Kötturinn Larry óvæntasta stjarna Brexit

Miklar hræringar hafa verið í breskum stjórnmálum eftir Brexit. Kötturinn Larry er óvæntasta stjarna þeirra hræringa, en hann verður áfram í forsætisráðuneytinu þrátt fyrir að skipt hafi verið um ráðherra.

Kötturinn Larry er víðfrægur, enda vanur að ganga um fyrir utan heimili sitt í Downingstræti, þar sem fjölmiðlar eru mjög reglulegir gestir.
Kötturinn Larry er víðfrægur, enda vanur að ganga um fyrir utan heimili sitt í Downingstræti, þar sem fjölmiðlar eru mjög reglulegir gestir.
Auglýsing

Óvæntasta stjarna umbreyt­ing­anna í breskum stjórn­málum í síð­ustu viku var lík­lega kött­ur­inn Larry. Larry er heim­il­is­kött­ur­inn í Down­ing-­stræti 10, þar sem for­sæt­is­ráð­herra Bret­lands hverju sinni heldur til. Mikið var fjallað um bless­aðan kött­inn og það hvort hann myndi flytja burt með David Cameron og fjöl­skyldu hans þegar þau yfir­gáfu svæðið um miðja viku. Fljótt var til­kynnt að svo yrði ekki, Larry er ekki eign Cameron fjöl­skyld­unnar heldur emb­ætt­is­manna og þurfti því ekki að flytja burt þótt Ther­esa May og eig­in­maður hennar Philip flyttu inn. Sem dæmi um frægð katt­ar­ins not­aði Cameron meira að segja tíma í síð­asta spurn­inga­tíma sínum sem for­sæt­is­ráð­herra til að ræða kött­inn.

Feng­inn sem yfir­músa­veið­ari 

Kött­ur­inn hefur öðl­ast frægð frá því að hann kom í Down­ing-­stræti árið 2011. Hann heldur reglu­lega til fyrir utan húsið við Down­ing-­stræti, þar sem fjöl­miðlar eru mjög reglu­legir gest­ir, og hann hefur vakið þar athygli og glatt við­stadda. Eins og sjá má hér að neðan tók hann reglu­lega á móti og kvaddi með­limi rík­is­stjórn­ar­innar þegar þeir komu á rík­is­stjórn­ar­fundi að heim­ili hans. 

Larry kveður þáverandi varnarmálaráðherra og núverandi fjármálaráðherrann Philip Hammond að loknum ríkisstjórnarfundi árið 2013. Mynd: EPA

Auglýsing

Larry kom til for­sæt­is­ráðu­neyt­is­ins árið 2011, sem fyrr seg­ir, og var þá fjög­urra ára gam­all fyrrum villi­kött­ur. Hann var feng­inn þangað eftir að rottur sáust í og við hús­ið, meðal ann­ars í frétt­um. Hann var í dýra­at­hvarf­inu Batt­er­sea Dogs & Cats Home og athvarfið mælti með honum vegna hæfi­leika hans við músa­veið­ar. 

Larry fékk opin­bera tit­il­inn Chief Mouser, eða yfir­maður músa­veiða, og um hann er fjallað sem slíkan á vef­síðu for­sæt­is­ráðu­neyt­is­ins. Þar er hann sagður fyrsti kött­ur­inn í Down­ing-­stræti 10 til þess að hljóta þennan titil form­lega. 

Hins vegar er mjög löng hefð fyrir því að kettir sinni þessu hlut­verki fyrir rík­is­stjórn eða ráð­herra, enda músa- og rottu­gangur algengur í gömlum og oft lélegum húsum Bret­lands. Það er sagt að kettir hafi fylgt stjórn­völdum allt frá tímum Hin­riks átt­unda. Opin­ber gögn frá árinu 1929 sýna að þá hafi verið gefið leyfi fyrir því að verja smárri upp­hæð í uppi­hald á ketti. Larry er hins vegar ekki á fjár­lög­um, heldur hafa starfs­menn for­sæt­is­ráðu­neyt­is­ins borið ábyrgð á uppi­haldi hans. Hann fær hins vegar sendar gjafir og mat upp á nán­ast hvern dag eftir að hann öðl­að­ist frægð. 

Löng saga músa­veið­ara

Þrír aðrir kettir munu hafa fengið opin­bera tit­il­inn yfir­maður músa­veiða í rík­is­stjórn­inni. Þeir hétu og heita Hump­hrey, Sybil og Freya. Hump­hrey var í for­sæt­is­ráðu­neyt­inu frá 1989 til 1997 og starf­aði undir for­sæti Mar­grétar Thatcher, John Major og Tony Bla­ir. Sagan segir að Cherie Blair hafi ekki kunnað að meta ketti og því hafi Hump­hrey verið settur á eft­ir­laun aðeins hálfu ári eftir að Bla­ir-hjónin fluttu inn í Down­ing-­stræti 10. Þess var meira að segja kraf­ist að stjórn­völd sönn­uðu að hann hefði ekki verið svæfð­ur. Og þá var því einnig vísað á bug að Cherie væri illa við kett­i. 

Sybil var köttur Alistair Dar­l­ing og fjöl­skyldu hans, og var fluttur í Down­ing-­stræti 11 þegar Alistair Dar­l­ing var fjár­mála­ráð­herra. Þegar Sybil kom í Down­ing-­stræti árið 2006 hafði eng­inn köttur verið þar frá því að Bla­ir-hjónin los­uðu sig við Hump­hrey. Sybil festi hins vegar aldrei rætur í London og flutti aftur til Skotlands árið 2009. Freya kom til Down­ing-­strætis með næsta fjár­mála­ráð­herra, George Osborne, og fjöl­skyldu hans. Hún og Larry eld­uðu víst grátt silfur sam­an, enda að sinna sama starf­inu um tíma. Það voru sagðar fréttir af því árið 2012 að Larry hefði verið rek­inn sökum lélegrar frammi­stöðu, en svo var víst ekki. Freya flutti hins vegar burt árið 2014 og skildi Larry eft­ir. 

Not­aði síð­asta spurn­inga­tím­ann til að sanna ást á Larry 

Cameron mætti í síð­asta sinn í spurn­inga­tíma for­sæt­is­ráð­herra, sem for­sæt­is­ráð­herra, á mið­viku­dag­inn. Það var hans síð­asta verk áður en hann fór á fund drottn­ingar og sagði af sér. Í þessum síð­asta spurn­inga­tíma ákvað hann að tala um Larry. „Slúðrið er að ég elski ekki Larry. Það geri ég. Og ég hef mynd­ræna sönnun fyrir  því,“ sagði hann við þingið og veif­aði mynd af sér að klappa kett­in­um. Hann setti mynd­ina einnig á Twitt­er, eins og sjá má hér að ofan.

Hann sagði að því miður gæti hann ekki tekið Larry með sér. „Hann til­heyrir hús­inu, og starfs­fólkið elskar hann mjög mik­ið, rétt eins og ég.“ 

Skiptir Kjarninn þig máli?

Kjarninn reiðir sig á framlög lesenda. Með því að styrkja Kjarnann mánaðarlega tekur þú þátt í að halda úti öflugum fjölmiðli.

Við erum til staðar fyrir lesendur og fjöllum um það sem skiptir máli.

Ef Kjarninn skiptir þig máli þá máttu endilega vera með okkur í liði.

Já takk, ég vil styrkja Kjarnann!
Mikið var látið með HBO Max þegar streymisþjónustan var kynnt til leiks vorið 2020 og hún auglýst gríðarlega.
Bylting á HBO Max veldur því að veitan kemur seinna til Íslands og efnisframboð minnkar
Bið Íslendinga eftir HBO Max mun lengjast um rúm tvö ár. Ástæðan er sameining móðurfélags HBO við fjölmiðlarisann Discovery. Ný stjórn er í brúnni og allt virðist vera gert til að spara pening.
Kjarninn 14. ágúst 2022
Kristjanía er eins konar undraland í miðri Kaupmannahöfn.
Kristjaníubúar fá tilboð
Danska ríkið hefur gert íbúum Kristjaníu tilboð sem felur í sér umtalsverðar breytingar frá núverandi skipulagi. Íbúum „fríríkisins“ myndi fjölga talsvert ef breytingarnar ganga eftir. Samningaviðræður milli íbúanna og ríkisins standa yfir.
Kjarninn 14. ágúst 2022
Fjármálaeftirlit Seðlabanka Íslands birti samkomulag um sátt við FX Iceland í liðinni viku.
Fékk 2,7 milljóna króna sekt fyrir margháttuð og alvarleg brot á peningaþvættislögum
Annmarkar voru á flestum þáttum starfsemi gjaldeyrisskiptamiðstöðvar sem hóf starfsemi snemma árs 2020. Fyrirtækið stundaði meðal annars áfram viðskipti við aðila eftir að peningaþvættiseftirlitið hafði sent tilkynningu um grunsamleg viðskipti þeirra.
Kjarninn 13. ágúst 2022
Um er að ræða enn eitt skrefið í margþættri rannsókn á tilraunum Trump til þess að halda völdum.
Geymdi háleynileg gögn heima hjá sér
Meðal þess sem alríkislögreglan lagði hald á í húsleit á heimili Donalds Trump voru háleynileg gögn sem ekki má opna nema undir öryggisgæslu innan ríkisstofnana Bandaríkjanna.
Kjarninn 13. ágúst 2022
Flest þeirra starfa sem orðið hafa til síðustu mánuði eru í ferðaþjónustu.
Færri atvinnulausir en fleiri fastir í langtímaatvinnuleysi
Í febrúar 2020, þegar atvinnulífið var enn að glíma við afleiðingar af gjaldþroti WOW air og loðnubrest, voru 21 prósent allra atvinnulausra flokkaðir langtímaatvinnulausir. Nú er það hlutfall 38 prósent.
Kjarninn 13. ágúst 2022
Eggert Þór Kristófersson.
Eggert kominn með nýtt forstjórastarf tæpum tveimur vikum eftir að hann hætti hjá Festi
Fyrrverandi forstjóri Festi hefur verið ráðinn til að stýra stóru landeldisfyrirtæki á Suðurlandi sem er í þriðjungseigu Stoða. Hann fékk fimmtánföld mánaðarlaun greidd út við starfslok hjá Festi.
Kjarninn 13. ágúst 2022
Jimmie Åkesson, formaður Svíþjóðardemókratanna.
Gömlu blokkirnar brotna í breyttu pólitísku landslagi
Innreið öfgahægriflokks Svíþjóðardemókrata inn í meginstraum sænskra stjórnmála hefur verið áberandi undanfarið á sama tíma og glæpatíðni vex. Lengi neituðu allir aðrir flokkar að vinna með Svíþjóðardemókrötum – þar til á síðasta ári.
Kjarninn 13. ágúst 2022
Sæbrautarstokkurinn á að verða um kílómeterslangur.
Umhverfisstofnun telur að skoða eigi að grafa jarðgöng í stað Sæbrautarstokks
Á meðal umsagnaraðila um matsáætlun vegna Sæbrautarstokks voru Umhverfisstofnun, sem vill skoða gerð jarðganga á svæðinu í stað stokks og Veitur, sem segja að veitnamál muni hafa mikil áhrif á íbúa á framkvæmdatíma.
Kjarninn 13. ágúst 2022
Meira eftir höfundinnÞórunn Elísabet Bogadóttir
Meira úr sama flokkiFréttaskýringar
None