Ótti við hryðjuverk breytir ferðavenjum

ferðamenn
Auglýsing

Ótt­inn við hryðju­verk hefur á síð­ustu árum haft mikil áhrif í ferða­mennsk­unn­i. Í nýrri könnun sem fyr­ir­tæk­ið IPK International gerði, og 50 þús­und manns tóku þátt í, sögðu 40% þátt­tak­enda að hryðju­verkaógnin hefði áhrif á hvert ferð­ast væri. Tyrk­land, Egypta­land og lönd Norð­ur­-Afr­íku hafa orðið verst úti og af stór­borgum Par­ís, Ist­an­búl og Kaíró

Könnun sem evr­ópsk ­ferða­mála­sam­tök­um létu gera fyrir rúmu ári síðan leiddi í ljós að sífellt fleiri Evr­ópu­búar ferð­ast. Og hjá þeim sem á annað borð ferð­ast til ann­arra landa er það ekki lengur ein utan­lands­ferð annað eða þriðja hvert ár, nú eru það iðu­lega tvö, jafn­vel þrjú, ferða­lög árlega. Sól­ar­ferð­ir, óbyggða­ferð­ir, veiði­ferð­ir, golf­ferð­ir, skíða­ferð­ir,borg­ar­ferðir, sér­stakar göngu- og reið­hjóla­ferð­ir, sigl­ingar með skemmti­ferða­skipum eða skút­um, kletta­klif­ur, o.s.frvo.s.frv. Mögu­leik­arnir eru nær óþrjót­andi.

Að verða „vin­sælt ferða­manna­land“ er oft­ast árangur margra ára eða jafn­vel ára­tuga aug­lýs­inga­starfs. Slík land­kynn­ing kostar mikið fé, og þol­in­mæði. Þekktur danskur ferða­fröm­uður sagði ein­hverju sinni að land­kynn­ing væri lang­hlaup, „marg­falt mara­þon“ eins og hann komst að orði. Mörg lönd verja miklum fjár­munum í að kynna land og þjóð enda eftir miklu að slægj­ast.

Auglýsing

Ferða­mennskan skapar miklar tekj­ur, því hafa Íslend­ingar kynnst vel á allra síð­ustu árum. Á Íslandi hefur mark­visst kynn­ing­ar­starf, ásamt hag­stæðu gengi (fyrir ferða­menn) ráðið mestu um mikla aukn­ingu þeirra sem landið heim­sækja. Því til við­bótar hefur Ísland notið góðs af því að ferða­fólk leitar sífellt að ein­hverju nýju og ekki síst stöð­um, sem fáir hafa heim­sótt. Fram­andi er það stundum kall­að. Þótt mörgum Íslend­ingum þyki nóg um ferða­manna­straum­inn, sem hef­ur marg­faldast á örfáum árum, er hóp­ur­inn sem heim­sækir Ísland lít­ill, sam­an­borið við mörg önnur lönd. Tekjur Íslend­inga af ferða­mönnum hafa líka marg­faldast, í hlut­falli við ferða­manna­fjöld­ann. 

Frakk­land fjöl­sóttasta ferða­manna­landið

Um langt ára­bil hefur Frakk­land verið fjöl­sóttasta ferða­manna­land heims. Sam­kvæmt upp­lýs­ing­um World Statistic stofn­un­ar­innar heim­sóttu 83 millj­ónir ferða­fólks Frakk­land á síð­ast­liðnu ári. 75 millj­ónir lögðu leið sína til Banda­ríkj­anna, 65 millj­ónir til Spán­ar, 56 millj­ónir fóru til Kína. Í fimmta sæti yfir vin­sæl­ustu ferða­manna­löndin árið 2015 var Ítal­ía, þangað fóru 48 millj­ón­ir, Tyrk­land heim­sóttu 40 millj­ón­ir, 33 millj­ónir fóru til Þýska­lands og sami fjöldi til Bret­lands. Til Rúss­lands lögðu 30 millj­ónir leið sína og í tíunda sæti yfir fjöl­sótt­ustu ferða­manna­lönd ver­aldar er Mexíkó, þangað fóru 29 millj­ón­ir. World Statistic getur þess sér­stak­lega varð­andi Mexíkó að stór hluti þess­ara 29 millj­óna séu Banda­ríkja­menn sem fari oft í viku yfir landa­mær­in.  

Í fjöl­sótt­ustu lönd­unum eru það iðu­lega borg­irnar sem draga til sín hlut­falls­lega flesta ferða­lang­ana, í Frakk­landi Par­ís, NiceLe Mans, í Banda­ríkj­un­um New York, Los Ang­elesSan Francisco, Las Vegas. Á Spáni, þriðja fjöl­sóttasta ferða­manna­land­inu var dreif­ingin meiri ef svo mætti segja: BarcelonaMadridMajorkaCosta del SolSevillaVal­encia svo það helsta sé nefnt. Í Kína voru það stór­borg­irn­ar Beijing og Shang­hai sem flestir lögðu leið sína til en á Ítal­íu, fimmta fjöl­sóttasta land­inu var dreif­ingin mjög mikil enda á Ítalía 51 nafn á menn­ing­arminja­skrá Sam­ein­uðu þjóð­anna. Í Tyrk­landi skipt­ust millj­ón­irnar 40 sem heim­sækja landið á milli sögu­staða, sól­ar­stranda og stór­borg­ar­inn­ar Ist­an­búl. Í Þýska­landi og Bret­landi vógu Berlín og London þyngst þótt í þessum löndum færi ferða­fólk víða um. Í Rúss­landi voru það Moskva og St. Pét­urs­borg sem drógu til sín flesta úr hópi þeirra 30 millj­óna sem landið sóttu heim í fyrra. 



Hryðju­verkaógnin og ferða­mennskan

Eins og fram kom í upp­hafi pistils­ins hefur ótt­inn við hryðju­verk veru­leg áhrif þegar að því kemur að velja hvert skuli haldið þegar leggja á land undir fót. Margir veigra sér við að heim­sækja lönd og borgir þar sem hryðju­verka­menn hafa látið til sín taka. 

Matthias Fekl að­stoð­ar­ferða­mála­ráð­herra Frakk­lands sagði fyrir nokkrum dögum í við­tali að ferða­mönnum í París hefði fækkað um tugi pró­senta að und­an­förnu, sam­an­borið við síð­ustu ár. Hann sagði að nýt­ing hót­el­her­bergja í síð­ari hluta júlí­mán­aðar hefði ein­ungis verið 32%, á sama tíma í fyrra og hitteð­fyrra var nýt­ingin yfir 70%. Það eru einkum ferða­menn frá Banda­ríkj­un­um, Asíu, einkum Jap­an, og löndum við Persaflóa sem hafa hætt við ferðir til Par­ísar en ferða­menn frá þessum löndum búa að jafn­aði á dýr­ari hót­elum og eyða meiri pen­ingum en ferða­menn frá öðrum lönd­um. Ótt­inn við hryðju­verk er ástæð­an. Sam­dráttur í ferða­mennsku hefur mikil áhrif, í Frakk­landi hafa t.d. fleiri en tvær millj­ónir manna við­ur­væri sitt af ferða­mennsku. Í Brus­sel í Belgíu fækk­aði ferða­mönnum um 40% í júlí­mán­uði síð­ast­liðnum miðað við sama tíma í fyrra. Hryðju­verkin á Zaventem flug­velli í mar­s, þar sem 32 létu­st, er talin helsta ástæðan þess­arar miklu fækk­un­ar. Ekki eru til­tækar tölur um fækkun ferða­manna í Tyrk­landi, Egypta­landi og löndum í Norð­ur­-Afr­íku en í þessum löndum hefur ferða­fólki fækkað mjög mik­ið. Evr­ópskar ferða­skrif­stof­ur, og flug­fé­lög, hafa brugð­ist við með því að fækka ferðum og draga úr sæta­fram­boð­i. 

Eftir mikla fjölgun kín­verskra ferða­manna til Evr­ópu und­an­farin ár virð­ist nú hafa hægt nokkuð á þeim straumi. Ferða­mála­sér­fræð­ingar segja það beina afleið­ingu ótt­ans við hryðju­verk.

Mikil aukn­ing til Spánar og Portú­gals

Sér­fræð­ingar um ferða­mál segja að þrátt fyrir að dregið hafi úr straumi ferða­manna til þeirra landa sem nefnd hafa verið hér að framan sé jákvætt að almennt virð­ist ekki hafa dregið úr ferða­lög­um. Fólk velur önnur lönd. Þeim sem ferð­uð­ust til Spánar fjölg­aði um 12% á fyrri helm­ingi þessa árs, miðað við sama tíma í fyrra og í Portú­gal er fjölg­unin á sama tíma 13%. Á Spáni hefur verð á gist­ingu hækkað tals­vert að und­an­förnu og danskur ferða­mála­fræð­ingur sagði að spænskir hót­el­eig­endur megi ekki láta stjórn­ast af græðgi. Ef verð hækk­i allt of ­mikið sé hætta á að ferða­menn leiti ann­að.

Ísland örugg­asta land í heimi 

Nýlega birti alþjóð­leg stofn­un, Institute for Economics and Peace, skýrslu þar sem lagt er mat á, með mörgum og flóknum aðferð­um, öryggi fólks í löndum heims­ins. Á þessum lista trónir Ísland á toppn­um, Dan­mörk er í öðru sæti, í þriðja sæti er Aust­ur­ríki, Nýja-­Sjá­land í fjórða sæti og í fimmta sæti Portú­gal. Finn­land er í ell­efta sæti, Sví­þjóð í því fjórt­ánda og Nor­egur er neðst Norð­ur­land­anna í 17. sæti. Þetta hlýtur að telj­ast ánægju­leg nið­ur­staða fyrir Íslend­inga. 

Við þurfum á þínu framlagi að halda

Þú getur tekið beinan þátt í að halda úti öflugum fjölmiðli.

Við sem vinnum á ritstjórn Kjarnans viljum hvetja þig til að vera með okkur í liði og leggja okkar góða fjölmiðli til mánaðarlegt framlag svo við getum haldið áfram að vinna fyrir lesendur, fyrir fólkið í landinu.

Kjarninn varð níu ára í sumar. Þegar hann hóf að taka við frjálsum framlögum þá varð slagorðið „Frjáls fjölmiðill fyrir andvirði kaffibolla“ til og lesendur voru hvattir til að leggja fram í það minnsta upphæð eins kaffibolla á mánuði.

Mikið vatn hefur runnið til sjávar á þeim níu árum sem Kjarninn hefur lifað. Í huga okkar á Kjarnanum hefur þörfin fyrir fjölmiðla sem veita raunverulegt aðhald og taka hlutverk sitt alvarlega aukist til muna.

Við trúum því að Kjarninn skipti máli fyrir samfélagið.

Við trúum því að sjálfstæð og vönduð blaðamennska skipti máli.

Ef þú trúir því sama þá endilega hugsaðu hvort Kjarninn er ekki allavega nokkurra kaffibolla virði á mánuði.

Vertu með okkur í liði. Þitt framlag skiptir máli.

Ritstjórn Kjarnans: Sunna Ósk Logadóttir, Þórður Snær Júlíusson, Erla María Markúsdóttir, Arnar Þór Ingólfsson, Eyrún Magnúsdóttir og Grétar Þór Sigurðsson.


Já takk, ég vil styrkja Kjarnann!
Þorbjörn Guðmundsson
Er íslenska velferðarkerfið ekki lengur griðarstaður þeirra sem minnst hafa?
Kjarninn 11. janúar 2023
Takk fyrir og sjáumst á nýjum miðli á föstudag
Bréf frá ritstjóra Kjarnans vegna sameiningar við Stundina og þess að nýr framsækinn fréttamiðill verður til í lok viku.
Kjarninn 11. janúar 2023
Sverrir Albertsson
Vatn á myllu kölska
Kjarninn 11. janúar 2023
Lögreglumenn standa vörð um gröfurnar í námunni.
Berjast fyrir þorpi á barmi hengiflugs
Lítið þorp í Rínarlöndum Þýskalands er allt komið í eigu kolarisa. Fyrirtækið ætlar sér að mylja niður húsin og stækka kolanámu sína sem þegar þekur um 80 ferkílómetra. Þetta þykir mörgum skjóta skökku við í heimi sem berst við loftslagsbreytingar.
Kjarninn 10. janúar 2023
Arnþrúður Karlsdóttir, útvarpsstjóri Útvarps Sögu.
Útvarp Saga telur fjölmiðlastyrki skapa tortryggni og bjóða upp á frændhygli
Fjögur fjölmiðlafyrirtæki hafa til þessa skilað inn umsögnum um frumvarp Lilju Alfreðsdóttur menningar- og viðskiptaráðherra, sem mun að óbreyttu framlengja núverandi styrkjakerfi til fjölmiðla.
Kjarninn 10. janúar 2023
Sólveig Anna Jónsdóttir formaður Eflingar.
Viðræðum slitið og Efling undirbýr verkfallsaðgerðir
Samtök atvinnulífsins hafa hafnað gagntilboði Eflingar um skammtímakjarasamning, sem kvað á um meiri launahækkanir en SA hefur samið um við aðra hópa á almennum vinnumarkaði til þessa. Efling undirbýr nú verkfallsaðgerðir.
Kjarninn 10. janúar 2023
Palestínski fáninn á lofti í mótmælum í Reykjavík. Ísraelskri lögreglu hefur nú verið fyrirskipað að rífa fánann niður á almannafæri.
Fánabann og refsiaðgerðir í Palestínu í kjölfar niðurstöðu Sameinuðu þjóðanna
Degi eftir að ný ríkisstjórn tók við völdum í Ísrael samþykkti allsherjarþing Sþ að fela Alþjóðadómstólnum í Haag að meta lögmæti hernáms Ísraelsríkis á Vesturbakkanum. Síðan þá hefur stjórnin gripið til refsiaðgerða og nú síðast fánabanns.
Kjarninn 10. janúar 2023
Gríðarlega mikil dæling á sandi á sér stað í Landeyjahöfn á hverju ári. Markarfljótið ber hundruð þúsunda tonna af jarðefnum út í sjó og það á til að safnast upp í mynni hafnarinnar.
Vilja sjúga sand af hafsbotni í stórum stíl og flytja út
Eftirspurn eftir íslenskum jarðefnum er gríðarleg ef marka má framkomin áform erlendra stórfyrirtækja um nýtingu þeirra. Vinsældir hafnarinnar í Þorlákshöfn eru samhliða mjög miklar.
Kjarninn 10. janúar 2023
Meira eftir höfundinnBorgþór Arngrímsson
Meira úr sama flokkiFréttaskýringar
None