Kaup Vodafone á völdum eignum 365 fjarri því frágengin

Enn á eftir að sannreyna hvort rekstraráætlanir 365 eigi sér stoð í raunveruleikanum áður en að gengið verður frá kaupum á ljósvaka- og fjarskiptaeignum þess. Þá eiga eftirlitsstofnanir eftir að samþykkja kaupin. Framtíð fréttastofu 365 er óljós.

365 miðlar
Auglýsing

Stór­tíð­indi bár­ust á fjöl­miðla- og fjar­skipta­mark­aði í morgun þegar til­kynnt var um einka­við­ræður milli móð­ur­fé­lags Voda­fone og 365 miðla um kaup á ljós­vaka- og fjar­skipta­eignum síð­ar­nefnda fyr­ir­tæk­is­ins. Verði af kaup­unum mun Voda­fone auka veltu sína um hátt í tíu millj­arða króna og vera mun betur í stakk búið til að keppa við sinn að­al­keppi­naut, Sím­ann sem þegar rek­ur víð­feðm­a ­sjón­varps­þjón­ustu, á sjón­varps­mark­að­i. 

Til­kynn­ing um við­ræð­urnar eru stað­fest­ing á því að lín­urnar á milli fjar­skipta og fjöl­miðl­un­ar, sér­stak­lega ljós­vaka­fjöl­miðl­un­ar, eru svo gott sem horfn­ar. Eig­endur pípanna sem bera gagna­magn inn í líf okkar á hverjum degi ætla sér líka að keppa sem efn­isveitur til að gera sig meira aðl­að­and­i í augum sífellt kröfu­harð­ari neyt­enda. 

Það er þó margt óljóst varð­andi hin mögu­lega kaup og alls ekki víst að þau verði að veru­leika. Voda­fone á enn eftir að fara í gegnum hvort þær upp­lýs­ingar sem stjórn­endur og ráð­gjafar 365 miðla hafa lagt fram um gæði eign­anna stand­ist og eft­ir­lits­stofn­anir eiga eftir að sam­þykkja ráða­hag­inn. Svo á enn eftir að ákveða hvað verður um frétta­stofu 365 og hvernig hún, sem vinnur þvert á alla miðla fyr­ir­tæk­is­ins, á að passa inn í þessu áform.

Auglýsing

Skrifað undir í morgun

Stefán Sig­urðs­son, for­stjóri Voda­fone, segir að nú sé fram und­an­ nokk­urra mán­aða vinna við að átta sig á öllum atriðum hinna mögu­legu kaupa. Gangi kaupin eftir sam­kvæmt þeim for­sendum sem fyrir liggja ætti að vera hægt að ganga frá kaup­samn­ingi fyrir jól. Þá ættu eft­ir­lits­að­ilar hins vegar eftir að taka kaupin til umfjöll­un­ar­. ­Gangi við­skiptin eftir má því gera ráð fyrir að ekki verið gengið end­an­lega frá þeim fyrr en á fyrri hluta árs­ins 2017.

Stefán segir að þar sem Fjar­skipti, móð­ur­fé­lag Voda­fone, sé skráð félag á mark­aði hafi þurft að til­kynna um einka­við­ræð­urnar og for­sendur þeirra strax og þær lágu fyrir til að gæta að jafn­ræði hlut­hafa. „­Stjórn félags­ins gaf okkur umboð til að hefja einka­við­ræður um kaupin í gær og það var skrifað undir sam­komu­lag þess efnis í morg­un. Það hafa því ekki verið í gangi neinar við­ræður utan óform­legra þreif­inga milli ráð­gjafa sem leiddu til þess að þær for­sendur um einka­við­ræður sem til­kynnt var um í morgun voru settar sam­an.“

Fram­tíð frétta­stofu óljós

Það sem Voda­fone vill kaupa er sjón­varps- og útvarps­rekstur 365 miðla ásamt fjar­skipta­hluta fyr­ir­tæk­is­ins. Það þýðir að sjón­varps­stöðvar á borð við Stöð 2, Stöð 2 Sport, Stöð 3 og Bíórás­ina eru undir ásam­t út­varps­stöðv­um á borð við Bylgj­una, FM957 og X-ið. Í til­kynn­ingu vegna við­ræðn­anna segir að þær eignir sem séu und­an­skildar séu Frétta­blaðið og vef­ur­inn Vís­ir.is. Þar segir enn fremur að „365 miðlar hf. munu halda áfram rekstri frétta­stofu og verður samið um miðlun efnis milli aðila eftir því sem við á.“

Sævar Freyr Þráinsson, forstjóri 365 miðla, ræddi við starfsmenn fyrirtækisins á fundi í morgun.Í dag eru frétta­stofa 365 miðla, sem fram­leiðir efni í alla miðla fyr­ir­tæk­is, ein ein­ing. Þ.e. hún vinnur efni inn í dag­blaðið Frétta­blað­ið, á vef­inn Vísi.is, í sjón­varps­fréttir Stöðvar 2 og á útvarps­stöðvar fyr­ir­tæk­is­ins. Hún til­heyrir því bæði ljós­vaka­hlut­an­um, sem Voda­fone vill kaupa, og prent- og vef­hlut­an­um, sem skilin verður eftir í 365 miðl­um. Sævar Freyr Þrá­ins­son, for­stjóri 365 miðla, sagði á starfs­manna­fundi í morgun að frétta­stofa fyr­ir­tæk­is­ins yrði ekki seld en að það kæmi til greina að gera þjón­ustu­samn­ing um að sýna kvöld­fréttir Stöðvar 2 á sjón­varps­stöðv­um Voda­fone. Þá yrði gerður þjón­ustu­samn­ingur um það.

Aðspurður um hvort að frétta­stofa 365 muni fylgja með í kaup­unum verði af þeim, eða hvort hún verði skilin eftir í 365 miðl­um, segir Stefán að það liggi ekki fyr­ir. Við­ræður séu ein­fald­lega ekki komnar svo langt og því væri óábyrgt á þessum tíma­punkti að tjá sig um hvort gerður yrði þjón­ustu­samn­ingur við frétta­stof­una um kaup á efni ef hún yrði ekki keypt og hvernig hann yrði útfærð­ur.

Veltan á að verða 23 millj­arðar

Voda­fone ætlar sér að greiða 3,4 millj­arða króna fyrir þær eignir 365 miðla sem félagið hefur áhuga á að kaupa. For­sendur þess kaup­verðs eru grund­vall­aðar á því að þær upp­lýs­ingar ráð­gjafa 365 um rekstur og virði þeirra eigna stand­ist. Þar ber helst að nefna að rekstr­ar­hagn­aður (EBITDA) þeirra gæti numið allt að tveimur millj­örðum króna á árs­grund­velli. Það er tvö­faldur rekstr­ar­hagn­aður 365 miðla í fyrra, þegar hann nam 955 millj­ónum króna. Hluti þess­arar upp­hæðar mun nást fram með sam­lægð­ar­á­hrifum í fjar­skipta­þjón­ustu 365, þar sem henni verður ein­fald­lega rent inn í Voda­fone.

Helm­ingur kaup­verðs­ins á að greið­ast með reiðufé en hinn helm­ing­ur­inn með nýjum hlutum í Fjar­skipt­um, móð­ur­fé­lagi Voda­fone, á verði sem er 16,7 pró­sent hærra en dagsloka­gengi félags­ins í gær. um yrði að ræða 12,2 pró­sent hlut í Fjar­skiptum miðað við útistand­andi hluti í félag­inu í dag. Auk þess ætlar Voda­fone að taka yfir vaxta­ber­andi skuldir upp á 4,6 millj­arða króna. Það þýðir að heild­ar­kaup­verðið yrði átta millj­arðar króna.

Í til­kynn­ing­u frá Voda­fone í gær sagði að hið kaupin á eignum 365 miðla myndu auka veltu félags­ins í 23 millj­arða króna. Það er umtals­verð aukn­ing, þar sem velta þess var 13,7 millj­arðar króna í fyrra. 365 miðlar veltu á hinn bog­inn 11,1 millj­arði króna á árinu 2015. Ef þær eignir sem 365 ætlar að selja yfir til Voda­fone velta þeim rúm­lega níu millj­örðum króna sem vantar upp á að ná upp þau veltu­við­mið Voda­fone eftir kaupin sem til­kynnt var um í morgun þá þýðir það að þær eignir sem eftir verða í 365 miðlum séu ábyrgar fyrir um 1,8 millj­arða króna veltu, eða um 16 pró­sent henn­ar. 

Til­kynn­ingin um einka­við­ræð­urnar varð til þess að virði hluta­bréfa í Voda­fone hækk­aði umtals­vert í Kaup­höll­inni í gær.

Skulda tíu millj­arða

Rekstur 365 miðla hefur gengið mis­jafn­lega und­an­farin ár. Fyr­ir­tækið tap­aði til að mynda 1,4 millj­örðum króna árið 2014 en hagn­að­ist um 22 millj­ónir króna í fyrra. Sú tala segir reyndar ekki alla sög­una því ef skatta­skuld sem fyr­ir­tækið greiddi á árinu 2015 hefði verið færð í rekstr­ar­reikn­ing hefði 365 tapað 350 millj­ónum króna. Þess í stað var hin greidda skatta­skuld færð sem krafa, þar sem stjórn­­endur 365 við­­ur­­kenna ekki nið­­ur­­stöð­u skatt­yf­ir­valda og ætla með málið fyrir dóm­stóla. 

Í til­kynn­ingu frá Voda­fone vegna ætl­aðra kaupa á hluta eigna 365 kemur fram að eftir í 365 miðlum muni sitja mögu­leg á­hætta í tengslum við skatta­leg mál­efni og leigu­skuld­bind­ingar félags­ins. Þar á meðal er umrædd krafa, sem alls óvíst er hvort fáist greidd, og leiga á höf­uð­stöðvum 365 miðla í Skafta­hlíð. Ef af kaup­unum verður virð­ist því ljóst að ljós­vaka- og fjar­skipta­starf­semi 365 miðla flytj­ist ann­að.

Í fyrra voru 320 millj­­ónir króna greiddar inn sem nýtt hluta­fé í 365. Árið áður var greitt inn 445 millj­­ónir króna í nýtt hlutafé og því hafa hlut­hafar sam­tals sett inn 765 millj­­ónir króna á tveimur árum. 

Félög í eigu Ingibjargar Pálmadóttur eru í dag aðaleigendur 365 miðla. Eiginmaður hennar, Jón Ásgeir Jóhannesson, kemur mikið að daglegum rekstri fyrirtækisins.Skuldir 365 miðla hafa vaxið nokkuð hratt á und­an­förnum árum og eru nú alls um tíu millj­­arðar króna. Þær hækk­­uðu um rúman millj­­arð króna í fyrra. Þar munar mest um end­­ur­fjár­­­mögnun á lang­­tíma­lánum fyr­ir­tæk­is­ins í fyrra­haust, þegar það færði sig úr við­­skiptum hjá Lands­­bank­­anum og yfir til­ ­Arion banka. Við þá breyt­ingu juk­ust lang­­tíma­skuldir 365 miðla úr 3,6 millj­­örðum króna í 4,8 millj­­arða króna. Í árs­­reikn­ingnum segir að þessi breyt­ing hafi leitt til lækk­­unar á end­­ur­greiðslu­­byrði fyr­ir­tæk­is­ins á næst­u árum, sem þýðir að lengt hafi verið umtals­vert í lánum þess. Allar eignir 365 miðla eru veð­­settar sem trygg­ing fyrir end­­ur­greiðslu lána fyr­ir­tæk­is­ins hjá ­Arion banka. Vaxta­­gjöld lækk­­uðu við þetta úr 568 millj­­ónum króna í 541 millj­­ón króna.

Voda­fone ætlar sér að taka yfir 4,6 millj­arða króna af vaxta­ber­andi skuldum 365 ef af kaupum félags­ins á völdum eignum verð­ur.

Má Voda­fone kaupa Tal?

Fjar­skipta­hluti 365 miðla er að mestu til­komin vegna sam­ein­ingar félags­ins við Tal í lok árs 2014. Í þeim við­skiptum fengu hlut­hafar Tals, sem meðal ann­ars eru íslenskir líf­eyr­is­sjóð­ir, um 20 pró­sent hlut í 365.

Tal hafði þá lengi glímt við rekstr­ar­erf­ið­leika og mikið tap og reynt að leita að aðilum til að sam­ein­ast til að ná fram nauð­syn­legri stærð­ar­hag­kvæmni. Og oftar en ekki hafði Voda­fone verið sá aðili.

Á árinu 2008 rak IP Fjar­skipti fjar­skipta­þjón­ustu sína undir nafn­inu Hive. Á sama tíma var Voda­fone í eigu Teym­is, sem átti dótt­ur­fé­lagið Ódýra síma­fé­lagið sem rak fjar­skipta­þjón­ustu undir nafn­inu SKO. Þessi tvö félög voru sam­einuð og nýja félagið fékk nafnið Tal. Móð­ur­fé­lag Voda­fone eign­að­ist 51 pró­sent í IP Fjar­skipt­um, móð­ur­fé­lagi Tals, við þennan sam­runa. Sam­keppn­is­eft­ir­litið veitti sam­þykki fyrir sam­run­anum en með þeim skil­yrðum að hann yrði til að auka sam­keppni.

Í jan­úar 2009 gerði eft­ir­litið hús­leitir í höf­uð­stöðvum allra hlut­að­eig­andi að sam­run­anum og um mitt það ár birti það ákvörðun sína um að fyr­ir­tækin hefðu brotið gegn sam­keppni á mark­aði með sam­stilltum aðgerð­um. Teymi var gert að greiða stjórn­valds­sekt upp á 70 millj­ónir króna og gert að selja frá sér eign­ar­hlut­inn í Tali.

Sam­keppn­is­eft­ir­litið sagði nei

Árið 2011 var reynt aft­ur. Þá stóð til að Fjar­skipti, móð­ur­fé­lag Voda­fone, myndi kaupa Tal og var til­kynnt um þá fyr­ir­ætl­an. Sam­keppn­is­eft­ir­litið ógilti hins vegar þann sam­runa vegna rösk­unar á fjar­skipta­mark­aði. Þar sagði að Tal væri „mik­il­vægur keppi­nautur bæði Sím­ans og Voda­fone þar sem félagið býður upp á heild­ar­lausnir á sviði fjar­skipta á smá­sölu­mark­aði og er með meiri breidd í þjón­ustu­fram­boði en aðrir keppi­nautar Sím­ans og Voda­fone. Þessi þrjú fyr­ir­tæki eru hin einu hér á landi sem veita heild­ar­fjar­skipta­þjón­ustu á smá­sölu­mark­aði sem m.a. heim­ili nýta sér. Minni keppi­nautar á fjar­skipta­mark­aði eru háðir Sím­anum og Voda­fone um aðgang að fjar­skipta­netum þeirra á heild­sölu­stigi til þess að geta veitt fjar­skipta­þjón­ustu í sam­keppni við Sím­ann og Voda­fone á smá­sölu­mark­að­i.“

Margt hefur vissu­lega breyst á fjar­skipta­mark­aði frá því að þessi ákvörðun var tek­in, og Nova t.d. fært út starf­semi sína þannig að fyr­ir­tækið er farið að selja ljós­leið­ara­teng­ing­ar. Þá hefur vöru­fram­boð og hlut­deild Hringdu vaxið ár frá ári, þótt fyr­ir­tækið sé enn lítið í sam­an­burði við risanna á mark­aðn­um.

Áhuga­vert verður að sjá hvort Sam­keppn­is­eft­ir­litið hafi breytt afstöðu sinni frá árinu 2011 því í kaup­um Voda­fone á 365 miðlum felst sann­ar­lega sam­ein­ing í það sem einu sinni hét Tal.

Við þurfum á þínu framlagi að halda

Þú getur tekið beinan þátt í að halda úti öflugum fjölmiðli.

Við sem vinnum á ritstjórn Kjarnans viljum hvetja þig til að vera með okkur í liði og leggja okkar góða fjölmiðli til mánaðarlegt framlag svo við getum haldið áfram að vinna fyrir lesendur, fyrir fólkið í landinu.

Kjarninn varð níu ára í sumar. Þegar hann hóf að taka við frjálsum framlögum þá varð slagorðið „Frjáls fjölmiðill fyrir andvirði kaffibolla“ til og lesendur voru hvattir til að leggja fram í það minnsta upphæð eins kaffibolla á mánuði.

Mikið vatn hefur runnið til sjávar á þeim níu árum sem Kjarninn hefur lifað. Í huga okkar á Kjarnanum hefur þörfin fyrir fjölmiðla sem veita raunverulegt aðhald og taka hlutverk sitt alvarlega aukist til muna.

Við trúum því að Kjarninn skipti máli fyrir samfélagið.

Við trúum því að sjálfstæð og vönduð blaðamennska skipti máli.

Ef þú trúir því sama þá endilega hugsaðu hvort Kjarninn er ekki allavega nokkurra kaffibolla virði á mánuði.

Vertu með okkur í liði. Þitt framlag skiptir máli.

Ritstjórn Kjarnans: Sunna Ósk Logadóttir, Þórður Snær Júlíusson, Erla María Markúsdóttir, Arnar Þór Ingólfsson, Eyrún Magnúsdóttir og Grétar Þór Sigurðsson.


Já takk, ég vil styrkja Kjarnann!
Þorbjörn Guðmundsson
Er íslenska velferðarkerfið ekki lengur griðarstaður þeirra sem minnst hafa?
Kjarninn 11. janúar 2023
Takk fyrir og sjáumst á nýjum miðli á föstudag
Bréf frá ritstjóra Kjarnans vegna sameiningar við Stundina og þess að nýr framsækinn fréttamiðill verður til í lok viku.
Kjarninn 11. janúar 2023
Sverrir Albertsson
Vatn á myllu kölska
Kjarninn 11. janúar 2023
Lögreglumenn standa vörð um gröfurnar í námunni.
Berjast fyrir þorpi á barmi hengiflugs
Lítið þorp í Rínarlöndum Þýskalands er allt komið í eigu kolarisa. Fyrirtækið ætlar sér að mylja niður húsin og stækka kolanámu sína sem þegar þekur um 80 ferkílómetra. Þetta þykir mörgum skjóta skökku við í heimi sem berst við loftslagsbreytingar.
Kjarninn 10. janúar 2023
Arnþrúður Karlsdóttir, útvarpsstjóri Útvarps Sögu.
Útvarp Saga telur fjölmiðlastyrki skapa tortryggni og bjóða upp á frændhygli
Fjögur fjölmiðlafyrirtæki hafa til þessa skilað inn umsögnum um frumvarp Lilju Alfreðsdóttur menningar- og viðskiptaráðherra, sem mun að óbreyttu framlengja núverandi styrkjakerfi til fjölmiðla.
Kjarninn 10. janúar 2023
Sólveig Anna Jónsdóttir formaður Eflingar.
Viðræðum slitið og Efling undirbýr verkfallsaðgerðir
Samtök atvinnulífsins hafa hafnað gagntilboði Eflingar um skammtímakjarasamning, sem kvað á um meiri launahækkanir en SA hefur samið um við aðra hópa á almennum vinnumarkaði til þessa. Efling undirbýr nú verkfallsaðgerðir.
Kjarninn 10. janúar 2023
Palestínski fáninn á lofti í mótmælum í Reykjavík. Ísraelskri lögreglu hefur nú verið fyrirskipað að rífa fánann niður á almannafæri.
Fánabann og refsiaðgerðir í Palestínu í kjölfar niðurstöðu Sameinuðu þjóðanna
Degi eftir að ný ríkisstjórn tók við völdum í Ísrael samþykkti allsherjarþing Sþ að fela Alþjóðadómstólnum í Haag að meta lögmæti hernáms Ísraelsríkis á Vesturbakkanum. Síðan þá hefur stjórnin gripið til refsiaðgerða og nú síðast fánabanns.
Kjarninn 10. janúar 2023
Gríðarlega mikil dæling á sandi á sér stað í Landeyjahöfn á hverju ári. Markarfljótið ber hundruð þúsunda tonna af jarðefnum út í sjó og það á til að safnast upp í mynni hafnarinnar.
Vilja sjúga sand af hafsbotni í stórum stíl og flytja út
Eftirspurn eftir íslenskum jarðefnum er gríðarleg ef marka má framkomin áform erlendra stórfyrirtækja um nýtingu þeirra. Vinsældir hafnarinnar í Þorlákshöfn eru samhliða mjög miklar.
Kjarninn 10. janúar 2023
Meira eftir höfundinnÞórður Snær Júlíusson
Meira úr sama flokkiFréttaskýringar
None