danmörk kristjanía
Auglýsing

Íbúar Krist­janíu í Kaup­manna­höfn ótt­ast um fram­tíð svæð­is­ins eftir að fíkni­efna­sali skaut og særði tvo lög­reglu­menn sem voru þar á eft­ir­lits­ferð sl. mið­viku­dags­kvöld. Annar þeirra liggur milli heims og helju á sjúkra­húsi. Enn­fremur varð erlendur ferða­maður fyrir skoti. Fíkni­efna­sal­inn særð­ist lífs­hættu­lega þegar hann reyndi að flýja, eftir að lög­regla hafði umkringt hús þar sem hann hélt sig, og lést síðar af sárum sín­um.

26. sept­em­ber næst­kom­andi verða 45 ár síðan hópur fólks lagði undir sig fyrr­ver­andi umráða­svæði hers­ins á Krist­jáns­höfn. Hóp­ur­inn lýsti yfir stofnun frí­ríkis á svæð­inu, Krist­jan­íu. Svæðið sem um ræðir er 34 hekt­arar á stærð og Krist­janitt­arnir (eins og þeir eru kall­að­ir) lögðu þegar undir sig fjöl­margar bygg­ingar hers­ins. Á þessum tíma var ekki hlaupið að því fyrir ungt fólk að kom­ast yfir hús­næði og því voru margir til­búnir að setj­ast að í „frí­rík­in­u“. Margir þeirra sem fluttu í Krist­janíu í upp­hafi búa þar enn en íbú­arnir eru í kringum eitt þús­und.

Þótt segja megi að Krist­janía sé eins­konar ríki í rík­inu og þar sé margt með öðrum hætti en víð­ast hvar þýðir það ekki að íbú­arnir hafi algjör­lega frjálsar hendur um alla hluti. Margir stjórn­mála­menn hafa iðu­lega haft horn í síðu Krist­janíu og íbú­anna. Fyrir nokkrum árum náð­ist hins­vegar sam­komu­lag um fram­tíð svæð­is­ins, hluti þess sam­komu­lags var að íbú­arnir myndu kaupa hluta lands­ins og hafa sam­vinnu við borg­ar­yf­ir­völd, nokkuð sem þeir höfðu lítt kært sig um fram að því.

Auglýsing

Pus­her Street og hassið

Fljót­lega eftir að Krist­janía varð til varð svæðið að eins konar mið­stöð versl­unar með hass. Þótt salan væri ólög­leg aðhafð­ist lög­reglan lítið framan af og sá að mestu leyti „í gegnum fingur sér“. Krist­janía var frá upp­hafi vin­sæll við­komu­staður ferða­manna sem flykkt­ust þangað til að sjá þetta „fyr­ir­bæri“ þar sem lífstakt­ur­inn var, og er á ýmsan hátt öðru­vísi en fólk á að venj­ast. Hassneysla var á þessum árum, eftir 1970, orðin tals­vert útbreidd og bæði ferða­menn og heima­fólk vissu að í Krist­janíu var hægur vandi að verða sér úti um „grasið“. Salan á hass­inu hefur alla tíð verið að mestu tak­mörkuð við til­tekna götu sem gengur undir nafn­inu Pus­her Street. Talið er að árleg velta á „hass­mark­aðn­um“ í Krist­janíu sé allt að millj­arði danskra króna, 17 – 18 millj­örðum íslensk­um. Það er mikið fé og þess vegna margir sem gjarna vilja fá bita af kök­unni.

Kristjanía.

Mót­or­hjóla­gengin sölsa undir sig mark­að­inn

Á 40 ára afmæli Krist­jan­íu, 2011, ræddi skrif­ari þessa pistils við fjöl­miðla­full­trúa íbú­anna. Þegar spurt var hvað það væri sem helst gæti ógnað fram­tíð svæð­is­ins stóð ekki á svar­inu: „við höfum mestar áhyggjur af rokk­ur­unum (mót­or­hjóla­gengj­un­um) sem reyna með góðu og illu að sölsa undir sig hass­mark­að­inn. Þeir svífast einskis, beita ofbeldi og gera út sölu­menn sem lifa við stöðugar hót­an­ir“. Svo mörg voru þau orð árið 2011 og síðan þá hafa rokk­ar­arnir barist hart til að ná undir sig hass­mark­aðnum og ráða nú stórum hluta hans. Danskir fjöl­miðlar full­yrða að ungi mað­ur­inn sem særði lög­reglu­menn­ina og var síðar skot­inn til bana hafi verið hlaupa­drengur hjá bak­mönn­unum svoköll­uðu, þeim sem stjórna hass­söl­unn­i. 

Hörð við­brögð stjórn­mála­manna

Danskir stjórn­mála­menn hafa brugð­ist hart við. Segja að nú sé mælir­inn fullur og Krist­janitt­arnir verði að bregð­ast við. Tónn­inn er harð­ari en áður og engin leið sé að una því að lög­reglu­menn fái ekki að sinna störfum sín­um. 

Íbú­arnir rifu hass­búð­irn­ar 

Á fjöl­mennum fundi sl. fimmtu­dags­kvöld, sól­ar­hring eftir að skotið var á lög­regl­una héldu íbúar Krist­janíu fjöl­mennan íbúa­fund. Ekk­ert spurð­ist út hvað fram fór á fund­inum en morg­un­inn eftir (föstu­dag) létu tugir Krist­jan­íu­búa til skarar skríða og hófu nið­ur­rif hass­básanna í Pus­her Street. Lög­reglan hefur nokkrum sinnum á und­an­förnum árum látið rífa bás­ana í tengslum við svo­nefndar rass­íur en þetta er í fyrsta sinn sem íbú­arnir sjálfir rífa þá nið­ur. Þeir hafa líka skorað á almenn­ing að leggja sér lið með því að versla ekki við sölu­menn á svæð­inu. „Við Krist­jan­íu­búar getum ekki einir sigr­ast á has­s­kóng­un­um“ sagði fjöl­miðla­full­trúi íbú­anna í við­tali við danska útvarp­ið. 

Hvað gera sölu­menn­irnir nú?

Þess­ari spurn­ingu er ekki auðsvar­að. Það er vitað mál að þeir gef­ast ekki upp og tak­ist þeim ekki að koma sér fyrir á nýjan leik inni í Krist­janíu má búast við að þeir reyni fyrir sér í nágrenn­inu. Krist­jan­íu­búi sem pistla­skrif­ari hafði tal af sagð­ist búast við hinu versta og byssu­skotin í fyrra­kvöld yrðu ekki þau síð­ust­u. 

Ert þú í Kjarnasamfélaginu?

Kjarninn er opinn vefur en líflínan okkar eru frjáls framlög frá lesendum, Kjarnasamfélagið. Sú stoð undir reksturinn er okkur afar mikilvæg.

Með því að skrá þig í Kjarnasamfélagið gerir þú okkur kleift að halda áfram að vinna í þágu almennings og birta vandaðar fréttaskýringar, djúpar greiningar á efnahagsmálum og annað fréttatengt gæðaefni. 

Kjarninn hefur verið til taks fyrir kröfuharða lesendur undanfarin sjö ár og við ætlum okkur að standa vaktina áfram. 

Fyrir þá sem nú þegar eru stoltir styrkjendur Kjarnans þá leyfum við okkur að benda á að hægt er að óska eftir að hækka mánaðarlega framlagið með því að senda póst á takk@kjarninn.is


Já takk, ég vil styrkja Kjarnann!
Svandís Svavarsdóttir, heilbrigðisráðherra.
Dóttir Svandísar alvarlega veik
Heilbrigðisráðherra ætlar með hjálp samstarfsfólks og fjarfunda að sinna áfram störfum sínum.
Kjarninn 10. júlí 2020
Saga Japans
Saga Japans
Saga Japans – Fall Soga-ættarinnar
Kjarninn 10. júlí 2020
Faraldurinn í faraldrinum
Ef hægt er að líkja heimsfaraldri COVID-19 við hvirfilbyl má líkja faraldri ópíóðafíknar við loftslagsbreytingar: Þær gerast hægt og bítandi en stundum í stökkum og eru stórhættulegar.
Kjarninn 10. júlí 2020
Ungmenni mótmæla aðgerðum stjórnvalda í loftslagsmálum.
„Loftslagsváin fer ekki í sumarfrí“
Ungmenni á Íslandi halda áfram að fara í verkfall fyrir loftslagið þrátt fyrir COVID-19 faraldur og sumarfrí. Greta Thunberg hvetur jafnframt áfram til mótmæla.
Kjarninn 9. júlí 2020
Afkoma ríkissjóðs jákvæð um 42 milljarða í fyrra
Tekjur ríkissjóðs námu samtals 830 milljörðum króna í fyrra en rekstrargjöld voru 809 milljarðar. Fjármagnsgjöld voru neikvæð um 57 milljarða en hlutdeild í afkomu félaga í eigu ríkisins jákvæð um 78 milljarða.
Kjarninn 9. júlí 2020
Guðmundur Hörður Guðmundsson
Menntamálaráðherra gleymdi meðalhófsreglunni
Kjarninn 9. júlí 2020
Kári Stefánsson, forstjóri ÍE.
„Þetta verður í fínu lagi“
Forstjóri Íslenskrar erfðagreiningar segir að starfsfólk fyrirtækisins muni rjúka til og hjálpa við skimun ef Landspítalinn þurfi á því að halda. Spítalinn sé þó „ágætlega í stakk búinn“ til þess að takast á við verkefnið.
Kjarninn 9. júlí 2020
Þórólfur Guðnason sóttvarnalæknir.
Þórólfur: Erum að beita öllum ráðum í bókinni
Sóttvarnalæknir segist ekki áforma að mæla með rýmkuðum reglum um fjöldatakmörk á samkomum á næstunni. Líklega muni núverandi takmarkanir, sem miða við 500 manns, gilda út ágúst.
Kjarninn 9. júlí 2020
Meira eftir höfundinnBorgþór Arngrímsson
Meira úr sama flokkiFréttaskýringar
None