Helstu mengarar heims sameinast um Parísarsamninginn

Fullgilding Bandaríkjanna og Kína á Parísarsamningnum er risaskref í baráttunni gegn hlýnun jarðar. Enn vantar þó nokkur lönd svo samningurinn öðlist formlegt gildi.

Barack Obama og Xi Jinping stilla sér upp fyrir ljósmyndara við komu Obama til Hangzhou í Kína. Um helgina fór þar fram leiðtogafundur 20 stærstu iðnríkja heims.
Barack Obama og Xi Jinping stilla sér upp fyrir ljósmyndara við komu Obama til Hangzhou í Kína. Um helgina fór þar fram leiðtogafundur 20 stærstu iðnríkja heims.
Auglýsing

Þeir Xi Jin­p­ing og Barack Obama, for­setar Kína og Banda­ríkj­anna, til­kynntu um helg­ina á fundi 20 stærstu iðn­ríkja heims að ríki þeirra muni inn­leiða Par­ís­ar­samn­ing­inn um lofts­lags­breyt­ingar í lög. Þátt­taka þess­ara landa vegur lang­þyngst í bar­átt­unni gegn hlýnun lofts­lags og lofts­lags­breyt­ingum enda bera þau saman ábyrgð á 37,98 pró­sent af öllum útblæstri heims­ins.

Þátt­taka Kína og Banda­ríkj­anna er ekki síður mik­il­væg vegna þeirra ákvæða sem sett voru í samn­ing­inn um það hvenær hann tekur gildi. Par­ís­ar­samn­ing­ur­inn mun ekki taka gildi fyrr en 55 ríki, sem sam­an­lagt bera ábyrgð á 55 pró­sent af allri losun heims­ins inn­leiða samn­ing­inn í lög.

179 lönd hafa und­ir­ritað samn­ing­inn. Með und­ir­ritun samn­ings­ins er ekki þar með sagt að hann sé inn­leiddur í lög í heima­rík­inu. Þannig var það ekki þegar Sig­rún Magn­ús­dóttir umhverf­is­ráð­herra und­ir­rit­aði samn­ing­inn í höf­uð­stöðvum Sam­ein­uðu þjóð­anna í New York í apr­íl. Utan­rík­is­ráð­herra þarf að mæla fyrir þings­á­lykt­un­ar­til­lögu á Alþingi og þing­menn verða að greiða atkvæði um til­lög­una. Suma alþjóða­samn­inga þarf að inn­leiða með laga­breyt­ingum á jafn­vel mörgum lög­um. Par­ís­ar­samn­ing­ur­inn er hins vegar þess eðlis að það þarf ekki.

Auglýsing

Þings­á­lykt­un­ar­til­lagan um inn­leið­ingu Par­ís­ar­samn­ings­ins var lögð fyrir Alþingi á föstu­dag. Í henni felst við­ur­kenn­ing á því að lofts­lags­breyt­ingar ógni mönn­um, sam­fé­lögum og jörð­inni allri. Einnig er lögð áhersla á að „[l]ofts­lags­breyt­ingar séu sam­eig­in­legt við­fangs­efni alls mann­kyns og af þeim sökum er mik­il­vægt að ríki heims sam­ein­ist og vinni saman að lausn vand­ans“.

Sögu­legt sam­starf Banda­ríkj­anna og Kína

Ísland mengar alls ekki mikið á heims­vísu, þe. ef útblástur okkar er bor­inn saman við stærri iðn­ríki. Hlut­deild okkar er 0,01 pró­sent af öllum útblæstri heims­ins. Það er raunar þannig að ein­ungis 20 ríki í heim­inum bera ábyrgð á meira en einu pró­senti af allri losun heims­ins. 179 ríki hafa aðild að lofts­lags­samn­ingi Sam­ein­uðu þjóð­anna. Það er þess vegna aug­ljóst að heim­ur­inn er upp á stóru iðn­ríkin komin og þar er Ísland á með­al.

Þátt­taka Íslands og inn­leið­ing samn­ings­ins í lög hér á landi skiptir hins vegar máli fyrir Par­ís­ar­samn­ing­inn. Í fyrsta lagi þurfa að minnsta kosti 55 ríki að inn­leiða samn­ing­inn. Eins og stendur eru þau aðeins 26. Með inn­leið­ingu samn­ings­ins sendir Ísland einnig skýr skila­boð til ann­arra ríkja, ekki síst Evr­ópu­ríkja, um að hér sé þetta mál­efni tekið alvar­lega. Í Evr­ópu eru að sex ríki sem bera hvert um sig ábyrgð á meira en einu pró­senti af öllum útblæstri á jörð­inni. Þýska­land ber ábyrgð á 2,56 pró­sent meng­un­ar­inn­ar, Bret­land á 1,55 pró­sent og Frakkar 1,34 pró­sent.

Parísarsamningurinn - helstu mengunarlönd.

Fyrir alla hlut­hafa í lofts­lags­samn­ingnum þá skiptir virk þátt­taka Kín­verja og Banda­ríkja­manna lang mestu. Eins og áður segir bera þessi lönd sam­an­lagt ábyrgð á 37,98 pró­sent alls útblást­urs í heim­in­um. Síð­ast þegar unnið var laga­lega bind­andi sam­komu­lag um lofts­lags­mál í Kyoto í Japan árið 1997 ákváðu þessi ríki að taka ekki þátt. Þá þótti þeim kvað­irnar vera of miklar og of íþyngj­andi.

Það að þessi tvö lönd ákveði að til­kynna um inn­leið­ingu samn­ings­ins í sam­ein­ingu er til marks um hversu sam­tvinnuð þátt­taka þess­ara landa er. Sam­starf þeirra er lyk­il­at­riði til þess að löndin geti tekið þátt. Er það ekki síst vegna efna­hags­legra ástæðna. Áætlað er að það muni kosta ríki heims gríð­ar­lega fjár­muni að stuðla að orku­skiptum og laga hag­kerfi sín þannig að þau reiði sig minna á ódýrt jarð­efna­elds­neyti.

Undir for­ystu Barack Obama og Xi Jin­p­ing hafa Kína og Banda­ríkin verið sam­stíga í lofts­lags­mál­un­um. Veiga­miklar ákvarð­anir hafa verið teknar sam­tímis og með sam­ráði milli þess­ara landa. Fyrir lofts­lags­ráð­stefn­una í París und­ir­rit­uðu þeir til dæmis sam­komu­lag um að minnka útblástur gróð­ur­húsa­loft­teg­unda út í and­rúms­loft­ið. Obama hefur sagt að þetta sé sú leið sem best er fyrir heim­inn. „Að setja þeim [Kín­verj­um] mark­mið sendir kröftug skila­boð til heims­ins um að öll ríki, þróuð eða van­þró­uð, verða að kom­ast yfir gamlan ágrein­ing, horfa blákalt á vís­indin og kom­ast að góðu sam­komu­lagi um lofts­lags­mál,“ sagði Obama í ræðu í fyrra.

Áætlað er að nú muni fleiri ríki inn­leiða samn­ing­inn í lög. Rúss­land, Ind­land og Jap­an, auk Þýska­lands, þurfa nú að ganga frá sínum málum til þess að mark­mið­inu um 55 pró­sentin náist.

Bás hjá frambjóðanda Danska þjóðarflokksins
10 staðreyndir um Dansk Folkeparti
Danski þingflokksforsetinn Pia Kjærsgaard hefur verið áberandi í umræðunni í síðustu viku vegna hlutverks hennar á fullveldishátíðinni. Pia er þekktust fyrir tengingu sína við flokkinn Dansk Folkeparti, en Kjarninn tók saman tíu staðreyndir um hann.
Kjarninn 22. júlí 2018
Sá mikli uppgangur sem á sér stað á Íslandi útheimtir mikið af nýju vinnuafli. Það vinnuafl þarf að sækja erlendis.
Erlendir ríkisborgarar orðnir 23 prósent íbúa í Reykjanesbæ
Erlendum ríkisborgurum heldur áfram að fjölga á Íslandi. Án komu þeirra myndi íbúum landsins fækka. Mjög mismunandi hvar þeir setjast að. Í Reykjanesbæ voru erlendir ríkisborgarar 8,6 prósent íbúa í lok árs 2011. Nú eru þeir 23 prósent þeirra.
Kjarninn 22. júlí 2018
Klámið í kjallarageymslunum
Í geymslum danska útvarpsins, DR, leynast margar útvarps- og sjónvarpsperlur. Danir þekkja margar þeirra en í geymslunum er einnig að finna efni sem fæstir hafa nokkurn tíma heyrt minnst á, hvað þá heyrt eða séð.
Kjarninn 22. júlí 2018
Ljósmæðrafélagið hefur aflýst yfirvinnubanninu sínu.
Verkfalli ljósmæðra aflýst
Ljósmæðrafélag Íslands hefur samþykkt að aflýsa yfirstandandi yfirvinnubanni í ljósi þess að ríkissáttarsemjari hefur lagt fram miðlunartillögu.
Kjarninn 21. júlí 2018
Björn Leví Gunnarsson
Réttar skoðanir?
Kjarninn 21. júlí 2018
Guðmundur Andri Thorsson
Um kurteisi
Kjarninn 21. júlí 2018
Guðni Th. Jóhannesson, forseti Íslands
Skrifstofa forseta útskýrir fálkaorðuveitingu Piu
Samkvæmt fréttatilkynningu frá skrifstofu forseta Íslands er fálkaorðuveiting Piu útskýrð í ljósi reglna, samninga og hefða sem gilda hér á landi um slíkar orðuveitingar, líkt og annars staðar í Evrópu.
Kjarninn 21. júlí 2018
Donald Trump Bandaríkjaforseti
Vill auka tolla á kínverskar vörur en aflétta banni á rússneskt fyrirtæki
Bandaríkjastjórn viðraði í gær hugsanleg áform um að leggja tolla á allan kvínverskan innflutning annars vegar og aflétta viðskiptabanni við rússneskt álfyrirtæki hins vegar.
Kjarninn 21. júlí 2018
Meira eftir höfundinnBirgir Þór Harðarson
Meira úr sama flokkiFréttaskýringar
None