Skin og skúrir í ferðaþjónustunni

Skoðun á góðum og slæmum sviðsmyndum í ferðaþjónustunni leiðir í ljós að margir áhættuþættir eru í greininni sem gefa þarf meiri gaum.

7DM_4540_raw_1665.JPG
Auglýsing

Það geta skipst á skin og skúrir í ferða­þjón­ust­unni eins og í öðrum geirum, jafn­vel þó lítið annað en gott útlit sé um þessar mund­ir. Við ­getum látið ferða­þjón­ust­una blómstra, en hún getur líka hrunið eins og ­spila­borg. Sú sviðs­mynd er raun­hæfur mögu­leiki.

Þetta má lesa úr úr ítar­legri vinnu KPMG um ferða­þjón­ust­una, þar sem fjallað er um stöðu mála út frá sviðs­mynd­um, en nið­ur­stöður þess­ar­ar vinnu voru kynntar í gær. 

Fjallað er um nokkra þætti, sem komu til umræðu í vinnu KPMG, í nýjasta hlað­varps­þætti Mark­aðsvarps­ins en þar er Einar Bárð­ar­son, hjá Reykja­vík Exc­ursions, gest­ur.

Auglýsing

Ragn­heiður Elín Árna­dótt­ir, Iðn­að­ar- og við­skipta­ráð­herra opn­aði kynn­ing­ar­fund um málið og fór meðal ann­ars yfir­ á­herslur ráðu­neyt­is­ins í tengslum við starf­semi Stjórn­stöðvar ferða­mála. Einnig tóku Hall­dór Hall­dórs­son for­maður Sam­bands íslenskra sveit­ar­fé­laga og Helga Árna­dóttir fram­kvæmda­stjóri Sam­taka ferða­þjón­ust­unnar (SAF) ásamt Óskari Jós­efs­syni fram­kvæmda­stjóra Stjórn­stöðvar ferða­mála, einnig til máls. Fund­ar­stjóri var Grím­ur ­Sæ­mund­sen for­stjóri Bláa lóns­ins og for­maður SAF.

Áhættu­grein­ing

Á fund­inum voru kynntar tvær nýjar ­skýrslur um mál­efni ferða­þjón­ust­unn­ar. Ann­ars vegar um „Hæfni og gæði í ferða­þjón­ustu“ sem Dr. Guð­finna S. Bjarna­dóttir kynnti og hins­vegar nið­ur­stöð­ur­ sviðs­mynda­vinnu og áhættu­grein­ingar KPMG á mögu­legri fram­tíð ferða­þjón­ust­unn­ar á Íslandi árið 2030.

Ferðaþjónustan til umræðu. Ragnheiður Elín Árnadóttir fylgdist grannt með gangi mála.

Sævar Krist­ins­son ráð­gjafi frá KPMG fór ­yfir hlut­verk, til­gang og verk­lag við sviðs­mynda­gerð­ina og áhættu­grein­ing­una. Þær Svan­hildur Kon­ráðs­dótt­ir, sviðs­stjóri menn­ing­ar- og ferða­mála­sviðs Reykja­vík­ur­borgar og Kristín Linda Árna­dótt­ir, for­stjóri Umhverf­is­stofn­un­ar kynntu nið­ur­stöður sviðs­mynda­grein­ing­ar­innar og Gunnar Har­alds­son hag­fræð­ing­ur ­fór yfir nið­ur­stöður áhættu­grein­ing­ar­inn­ar.

Við­horf­ið ­getur skipt sköpum fyrir fram­haldið

Eitt af því sem grein­ing KPMG leiddi í ljós, er að það er sér­stak­lega við­kvæmur áhættu­þátt­ur, þegar kemur að ­ferða­þjón­ustu hér á landi, að við­horf heima­manna sé gott. 

Rann­sóknar sýna að ­ferða­menn eru sér­stak­lega næmir fyrir við­horfi heima­manna og þeirra sem eru að veita þjón­ustu. Í einni sviðs­mynd­inni, Ferða­menn – nei takk, er þetta ­sér­tak­lega dregið fram sem áhættu­þátt­ur.

Sviðs­mynd­irnar sem skoð­aðar vor­u ­sér­stak­lega, skipt­ust í þessar fjór­ar:



Niceland“ –

   Inn­við­ir ­sam­fé­lags­ins eru vel í stakk búnir til að taka á móti og standa undir aukn­ing­u ­ferða­manna

Ferða­menn – nei takk

   Land­ið er vin­sæll áfanga­staður en hefur sprengt af sér veikar grunn­stoðir

Laus her­bergi

   Nýja­bru­mið farið af Íslandi, ferða­mönnum fer fækk­andi og afkasta­geta er umfram eft­ir­spurn

Fram af bjarg­brún­inni

   Orð­spor Ís­lands sem áfanga­staðar fer versn­andi, inn­viðir eru að hruni komnir eft­ir ­mikla ásókn ferða­manna

Í grein­ing­unni voru ýmsir þættir skoð­aðir sem telj­ast til drif­krafta grein­ar­inn­ar, og einni óvissu­þátta. Mik­il­væg­ustu drif­kraftar og ó­vissu­þættir ferða­þjón­ust­unn­ar, sam­kvæmt grein­ing­unni, eru:

   Sam­keppn­is­hæfni Íslands sem á­fanga­staðar ferða­manna þ.e. hversu eft­ir­sókn­ar­vert Ísland er heim að sækja.

   Þol­mörk lands og þjóðar, en þau eru mæli­kvarði á það hversu vel í stakk búið sam­fé­lagið og nátt­úran eru til að taka á móti ferða­mönn­um. Þessum óvissu­þætti má þannig á vissan hátt líkja við afkasta­getu Íslands sem ferða­manna­stað­ar.

Hvað ­getur gerst í fram­tíð­inni?

Grein­ingin dregur vel fram þann mikla vöxt sem ferða­þjón­ustan hefur gengið í gegnum að und­an­förnu. Árið 2010 voru 488 ­þús­und ferða­menn, sem heim­sóttu land­ið, en á þessu ári verða þeir 1,7 millj­ón­ir. Þó mikil upp­bygg­ing haf átt sér stað, ekki síst þegar kemur að g­isti- og veit­inga­þjón­ustu, þá hefur þessi mikli vöxtur reynt á inn­viði víða. Þannig hefur mikil mann­mergð á vin­sælum stöðum skapað vanda­mál, til dæmis þeg­ar kemur að því að vernda nátt­úr­una.

Ferðamönnum hefur fjölgað hratt og mikið. Þessu hafa fylgt vaxtarverkir, á ýmsum stöðum.

En einnig við að ná fram sem bestri ­rekstr­ar­fram­legð af ferða­þjón­ust­unni. Aðgangs­stýr­ing með gjald­töku, á fleiri ­stöð­um, virð­ist þar aug­ljós leið, en sem kunn­ugt er hefur ekki tek­ist að stilla ­saman strengi milli hags­muna­að­ila í ferða­þjónst­unni þegar kemur að stefnu í þeim efn­um.

Gengi krón­unnar er áhættu­þáttur

Eins og fram hefur komið í umfjöllun­Kjarn­ans þá er geng­is­þróun stór áhættu­þáttur þegar kemur að upp­gangi ferða­þjón­ust­unn­ar. Krónan hefur styrkst um meira en tíu pró­sent á einu ári, þegar með­al­talið ­gagn­vart evru og Banda­ríkja­dal er skoð­að, og það hefur mikil áhrif á mörg ­fyr­ir­tæki. Í versta falli getur frek­ari styrk­ing krón­unnar leitt til þess að ­fyr­ir­tæki þurfa að draga saman seglin

Gjald­eyr­is­tekjur vegna komu erlendra ­ferða­manna til Íslands eru áætl­aðar 430 millj­arðar á þessu ári en tæp­lega 500 millj­arðar á því næsta, gangi spár um fjölgun ferða­manna eft­ir. Til sam­an­burð­ar­ eru gjald­eyr­is­tekjur vegna sjáv­ar­út­vegs á milli 200 og 300 millj­arðar á ári. 

Við þurfum á þínu framlagi að halda

Þú getur tekið beinan þátt í að halda úti öflugum fjölmiðli.

Við sem vinnum á ritstjórn Kjarnans viljum hvetja þig til að vera með okkur í liði og leggja okkar góða fjölmiðli til mánaðarlegt framlag svo við getum haldið áfram að vinna fyrir lesendur, fyrir fólkið í landinu.

Kjarninn varð níu ára í sumar. Þegar hann hóf að taka við frjálsum framlögum þá varð slagorðið „Frjáls fjölmiðill fyrir andvirði kaffibolla“ til og lesendur voru hvattir til að leggja fram í það minnsta upphæð eins kaffibolla á mánuði.

Mikið vatn hefur runnið til sjávar á þeim níu árum sem Kjarninn hefur lifað. Í huga okkar á Kjarnanum hefur þörfin fyrir fjölmiðla sem veita raunverulegt aðhald og taka hlutverk sitt alvarlega aukist til muna.

Við trúum því að Kjarninn skipti máli fyrir samfélagið.

Við trúum því að sjálfstæð og vönduð blaðamennska skipti máli.

Ef þú trúir því sama þá endilega hugsaðu hvort Kjarninn er ekki allavega nokkurra kaffibolla virði á mánuði.

Vertu með okkur í liði. Þitt framlag skiptir máli.

Ritstjórn Kjarnans: Sunna Ósk Logadóttir, Þórður Snær Júlíusson, Erla María Markúsdóttir, Arnar Þór Ingólfsson, Eyrún Magnúsdóttir og Grétar Þór Sigurðsson.


Já takk, ég vil styrkja Kjarnann!
Þorbjörn Guðmundsson
Er íslenska velferðarkerfið ekki lengur griðarstaður þeirra sem minnst hafa?
Kjarninn 11. janúar 2023
Takk fyrir og sjáumst á nýjum miðli á föstudag
Bréf frá ritstjóra Kjarnans vegna sameiningar við Stundina og þess að nýr framsækinn fréttamiðill verður til í lok viku.
Kjarninn 11. janúar 2023
Sverrir Albertsson
Vatn á myllu kölska
Kjarninn 11. janúar 2023
Lögreglumenn standa vörð um gröfurnar í námunni.
Berjast fyrir þorpi á barmi hengiflugs
Lítið þorp í Rínarlöndum Þýskalands er allt komið í eigu kolarisa. Fyrirtækið ætlar sér að mylja niður húsin og stækka kolanámu sína sem þegar þekur um 80 ferkílómetra. Þetta þykir mörgum skjóta skökku við í heimi sem berst við loftslagsbreytingar.
Kjarninn 10. janúar 2023
Arnþrúður Karlsdóttir, útvarpsstjóri Útvarps Sögu.
Útvarp Saga telur fjölmiðlastyrki skapa tortryggni og bjóða upp á frændhygli
Fjögur fjölmiðlafyrirtæki hafa til þessa skilað inn umsögnum um frumvarp Lilju Alfreðsdóttur menningar- og viðskiptaráðherra, sem mun að óbreyttu framlengja núverandi styrkjakerfi til fjölmiðla.
Kjarninn 10. janúar 2023
Sólveig Anna Jónsdóttir formaður Eflingar.
Viðræðum slitið og Efling undirbýr verkfallsaðgerðir
Samtök atvinnulífsins hafa hafnað gagntilboði Eflingar um skammtímakjarasamning, sem kvað á um meiri launahækkanir en SA hefur samið um við aðra hópa á almennum vinnumarkaði til þessa. Efling undirbýr nú verkfallsaðgerðir.
Kjarninn 10. janúar 2023
Palestínski fáninn á lofti í mótmælum í Reykjavík. Ísraelskri lögreglu hefur nú verið fyrirskipað að rífa fánann niður á almannafæri.
Fánabann og refsiaðgerðir í Palestínu í kjölfar niðurstöðu Sameinuðu þjóðanna
Degi eftir að ný ríkisstjórn tók við völdum í Ísrael samþykkti allsherjarþing Sþ að fela Alþjóðadómstólnum í Haag að meta lögmæti hernáms Ísraelsríkis á Vesturbakkanum. Síðan þá hefur stjórnin gripið til refsiaðgerða og nú síðast fánabanns.
Kjarninn 10. janúar 2023
Gríðarlega mikil dæling á sandi á sér stað í Landeyjahöfn á hverju ári. Markarfljótið ber hundruð þúsunda tonna af jarðefnum út í sjó og það á til að safnast upp í mynni hafnarinnar.
Vilja sjúga sand af hafsbotni í stórum stíl og flytja út
Eftirspurn eftir íslenskum jarðefnum er gríðarleg ef marka má framkomin áform erlendra stórfyrirtækja um nýtingu þeirra. Vinsældir hafnarinnar í Þorlákshöfn eru samhliða mjög miklar.
Kjarninn 10. janúar 2023
Meira eftir höfundinnMagnús Halldórsson
Meira úr sama flokkiFréttaskýringar
None