Pokémon Go er viðhengi við raunveruleikann og höfðar til frumeiginleika mannsins

Pokémon Go er svo vinsæll tölvuleikur að vefþjónar leiksins höndla ekki alla þá sem vilja spila.

Pokémon-æði hefur gripið um sig í heiminum.
Pokémon-æði hefur gripið um sig í heiminum.
Auglýsing

„Venusaur, Chariz­ard, Bla­stoise, Pikachu og fleiri Poké­mon-skrímsli hafa fund­ist á jörð­u.“ Svona er hinn geysi­vin­sæli Poké­mon Go-­leikur kynntur á App­Stor­e-verslun Apple í snjall­símun­um. Leik­ur­inn er orð­inn að eins­konar „költi“ og það er ekki í fyrsta sinn sem Poké­mon nær slíkum vin­sæld­um. Risa stór mót eru haldin á fólkvöngum og fátt annað virð­ist kom­ast að í umfjöllun fjöl­miðla, nema þá kannski stöku valda­rán og hvíta­birn­ir.

Leik­ur­inn kom út í Banda­ríkj­un­um, Ástr­alíu og Nýja Sjá­landi 5. júlí síð­ast­lið­inn og varð strax feyki­vin­sæll; svo vin­sæll raunar að vef­þjón­arnir sem hýsa leik­inn höfðu ekki undan umferð­inni svo ákveðið var að fresta útgáfu leiks­ins í Evr­ópu og víð­ar. Leik­ur­inn hafði verið sóttur 7,5 milljón sinnum 11. júlí og spil­arar skráðu sig inn í að með­al­tali 43 mín­útur á dag.

Leik­ur­inn varð svo aðgengi­legur í íslenskum app­versl­unum rétt fyrir helgi. Blaða­manni Kjarn­ans hefur hins vegar ekki tek­ist að prófa leik­inn því enn anna vef­þjón­arnir ekki umferð.

Auglýsing

Það kemur ekki að sök hér, enda hefur verið nóg rætt um gang leiks­ins og hvernig ung­menni virð­ast ráfa stjórn­laust um allt í leit að Poké­mon-skrímslum til að veiða. Skrímslin birt­ast á skjánum hjá þeim sem veið­ir. Veiði­menn­irnir hafa þá þegar fundið þau á korti og þurfa að leita leiða til að kom­ast að felu­stað skríms­is­ins.

Raun­veru­leika­við­hengi

Leik­ur­inn er þess vegna eins konar við­bót við raun­veru­leik­ann og snjall­sím­inn orð­inn að glugga inn í ver­öld sem við sjáum ekki með berum aug­um. Niantic, fyr­ir­tækið sem fram­leiðir leik­inn, hefur áður feng­ist við svipað við­fangs­efni í snjall­síma­leiknum Ingress sem kom út árið 2013. Í þeim leik virð­ast yfir­nátt­úr­legir hlutir hafa gerst á jörð­inni og er það hlut­verk spilar­ans að púsla saman vís­bend­ingum og kom­ast að leynd­ar­dóm­in­um.

Niantic varð til sem nýsköp­un­ar­deild innan Google árið 2010. Þá hafði John Hanke, yfir­maður í korta­deild hug­bún­að­ar­risans, lýst áhuga sínum á að róa á önnur mið og halda áfram að búa til nýja hluti. Í stað þess að missa Hanke úr fyr­ir­tæk­inu var ákveðið að búa til nýja deild í kringum hann þar sem hann gæti sinnt hugð­ar­efnum sínum og búið til nýjar vörur með mátt Google á bak við sig. 

„Ég er búinn að gera allt sem hægt er til að stilla þessu upp eins og nýsköp­un­ar­fyr­ir­tæki,“ sagði Hanke í við­tali við Fastcompany.com árið 2013 um það leyti sem Ingress kom fyrst út. Það sem var óvana­legt við þetta nýsköp­un­ar­verk­efni innan stór­fyr­ir­tækis var að honum var frjálst að gera hvað sem honum lang­aði, án þess að það væri tengt þeim vörum sem Google þurfti til að halda sínum stalli í tækni­heim­in­um.

Þetta sprota­fyr­ir­tæki innan Google byrj­aði þess vegna án vöru. Hanke hafði ein­ungis hug­mynd um hvað honum lang­aði að gera. Fyrst urðu til verk­efni sem byggðu á korta­grunni Goog­le, kannski eðli­lega miðað við fyrra starf Hanke sem yfir­maður korta­deild­ar­inn­ar. Field Trip-appið lét ferða­langa vita þegar þeir fóru fram­hjá merki­legum stöðum eða kenni­leitum og birti á skjánum fróð­leik um það sem fyrir augum bar.

„Leið­ar­vísir­inn þinn að töff, földum og ein­stökum hlutum í heim­inum umhverfis þig,“ segir ein­hver­staðar í kynn­ing­ar­efni fyrir Field Trip. Gögnin sem hver not­andi bjó til í því appi urðu á end­anum mik­il­væg fyrir Google til að full­komna kortin á Google Maps og til að læra á göngu­hegðun fólks.

En þegar eign­ar­hald Google var end­ur­skipu­lagt undir nafn­inu Alp­habet í sept­em­ber árið 2015 fékk Niantic sjálf­stæði frá skap­ara sín­um. Stuttu síðar var komin stór fjár­fest­ing frá Goog­le, Nin­tendo og The Poké­mon Company svo Niantic gæti haldið áfram að þróa raun­veru­leika­við­hengið sitt.

Hvað er málið með Poké­mon?

Fjár­fest­ingin nam 30 millj­ónum doll­ara, eða því sem nemur rúm­lega 3,7 millj­örðum íslenskra króna. Til sam­an­burðar hefur íslenska sprota­fyr­ir­tækið Plain Vanilla fengið ríf­lega fjög­urra millj­arða króna í fjár­fest­ingar frá stofnun fyr­ir­tæk­is­ins. Leik­ur­inn er frír í app­versl­unum en not­endum býðst að eyða pen­ingum í app­inu með því að kaupa sér PokéCoins, eins­konar spila­pen­inga, sem gjald­gengir eru í leikn­um.

Leik­ur­inn er þegar far­inn að hafa áhrif á hluta­bréfa­verð eig­enda leiks­ins. Jap­anski tölvu­leikja­fram­leið­and­inn Nin­tendo á 32 pró­sent hlut í verk­efn­inu en hluta­bréfa­verðið hefur hækkað um 49 pró­sent síðan leik­ur­inn kom út. Nin­tendo hefur átt erfitt upp­dráttar und­an­farin ár eftir að snjall­síma­leikir náðu yfir­hönd­inni á tölvu­leikja­mark­að­in­um.

Poké­mon er hins vegar mun eldra hug­tak en snjall­sím­inn. Fyrir um 20 árum spil­uðu ung­menni og safn­arar með Poké­mon-­spil, og gera raunar enn. Poké­mon Go-­leik­ur­inn bætir við nýju lagi af raun­veru­leik­anum í þennan far­sæla leik.

Leik­ur­inn, hvort sem það er með spil­um, á Nin­tendo Game Boy-­leikja­tölvu eða í snjall­sím­an­um, hefur flesta þá hvata sem góður tölvu­leikur þarf til að vera ávana­bin­andi og kalla á meiri spil­un. Quat­ric Foundry, fyr­ir­tæki sem greinir tölvu­leiki og notkun þeirra, greinir þessa hvata sem: aðgerð­ir, félags­þátt­taka, leikni, ein­beit­ing, sköp­un­ar­gáfa og við­ur­kenn­ing fyrir afrek.

Þetta síð­asta hefur ein­stak­lega mikið að gera með vin­sældir leikja og ann­arra snjall­for­rita. Margir þekkja fryggð­ina sem fylgir því að ná settu skrefa­tak­marki á dag, hvort sem það er á þar til­gerðu arm­bandi eða í sér­stökum skrefa­mæli í snjall­sím­an­um. Það sama er með Poké­mon þar sem fólk er verð­launað fyrir að fara víða og safna skrímslum og hvað eina. Þetta má jafn­vel heim­færa á aðra úti­vist; hvers vegna förum við í fjall­göngur eða í golf nema til að ná ein­hverju tak­marki.

Höf­undur Poké­mon-hug­mynd­ar­inn­ar, Satoshi Tajiri, þótti til dæmis ofboðs­lega gaman að veiða skor­dýr þegar hann var ungur drengur í úthverfi Tokyo á sjö­unda og átt­unda ára­tugn­um. Það er raunar upp­runa Poké­mon að finna; í skor­dýra­veið­um.

Fram­tíð snjall­tækja­tölvu­leikja er spenn­andi því það þykir nær aug­ljóst að fleiri leikir fylgi for­dæmi Ingress og Poké­mon Go og noti alla tækni snjall­sím­anna í leik­inn. Ætli korta­teng­ing Poké­mon Go sé bara brella eða hugs­an­lega fram­tíðin í snjall­síma­tölvu­leikj­um? Slíkt verður tím­inn að fá að leiða í ljós.

Vilt þú vera með?

Frjálsir, hugrakkir fjölmiðlar eru ómetanlegir en ekki ókeypis. Kjarninn reiðir sig á framlög lesenda og með því að styrkja Kjarnann mánaðarlega tekur þú þátt í að halda úti öflugum fjölmiðli.

Kjarninn hefur verið til taks fyrir kröfuharða lesendur í sjö ár og við ætlum að standa vaktina áfram og bjóða almenningi upp á vandaða umfjöllun þar sem áhersla er á gæði og dýpt.  

Fyrir þá lesendur sem nú þegar eru stoltir styrkjendur Kjarnans þá leyfum við okkur að benda á að hægt er að óska eftir að hækka styrkinn með því að senda póst á takk@kjarninn.is


Já takk, ég vil styrkja Kjarnann!
Dagur B. Eggertsson borgarstjóri Reykjavíkur.
Eftirlitsaðilar fái heimildir til að skoða leiguhúsnæði
„Það sem maður situr svolítið eftir með í kjölfar brunans á Bræðraborgarstíg er að þar sem um íbúðarhúsnæði var að ræða er ábyrgðin [á eldvörnum] samkvæmt lögum og reglugerðum fyrst og fremst eigandans,“ segir Dagur B. Eggertsson borgarstjóri.
Kjarninn 29. nóvember 2020
Schengen-samstarfið hefur átt undir högg að sækja vegna veirufaraldursins. Víða hefur innri landamærum svæðisins verið lokað. Þessi mynd er frá pólska landamærabænum Cieszyn í sumar, þar sem landamæralokun Tékka var mótmælt.
Sótt að Schengen
Árið 2020 hefur tekið á Schengen-samstarfið. Landamæralokanir vegna faraldursins, flóttamannamál og hryðjuverkaárásir hafa vakið upp spurningar um hvaða stefna skuli mörkuð og líklegt er að samstarfið taki einhverjum breytingum.
Kjarninn 29. nóvember 2020
Mette Frederiksen forsætisráðherra komst við er hún ræddi við fjölmiðla eftir að hafa heimsótt minkabú í síðustu viku og rætt við bændur sem höfðu misst frá sér ævistarfið.
Minkaklúðrið
Danska ríkisstjórnin hefur sætt mikilli gagnrýni vegna minkamálsins svonefnda, þar sem margt hefur farið úrskeiðis. Nú síðast þegar ekki var fylgt tilmælum varðandi urðun hræjanna. Algjört klúður í eitt og allt segja danskir fjölmiðlar.
Kjarninn 29. nóvember 2020
Fimm manns sem voru gestkomandi á heimili Víðis og eiginkonu hans síðasta laugardag eru smituð af kórónuveirunni.
Ellefu urðu útsett fyrir smiti á heimili Víðis
Auk Víðis Reynissonar yfirlögregluþjóns og eiginkonu hans eru fimm manns í nærumhverfi hjónanna, sem voru gestkomandi á heimili þeirra síðasta laugardag, smituð af kórónuveirunni. Víðir segir hjónin hafa verið verulega slöpp í gær, en skárri í dag.
Kjarninn 28. nóvember 2020
Fréttaþættirnir Heimskviður verða ekki á dagskrá RÚV á nýju ári.
Heimskviður hverfa af dagskrá Rásar 1
Gera þarf breytingar á dagskrá Rásar 1 vegna hagræðingaraðgerða hjá Ríkisútvarpinu. Ein þeirra er sú að Heimskviður, fréttaskýringarþáttur um erlend málefni, verður ekki lengur á dagskrá á nýju ári. Einnig mun þurfa að endurflytja meira efni.
Kjarninn 28. nóvember 2020
Hallgrímur Hróðmarsson
Hver er hann þessi sem gengur alltaf með veggjum?
Kjarninn 28. nóvember 2020
Gylfi Zoega, hagfræðiprófessor við Háskóla Íslands
Gylfi ver ummæli Tinnu um landamæraskimanir
Prófessor í hagfræði útskýrir hagfræðilegu rökin fyrir því að skylda komufarþega að fara í skimun á landamærunum og láta þá borga hátt gjald fyrir það í nýjasta tölublaði Vísbendingar.
Kjarninn 28. nóvember 2020
Svandís Svavarsdóttir, heilbrigðisráðherra.
Margir héldu að málið væri í höfn – en svo er ekki
Heilbrigðisráðherra segir að liggja verði ljóst fyrir hversu miklum peningum verði ráðstafað í samning við sjálfstætt starfandi sálfræðinga áður en hann verður gerður til þess að fjármunum verði varið með sem bestum hætti.
Kjarninn 28. nóvember 2020
Meira eftir höfundinnBirgir Þór Harðarson
Meira úr sama flokkiFréttaskýringar
None