Sóttvarnarlæknir gefur út nýjar leiðbeiningar vegna zíkaveiru

Eitrað í skólastofu í Venezúela vegna zíkaveirunnar.
Eitrað í skólastofu í Venezúela vegna zíkaveirunnar.
Auglýsing

Zík­a­veiran virð­ist ekki ætla að verða eins mikið áhyggju­efni á Ólymp­íu­leik­unum í Bras­ilíu eins og ótt­ast var í fyrstu. Ekki hefur ræst úr verstu spám hvað varðar far­ald­ur­inn og sökum veð­ur­fars smit­ast nú mun færri heldur en í jan­ú­ar, þegar það var sem heit­ast í Bras­il­íu. Sjúk­dóma­varn­ar­stofnun Banda­ríkj­anna mælist þó til þess að allar ófrískar konur sem hafa ferð­ast til Bras­ilíu láti skoða sig þegar þær snúa heim.

Árs­tíða­bundið ástand

Gunnar Jóhanns­son læknir sagði í Morg­un­út­varp­inu á Rás 2 í gær­morgun að moskítófl­ug­urn­ar, sem eru aðal­-smit­ber­arn­ir, séu mjög árs­tíð­ar­bundnar og því sé staðan ekki eins slæm og ótt­ast var í fyrst­u. 

„Nú er vetur í Suður Amer­íku og ekki eins mik­ill raki, en þá eru færri moskítófl­ugur á sveimi heldur en í heit­ustu mán­uð­un­um,“ sagði Gunn­ar. „Sem dæmi má nefna að í jan­úar smit­uð­ust um 2.000 manns í Rio de Jan­eiro en í síð­asta mán­uði komu 200 ný smit fram.“

Auglýsing

Smit í 65 löndum

Sótt­varn­ar­læknir gaf út upp­færðar leið­bein­ingar vegna zík­a­veirunnar í gær. Þar segir að í byrjun ágúst­mán­aðar 2016 hafi verið vitað um zika­veirusmit með moskítóflugum í alls 65 lönd­um. Þar af var 51 land þar sem smit zík­a­veiru með moskítóflugum varð fyrst vart á árinu 2015. Flest smit hafa orðið í mið og Suð­ur­-Am­er­íku. Í lok júlí varð í fyrsta sinn vart við smit zík­a­veiru með moskítóflugum í Banda­ríkj­un­um, því í byrjun ágúst­mán­aðar höfðu alls 14 manns smit­ast á afmörk­uðu svæði í Miami, Florida. Talið er að rekja megi smitið í Miami aftur til 15. júní á þessu ári.  

Algeng­asta smit­leið zík­a­veirunnar í menn er með biti moskítóflugna. Sýk­ingin getur líka borist frá móður til fóst­urs, með blóð­gjöf og með kyn­mök­um. Lif­andi zík­a­veira hefur fund­ist í sæði í allt að 24 daga frá upp­hafi ein­kenna zík­a­veiru­sýk­ing­ar. 

Fyrsta smit í manni árið 1952

Veiran greind­ist fyrst í apa í Úganda árið 1947. Fyrsta til­­­fellið sem greind­ist í manni var árið 1952. Síðan hafa flest til­­­felli greinst í Afr­íku, Suð­austur Asíu og á Kyrra­hafs­eyj­unum þar til far­ald­­ur­inn braust út í Bras­­ilíu árið 2015.

Talið er að veiran valdi svoköll­uðu höf­uðs­­mæð­­ar­heil­­kenni hjá fóstrum ef barns­haf­andi konur eru smit­að­­ar. Heil­­kennið er alvar­­legur fæð­ing­­ar­­kalli hjá nýbur­­um. Alþjóða­heil­brigð­is­­mála­­stofn­unin telur að veiran hafi valdið um 4.000 til­­vikum þess í Bras­­ilíu árið 2015, sam­an­­borið við 147 til­­vik 2014. 

Fjöl­skyldan átt­aði sig á tengsl­unum

Gunnar sagði í Morg­un­út­varp­inu frá til­urð þess­arar kenn­ing­ar. Hún kom til þegar brasil­ísk fjöl­skylda, sem sam­an­stóð af barna­tauga­lækn­um, fór að skoða mál­ið. Móð­ir­in, dóttir og son­ur­inn voru öll barna­tauga­læknar og ráku sínar stof­ur. 

„Móð­irin fór að taka eftir því að mörg til­felli höf­uðs­mæð­ar­heil­kennis komu á stof­una til henn­ar. Hún spurði dóttur sína hvort hún tæki eftir þessu á stof­unni sinni, sem hún gerði. Bróð­ir­inn sagði það sama. Í kjöl­farið sendu þau út til­kynn­ingu til heil­brigð­is­yf­ir­valda sem hófu skimun og þá kom í ljós að marg­fallt fleiri til­felli voru að grein­ast og mæður barn­anna höfðu smit­ast áður af zík­a­veirunn­i,“ sagði Gunn­ar. Tengsl zík­a­veirunnar og höf­uðs­mæð­ar­heil­kennis hafa þó ekki verið sönn­uð, þó að lík­indin séu tölu­verð. 

Nota smokk alla með­göng­una

Sótt­varn­ar­læknir beinir því til karl­manna sem hafa verið á svæðum þar sem zík­a­veiran er og eiga kyn­mök við barns­haf­andi konu, að nota smokk þar til með­göngu er lok­ið. Þeir sem hafa dvalið á svæð­inu geta komið í veg fyrir að smita aðra með því að nota smokka. Mælt er með notkun smokka í átta vik­ur, ef ein­stak­ling­ur­inn hefur ekki haft ein­kenni zík­a­veiru sýk­ing­ar, en í sex mán­uði ef við­kom­andi hefur fengið ein­kenni zík­a­veiru.

Amazon lagði inn pöntun fyrir 100 þúsund rafmagns sendibíla
Nýsköpunarfyrirtækið Rivian sem er með höfuðstöðvar í Michigan er heldur betur að hrista upp í sendibílamarkaðnum.
Kjarninn 19. september 2019
Jón Steindór Valdimarsson, þingmaður Viðreisnar, er fyrsti flutningsmaður frumvarpsins.
Þingmenn fjögurra flokka fara fram á fullan aðskilnað ríkis og kirkju
Lögð hefur verið fram þingsályktunartillaga um að frumvarp um aðskilnað ríkis og kirkju verði lagt fram snemma árs 2021 og að sá aðskilnaður verði gengin í gegn í síðasta lagi 2034.
Kjarninn 19. september 2019
Guðmundur Ingi Guðbrandsson
Hamfarahlýnun – gripið til mikilvægra aðgerða
Kjarninn 19. september 2019
Að jafnaði eru konur líklegri en karlar til að gegna fleiri en einu starfi.
Talsvert fleiri í tveimur eða fleiri störfum hér á landi
Mun hærra hlutfall starfandi fólks gegna tveimur eða fleiri störfum hér á landi en í öðrum Evrópuríkjum. Þá vinna fleiri Íslendingar langar vinnuvikur eða tæp 18 prósent.
Kjarninn 19. september 2019
Árni Pétur Jónsson, forstjóri Skeljungs, stýrði áður Basko.
Skeljungur fær undanþágu vegna kaupa á Basko
Samkeppniseftirlitið hefur heimilað samruna Skeljungs og Basko með skilyrðum. Kaupverðið er 30 milljónir króna og yfirtaka skulda.
Kjarninn 19. september 2019
Sigmundur Davíð Gunnlaugsson, formaður Miðflokksins.
„Við getum ekki brugðist við með því að reyna að lifa eins og í sænskri hippakommúnu“
Formaður Miðflokksins segir að leyfa verði vísindum að leysa loftslagsvandann í stað þess að bregðast við með því að reyna að lifa eins og í sænskri hippakommúnu.
Kjarninn 19. september 2019
Rannveig Sigurðardóttir og Unnur Gunnarsdóttir
Unnur og Rannveig skipaðar varaseðlabankastjórar
Núverandi aðstoðarseðlabankastjóri og forstjóri Fjármálaeftirlitsins hafa nú verið formlega fluttar í starf varaseðlabankastjóra af forsætisráðherra og fjármála- og efnahagsráðherra. Þær hefja störf í janúar á næsta ári.
Kjarninn 19. september 2019
Nonnabiti lokar eftir 27 ár
„Allt á baconbát?“ hefur heyrst í síðasta sinn í Hafnarstrætinu. Nonnabita hefur verið lokað og svangir næturlífsfarar verða að finna sér nýjan stað til að takast á við svengdina í framtíðinni.
Kjarninn 19. september 2019
Meira eftir höfundinnSunna Valgerðardóttir
Meira úr sama flokkiFréttaskýringar
None