­endum býðst að eyða pen­ingum í app­inu með því að kaupa sér PokéCoins, eins­konar spila­pen­inga, sem gjald­gengir eru í leikn­um.

Leik­ur­inn er þegar far­inn að hafa áhrif á hluta­bréfa­verð eig­enda leiks­ins. Jap­anski tölvu­leikja­fram­leið­and­inn Nin­tendo á 32 pró­sent hlut í verk­efn­inu en hluta­bréfa­verðið hefur hækkað um 49 pró­sent síðan leik­ur­inn kom út. Nin­tendo hefur átt erfitt upp­dráttar und­an­farin ár eftir að snjall­síma­leikir náðu yfir­hönd­inni á tölvu­leikja­mark­að­in­um.

Poké­mon er hins vegar mun eldra hug­tak en snjall­sím­inn. Fyrir um 20 árum spil­uðu ung­menni og safn­arar með Poké­mon-­spil, og gera raunar enn. Poké­mon Go-­leik­ur­inn bætir við nýju lagi af raun­veru­leik­anum í þennan far­sæla leik.

Leik­ur­inn, hvort sem það er með spil­um, á Nin­tendo Game Boy-­leikja­tölvu eða í snjall­sím­an­um, hefur flesta þá hvata sem góður tölvu­leikur þarf til að vera ávana­bin­andi og kalla á meiri spil­un. Quat­ric Foundry, fyr­ir­tæki sem greinir tölvu­leiki og notkun þeirra, greinir þessa hvata sem: aðgerð­ir, félags­þátt­taka, leikni, ein­beit­ing, sköp­un­ar­gáfa og við­ur­kenn­ing fyrir afrek.

Þetta síð­asta hefur ein­stak­lega mikið að gera með vin­sældir leikja og ann­arra snjall­for­rita. Margir þekkja fryggð­ina sem fylgir því að ná settu skrefa­tak­marki á dag, hvort sem það er á þar til­gerðu arm­bandi eða í sér­stökum skrefa­mæli í snjall­sím­an­um. Það sama er með Poké­mon þar sem fólk er verð­launað fyrir að fara víða og safna skrímslum og hvað eina. Þetta má jafn­vel heim­færa á aðra úti­vist; hvers vegna förum við í fjall­göngur eða í golf nema til að ná ein­hverju tak­marki.

Höf­undur Poké­mon-hug­mynd­ar­inn­ar, Satoshi Tajiri, þótti til dæmis ofboðs­lega gaman að veiða skor­dýr þegar hann var ungur drengur í úthverfi Tokyo á sjö­unda og átt­unda ára­tugn­um. Það er raunar upp­runa Poké­mon að finna; í skor­dýra­veið­um.

Fram­tíð snjall­tækja­tölvu­leikja er spenn­andi því það þykir nær aug­ljóst að fleiri leikir fylgi for­dæmi Ingress og Poké­mon Go og noti alla tækni snjall­sím­anna í leik­inn. Ætli korta­teng­ing Poké­mon Go sé bara brella eða hugs­an­lega fram­tíðin í snjall­síma­tölvu­leikj­um? Slíkt verður tím­inn að fá að leiða í ljós.

Við þurfum á þínu framlagi að halda

Þú getur tekið beinan þátt í að halda úti öflugum fjölmiðli.

Við sem vinnum á ritstjórn Kjarnans viljum hvetja þig til að vera með okkur í liði og leggja okkar góða fjölmiðli til mánaðarlegt framlag svo við getum haldið áfram að vinna fyrir lesendur, fyrir fólkið í landinu.

Kjarninn varð níu ára í sumar. Þegar hann hóf að taka við frjálsum framlögum þá varð slagorðið „Frjáls fjölmiðill fyrir andvirði kaffibolla“ til og lesendur voru hvattir til að leggja fram í það minnsta upphæð eins kaffibolla á mánuði.

Mikið vatn hefur runnið til sjávar á þeim níu árum sem Kjarninn hefur lifað. Í huga okkar á Kjarnanum hefur þörfin fyrir fjölmiðla sem veita raunverulegt aðhald og taka hlutverk sitt alvarlega aukist til muna.

Við trúum því að Kjarninn skipti máli fyrir samfélagið.

Við trúum því að sjálfstæð og vönduð blaðamennska skipti máli.

Ef þú trúir því sama þá endilega hugsaðu hvort Kjarninn er ekki allavega nokkurra kaffibolla virði á mánuði.

Vertu með okkur í liði. Þitt framlag skiptir máli.

Ritstjórn Kjarnans: Sunna Ósk Logadóttir, Þórður Snær Júlíusson, Erla María Markúsdóttir, Arnar Þór Ingólfsson, Eyrún Magnúsdóttir og Grétar Þór Sigurðsson.


Já takk, ég vil styrkja Kjarnann!
Þorbjörn Guðmundsson
Er íslenska velferðarkerfið ekki lengur griðarstaður þeirra sem minnst hafa?
Kjarninn 11. janúar 2023
Takk fyrir og sjáumst á nýjum miðli á föstudag
Bréf frá ritstjóra Kjarnans vegna sameiningar við Stundina og þess að nýr framsækinn fréttamiðill verður til í lok viku.
Kjarninn 11. janúar 2023
Sverrir Albertsson
Vatn á myllu kölska
Kjarninn 11. janúar 2023
Lögreglumenn standa vörð um gröfurnar í námunni.
Berjast fyrir þorpi á barmi hengiflugs
Lítið þorp í Rínarlöndum Þýskalands er allt komið í eigu kolarisa. Fyrirtækið ætlar sér að mylja niður húsin og stækka kolanámu sína sem þegar þekur um 80 ferkílómetra. Þetta þykir mörgum skjóta skökku við í heimi sem berst við loftslagsbreytingar.
Kjarninn 10. janúar 2023
Arnþrúður Karlsdóttir, útvarpsstjóri Útvarps Sögu.
Útvarp Saga telur fjölmiðlastyrki skapa tortryggni og bjóða upp á frændhygli
Fjögur fjölmiðlafyrirtæki hafa til þessa skilað inn umsögnum um frumvarp Lilju Alfreðsdóttur menningar- og viðskiptaráðherra, sem mun að óbreyttu framlengja núverandi styrkjakerfi til fjölmiðla.
Kjarninn 10. janúar 2023
Sólveig Anna Jónsdóttir formaður Eflingar.
Viðræðum slitið og Efling undirbýr verkfallsaðgerðir
Samtök atvinnulífsins hafa hafnað gagntilboði Eflingar um skammtímakjarasamning, sem kvað á um meiri launahækkanir en SA hefur samið um við aðra hópa á almennum vinnumarkaði til þessa. Efling undirbýr nú verkfallsaðgerðir.
Kjarninn 10. janúar 2023
Palestínski fáninn á lofti í mótmælum í Reykjavík. Ísraelskri lögreglu hefur nú verið fyrirskipað að rífa fánann niður á almannafæri.
Fánabann og refsiaðgerðir í Palestínu í kjölfar niðurstöðu Sameinuðu þjóðanna
Degi eftir að ný ríkisstjórn tók við völdum í Ísrael samþykkti allsherjarþing Sþ að fela Alþjóðadómstólnum í Haag að meta lögmæti hernáms Ísraelsríkis á Vesturbakkanum. Síðan þá hefur stjórnin gripið til refsiaðgerða og nú síðast fánabanns.
Kjarninn 10. janúar 2023
Gríðarlega mikil dæling á sandi á sér stað í Landeyjahöfn á hverju ári. Markarfljótið ber hundruð þúsunda tonna af jarðefnum út í sjó og það á til að safnast upp í mynni hafnarinnar.
Vilja sjúga sand af hafsbotni í stórum stíl og flytja út
Eftirspurn eftir íslenskum jarðefnum er gríðarleg ef marka má framkomin áform erlendra stórfyrirtækja um nýtingu þeirra. Vinsældir hafnarinnar í Þorlákshöfn eru samhliða mjög miklar.
Kjarninn 10. janúar 2023
Meira eftir höfundinnBirgir Þór Harðarson
Meira úr sama flokkiFréttaskýringar
None