Stærstu tæknifyrirtæki Bandaríkjanna hafa notið mikillar velgengni á undanförnum árum og eiga þau gríðarlega upphæði í lausu fé um þessar mundir.
Sé mið tekið af stöðu mála um mitt þetta ár, þá áttu fimm fyrirtæki – sé horft framhjá fjármálafyrirtækjum – meira en þriðjun af öllum lausafjáreignum fyrirtæki í Bandaríkjum.
Þetta eru Apple, Microsoft, Alphabet (Google), Cisco og Oracle.
5. Hugbúnaðarrisinn Oracle hefur hagnast verulega á miklum breytingum sem orðið hafa í tæknigeiranum á undanförnum árum, meðal annars með tilkomu snjallsíma. Um mitt þetta ár átti fyrirtækið 52,3 milljarða Bandaríkjadala, eða sem nemur rúmlega sex þúsund milljörðum króna.
4. Cisco hefur vaxið með svipuðum hætti og Oracle, með framleiðslu hugbúnaðar og örgjafa. Veltan hefur aukist mikið á undanförnum árum, og reiðuféð safnast upp. Um mitt þetta ár átti fyrirtækið ríflega 60 milljarða Bandaríkjadala í lausu fé, eða sem nemur um sjö þúsund milljörðum króna.
3. Alphabet (Google) hefur svo einnig vaxið mikið. Snjallsímavæðingin í heiminum hefur verið eins og byr í seglin hjá auglýsingarisanum, sem stofnaður var fyrir 18 árum á þessu, eða árið 1998. Um mitt þetta ár átti fyrirtækið 73,1 milljarða Bandaríkjadala.
2. Microsoft hefur stundum orð á sér fyrir að svifaseint í hugbúnaðargeiranum, en það er nú í besta falli umdeilanlegt. Fjárhagur fyrirtækisins, sem hefur ennþá heljartak á heimilistölvugeiranum í heiminum og einnig í þjónustu við fyrirtæki, með margvíslegu og fjölbreyttu vöruúrvali. Þá hafa Xbox One leikjatölvurnar selst vel. Um mitt þetta ár átti fyrirtækið 102,6 milljarða Bandaríkjadala í lausu fé, eða sem nemur 11.800 milljörðum króna.
1. Apple er eitt í úrvalsdeildinni, þegar að þessu kemur. Ótrúleg velgengni iPhone frá því hann kom fyrst fram, hefur skapað annað vandamál fyrir fyrirtækið. Sem er að ákveða hvað það á að gera við þær fúlgur fjár sem fyrirtækið á. Um mitt þetta ár átti fyrirtæið 215,7 milljarða Bandaríkjadala í lausu fé. Það er upphæð sem nemur 25 þúsund milljörðum króna, eða um tífaldri árlegri landsframleiðslu Íslands. Það ætti því að ráða vel við að greiða 14 milljarða Bandaríkjadala sektina sem það þarf að greiða, vegna skattalagabrota, samkvæmt niðurstöðu Evrópusambandsins.