Sóttvarnarlæknir gefur út nýjar leiðbeiningar vegna zíkaveiru

Eitrað í skólastofu í Venezúela vegna zíkaveirunnar.
Eitrað í skólastofu í Venezúela vegna zíkaveirunnar.
Auglýsing

Zík­a­veiran virð­ist ekki ætla að verða eins mikið áhyggju­efni á Ólymp­íu­leik­unum í Bras­ilíu eins og ótt­ast var í fyrstu. Ekki hefur ræst úr verstu spám hvað varðar far­ald­ur­inn og sökum veð­ur­fars smit­ast nú mun færri heldur en í jan­ú­ar, þegar það var sem heit­ast í Bras­il­íu. Sjúk­dóma­varn­ar­stofnun Banda­ríkj­anna mælist þó til þess að allar ófrískar konur sem hafa ferð­ast til Bras­ilíu láti skoða sig þegar þær snúa heim.

Árs­tíða­bundið ástand

Gunnar Jóhanns­son læknir sagði í Morg­un­út­varp­inu á Rás 2 í gær­morgun að moskítófl­ug­urn­ar, sem eru aðal­-smit­ber­arn­ir, séu mjög árs­tíð­ar­bundnar og því sé staðan ekki eins slæm og ótt­ast var í fyrst­u. 

„Nú er vetur í Suður Amer­íku og ekki eins mik­ill raki, en þá eru færri moskítófl­ugur á sveimi heldur en í heit­ustu mán­uð­un­um,“ sagði Gunn­ar. „Sem dæmi má nefna að í jan­úar smit­uð­ust um 2.000 manns í Rio de Jan­eiro en í síð­asta mán­uði komu 200 ný smit fram.“

Auglýsing

Smit í 65 löndum

Sótt­varn­ar­læknir gaf út upp­færðar leið­bein­ingar vegna zík­a­veirunnar í gær. Þar segir að í byrjun ágúst­mán­aðar 2016 hafi verið vitað um zika­veirusmit með moskítóflugum í alls 65 lönd­um. Þar af var 51 land þar sem smit zík­a­veiru með moskítóflugum varð fyrst vart á árinu 2015. Flest smit hafa orðið í mið og Suð­ur­-Am­er­íku. Í lok júlí varð í fyrsta sinn vart við smit zík­a­veiru með moskítóflugum í Banda­ríkj­un­um, því í byrjun ágúst­mán­aðar höfðu alls 14 manns smit­ast á afmörk­uðu svæði í Miami, Florida. Talið er að rekja megi smitið í Miami aftur til 15. júní á þessu ári.  

Algeng­asta smit­leið zík­a­veirunnar í menn er með biti moskítóflugna. Sýk­ingin getur líka borist frá móður til fóst­urs, með blóð­gjöf og með kyn­mök­um. Lif­andi zík­a­veira hefur fund­ist í sæði í allt að 24 daga frá upp­hafi ein­kenna zík­a­veiru­sýk­ing­ar. 

Fyrsta smit í manni árið 1952

Veiran greind­ist fyrst í apa í Úganda árið 1947. Fyrsta til­­­fellið sem greind­ist í manni var árið 1952. Síðan hafa flest til­­­felli greinst í Afr­íku, Suð­austur Asíu og á Kyrra­hafs­eyj­unum þar til far­ald­­ur­inn braust út í Bras­­ilíu árið 2015.

Talið er að veiran valdi svoköll­uðu höf­uðs­­mæð­­ar­heil­­kenni hjá fóstrum ef barns­haf­andi konur eru smit­að­­ar. Heil­­kennið er alvar­­legur fæð­ing­­ar­­kalli hjá nýbur­­um. Alþjóða­heil­brigð­is­­mála­­stofn­unin telur að veiran hafi valdið um 4.000 til­­vikum þess í Bras­­ilíu árið 2015, sam­an­­borið við 147 til­­vik 2014. 

Fjöl­skyldan átt­aði sig á tengsl­unum

Gunnar sagði í Morg­un­út­varp­inu frá til­urð þess­arar kenn­ing­ar. Hún kom til þegar brasil­ísk fjöl­skylda, sem sam­an­stóð af barna­tauga­lækn­um, fór að skoða mál­ið. Móð­ir­in, dóttir og son­ur­inn voru öll barna­tauga­læknar og ráku sínar stof­ur. 

„Móð­irin fór að taka eftir því að mörg til­felli höf­uðs­mæð­ar­heil­kennis komu á stof­una til henn­ar. Hún spurði dóttur sína hvort hún tæki eftir þessu á stof­unni sinni, sem hún gerði. Bróð­ir­inn sagði það sama. Í kjöl­farið sendu þau út til­kynn­ingu til heil­brigð­is­yf­ir­valda sem hófu skimun og þá kom í ljós að marg­fallt fleiri til­felli voru að grein­ast og mæður barn­anna höfðu smit­ast áður af zík­a­veirunn­i,“ sagði Gunn­ar. Tengsl zík­a­veirunnar og höf­uðs­mæð­ar­heil­kennis hafa þó ekki verið sönn­uð, þó að lík­indin séu tölu­verð. 

Nota smokk alla með­göng­una

Sótt­varn­ar­læknir beinir því til karl­manna sem hafa verið á svæðum þar sem zík­a­veiran er og eiga kyn­mök við barns­haf­andi konu, að nota smokk þar til með­göngu er lok­ið. Þeir sem hafa dvalið á svæð­inu geta komið í veg fyrir að smita aðra með því að nota smokka. Mælt er með notkun smokka í átta vik­ur, ef ein­stak­ling­ur­inn hefur ekki haft ein­kenni zík­a­veiru sýk­ing­ar, en í sex mán­uði ef við­kom­andi hefur fengið ein­kenni zík­a­veiru.

Kanntu vel við Kjarnann?

Við á Kjarnanum þökkum lesendum fyrir það traust sem þeir sýna með því að styrkja Kjarnann. 

Frjáls framlög frá lesendum hafa vaxið jafnt og þétt síðustu árin og eru mikilvæg tekjustoð undir reksturinn. Þau gera okkur kleift að halda áfram að taka þátt í umræðunni og greina kjarnann frá hisminu. 

Við tökum hlutverk okkar sem fjölmiðill í þjónustu almennings alvarlega. Kjarninn birti 409 fréttaskýringar og 2.367 fréttir á árinu 2019. Kjarninn er vettvangur umræðu og á nýliðnu ári voru 539 skoðanagreinar birtar, stærstur hluti þeirra aðsendar greinar. 

Okkar tryggð er aðeins við lesendur. Við erum skuldbundin ykkur og værum þakklát ef þið vilduð vera með í að gera Kjarnann enn sterkari.

Já takk, ég vil styrkja Kjarnann!
Aukning í byggingu dýrra íbúða átti sinn þátt í aukinni fjármunamyndun.
Fjármunamyndun í húsnæði ekki hærri síðan árið 2007
Alls jókst fjármunamyndun í íbúðarhúsnæði um 167 milljarða króna á árinu 2019 þrátt fyrir að dregið hafi verulega úr hækkun húsnæðisverðs. Nýjar íbúðir á markaði, margar hverjar í dýrari kantinum, og hagstæðari skilyrði til niðurgreiðslu lána skiptu máli.
Kjarninn 29. febrúar 2020
Eigið fé Landsvirkjunar aukist um 34 milljarða á þremur árum
Samanlagt eigið fé þriggja stærstu ríkisfyrirtækjanna nemur nú um 700,7 milljörðum króna.
Kjarninn 28. febrúar 2020
EVE Fanfest frestað vegna COVID-19 veirunnar
Hátíðin hefur verið lykilatburður í markaðsstarfi CCP undanfarin ár.
Kjarninn 28. febrúar 2020
Stefán Jón Hafstein
Elliðaárdalur: Góð tillaga
Kjarninn 28. febrúar 2020
Þórður Snær og Magnús Halldórsson
Þórður Snær og Magnús tilnefndir til Blaðamannaverðlauna Íslands
Dómnefnd Blaðamannaverðlauna hefur ákveðið tilnefningar sínar í öllum fjórum flokkum verðlaunanna en þau verða afhent eftir viku.
Kjarninn 28. febrúar 2020
Fyrsta tilfelli COVID-19 kórónuveiru greinist á Íslandi
Íslenskur karlmaður á fimmtugsaldri hefur verið færður í einangrun á Landspítala eftir að sýni úr honum reyndist jákvætt fyrir nýju kórónuveirunni, COVID-19.
Kjarninn 28. febrúar 2020
Skipa sérstakan stýrihóp um samfélagsleg og hagræn viðbrögð við Covid-19 veirunni
Stýrihópurinn mun leggja mat á stöðuna og nauðsynleg samfélagsleg og efnahagsleg viðbrögð á hverjum tíma.
Kjarninn 28. febrúar 2020
Hörður Arnarson, forstjóri Landsvirkjunar.
Landsvirkjun hagnaðist um 13,6 milljarða króna í fyrra
Lágt álverð á heimsmarkaði, sem tryggir minni tekjur af raforkusölu til stærsta viðskiptavinar Landsvirkjunar, og stöðvum á kerskála Rio Tinto í Straumsvík, drógu úr hagnaði Landsvirkjunar í fyrra. Eigið fé ríkisfyrirtækisins er um 271 milljarður króna.
Kjarninn 28. febrúar 2020
Meira eftir höfundinnSunna Valgerðardóttir
Meira úr sama flokkiFréttaskýringar
None