Punktar um fasteignaverðið - Bæði til hækkunar og lækkunar

Fasteignaverð hefur hækkað hratt að undanförnu, eða um meira en 35 prósent á fimm árum. Mun það halda áfram að hækka jafn hratt?

Hús
Auglýsing

Íslenska hag­kerfið er lík­lega þekkt­ast fyrir að reglu­legar koll­steyp­ur. Eins og staða mála í dag þá virð­ast flesti hag­vísar benda í eina átt, og það er að gott veður sé í kort­unum efna­hags­mál­un­um. Hag­vöxtur verður tæp­lega 5 pró­sent á þessu ári, atvinnu­leysi er um þrjú pró­sent og verð­bólga hefur sjaldan ver­ið minni, eða 0,9 pró­sent, nokkuð undir 2,5 pró­sent mark­miði Seðla­bank­ans.

Sé litið til fast­eigna­mark­að­ar­ins sér­stak­lega, þá hefur margt athygl­is­vert ­gerst á honum frá því að fast­eigna­bólan sprakk með lát­um, í reynd um hálfu ári áður en banka­kerfið hrundi, dag­ana 7. til 9. októ­ber 2008.

En hvernig er staðan núna? Hvað hefur breyst? Er verðið að fara hækka áfram eða mun það lækka?

Auglýsing

Ef ein­blínum fyrst á atriði sem benda til þess að verðið muni hækka á næst­unni, og að fast­eigna­mark­að­ur­inn sé þannig á upp­leið, þá skulum við byrja á byrj­un­inni. Sjálfu hrun­inu, og hvernig stóra myndin hefur þró­ast til dags­ins í dag. Fast­eigna­mat hús­næðis á Íslandi er um 6.300 millj­arðar króna, og hækk­að­i um meira en 400 millj­arða milli ára.

1.       Eftir hrunið þá fraus fast­eigna­mark­að­ur­inn nán­ast alveg, miðað við stöðu mála í hefð­bundnu árferð­i. Við­skipti voru fá, og aðgangur að fjár­magni tak­mark­að­ur. Síðan hrund­i ­kaup­máttur fólks nið­ur, og þannig dró úr eft­ir­spurn. Verðið lækk­aði því hratt, og birt­ist það einkum með mik­illi verð­bólgu eftir geng­is­hrun. Frá árinu 2010 hefur staðan verið að batna og ekki óeðli­legt að fast­eigna­verð hækki eftir svo ­miklar hremm­ing­ar, nokkuð skarpt. Frá árinu 2010 hefur verðið hækkað um 35 ­pró­sent, sé mið tekið af stöðu mála á höf­uð­borg­ar­svæð­inu og ­með­al­tals­hækk­un­inni. Ein­stök hverfi hafa þó hækkað meira, og önnur minna. Mest hefur hækk­unin verið mið­svæðis í Reykja­vík.

2.       Flestar spár benda til­ á­fram­hald­andi hækk­unar á fast­eigna­verði, og er það einkum rök­stutt með því að eft­ir­spurnin eftir eign­um, ekki síst litlum og með­al­stórum, sé mun meiri en fram­boð­ið. Það er, að það vanti fleiri eignir á fast­eigna­mark­að­inn á höf­uð­borg­ar­svæð­inu, til að mæta eft­ir­spurn­inni. Á meðan svo er þá muni verðið halda á­fram að hækka. Til þess að mæta eft­ir­spurn á hverju ári á höf­uð­borg­ar­svæð­in­u þarf að byggja um 1.800 íbúð­ir, en eins og staða mála er nú er talið að byggja þurfi 2.500 til 3.000 íbúðir á ári, næstu fimm ár, til að koma jafn­vægi á mark­að­inn. Ástæðan er meðal ann­ars sú að lítið sem ekk­ert var byggt á fyrst­u t­veimur árunum eftir hrun, þar sem verkta­fyr­ir­tæki stóðu illa og ­bygg­ing­ar­kostn­aður var yfir mark­aðs­verð­i. 

3.         Ann­ar þáttur sem ýtt hefur undir hækkun fast­eigna­verðs er mik­ill vöxtur í ferða­þjón­ust­u og útleiga á íbúðum til erlendra ferða­manna. Sam­kvæmt Air­bnb vefnum eru um 2.700 íbúðir í Reykja­vík til leigu fyrir ferða­menn. Sé horft yfir landið allt, má gera ráð fyrir að í það minnsta 500 til þús­und í við­bót sé til leigu, en ­fjöl­margar íbúðir á lands­byggð­inni eru til leigu fyrir ferða­menn til skemmri ­tíma. Þetta hefur leitt til þess að margar íbúðir hafa farið af mark­aði fyr­ir­ ­leigj­endur og kaup­end­ur, einkum og sér í lagi mið­svæðis í Reykja­vík. Þannig hefur fram­boðið minnk­að, á meðan eft­ir­spurnin hefur auk­ist til muna. Ný lög­gjöf, sem heim­ilar útleigu á íbúðum í 90 daga á ári í skamm­tíma­leigu, á að ­geta unnið gegn þess­ari þróun

4.         Fjár­hags­staða ­fólks hefur að með­al­tali batnað tölu­vert, sem leiðir svo til þess að fólk ræð­ur­ við að borga hærra fast­eigna­verð, og stand­ast skil­yrði um lán­töku í bönk­um. ­Seðla­banki Íslands telur fólk almennt ekki vera að spenna bog­ann of hátt, þeg­ar kemur að fast­eigna­kaup­um, þar sem sparn­aður hefur auk­ist og skuld­setn­ing heim­ila er ennþá ekki metin óhóf­leg. Kaup­máttur launa hefur auk­ist um ell­efu ­pró­sent á einu ári, atvinnu­leysi hefur hald­ist lágt og slag­kraftur í hag­kerf­in­u hald­ist mik­ill, ekki síst vegna mik­illa áhrifa frá vexti í ferða­þjónstu.

5.         Vext­ir eru nú að lækka. Meg­in­vextir voru lækk­aðir á dög­un­um, í 5,25 pró­sent. Þeir eru þó enn víðs­fjarri verð­bólg­unni sem mælist 0,9 pró­sent. Sé mið tekið af stöð­unn­i á skulda­bréfa­mark­aði þá virð­ast fjár­festar reikna með því að verð­bólga hald­ist lág á næstu miss­er­um. Fyrir vikið hefur vaxta­á­lag lækk­að, og má búast við því að vextir á hús­næð­is­lánum lækki jafn­vel enn meira.

Svo eru það hin sjón­ar­mið­in, sem ekki eru alltaf til­ vin­sælda fall­in. Að jafn hraðar hækk­anir og hafa átt sér stað að und­an­förn­u, muni ekki geta haldið áfram lengi í við­bót þar sem mark­aðs­verð sé nú komið vel ­fyrir bygg­ing­ar­kostn­að. Um þetta var meðal ann­ars í athygl­is­verðri grein eft­ir Baldur Thor­lacius í gær.

Er að verða til fasteignabóla?

Hvaða atriði eru það helst sem geta leitt til þess að fast­eigna­verðið standi í stað eða fari að lækka á næstu miss­erum og árum?

6.         Þróun í efna­hags­málum hef­ur verið Íslandi afar hag­felld að und­an­förnu, ekki síst vegna þess hvernig þró­un hefur verið á alþjóða­mörk­uð­um. Á sama tíma og samið varið um ríf­legar launa­hækk­anir hér á landi þá lækk­aði verð á olíu og ýmsum öðrum vör­um. Inn­flutt verð­bólga, eins og hún er gjarnan kölluð lækk­aði því fyrir vik­ið. Að und­an­förn­u hefur verð á olíu hækkað nokk­uð, eða um ríf­lega tíu pró­sent á einum mán­uði. Farið úr um 40 Band­ríkja­dölum á  Fari svo að olíu­verð fari að hækka, gætu verð­bólgu­horfur hér á landi versn­að, með­ til­heyr­andi kaup­mátt­ar­skerð­ingu.

7.         Þó ­gengi krón­unnar hafi styrkst mikið gagn­vart erlendum myntum að und­an­förnu, og þannig dregið úr verð­bólgu á Íslandi, þá er styrk­ingin ekki að öllu leyti góð ­fyrir hag­kerfið og þar með fast­eigna­mark­að­inn. Ef útflutn­ing­ur­inn veik­ist og ­ferða­þjón­ustan sömu­leið­is, þá gæti það haft víð­tæk áhrif hér á landi. Ekki er hægt að reikna með því end­laust að staðan verði Íslandi hag­felld, og dæmi eru um það í öðrum löndum ferða­þjón­usta gefi veru­lega eftir með til­heyr­and­i erf­ið­leikum fyrir hag­kerf­in.Þó fast­eigna­mark­að­ur­inn sé ekki bein­tengdur þessum ytri þáttum í hag­kerf­in­u, ­sem hér er lýst, þá er hann við­kvæmur fyrir ládeyðum í efna­hags­líf­inu, nú sem ­fyrr. Um leið og það fer að halla undan fæti – jafn­vel þó slík efna­hags­leg ó­veð­ur­ský sjá­ist ekki nú – þá má ekki gleyma því að það sem fer hratt upp­, ­getur líka farið hratt nið­ur. 

Við þurfum á þínu framlagi að halda

Þú getur tekið beinan þátt í að halda úti öflugum fjölmiðli.

Við sem vinnum á ritstjórn Kjarnans viljum hvetja þig til að vera með okkur í liði og leggja okkar góða fjölmiðli til mánaðarlegt framlag svo við getum haldið áfram að vinna fyrir lesendur, fyrir fólkið í landinu.

Kjarninn varð níu ára í sumar. Þegar hann hóf að taka við frjálsum framlögum þá varð slagorðið „Frjáls fjölmiðill fyrir andvirði kaffibolla“ til og lesendur voru hvattir til að leggja fram í það minnsta upphæð eins kaffibolla á mánuði.

Mikið vatn hefur runnið til sjávar á þeim níu árum sem Kjarninn hefur lifað. Í huga okkar á Kjarnanum hefur þörfin fyrir fjölmiðla sem veita raunverulegt aðhald og taka hlutverk sitt alvarlega aukist til muna.

Við trúum því að Kjarninn skipti máli fyrir samfélagið.

Við trúum því að sjálfstæð og vönduð blaðamennska skipti máli.

Ef þú trúir því sama þá endilega hugsaðu hvort Kjarninn er ekki allavega nokkurra kaffibolla virði á mánuði.

Vertu með okkur í liði. Þitt framlag skiptir máli.

Ritstjórn Kjarnans: Sunna Ósk Logadóttir, Þórður Snær Júlíusson, Erla María Markúsdóttir, Arnar Þór Ingólfsson, Eyrún Magnúsdóttir og Grétar Þór Sigurðsson.


Já takk, ég vil styrkja Kjarnann!
Þorbjörn Guðmundsson
Er íslenska velferðarkerfið ekki lengur griðarstaður þeirra sem minnst hafa?
Kjarninn 11. janúar 2023
Takk fyrir og sjáumst á nýjum miðli á föstudag
Bréf frá ritstjóra Kjarnans vegna sameiningar við Stundina og þess að nýr framsækinn fréttamiðill verður til í lok viku.
Kjarninn 11. janúar 2023
Sverrir Albertsson
Vatn á myllu kölska
Kjarninn 11. janúar 2023
Lögreglumenn standa vörð um gröfurnar í námunni.
Berjast fyrir þorpi á barmi hengiflugs
Lítið þorp í Rínarlöndum Þýskalands er allt komið í eigu kolarisa. Fyrirtækið ætlar sér að mylja niður húsin og stækka kolanámu sína sem þegar þekur um 80 ferkílómetra. Þetta þykir mörgum skjóta skökku við í heimi sem berst við loftslagsbreytingar.
Kjarninn 10. janúar 2023
Arnþrúður Karlsdóttir, útvarpsstjóri Útvarps Sögu.
Útvarp Saga telur fjölmiðlastyrki skapa tortryggni og bjóða upp á frændhygli
Fjögur fjölmiðlafyrirtæki hafa til þessa skilað inn umsögnum um frumvarp Lilju Alfreðsdóttur menningar- og viðskiptaráðherra, sem mun að óbreyttu framlengja núverandi styrkjakerfi til fjölmiðla.
Kjarninn 10. janúar 2023
Sólveig Anna Jónsdóttir formaður Eflingar.
Viðræðum slitið og Efling undirbýr verkfallsaðgerðir
Samtök atvinnulífsins hafa hafnað gagntilboði Eflingar um skammtímakjarasamning, sem kvað á um meiri launahækkanir en SA hefur samið um við aðra hópa á almennum vinnumarkaði til þessa. Efling undirbýr nú verkfallsaðgerðir.
Kjarninn 10. janúar 2023
Palestínski fáninn á lofti í mótmælum í Reykjavík. Ísraelskri lögreglu hefur nú verið fyrirskipað að rífa fánann niður á almannafæri.
Fánabann og refsiaðgerðir í Palestínu í kjölfar niðurstöðu Sameinuðu þjóðanna
Degi eftir að ný ríkisstjórn tók við völdum í Ísrael samþykkti allsherjarþing Sþ að fela Alþjóðadómstólnum í Haag að meta lögmæti hernáms Ísraelsríkis á Vesturbakkanum. Síðan þá hefur stjórnin gripið til refsiaðgerða og nú síðast fánabanns.
Kjarninn 10. janúar 2023
Gríðarlega mikil dæling á sandi á sér stað í Landeyjahöfn á hverju ári. Markarfljótið ber hundruð þúsunda tonna af jarðefnum út í sjó og það á til að safnast upp í mynni hafnarinnar.
Vilja sjúga sand af hafsbotni í stórum stíl og flytja út
Eftirspurn eftir íslenskum jarðefnum er gríðarleg ef marka má framkomin áform erlendra stórfyrirtækja um nýtingu þeirra. Vinsældir hafnarinnar í Þorlákshöfn eru samhliða mjög miklar.
Kjarninn 10. janúar 2023
Meira eftir höfundinnMagnús Halldórsson
Meira úr sama flokkiFréttaskýringar
None