Sóttvarnarlæknir gefur út nýjar leiðbeiningar vegna zíkaveiru

Eitrað í skólastofu í Venezúela vegna zíkaveirunnar.
Eitrað í skólastofu í Venezúela vegna zíkaveirunnar.
Auglýsing

Zík­a­veiran virð­ist ekki ætla að verða eins mikið áhyggju­efni á Ólymp­íu­leik­unum í Bras­ilíu eins og ótt­ast var í fyrstu. Ekki hefur ræst úr verstu spám hvað varðar far­ald­ur­inn og sökum veð­ur­fars smit­ast nú mun færri heldur en í jan­ú­ar, þegar það var sem heit­ast í Bras­il­íu. Sjúk­dóma­varn­ar­stofnun Banda­ríkj­anna mælist þó til þess að allar ófrískar konur sem hafa ferð­ast til Bras­ilíu láti skoða sig þegar þær snúa heim.

Árs­tíða­bundið ástand

Gunnar Jóhanns­son læknir sagði í Morg­un­út­varp­inu á Rás 2 í gær­morgun að moskítófl­ug­urn­ar, sem eru aðal­-smit­ber­arn­ir, séu mjög árs­tíð­ar­bundnar og því sé staðan ekki eins slæm og ótt­ast var í fyrst­u. 

„Nú er vetur í Suður Amer­íku og ekki eins mik­ill raki, en þá eru færri moskítófl­ugur á sveimi heldur en í heit­ustu mán­uð­un­um,“ sagði Gunn­ar. „Sem dæmi má nefna að í jan­úar smit­uð­ust um 2.000 manns í Rio de Jan­eiro en í síð­asta mán­uði komu 200 ný smit fram.“

Auglýsing

Smit í 65 löndum

Sótt­varn­ar­læknir gaf út upp­færðar leið­bein­ingar vegna zík­a­veirunnar í gær. Þar segir að í byrjun ágúst­mán­aðar 2016 hafi verið vitað um zika­veirusmit með moskítóflugum í alls 65 lönd­um. Þar af var 51 land þar sem smit zík­a­veiru með moskítóflugum varð fyrst vart á árinu 2015. Flest smit hafa orðið í mið og Suð­ur­-Am­er­íku. Í lok júlí varð í fyrsta sinn vart við smit zík­a­veiru með moskítóflugum í Banda­ríkj­un­um, því í byrjun ágúst­mán­aðar höfðu alls 14 manns smit­ast á afmörk­uðu svæði í Miami, Florida. Talið er að rekja megi smitið í Miami aftur til 15. júní á þessu ári.  

Algeng­asta smit­leið zík­a­veirunnar í menn er með biti moskítóflugna. Sýk­ingin getur líka borist frá móður til fóst­urs, með blóð­gjöf og með kyn­mök­um. Lif­andi zík­a­veira hefur fund­ist í sæði í allt að 24 daga frá upp­hafi ein­kenna zík­a­veiru­sýk­ing­ar. 

Fyrsta smit í manni árið 1952

Veiran greind­ist fyrst í apa í Úganda árið 1947. Fyrsta til­­­fellið sem greind­ist í manni var árið 1952. Síðan hafa flest til­­­felli greinst í Afr­íku, Suð­austur Asíu og á Kyrra­hafs­eyj­unum þar til far­ald­­ur­inn braust út í Bras­­ilíu árið 2015.

Talið er að veiran valdi svoköll­uðu höf­uðs­­mæð­­ar­heil­­kenni hjá fóstrum ef barns­haf­andi konur eru smit­að­­ar. Heil­­kennið er alvar­­legur fæð­ing­­ar­­kalli hjá nýbur­­um. Alþjóða­heil­brigð­is­­mála­­stofn­unin telur að veiran hafi valdið um 4.000 til­­vikum þess í Bras­­ilíu árið 2015, sam­an­­borið við 147 til­­vik 2014. 

Fjöl­skyldan átt­aði sig á tengsl­unum

Gunnar sagði í Morg­un­út­varp­inu frá til­urð þess­arar kenn­ing­ar. Hún kom til þegar brasil­ísk fjöl­skylda, sem sam­an­stóð af barna­tauga­lækn­um, fór að skoða mál­ið. Móð­ir­in, dóttir og son­ur­inn voru öll barna­tauga­læknar og ráku sínar stof­ur. 

„Móð­irin fór að taka eftir því að mörg til­felli höf­uðs­mæð­ar­heil­kennis komu á stof­una til henn­ar. Hún spurði dóttur sína hvort hún tæki eftir þessu á stof­unni sinni, sem hún gerði. Bróð­ir­inn sagði það sama. Í kjöl­farið sendu þau út til­kynn­ingu til heil­brigð­is­yf­ir­valda sem hófu skimun og þá kom í ljós að marg­fallt fleiri til­felli voru að grein­ast og mæður barn­anna höfðu smit­ast áður af zík­a­veirunn­i,“ sagði Gunn­ar. Tengsl zík­a­veirunnar og höf­uðs­mæð­ar­heil­kennis hafa þó ekki verið sönn­uð, þó að lík­indin séu tölu­verð. 

Nota smokk alla með­göng­una

Sótt­varn­ar­læknir beinir því til karl­manna sem hafa verið á svæðum þar sem zík­a­veiran er og eiga kyn­mök við barns­haf­andi konu, að nota smokk þar til með­göngu er lok­ið. Þeir sem hafa dvalið á svæð­inu geta komið í veg fyrir að smita aðra með því að nota smokka. Mælt er með notkun smokka í átta vik­ur, ef ein­stak­ling­ur­inn hefur ekki haft ein­kenni zík­a­veiru sýk­ing­ar, en í sex mán­uði ef við­kom­andi hefur fengið ein­kenni zík­a­veiru.

Við þurfum á þínu framlagi að halda

Þú getur tekið beinan þátt í að halda úti öflugum fjölmiðli.

Við sem vinnum á ritstjórn Kjarnans viljum hvetja þig til að vera með okkur í liði og leggja okkar góða fjölmiðli til mánaðarlegt framlag svo við getum haldið áfram að vinna fyrir lesendur, fyrir fólkið í landinu.

Kjarninn varð níu ára í sumar. Þegar hann hóf að taka við frjálsum framlögum þá varð slagorðið „Frjáls fjölmiðill fyrir andvirði kaffibolla“ til og lesendur voru hvattir til að leggja fram í það minnsta upphæð eins kaffibolla á mánuði.

Mikið vatn hefur runnið til sjávar á þeim níu árum sem Kjarninn hefur lifað. Í huga okkar á Kjarnanum hefur þörfin fyrir fjölmiðla sem veita raunverulegt aðhald og taka hlutverk sitt alvarlega aukist til muna.

Við trúum því að Kjarninn skipti máli fyrir samfélagið.

Við trúum því að sjálfstæð og vönduð blaðamennska skipti máli.

Ef þú trúir því sama þá endilega hugsaðu hvort Kjarninn er ekki allavega nokkurra kaffibolla virði á mánuði.

Vertu með okkur í liði. Þitt framlag skiptir máli.

Ritstjórn Kjarnans: Sunna Ósk Logadóttir, Þórður Snær Júlíusson, Erla María Markúsdóttir, Arnar Þór Ingólfsson, Eyrún Magnúsdóttir og Grétar Þór Sigurðsson.


Já takk, ég vil styrkja Kjarnann!
Ráðast þyrfti í nauðsynlegar styrkingar vega vegna þungaflutninganna til og frá Mýrdalssandi.
Vikurnám á Mýrdalssandi myndi hafa „verulegan kostnað fyrir samfélagið“
Fullhlaðinn sex öxla vörubíll slítur burðarlagi á við 20-30 þúsund fólksbíla, bendir Umhverfisstofnun á varðandi áformaða vikurflutninga frá Mýrdalssandi til Þorlákshafnar. Ráðast þyrfti í mikla uppbyggingu vegakerfis vegna flutninganna.
Kjarninn 6. október 2022
Ólafur Þ. Harðarson prófessor emerítus í stjórnmálafræði.
„Íslendingar eiga langt í land“ með jöfnuð atkvæðavægis eftir búsetu
Frumvarp sem formaður Viðreisnar mælti fyrir á þingi í september myndi eyða misvægi atkvæða milli bæði flokka og kjördæma, eins og kostur er. Ólafur Þ. Harðarson telur að þingið ætti að samþykkja breytingarnar.
Kjarninn 6. október 2022
Fóru inn í tölvupósta Sólveigar Önnu og Viðars
Þá starfandi formaður Eflingar hafði aðgang að tölvupósthólfum fyrirrennara síns, Sólveigar Önnu Jónsdóttur, og fyrrverandi framkvæmdastjóra Eflingar, Viðars Þorsteinssonar, frá því í janúar á þessu ári og fram í apríl.
Kjarninn 6. október 2022
Hallarekstur SÁÁ stefnir í 450 milljónir
Færri innlagnir, færri meðferðir við ópíóðafíkn og sumarlokanir verður staðan hjá SÁÁ á næsta ári miðað við fyrirliggjandi fjárlagafrumvarp. Samtökin áætla að rekstrargrunnur samtakanna verði vanfjármagnaður um 450 milljónir króna á næsta ári.
Kjarninn 6. október 2022
Seðlabankinn hafnar því að aflétta leynd um ESÍ á grundvelli almannahagsmuna
Árið 2019 var ákvæði bætt við lög um Seðlabanka Íslands sem veitir bankanum heimild til að víkja frá þagnarskylduákvæði ef hagsmunir almennings af birtingu gagna vega þyngra en hagsmunir sem mæla með leynd.
Kjarninn 6. október 2022
Í austurvegi
Í austurvegi
Í austurvegi – Komdu í leirkerið 请君入瓮
Kjarninn 6. október 2022
Jón Björnsson, forstjóri Origo.
Eigið fé Origo margfaldast við söluna í Tempo fyrir 28 milljarða króna
Árið 2009 stofnuðu starfsmenn TM Software lítið hugbúnaðarfyrirtæki, sem nefnt var Tempo. Í dag er það metið á 85,4 milljarða króna og Origo var að selja hlut sinn í því á 28 milljarða króna. Við það fer eigið fé Origo úr níu milljörðum í 31 milljarða.
Kjarninn 6. október 2022
Kjartan Magnússon borgarfulltrúi bar tillöguna fram í borgarstjórn.
Borgarhverfi framtíðarinnar eða loftslagsskógur á Geldinganesi?
Tillögu sjálfstæðismanna í borgarstjórn Reykjavíkur um að skipuleggja Geldinganes undir íbúabyggð var hafnað á fundi borgarstjórnar á þriðjudag. Afar mismunandi sjónarmið komu fram um það hvernig skyldi nýta nesið til framtíðar.
Kjarninn 5. október 2022
Meira eftir höfundinnSunna Valgerðardóttir
Meira úr sama flokkiFréttaskýringar
None